Morgunblaðið - 15.11.2014, Síða 31

Morgunblaðið - 15.11.2014, Síða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Brussel | AFP. Eftirlitsmenn Evrópu- sambandsins sökuðu Hollendinga op- inberlega í gær um að hafa veitt al- þjóðlegu kaffihúsakeðjunni Starbucks óréttmæta skattafslætti. Samkvæmt ásökunum ESB er jafn- gildir samkomulag Hollendinga við Starbucks ólöglegum niður- greiðslum. Bandalagið lítur kjör tölvurisans Apple á Írlandi og net- verslunarinnar Amazon og bílafram- leiðandans Fiat í Lúxemborg sömu augum. Greinargerð um málið var send hollenskum yfirvöldum í júní og gerð opinber í gær. Ekki er nema vika síð- an ljóstrað var upp um það að stjórn- völd í Lúxemborg hefðu veitt á fjórða hundrað fyrirtækjum vildarkjör með svokölluðum „skattaúrskurðum“. Vaxandi athygli hefur beinst að skattaskjólum og skattamálum stór- fyrirtækja eftir að bankakreppan skall á 2008. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, hefur heitið að berj- ast gegn skattsvikum. Hann hefur hins vegar sætt gagnrýni vegna þess að hann var forsætisráðherra Lúx- emborgar í 19 ár og var því við völd þegar fyrirtækin fengu vildarkjörin. Hefur verið farið fram á afsögn hans. Juncker þvertekur fyrir að hafa komið nálægt þessum samningum eða að hafa verið arkitekt kerfisins, auk þess sem ekkert ólöglegt hafi átt sér stað. Hann segist jafnframt ekki ætla að koma nálægt rannsókninni á skattameðferð Amazon og Fiat í Lúx- emborg. Í greinargerðinni, sem send var til Hollands, er útskýrt hvers vegna ákveðið hafi verið að hefja rannsókn á samkomulaginu við Starbucks. Greinargerðin er stíluð á Frans Tim- mermans, þáverandi utanríkisráð- herra Hollands, sem nú er varaforseti framkvæmdastjórnar ESB og hægri hönd Junckers. Í greinargerðinni heldur ESB því fram að Starbucks, sem er með kaffi- hús um allan heim, hafi samið um fyr- irkomulag, sem gerði þeim kleift að nota útibú í Hollandi til að færa tekjur frá löndum með háu skatthlut- falli til landa með lágt skatthlutfall. Einkaleyfi og undanskot Einnig er varpað ljósi á einkaleyf- isgreiðslur frá hollenska útibúinu til aðila með aðsetur á Bretlandi. Grun- ar yfirvöld í Brussel að þessar greiðslur hafi ekki verið réttmætar og hafi jafnvel verið notaðar til að veita peningum til móðurfyrirtækis Starbucks í Bandaríkjunum. Margarethe Vestager, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn ESB, segir að rannsókn á þessum skattamálum muni væntanlega ljúka fyrir vorið. Ef ásakanirnar reynast réttmætar gæti farið svo að fyrirtækin yrðu að endurgreiða hlutaðeigandi stjórn- völdum. Þessi mál gætu hins vegar þvælst fyrir dómstólum svo árum skiptir. Hollensk skattyfirvöld sögðu í yf- irlýsingu að stöðlum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, hefði verið beitt í samningum við fyrirtæki um skattameðferð og „Star- bucks væri engin undantekning frá þeirri reglu“. Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráð- herra Hollands, sagði hins vegar þar sem hann var staddur í Brussel í gær að Hollendingar hefðu engan áhuga á að reka rýmingarsölu fyrir þá sem vildu koma peningunum sínum undan skatti. „Það síðasta sem Hollendingar vilja er að fyrirtæki geti farið um í leit að kostakjörum þar til að þurfa ekk- ert að greiða af hagnaði sínum,“ sagði hann. „Það er ekki okkur í hag. Það er ekki neinum í hag.“ Þessi mál verða í deiglunni á fundi leiðtoga G20-ríkjanna í Brisbane í Ástralíu um helgina þar sem Juncker verður fulltrúi ESB. Joe Hockey, fjármálaráðherra Ástralíu, sagði í vikunni að notkun fyrirtækja á skattaskjólum jafngilti „þjófnaði“. Væna Holland um að hygla Starbucks  ESB segir skattafslætti óréttmæta og jafngilda niður- greiðslum  Rannsaka einnig kjör Apple, Amazon og Fiat AFP Í skattaskjóli Skrifstofur kaffihúsakeðjunnar Starbucks í Hollandi. Englandsbanki hefur dregið mjög úr kaupum á kampavíni og öðru léttvíni eftir að Kanadamaðurinn Mark Carney tók við starfi banka- stjóra á síðasta ári. Carney hét því, þegar hann tók við embættinu, að hann myndi sópa út úr hornum og draga úr óþarfa bruðli í rekstrinum. Sönnun þess sást í tölum, sem Englandsbanki, breski seðlabankinn, birti í gær. Þar kom fram, að á þessu ári hefði bank- inn keypt 648 bjórflöskur í tengslum við móttökur og greitt fyrir það 758 pund, jafnvirði tæp- lega 150 þúsund króna. Á sama tímabili í fyrra keypti bankinn 24 bjórflöskur. En á móti kom að það sem af er árinu hefur Englandsbanki aðeins keypt 180 flöskur af borðvínum og kampavíni borið saman við 756 flöskur á síðasta ári. Ekkert krikket á íþróttadegi „Það hefur orðið sú breyting, að við bjóðum nú upp á bjór við ýmis tækifæri auk annarra drykkjarvara. Þess vegna hafa bjórkaup aukist á árinu 2014,“ hefur AFP fréttastofan eftir talsmanni bankans. Carney hefur breytt annarri alda- gamalli hefð Englandsbanka en hann tilkynnti, að á árlegum íþróttadegi bankans yrði ekki keppt í krikket. Þess í stað yrði keppt í svonefndum hringbolta, gamalli breskri íþrótt sem minnir á hafna- bolta. Mark Carney, sem er 49 ára, var áður seðlabankastjóri Kanada. Þeg- ar hann var ráðinn bankastjóri Eng- landsbanka var það í fyrsta skipti frá stofnun bankans á 17. öld sem Breti er ekki þar við stjórnvölinn. Vín víkur fyrir bjór hjá Englandsbanka  Krikket ekki leng- ur á dagskrá íþrótta- dags bankans AFP Nýir siðir Mark Carney hefur breytt ýmsu hjá Englandsbanka. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 HREINAR LÍNUR Timeout Stóll + skemill 379.900 Dupion Púðar / Hrásilki 50x50 7.990 Betina skenkur 144.700 Dixie 90x45 48.900 Retro sófi 170 cm - 169.800 Dixie 55x35 29.900 Pax 21x15 22.900 Dana 35x47 45.500 139.900 TILBOÐSVERÐ 319.900 TILBOÐSVERÐ 6.390 TILBOÐSVERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.