Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Neyðarbrautin svo- kallaða, flugbraut 06/ 24 á Reykjavík- urflugvelli, hefur nokkrum sinnum reddað mér og koll- egum mínum þegar veður og heml- unarskilyrði hafa ver- ið með þeim hætti að aðrar brautir hafa verið ónothæfar. Þá hefur hún gert okkur kleift að lenda þar á sjúkraflugvélum okkar og skila af okkur farþegum sem voru á leið til bráðameðferðar á LSH. Enda hef- ur þessi braut gert það að verkum að við höfum aldrei orðið að hætta við lendingu og snúa frá þessum flugvelli, þannig að ef við höfum á annað borð getað sinnt útköllum okkar sakir aðstæðna á öðrum þeim flugvöllum sem leið okkar liggur um, þá höfum við und- antekningarlaust getað klárað þau í Reykjavík, sem er ómetanlegt. Það að þessi braut sé kölluð neyðarbraut lýsir réttilega nauð- syn hennar og tilgangi. Enda helg- ast sú nafngift hennar af þeim hömlum sem gilda um notkun hennar, því hún einskorðast við að- stæður sem torvelda notkun ann- arra brauta vegna hliðarvinds og hálku. Undirritaður hefur verið aðili að áhættumatsnefnd Isavia, sem ætl- að var að meta áhrif þess að leggja þessa braut niður, eins og til stendur. Svo virðist þó sem Isavia hafi nú heykst á því að halda þessu nefndarstarfi áfram, þar sem enginn framhaldsfundur hefur verið boðaður í meira en tvo mán- uði, skýringalaust. Í skemmstu máli lágu þó fyrir megindrættir í niðurstöðum nefndarinnar og má segja að mikill meirihluti hennar hafi verið samdóma í því að nið- urlagning brautarinnar valdi óá- sættanlegri áhættuaukninu varð- andi starfrækslu flugvallarins. Borgaryfirvöld hafa undanfarið unnið að því með fulltingi innan- ríkisráðherra og forstjóra Isavia að eyðileggja þessa flugbraut, og notað ýmis meðul til þess. M.a. er nú stuðst við skjal sem ráðherrann bað um frá Isavia og á að réttlæta þennan gjörning. Og það gerir það raunar ljómandi vel fyrir þá sem vita ekki betur. Bréf þetta, sem rataði rakleiðis frá ráðherranum inn í stjórnsýslu borgarinnar, er undirritað af forstjóra Isavia, Birni Óla Haukssyni, og dagsett 13. des- ember sl. en þar eru notaðar for- sendur til útreikninga á nothæf- isstuðlum flugvallanna í Reykjavík og Keflavík, sem hvergi er að finna í reglum um slíka útreikn- inga. Engu að síður er Ísland aðili að Alþjóðaflugmála- stofnuninni, ICAO, sem sett hefur fram afdráttarlausar reglur um þetta og voru þær innleiddar hér með reglugerð um flugvelli nr. 464, frá 2007. Eng- ar aðrar aðferðir eða forsendur eru við- urkenndar um þetta utan stjórnsýslu borg- arinnar og innanrík- isráðuneytisins, sem virðast telja sig undanþegin þess- um reglum! Fyrir liggur að nið- urstöður útreikninga skv. þessum reglum, sé rétt með farið, gefa þveröfuga niðurstöðu við það sem lesa má út úr bréfi Björns Óla. Sá maður hefði, stöðu sinnar vegna, öllum öðrum fremur átt að þekkja þessar reglur enda hefur hann beinlínis það hlutverk að gæta þess að eftir þeim sé farið. Þess í stað valdi hann að þverbrjóta þær. Hann telur sig e.t.v. vel varinn af yfirmanni sínum, innanrík- isráðherra, líkt og Gísli nokkur Freyr Valdórsson. Nú situr íslenskur almenningur uppi með þá stöðu að eitt sveitar- félag misnotar vald sitt til að hygla