Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
!"
#!$!
#
%!
!!
#$
$
""
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#
!
#!"
#$
$
"$
#"
$
""
%
!""
#!$
#
%
$$
!%
# !
"!$
# #
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Seðlabankinn hefur birt tölur um
gjaldeyrisforða og tengda liði, þar sem
fram kemur að vergur gjaldeyrisforði
hafi numið um 556,9 milljörðum
króna í lok október og hækkað um
12,6 milljarða króna milli mánaða. Frá
þessu er greint í Morgunpósti IFS
greiningar.
Hreinn gjaldeyrisforði, eða erlendar
eignir að frádregnum erlendum
skammtímaskuldum, nam um 453,1
milljarði króna í lok október 2014,
samanborið við 439,6 millarða króna í
lok september 2014.
Gjaldeyrisforðinn eykst
á milli mánaða
● Heildarvelta debetkorta í október nam
32,9 milljörðum króna. Er um að ræða
lækkun um 5,5% á milli mánaða, að því
er fram kemur í Morgunpósti IFS grein-
ingar. Miðað við sama tímabil í fyrra er
4,8% lækkun í heildarveltu debetkorta.
Heildarvelta kreditkorta í október 2014
nam 33,6 milljörðum króna sem er
lækkun um 0,3% á milli mánaða. Miðað
við sama tímabil í fyrra er hækkun um
5,3% í heildarveltu kreditkorta.
Velta greiðslukorta
dróst saman í október
STUTTAR FRÉTTIR ...
Sigurður Nordal
sn@mbl.is
Hagvöxtur verður 3,3% á næsta ári
og 2,5-2,9% árin 2016 til 2018, sam-
kvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu
Íslands. Gert er ráð fyrir að fjár-
festing aukist um 18,7% á næsta ári
og 14,6% árið 2016, en að hún standi
í stað 2017 og 2018 vegna minni
stóriðjufjárfestinga.
Í þjóðhagsspá er gert ráð fyrir
því að hagvöxtur verði 2,7% í ár en
hagvöxtinn á þessu og næstu árum
má rekja til aukningar einkaneyslu
og fjárfestingar, sem er sú mesta
sem mælst hefur frá árinu 2007.
Vöxtur þjóðarútgjalda verður 4,7-
5,6% fram til 2016 og rúmlega 2%
næstu tvö ár eftir það.
Í fyrra var hagvöxtur hins vegar
drifinn áfram af auknum útflutningi
en gjaldeyristekjur af ferðamönnum
voru þá í fyrsta sinn meiri en af
sjávarafurðum og áli
Atvinnuleysi við jafnvægisstig
Áætlað er að launavísitalan verði
5,6% hærri í ár en í fyrra og að
kjarasamningar fyrri hluta næsta
árs styðji lágt verðbólgustig, þó svo
að spáin geri ráð fyrir að samið
verði um meiri hækkun launa en í
síðustu samningum.
Hagstofan telur atvinnuleysi vera
að nálgast jafnvægisstig og að skráð
atvinnuleysi verði 3,7% á næsta ári
og 3,2% árið 2015.
Í þjóðhagsspánni er bent á að
fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja
hafi batnað í kölfar afskrifta og end-
urskipulagningar skulda, hagvaxtar
og hækkandi eignaverðs. Aðgerðar-
áætlun um lækkun húsnæðislána
muni lækka heildarskuldir heimila
um 4,5% í upphafi og 5-6% til við-
bótar samanlagt næstu ár. Lækkun
breytir litlu fyrir sum heimili en
minnkar íbúðaskuldir um meira en
20% hjá þeim sem hún nýtist best. Í
þjóðhagsspá segir að lækkandi
greiðslubyrði húsnæðislána heimil-
anna vegna skuldalækkunar myndi
svigrúm til meiri einkaneyslu en
ella.
Úttektir lífeyrissparnaðar á þessu
ári stefna í að verða 13,5 milljarðar
króna en um 10 milljarðar voru
teknir út í fyrra. Að því gefnu að
heimildin verði ekki framlengd á ný
má áætla að úttekt á næsta ári verði
einungis um einn milljarður króna.
Fjárfesting enn undir
meðaltali
Horfur eru á að atvinnuvegafjár-
festing muni vaxa nokkuð hratt á
næstu tveimur árum, samkvæmt
þjóðhagsspá, og er gert ráð fyrir
vexti á breiðum grunni, meðal ann-
ars í ferðaþjónustu, stóriðju og skip-
um. Áætlað er að stóriðjufjárfest-
ingar aukist nokkuð á næsta ári og
nái hámarki árið 2016.
Á síðasta ári var hlutur fjárfest-
inga 15,1% af landsframleiðslu, sem
er umtalsvert undir 21% meðaltali
síðustu þriggja áratuga. Hagstofan
spáir verulegri aukningu fjárfest-
inga á næstu árum en að þær verði
engu að síður undir langtímameðal-
talinu í lok spátímans árið 2018.
