Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 22

Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Þýskar hágæða pönnur frá AMT Allt fyrir eldhúsið Verð fr á: 13.500 kr. • AMT eru hágæða pönnur úr 9mm þykku áli. • Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita. • 25 ára ábyrgð á verpingu. • Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en Teflon og án eiturefna. • Nothæf fyrir allar eldavélar. • Má setja í uppþvottavél. Íslenska og þýska kokkalandsliðið nota AMT pönnur. Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | progastro.is Opið alla virka daga frá 09:00 – 17:00. WORLD’S BESTPAN „ “ THE * “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association * Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 38 dagar til jóla Haldinn verður handverksmark- aður með jólaívafi í Sjóminjasafn- inu, Grandagarði 8 í Reykjavík, á sunnudag. Markaðurinn verður opnaður klukkan tíu og stendur til klukkan 17. Í tilkynningu segir að á boð- stólum verði fjölbreytt og fallegt ís- lenskt handverk sem sé tilvalið í jólapakkann eða bara til þess að gleðja sjálfan sig. Heitt verði á könnunni á kaffihúsinu Víkinni og boðið upp á heimabakað bakkelsi að vanda. Bent er á að ekki verði posar á öllum sölubásum. Næg bílastæði eru á staðnum og verður Sjóminja- safnið opið á sama tíma. Jólamarkaður í Sjóminjasafninu Skraut Jólavörur af ýmsu tagi verða á handverksmarkaðnum á sunnudag. Jólakortasalan er hafin hjá Hjartaheillum, sem eru landssamtök hjartasjúklinga. Hjartaheill hafa lengi ver- ið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Fram kemur í tilkynningu að jólakortin séu með ólík- um myndum frá ári til árs. 10 kort eru í pakka sem kost- ar 1.500 krónur. Hönnuður kortanna er Elsa Nielsen. Jólakortin fást á skrifstofu Hjartaheilla að Síðumúla 6, Reykjavík. Einnig er hægt að panta kort í síma eða senda tölvupóst á hjartaheill@hjartaheill.is. Jólakortasala hafin hjá Hjartaheillum Árlegur jólabasar Kristniboðs- félags kvenna verður haldinn í dag, laugardag, frá kl. 14 í Kristniboðs- salnum á Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík. Á boðstólum verða kökur, ýmsir munir, jólakort o.fl. svo og skyndi- happdrætti. Einnig verður hægt að kaupa kaffi og nýbakaðar vöfflur. Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík er elsta starfandi kristni- boðsfélag landsins, yfir hundrað ára. Allur ágóði af jólabasarnum rennur til starfs Kristniboðs- sambandsins. Jólabasar Kristni- boðsfélags kvenna Hægt er að sækja um jólaglaðning Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur alla þriðjudaga til jóla kl. 10-15 í húsnæði nefndarinnar að Hátúni 12b í Reykjavík. Þeir sem hafa ekki skilað afriti af skattskýrslu á þessu ári eru vin- samlega beðnir um að koma með það þegar sótt er um. Hægt að sækja um jólaglaðning Góðgerðarfélagið Hringurinn selur jólakort að venju til styrktar Barnaspítala Hringsins og fleiri málefnum. Þá býður Hringurinn fyrirtækjum þá nýjung að setja borða í tölvupóst fyrirtækisins með merki Hringsins. Allur ágóði rennur óskertur í Barnaspítalasjóð Hringsins. Sjóðurinn er aðalstyrktaraðili Barna- spítala Hringsins og Barna- og unglingageðdeildar og styrkir einnig ýmis málefni sem snerta veik börn á Íslandi; Sjónarhól, Dropann, sambýli fyrir fötluð börn o.fl. Hægt er að senda pöntun á netfangið jola- korthringsins@gmail.com. Hringurinn selur jólakort og styrktarborða Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, selur jólakort og merkisspjöld fyrir jólin. Eru þau með myndinni Glitur eftir Helenu Reynis. Blindrafélagið selur jólakort Siglufjörður er í hópi 30 bæja víðsvegar um heim sem þykja ein- staklega heillandi sem myndefni að vetri til, samkvæmt vefnum Distrac- tify.com.    