vissum verktökum, lóðabröskurum og fasteignasölum (í gervi íþrótta- félags) með því að ganga freklega á öryggishagsmuni alls almennings í þessu landi. Til þess nota yfirvöld þessa sveitarfélags skipulagsvald sitt, þrátt fyrir að mál þetta snerti ekki aðeins kjósendur og íbúa þessa eina sveitarfélags, heldur landsmenn alla. Þessi tiltekna sveitarstjórn (þ.e. borgaryfirvöld) skeytir ekki um viðvaranir um af- leiðingar þessa, afráttarlausar og margítrekaðar niðurstöður skoð- anakannana né skriflega kröfu nærri 70.000 íslenskra kjósenda sem henni var afhent fyrir ári. Hún skeytir ekki heldur um eigin samninga um farveg flugvall- armálsins (um Rögnunefndina). Þess er kannski ekki að vænta þegar hún skeytir ekki einu sinni um alþjóðalög, jafnvel þótt þau hafi fest rætur í íslensku reglu- verki eins og áður segir. Reykja- víkurborg skeytir ekki um eðlilega og vandaða stjórnsýsluhætti, þegar hún gengur fram gegn flugvell- inum og kollvarpar þannig hlut- verki sínu sem höfuðborg okkar. Þegar svona er komið, þá er ein- mitt ástæða til inngrips hjá ríkis- stjórn og Alþingi. Til allrar ham- ingju er svo að sjá að slíkt inngrip sé í vændum. Takmörkun skipu- lagsvalds sveitarfélagsins yfir þessu samgöngumannvirki er fylli- lega réttlætanleg eins og málum er nú háttað og þar er eingöngu við borgaryfirvöld sjálf að sakast. Því jafnvel þótt þetta skipulagsvald sé sveitarfélögum heilagt, þá hlýtur að þurfa að gera þá kröfu til þeirra að betur sé farið með þetta vald en hér er gert. Þeir sem skír- skota til fordæmisgildis þess ef þetta skipulagsvald borgarinnar yfir Vatnsmýrinni yrði skert eins og efni standa nú til, mættu útlista fyrir okkur hvaða skipulagsmál önnur varða almenna öryggishags- muni, jafnvel langt út fyrir mörk viðkomandi sveitarfélags, með jafn beinum, stórvirkum og afgerandi hætti og flugvallarmálið í Reykja- vík og eyðilegging neyðarbraut- arinnar þar. Nauðsynlegt óyndisúrræði Eftir Þorkel Á. Jóhannsson Þorkell Á. Jóhannsson » Það að þessi braut sé kölluð neyðarbraut lýsir réttilega nauðsyn hennar og tilgangi. Höfundur er flugstjóri og starfar við sjúkraflug. Nú hafa um 90% þeirra sem sóttu um leiðréttingu á verð- tryggðum húsnæð- islánum, fengið nið- urstöður birtar inni á vefnum leidretting.is. Um 10% útreikninga eru eftir. Unnið er hröðum höndum við útreikning þeirra sem eftir eru og áætlað er að niðurstöður muni birtast á næstu tveimur til þremur vikum. Leiðréttingin, tvær aðgerðir Eins og fram hefur komið þá skiptist leiðréttingin í tvær aðgerð- ir. 80 milljarða króna leiðréttingu sem kemur til framkvæmdar í einu lagi, lánunum verður skipt niður í frumlán og leiðréttingalán. Lán- taki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlánið fellur niður á einungis rúmu ári. Það er styttri tími en áður var áætlaður. Ástæða þess að ákveðið var að stytta tím- ann var að minnka vaxtakostnað til fjármálastofnana og setja meira til heimilanna. Það er afar jákvætt. Hinn hluti leiðréttingarinnar eru 70 milljarðar sem fara í skattleysi séreignarsparnaðar við inngreiðslu á höfuðstól lána. 80 milljarða króna leiðréttingin leiðréttir forsendubrest umfram 5,8%. Skattfrelsi við innborgun séreignarsparnaðar