Morgunblaðið - 15.11.2014, Síða 27
aðeins fjórtán ára ákveður faðir
hennar að gifta hana gegn vilja
hennar miklu eldri karli, Þorvaldi að
nafni. Þetta hafi orðið henni mikið
áfall og aldrei gróið um heilt milli
hennar og föður hennar eftir það.
Hún hafi verið skaprík og heitið því
með sjálfri sér að láta þetta ekki yfir
sig ganga.
Kynferðisleg misnotkun
Þá kemur vinnumaðurinn Þjóst-
ólfur til sögu, en að þessum ill-
skeytta manni hafði Hallgerður hall-
að sér þegar foreldrar hennar
deildu. Guðni telur að á milli þeirra
hafi þróast samband sem hafi verið
meira en vinátta. Þjóstólfur hafi mis-
notað Hallgerði kynferðislega. Hann
hafi verið sjúkur af ást til hennar.
Þess vegna hafi honum fundist sjálf-
sagt að verða við beiðni hennar um
að vega eiginmanninn Þorvald eftir
að þau hjón deildu og Þorvaldur
laust Hallgerði höggi í andlitið svo
blæddi. Þjóstólfur átti síðar eftir að
vega næsta eiginmann Hallgerðar,
Glúm, sem einnig varð laus höndin
gagnvart henni samkvæmt Njáls
sögu.
Hallgerður giftist í þriðja sinn og
nú Gunnari Hámundarsyni á Hlíð-
arenda. Njáll vinur hans varar hann
við Hallgerði. „Af henni mun standa
allt hið illa er hún kemur austur
hingað,“ segir hann. „Aldrei skal
hún spilla okkar vinfengi,“ svarar
Gunnar. Kona Njáls, Bergþóra, tek-
ur Hallgerði einnig illa. „Alveg frá
því að hún kemur í Rangárþing sæt-
ir Hallgerður argasta einelti af hálfu
Bergþóru og annarra vina Gunnars
og sveitunga,“ segir Guðni. Einelti
hafi ekki verið til í hugmyndaheimi
sögualdar, en nútímamenn þekki vel
áhrif þess. „Það getur leikið eina
mannssál mjög grátt, sett mann-
eskjuna út í horn og breytt persónu-
leika hennar,“ segir hann. Og ekki
hafi svo bætt úr skák þegar Gunnar
gaf henni kinnhestinn fræga er hon-
um misbauð eitt sinn framkoma
hennar.
Hallgerður kvenhetja
„Það er þessi bakgrunnur sem
skýrir allt framferði Hallgerðar og
er málsbót hennar,“ segir Guðni.
Hún hafi í reynd verið kvenhetja og
uppreisnarmaður sem lét ekki bjóða
sér ofbeldi heldur reis upp. Að
mörgu leyti sé einkennilegt hve
þungan dóm hún hafi fengið í al-
menningsálitinu og sögunni þegar
haft sé í huga að aðrar kvenhetjur
fornaldarsagnanna hafi komist upp
með að láta vega menn og ekki hlotið
ámæli fyrir. Guðni nefnir Guðrúnu
Ósvífursdóttur í því sambandi og víg
Kjartans Ólafssonar. Kannski hafi
hin fleygu ummæli, „Þeim var eg
verst er eg unni mest“, bjargað orð-
spori Guðrúnar og hún hlotið fyrir-
gefningu vegna þeirra. Guðni telur
að kvæði Jónasar Hallgrímssonar,
Gunnarshólmi, hafi átt sinn hlut í
þungum eftirmælum Hallgerðar.
„Þetta kvæði lærði öll þjóðin og
kann enn. Gunnar varð þjóðhetja og
Hallgerður galt þess að hafa orðið
völd að falli hans þegar hún neitaði
honum um lokkinn í bogastrenginn í
orrustunni þar sem Gunnar féll.
„Tími er til kominn að rétta við
minningu Hallgerðar langbrókar og
það er tilgangur þessarar bókar
minnar,“ segir Guðni Ágústsson.
Hann vonast líka til þess að bókin
verði til að vekja enn frekari áhuga
almennings á fornsögunum.
Morgunblaðið/Kristinn Glæsileg Hallgerður í augum listakonunnar Þórhildar Jónsdóttur.
Æskumynd Hallgerður ung á Njálureflinum sem er í vinnslu í Sögusetrinu
á Hvolsvelli. Á reflinum verða margar myndir úr Njáls sögu.
Hjá Hallgerði Guðni Ágústsson skammt frá
staðnum í Laugarnesi þar sem munnmælin
herma að sé að finna leiði Hallgerðar Höskulds-
dóttur langbrókar. Guðni finnur sterkt fyrir
nærveru hennar þarna og lætur sér til hugar
koma að henni verði reistur þar minnisvarði.
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
570 8600 / 472 1111
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Bókaðu snemma
til að tryggja
þér pláss
DANMÖ
RK
2 fullor
ðnir
með fól
ksbíl
Netverð
, frá kr.
74.500á mann
FÆREYJAR2 fullorðnirmeð fólksbíl
Netverð, frá kr.34.500á mann
Árið 2014 var uppbókað í flestar ferðir með
Norrænu vegna mikillar eftirspurnar. Til að
tryggja sér pláss þá er mikilvægt að bóka
snemma og tryggja sér besta fáanlega verð.
Verð og siglingarátælun er komin á heimasíðu
okkar, www.smyrilline.is eða hringja í síma
5708600 og 4721111.