Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Það er full ástæða til að fagna því að höf- uðstólsleiðrétting rík- isstjórnarinnar skilar tugþúsundum heimila leiðréttingu á húsnæð- isskuldum. Leiðrétt- ingu sem er fjár- mögnuð með hækkun skatta á fjármálafyr- irtæki og ekki síst með því að afturkalla und- anþágu sem fyrri ríkis- stjórn hafði veitt sli- tabúum föllnu bankanna. Núverandi ríkisstjórn er því að skattleggja þrotabú erlendra kröfuhafa og vogunarsjóða til að leiðrétta skuldir al- mennings. Fyrrver- andi ríkisstjórn reyndi hinsvegar í þrígang að skattleggja heimili landsins til að greiða erlendum kröfuhöfum (Icesave). Fyrri ríkisstjórn - Ekki meira fyrir skuldsett heimili! Fyrri ríkisstjórn tók meðvitaða ákvörðun um að gera ekki meira fyr- ir skuldsett heimili. Þáverandi for- sætisráðherra, Jóhanna Sigurð- ardóttir, sagði 2. desember 2010 orðrétt: „Við erum búin að ganga eins langt og við mögulega getum,“ og sagði svo jafnframt: „Ég verð að segja það að það er ekki hægt að vænta þess að við komum með fleiri aðgerðir.“ Því hefur líka verið ranglega hald- ið fram að sú almenna leiðrétting sem núverandi ríkisstjórn ákvað að ráðast í renni mest til hátekjufólks. Staðreyndin er að stærstur hluti leiðréttingarinnar nú rennur til fólks með meðal- og lægri tekjur. Hins- vegar nýttist 110%-leið fyrri rík- isstjórnar aðallega tekjuhæstu heimilunum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. Leiðin nýttist að- eins um 10% heimila með verð- tryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hreppti helming niður- færslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 m.kr nið- urfærslu og var með- altal niðurfærslu um 26 m.kr. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna nið- urfærslu á lánum tekjuhæsta hluta þjóð- arinnar. Núverandi ríkis- stjórn hlífir ekki þrotabúum föllnu bankanna Ólíkt fyrri rík- isstjórn þá tók þessi ríkisstjórn ákvörðun um að afnema und- anþágu þrotabúa föllnu bankanna og þar með erlendra vogunarsjóða frá skatti upp á tugi milljarða. Því hefur stundum verið haldið fram af stjórnarand- stöðunni að eignasafn þrotabúanna hafi ekki verið orðið nægilega skýrt í upphafi síðasta kjörtímabils þannig að hægt væri að skatt- leggja þau. Það kann að vera að það hafi ver- ið raunin árið 2009 og jafnvel 2010. En hvað með 2011, 2012 svo ekki sé talað um árið 2013? Í viðtali í útvarpsþætt- inum Sprengisandi um síðustu helgi staðfesti Guðbjartur Hannesson, sem á síðasta kjörtímabili var hluti af ráðherraliði Samfylkingarinnar, að það hefði verið hægt að skatt- leggja þrotabúin í lok síðasta kjör- tímabils en ákvörðun hefði verið tek- in um að gera það ekki. Það er því staðfest að fyrrverandi ríkisstjórn tók ákvörðun um að gera ekki meira fyrir skuldsett heimili samhliða því að slá „skjaldborg“ um erlenda vogunarsjóði og hlífa þeim við eðlilegri skattheimtu. Núverandi ríkisstjórn hefur hinsvegar þá stefnu að setja almenning í fyrsta sæti og því var tekin meðvituð ákvörðun um að skattleggja þrotabú föllnu bankanna og ráðast í almenn- ar leiðréttingar á verðtryggðum lán- um heimilanna. Leiðrétting – hverjir borga fyrir hvern? Eftir Ásmund Einar Daðason » Skjaldborg um heimili eða erlenda kröfuhafa? Nú- verandi ríkis- stjórn ákvað að skattleggja þrotabú er- lendra kröfu- hafa og leiðrétta skuldir almenn- ings. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. Forustumenn G20- ríkjanna eru nú komnir til Ástralíu vegna leið- togafundarins í Bris- bane. Fyrir sex árum fóru skjálftahrinur um allan heim vegna al- þjóðlegu fjármála- kreppunnar. Kreppu- árin liggja nú að baki, en enn glímum við þó við skuldir og atvinnu- leysi af völdum þeirra. Verkefni leiðtoga G20-ríkjanna er skýrt – að auka hagvöxt, fjölga störf- um og auka efnahagslegt viðnám. Við þurfum að ýta undir eftirspurn og að bægja frá verðhjöðnuninni, sem ógnar helstu hagkerfum Evr- ópu. Christine Lagarde, forstjóri Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur hvatt okkur til að komast á skrið á ný með meiri hagvexti og fleiri störfum, traustari hagvexti og betri störfum. Þetta þýðir að skapa