á höfuðstól, það eru 20 milljarðar af þeim 70, færa viðmið leiðréttingarinnar nið- ur í 4% verðbólgu yfir viðmið- unartímabilið við fullnýtingu leið- réttingar. Framlag ríkisins til leiðréttingarinnar leiðréttir því alla verðbólgu áranna 2008-2009 yfir 4%. Inngreiðslur séreign- arsparnaðar eru hrein viðbót við það. Hvaðan koma peningarnir? Beina leiðréttingin, það eru 80 milljarðarnir, koma frá þrotabúum gömlu bankanna. Undanþága slita- búa gömlu bankanna frá skatt- heimtu var afnumin þannig að hægt væri að sækja peninga beint til kröfuhafanna sem eiga þrotabú- in. Um er að ræða nýjan tekjustofn þar sem ríkissjóður hefur eingöngu milligöngu. Ánægjulegt er að rík- isstjórn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar sýni kjark og þor í þessum efnum. Kominn var tími til að þær fjármálastofnanir sem fóru ógætilega í aðdraganda hrunsins, komi á móts við heimili landsins og skili hluta skaðans til baka. Annað er algjörlega óásættanlegt. Tölulegar upplýsingar um leiðréttinguna Um 90 þúsund einstaklingar fá skuldaleiðréttingu í gegnum beina niðurfellingu og meðalfjárhæð leið- réttingarinnar er 1.350.000 krónur. Meðaltal hjóna er 1.510.000 og hver einstaklingur fær 1.100.000 krónur að jafnaði. Vegna aðgerðanna munu vaxta- gjöld heimilanna lækka um 22% fram til ársins 2017 og eiginfjár- staða 54 þúsund heimila, rúmlega 90 þúsund einstaklinga, styrkjast. Einstaklingar sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimili sem skulda minna en 30 milljónir fá rúmlega 70% af fjárhæð leið- réttingarinnar. 55% af fjárhæð leiðréttingarinnar fara til ein- staklinga sem eiga minna en 4 milljónir og til heimila sem eiga minna en 13 milljónir í eigið fé. Jafnframt eru einstaklingar með 330 þúsund kr. á mánuði og hjón þar sem hvort fyrir sig hefur 450 þúsund kr. í mánaðarlaun tíðasta gildið í leiðréttingunni. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leið- réttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum. Meðalheild- arlaun á mánuði á Íslandi eru 520 þúsund krónur. Mest fá þeir sem eiga minnst. Allur forsendubresturinn er leiðréttur umfram 4% Eftir Elsu Láru Arnardóttur og Pál Jóhann Pálsson Elsa Lára Arnardóttir »Undanþága slitabúa gömlu bankanna frá skattheimtu var afnum- in þannig að hægt væri að sækja peninga beint til kröfuhafanna sem eiga þrotabúin. Höfundarnir eru alþingismenn. Páll Jóhann Pálsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! Lagerútsala í dag laugardag frá kl11-15 – Allt á að seljast! Verslunin flytur og því ætlum við að selja allt Komdu og verslaðu hágæða vörumerki á ótrúlegum verðum Gorenje Skútuvogi 1 | Sími: 562 4011 | www.gorenje.is Verðdæmi: Gorenje veggháfur – 70% afsláttur. Verð áður 109.900 kr. Verð nú 32.900 kr. Gorenje ofn – 35% afsláttur. Verð áður 119.900 kr. Verð nú 77.900 kr. Gorenje uppþvottavél – 35% afsláttur. Verð áður 129.900 kr. Verð nú 84.400 kr. Gorenje Retro kæliskápur – 20% afsláttur. Verð áður 259.900 kr. Verð nú 207.900 kr. Gorenje kæliskápur – 30% afsláttur. Verð áður 209.900 kr. Verð nú 146.900 kr. 20-70% afsláttur af öllum Gorenje heimilistækjum og fylgihlutum í búðinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.