Stöðlum þjóðhagsreikninga hefur
verið breytt á þá lund að rannsóknir
og þróun eru nú taldar til fjárfest-
inga en ekki aðfanga eins og áður
var. Þetta er umtalsverð viðbót þar
sem 36,1 milljarður króna vegna
rannsóknar og þróunar á síðasta ári
nemur 12,8% af heildarfjárfestingu.
Íbúðafjárfesting hefur verið í
sögulegu lágmarki frá falli bank-
anna þar til í ár. Hagstofan spáir
25,2% vexti á þessu ári og 20,9%
vexti á því næsta en að eftir það
hægi smám saman á vextinum.
Íbúðafjárfesting nam 1,9% af lands-
framleiðslu árið 2010 en samkvæmt
þjóðhagsspá verður hún um 4,3%
árið 2018.
Samdráttur í viðskiptajöfnuði
Horfur eru á að afgangur af jöfn-
uði vöru og þjónustu dragist saman
á næstu árum þegar vöxtur einka-
neyslu og fjárfestingar verður hvað
mestur. Á þessu ári er áætlað að af-
gangurinn nemi 6,7% af vergri
landsframleiðslu og verði svo
minnstur árið 2016 þegar stóriðju-
framkvæmdir verða í hámarki, eða
3,1% af landsframleiðslu. Undir lok
spátímans er því spáð að jöfnuður-
inn aukist þegar nýjar stóriðjuverk-
smiðjur hefja útflutning.
Vaxandi þjóðarútgjöld
drífa áfram hagvöxtinn
Þjóðhagsspá: Hagvöxtur, þjóðarútgjöld og
vöruskiptajöfnuður
2013 2014 2015 2016
9%
8%
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
-1%
Heimild: Hagstofa Íslands, þjóðhagsspá
Vöru og þjónustujöfnuður Hagvöxtur Þjóðarútgjöld
Þjóðhagsspá til 2018
» Hagvöxtur 3,3% á næsta ári
og 2,5-2,9% árin 2016 til 2018.
» Verðbólgu er spáð 2,7% á
næsta ári, 3% árið 2016 og að
hún fari í 2,6% árið 2018.
» Skuldalækkunaraðgerðir
stjórnvalda mynda svigrúm til
aukinnar einkaneyslu á spá-
tímabilinu.
» Spáð er 4% aukningu einka-
neyslu á næsta ári og yfir 3% á
ári eftir það.
Fjárfestingar vaxa um 19% á næsta ári og neysla um 4% samkvæmt þjóðhagsspá
Mánudaginn 24. nóvember er von á
ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í
máli Sævars Jóns Gunnarssonar
gegn Landsbankanum. Í álitinu mun
EFTA-dómstóllinn fjalla um þá
framkvæmd fjármálastofnana að til-
greina 0% verðbólgu í greiðsluáætl-
un vegna lána, í stað þekkts verð-
bólgustigs á lánsdegi. Mun hann
meta hvort þetta fyrirkomulag sam-
rýmist tilskipun ESB um neytenda-
lán. Talið er að yfir 90% verð-
tryggðra lánasamninga hér á landi
tilgreini 0% verðbólgu.
EFTA-dómstóllinn hefur nú þeg-
ar slegið því föstu að verðtryggð lán
til neytenda standist tilskipun ESB
um óréttmæta skilmála í neytenda-
samningum.
Færumst nær frekari vitneskju
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins (FME), segir
álit EFTA-dómstólsins geta falið í
sér áhugaverða vísbendingu um þró-
un mála. Hún bendir þó á að álitið sé
ráðgefandi og málið eigi eftir að fara
til innlendra dómstóla. „Hvernig
sem þetta fer, þá mun ekkert gerast í
þessum málum alveg á næstunni.
Hins vegar færumst við mun nær því
að vita hvað gæti gerst. Eins og mál-
ið hefur verið hefur sú vitneskja ver-
ið mjög fjarlæg.“
Að sögn Unnar fylgjast starfs-
menn FME náið með málinu. „Auð-
vitað höfum við skoðað hvað gæti
gerst og hvað þyrfti hugsanlega að
gera.“ Hún segir FME hafa fram-
kvæmt vissar greiningar á aðstæð-
um, eftir því hver niðurstaðan væri.
„Við teljum ekki miklar líkur á að
dómstólar meti tilgreiningu 0% verð-
bólgu ólögmæta. Það er þó ekki okk-
ar að meta. Málið á heima í höndum
dómstóla.“ brynja@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Álit FME hefur framkvæmt grein-
ingar vegna álits EFTA segir Unnur.
Styttist í álit á
0% verðbólgu
EFTA-dóm-
stóllinn birtir álit
sitt eftir níu daga
Einlyft vandað 257,8 fm einbýlishús með innbyggð-
um 55,3 fm tvöföldum bílskúr og 100 fm verönd.
Húsið stendur á 2,45 ha eignarlandi. Útsýni er
glæsilegt. 35 mín. akstur frá Reykjavík. Mjög áhuga-
verð eign. V. 56,5 m. 4497
Andrea sýnir (s: 821 7570)
Lækjarbraut 2 - Kjós
Opið hús á morgun, sunnudaginn 16. nóvember, milli kl. 14 og 15
Op
ið
hú
s