Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við ætlum að kanna hið stórbrotna svæði umhverfis Vatnajökul, með það fyrir augum að kortleggja þar nýja gönguleið,“ segir Páll Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Hann fer fyrir hópi nokkurra vaskra liðsmanna FÍ sem hyggjast nú í vor taka fyrsta áfangann í ferð í kringum Vatna- jökul, leiðin er alls um 500 kílómetr- ar. Hugsunin með ferðalaginu er að skapa og koma á kortið nýrri leið um einstaka og stórbrotna náttúru. „Margir hafa ferðast mikið um þetta svæði. Ég hef þó engan hitt enn sem hefur farið allt í kringum jökulinn og það gerir þessa kort- lagningu spennandi. Þetta er verk- efni sem við ætlum að taka á tveim- ur sumrum og að því loknu ætlum við að sjá hvort það sé raunhæft verkefni að setja Vatnajökulshring- inn í ferðaáætlun okkar,“ segir Páll. Vonarskarð, Kverkfjöll og Brúarárjökull Hjá Ferðafélagi Íslands hefur þessu verkefni, Umhverfis Vatna- jökul, verið skipt upp í nokkra leggi. Hver þeirra er 100 til 150 kílómetrar og 5 – 7 dagleiðir. Í maí næstkomandi verður lagt af stað upp frá Skaftafelli í Jökulheima, sem eru við vestanverðan Vatna- jökul inn af Veiðivötnum. Sú leið verður farin á sex dögum. Gengið verður úr Skaftafelli yfir Skeið- arárjökul að Grænalóni og um Síðu- jökul að Langasjó og þaðan í Jökul- heima. Aðrir leggir sem hafa verið teikn- aðir upp eru Jökulheimar – Von- arskarð, sá næsti er í Kverkfjöll og þaðan að Brúarárjökli og svo í Lónsöræfi. Síðasti áfanginn er um suðursvæði jökulsins í Skaftafelli. Fimmtán göngubrýr og skálar Páll Guðmundsson segir að tals- vert þurfi til, svo hringurinn um- hverfis Vatnajökul geti orðið raun- hæfur valkostur ferðamanna. „Ef vel tekst til getur þetta orðið virkilega gaman. Það hljómar vel að fólki bjóðist að ganga umhverfis stærsta jökul í Evrópu,“ segir Páll. „Í dag er vinsælt meðal Íslendinga sem ferðast í hópum að taka kannski Laugaveginn eitt árið, Hornstrandir það næsta og svo framvegis. Nú getur Vatnajök- ulsferð orðið nýr möguleiki, að taka hringinn legg fyrir legg á kannski fjórum til fimm árum.“ Kallar á víðtækt samráð Páll telur þetta verkefni kalla á að byggja þurfi 10 til 15 göngubrýr yfir ár. Nefnir þar Tungná, Sveðju og Sylgju sem falla frá jöklinum vestanverðum. Einnig gæti þurft að reisa skála við Grænalón, Jökul- heima, Vonarskarð og á Lóns- öræfum. „Þessi uppbygging er verkefni sem einkaaðilar í samstarfi við sveitarfélögin og fleiri aðila munu vonandi skoða. Auðvitað verður að byrja smátt og ég sé fyrir mér að um þetta megi stofna sjálfstætt fyr- irtæki eða eitthvað slíkt,“ segir Páll. Hann bætir við að þó farið sé um opin svæði á öræfum kalli þetta verkefni á víðtækt samráð. Að borð- inu þurfi landeigendur, sveitarfélög, Vatnajökulsþjóðgarður, ferðafélög, ferðaþjónustan og fleiri að koma. Allir eru sammála „Við höfum kynnt nokkrum verk- efnið og undirtektirnar hafa verið góðar. Allir eru sammála um að Vatnajökull og umhverfi hans er einstakt,“ segir Páll. Ennfremur að undirbúningur landnámsverkefn- isins njóti atfylgis samtakanna Vina Vatnajökulsþjóðgarðs og vonandi bætast fleiri í þann hóp í fyllingu tímans. Umhverfis Vatnajökul í leggjum  Byrja í Skaftafelli og ætla í Jökulheima í fyrsta áfanganum næsta vor  500 kílómetra hringferð sem gæti orðið mjög spennandi  Kallar á miklar og dýrar framkvæmdir sem margir kæmu að Morgunblaðið/Malín Brand Vatnajökulls hringur Barðarbunga BrúarjökullKverkfjöll Hvannadalshnjúkur Skaftafell Lónsöræfi Jökulheimar Grunnkort/Loftmyndir ehf. Vatnajökull Margir ganga á Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins í maí á vorin, þegar aðstæður til slíkra ferða eru bestar. Möguleikarnir sem felast í náttúru jökulsins til útiveru eru þó fleiri og þá á nú að kanna. Segja þyrfti upp stórum hluta starfs- fólks Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) verði frumvarp um frjálsa sölu á áfengi að lögum. Þetta kemur fram í umsögn ÁTVR um frumvarpið. Í umsögninni segir einnig að einkavæðing smásölu áfengis stangist á við tilmæli alþjóð- legra heilbrigðisyfirvalda og áfengis- og vímuvarnastefnu stjórnvalda. Vísar fyrirtækið meðal annars til skýrslu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) frá 2009 þar sem þau ríki sem hafa einkasmásölu á áfengi séu eindregið hvött til að halda í það fyrirkomulag. Það sé á meðal áhrifaríkustu leiða til að draga úr skaðlegum áhrifum áfengis- neyslu. Aukin neysla ungs fólks sér- stakt áhyggjuefni ÁTVR tekur ekki afstöðu til frum- varpsins sem slíks en engu síður kemur þar fram að það sé mat fyrir- tækisins að varhugavert sé að slaka á þeirri aðhaldssömu áfengisstefnu sem hér hefur verið við lýði. Verði frumvarpið að lögum yrðu líklegar afleiðingar þess að verslun- um ÁTVR yrði smám saman lokað. Þá sé hætt við því að umfangsmikil sérþekking starfsfólks verði vannýtt og glatist. Útsölustöðum áfengis fjölgi, afgreiðslutími lengist og að- gengi aukist þar með. Þá telur ÁTVR allar líkur á að vöruframboð muni almennt minnka verði ríkiseinkasalan lögð af, einkum á landsbyggðinni. Ekki verði heldur tryggt að áfengisverð verði það sama á öllu landinu vegna flutningskostn- aðar og annars óhagræðis. Líklegt sé að áfengi hækki í verði og þá mest á landsbyggðinni. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Áfengisverslun Starfsmaður versl- unar ÁTVR raðar bjór í hillur. Varhugaverð einkavæðing  ÁTVR varar við áfengisfrumvarpi Ferðafélag Íslands hef- ur að sögn Páls Guð- mundssonar í tímans rás unnið marg- víslegt frum- kvöð- ulsstarf. Ný lönd hafa verið numin og tekin í fóstur með það fyrir augum að opna þau almenningi. Það sama hafa aðildarfélög út um landið gert; markað þar gönguleiðir, brúað ár, byggt upp skála og svo framvegis. Má þar nefna Kjalveg hinn forna, Laugaveg, Lónsöræfi, Víkna- slóðir og Öskjuveg sem dæmi. Að marka leið- ir og brúa ár LANDNÁM FRUMKVÖÐLA Páll Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.