Morgunblaðið - 15.11.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 15.11.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þrátt fyrir að sýslumaðurinn í Reykjavík hafi að beiðni STEFs lagt lögbann á að stóru fjarskiptafyrir- tækin veiti netnotendum aðgang að skráaskiptavefsíðunum deildu.net, deildu.com, piratebay.se, piratebay.- sx og piratebay.org er mjög auðvelt að komast framhjá lögbanninu. Sé lénið deildu.net slegið inn fer notandinn umsvifalaust á síðu sem hefur lénið icetracker.org og virkar alveg eins og deildu.net, hefur meira að segja sama útlit. Þar virkar sama lykilorð og á deildu.net og hefur því í raun ekkert breyst nema lénið. Þegar inn er komið blasir við texti á forsíðunni þar sem stendur: Farðu framhjá þessari lokun. Sé smellt á það fer notandinn á spjallsvæði síð- unnar þar sem hægt er að skoða hvernig á að nota forritið Thor til þess að fela ip-tölu tölvunnar og þannig er hægt að deila og ná í höf- undarréttarvarið efni. Guðrún Björk Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri STEFs, segir að það hafi verið viðbúið að einstaklingarnir á bak við vefsíðurnar myndu reyna að fela sig. „Það var líka viðbúið að þeir myndu skipta um lén. Við ætlum okkur ekkert að láta þá í friði. Dóm- urinn segir að vefsvæðið sé ólöglegt burtséð frá hvað lénið heitir,“ segir hún og bendir á að þótt STEF hafi krafist banns á síðuna deildu.net lýsi héraðsdómur, sem fól sýslumanni að setja lögbannið, því yfir að innihald síðunnar sé höfundarréttarvarið og að ólöglegt sé að sækja slíkt efni án leyfis. „Svona eltingaleikur er ekki skemmtilegur en maður var viðbú- inn svona útspili. Við höfum séð það í útlöndum að þegar erfiðara og tíma- frekara er að ná í efnið, þótt það séu aðeins nokkur músaklikk til viðbót- ar, þá hefur dregið úr aðsókninni á þessa vefi,“ segir Guðrún Björk. Hún bætir við að umræðan sé af hinu góða. „Ég vil líka trúa því að umræðan um þetta mál hafi hreyft við einhverjum sem voru kannski í einhverjum vafa um hvort þetta væri löglegt eða ólöglegt. Nú er að minnsta kosti kominn dómur um, að þetta vefsvæði er ólöglegt þannig að vonandi mun það höfða til samvisku fólks,“ segir Guðrún. Leiðbeiningar Í texta á forsíðu nýju deilingarsíðunnar segir skýrum stöfum: Farðu framhjá þessari lokun. Auðveldlega farið framhjá lögbanni Skjárinn hefur sýningar á annari þáttaröð af Biggest Loser á nýju ári en sú fyrri var ákaflega vinsælt efni hjá niðurhölurum. Alls var þeim halað niður rúmlega 66 þúsund sinnum, samkvæmt tölum deildu.net - án þess að nokk- ur hefði borgað fyrir þá. Friðrik Friðriksson, framkvæmdarstjóri Skjásins, segir að ljóst sé niður- hal muni aldrei hætta alveg. „Fyrir suma hefur málið verið óljóst og ýmsir jafnvel í góðri trú að það væri í lagi að sækja efni á þessum síðum. Við bind- um vonir við að löghlýðnir átti sig en um leið vitum við að niðurhalið stopp- ar aldrei allt. Þannig að áhyggjurnar eru til staðar en okkur miðar áfram.“ Niðurhal stoppar aldrei alveg BIGGEST LOSER VAR VINSÆLT TIL NIÐURHALS  Deildu heitir nú icetracker  Ekkert breyst nema lénið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Skipið reynist vel og er silkimjúkt í hreyfingum. Í fyrstu ferðinni lentum við í svolitlum kalda á Breiðafirði og mótbyr en siglingin gekk þó alveg ljómandi vel,“ segir Pétur Ágústsson hjá Sæferðum í Stykkishólmi. Nýja Breiðafjarðarferjan, Baldur, kom til heimahafnar í Hólminum í vikunni og voru móttökurnar góðar. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri afhenti Pétri og Svanborgu Siggeirsdóttir eig- inkonu hans, eigendum Sæferða, blómvönd, en fyrirtækið er eitt það stærsta í byggðarlaginu og mikilvæg stoð í atvinnulífinu þar. Tekur 280 farþega Hinn nýi Baldur fór í fyrstu áætl- unarferðina yfir fjörðinn á fimmtu- dag. Allt gekk að óskum og rómar Pétur sjóhæfni skipsins sem tekur allt að 280 farþega. Þá tekur skipið 54 fólksbíla, en færri ef flutn- ingatrukkar eru um borð en þeir geta verið allt að sex talsins. Ganghraði skipsins er 13,5 sjómíl- ur og tekur siglingin úr Stykkishólmi yfir á Brjánslæk 2,20 klst. Í Flatey úr Hólminum er siglingin 1,25 klst. Er þetta nokkru skemmri tími, en sigling með fyrra skipi var. Gamli Baldur sem hefur verið í út- gerð Sæferða mörg undanfarin ár hefur verið seldur til Portúgal og siglir nú þangað. Siggeir Pétursson stendur í brúnni, en hann er einn þriggja skipstjóra á Baldri. Hinir eru Unnar Valby Gunnarsson og Pétur Ágústsson sem fyrr er nefndur. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi segir nýja ferju skipta bæjarfélagið miklu og byggðirnar á Snæfellsnesi almennt. Ferðaþjón- ustan sé stór og vaxandi atvinnu- grein í Hólminum og í því samhengi skipti starfsemi þess miklu. Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda hf. á Patreks- firði, segir nýja ferju skipta miklu fyrir atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum. Fiskeldi sé vaxandi at- vinnugrein á þessum slóðum og nú styttist í að ársframleiðslan á laxi verði 3.000 tonn og sjálfsagt verði hún enn meiri í fyllingu tímans. Frá Odda fari um 1.500 tonn af fiski á markað á ári hverju, það eru aðallega ferskar afurðir. „Dagleg framleiðsla okkar stjórn- ast að verulegu leyti af áætlun skips- ins, afurðirnar eru settar á flutn- ingabíl sem fer héðan svo með ferjunni frá Brjánslæk og áfram til Reykjavíkur. Þaðan fer fiskurinn ýmist með fraktflugi til Evrópu eða þá skipunum sem fara út síðari hluta vikunnar,“ segir Sigurður Viggós- son. Vandamál úr sögunni „Að koma afurðunum á markað er keðja og hlekkirnir hennar mega ekki bresta, en því miður hefur stundum komið fyrir að ekki sé pláss fyrir flutningabílana í Baldri og þá er ekki annað í stöðunni en aka um Barðastrandarsýslurnar sem er löng leið og seinfarin. Slíkt er truflandi og hefur verið ákveðinn þröskuldur. Með nýju og stærri skipi ætti þetta vandamál þó að vera úr sögunni,“ segir Sigurður ennfremur. Silkimjúkur í mótbyr og kalda  Baldur góður á Breiðafirði  Geng- ur 13,5 mílur  Vestfirðingar ánægðir Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Sigling Nýr Baldur á stími á Sundunum við Reykjavík. Áætlunarsiglingar skipsins hófust á fimmtudaginn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Ánægja Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi afhenti Svanborgu Siggeirsdóttur og Pétri Ágústssyni, eigendum Sæferða, blómvönd. Skartgripalínan Drífa fæst í verslun Aurum, Bankastræti 4.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.