HandPickedIceland.is ber Hótel Siglunesi einnig vel söguna, velur það einn af áhugaverðustu og mest spennandi gistimöguleikum á Íslandi.    Áætlað er að um 100 þúsund ferðamenn hafi komið í Fjallabyggð árið 2013. Það þýðir 50 prósenta aukningu frá árinu 2010. Þetta kem- ur fram í samantekt sem unnin var fyrir sveitarfélagið.    Hinn 10. nóvember síðastliðinn voru 47 ár liðin frá vígslu Stráka- ganga. Að morgni laugardagsins 17. september 1966 hafði verið sprengt í gegnum síðasta haftið. Þá hafði 25 manna vinnuflokkur unnið á vöktum við sprengingar í þrettán mánuði. „Einangrun Siglufjarðar rofin,“ sagði Morgunblaðið. Nú er vegurinn um Almenninga mikill hausverkur, enda stórhættulegur. Formaður atvinnumálanefndar Fjallabyggðar hefur kynnt hug- mynd að samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð, sem lagt er til að verði hrundið í framkvæmd í ársbyrjun 2015. Er rætt um að óskað verði eft- ir samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Samkeppnin á að vera öllum opin, einstaklingum, hópum og fyrirtækjum.    Í gær, föstudaginn 14. nóvember, voru 50 ár síðan bókasafnið á Siglu- firði eignaðist sitt eigið húsnæði að Gránugötu 24. Af því tilefni var sett þar upp sýning á munum úr sögu Karlakórsins Vísis og boðið upp á kaffi og meðlæti.    Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opnað á laugardaginn kemur, 22. nóvember kl. 11.00.    Hótel Sigló verður opnað 1. júní á næsta ári. Herbergin þar verða alls 68 og mun hvert þeirra rúma 2-3 gesti. Byggingin, sem er á tveimur hæðum, er alls um 3.400 fermetrar að stærð. Margir heimsækja Siglufjörð Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Vetur Siglufjörður er í hópi 30 bæja víðsvegar um heim sem þykja einstaklega heillandi sem myndefni að vetri til. ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufirði Meðalumferð um Héðinsfjarðar- göng fyrstu átta mánuði þessa árs var 663 bílar á dag, sem er 7% meiri umferð en í fyrra, sem þá var met síðan göngin voru opnuð, 2. október 2010. Umferð um Almenninga (Strákagöng) á sama tímabili var 245 bílar á dag, sem er 11% aukning.    Á tíu ára tímabili hefur Ólafs- fjarðarvegur lokast 88 sinnum vegna snjóflóða. Vegagerðin undirbýr nú kaup á sjálfvirkum búnaði til að mæla snjódýpt og ástand snjóalaga þar en engin veðurstöð er í Múl- anum.    Fjallabyggð er í 5. sæti yfir draumasveitarfélög landsins 2014 að því er lesa má í tímaritinu Vísbend- ingu sem undanfarin ár hefur skoðað hag 36 stærstu sveitarfélaganna í landinu og útnefnt draumasveitar- félagið, en það er það sveitarfélag sem er best statt fjárhagslega sam- kvæmt einkunnagjöf á nokkrum þáttum. Árið 2013 var Fjallabyggð í 6. sæti og árið 2012 í 11. sæti. Árlegur minningardagur verður á sunnudag um þau sem látist hafa í umferðarslysum. Þetta er í fjórða sinn sem efnt er til þessarar athafnar en efnt er til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Þessa verður jafnframt minnst í guðsþjónustum í kirkjum landsins. Dagurinn er ekki aðeins tileink- aður minningu látinna í umferðinni heldur hefur jafnframt skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferð- arslys verður. Athöfn verður við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í Reykjavík á sunnudag og hefst hún klukkan 11. Þar munu m.a. tveir ein- staklingar segja frá lífsreynslu sinni eða störfum tengdum umferð- arslysum. Minningardagur vegna umferðarslysa Morgunblaðið/Árni Sæberg Athöfn Frá minningarathöfn fyrir tveimur árum um látna í umferðarslysum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.