þarf réttar aðstæður fyrir einkageirann til að ná árangri. Það þýðir vilja til að nota fjárfestingu í innviði til að ýta undir hagvöxt. Við getum ekki leyft bakslag í bat- ann og þess vegna ætla ég að fara fram á það við G20-leiðtogana að þeir geri meira. Á G20-fundinum 2011 töluðu leið- togarnir um að pólitískur vilji væri nauðsynlegur. Leiðtogarnir skildu að G20 væri skilvirkast ef við skuld- byndum okkur til sameiginlegra að- gerða og beittum pólitískum vilja okkar allra til að standa við þær skuldbindingar. Á árinu 2014 höfum við unnið að metnaðarfullu, sameiginlegu mark- miði – að 2018 muni landsframleiðsla G20 hafa aukist um tvö prósentustig umfram það sem nú er. Til að ná þessu marki hafa G20-ríkin gripið til allt að þúsund nýrra ráða í áætlunum sínum um að auka hagvöxt heima fyrir. Á þessu ári hafa G20-ríkin skorað hvert á annað að koma auga á um- bætur, sem skipta máli og hafa hvað mest áhrif. Það mun áfram verða þörf fyrir pen- ingastefnu til að draga úr hagsveiflum, en G20- ríkin verða að ráðast í þær kerfislegu efna- hagsumbætur, sem knýja hagvöxt til lengri tíma. Þessar umbætur eru erfiðar, en í þeim hagkerfum þar sem þær hafa verið inn- leiddar er hafinn hag- vöxtur á ný. Það á við bæði um Bretland og Bandaríkin. Efnahagshvatinn, sem G20-ríkin stóðu fyrir þegar alþjóðlega efna- hagskreppan skall á, kom í veg fyrir að hagkerfi heimsins hryndi. Síðan þá hafa sumar ríkisstjórnir tæmt sjóði sína til slíkra aðgerða. Finna þarf nýjar uppsprettur fjármagns. Þar getur einkageirinn leikið stórt hlutverk. Það er nauðsynlegt að hver ein- asta G20-þjóð hvetji til meiri fjár- festingar eigi að brúa einnar billj- ónar dollara bilið á milli þess sem er fjárfest og þarf að fjárfesta á ári. Í september samþykktu G20-ríkin að stofna Alheimsfrumkvæði um inn- viði (Global Infrastructure Initiative) – margra ára áætlun um að bæta um- hverfið til fjárfestinga og bæta gerð áætlana, undirbúning og fjármögnun til langs tíma fyrir smíði innviða. Við áttum okkur á nauðsyn þess að bregðast við atvinnuleysi ungs fólks og vinnum að áætlun um að auka þátttöku á vinnustöðum vegna þess að þetta eru grundvallaratriði fyrir hagvöxt. Í þessum mánuði ætlum við í Brisbane að íhuga að setja okkur það markmið að minnka bilið í at- vinnuþátttöku milli karla og kvenna í G20-ríkjunum um 25% fyrir árið 2025. Með því að minnka bilið milli kynjanna sem því nemur myndu rúmlega hundrað milljón konur bæt- ast við á vinnumarkaði um allan heim. Hagvöxtur þarf að hvíla á traust- um grunni. Styrking þanþols fjár- málageirans hefur verið hjartað í vinnu G20-ríkjanna síðan alþjóðlega fjármálakreppan skall á. Sú vinna snýst um að koma í veg fyrir að skattgreiðendur þurfi að bjarga banka, sem skipta máli á heimsvísu, gera afleiðumarkaði öruggari og bæta eftirlit með skuggabankageir- anum – fjármálastofnunum, sem hegða sér eins og bankar, en lúta ekki sama eftirliti. Útkoma nýlegs „áhættuprófs“ á evrópskum bönkum sýnir að við er- um á réttri leið og aðgerðir okkar hafa skipt máli. Nú er tíminn til að segja skilið við alþjóðlegu fjármálakreppuna. Innan G20 eru nánast 85% af landsfram- leiðslu í heiminum og tveir þriðju við- skipta í heiminum og því geta aðild- arríkin leikið lykilhlutverk í að koma því í kring. En við munum aðeins ná árangri ef leiðtogarnir nota sameig- inleg áhrif sín og krafta til að fram- kvæma nauðsynlegar umbætur til að efla traust. G20 er til vegna þess að þar er geta til að taka á stórum vanda- málum, sem þjóðríkjum er um megn að fást við af eigin rammleik. Að ná samkomulagi um að takast á við slík vandamál er prófsteinn á styrk samstarfsins innan G20. Þegar Ástralía tók við forustu í G20 fyrir ári var markmið okkar að G20-leiðtogarnir kæmu til Brisbane undirbúnir og með umboð til að grípa til raunverulegra aðgerða og efna- hagsumbóta, sem mundu skipta mælanlegu máli fyrir efnahagslíf og þjóðir heims. Þegar leiðtogafundinum lýkur vona ég að leiðtogarnir muni hafa samþykkt umfangsmiklar aðgerðir til að taka á grundvallarvandanum, sem blasir við efnahagslífi heimsins, og skuldbinda hvert og eitt okkar til aðgerða heima fyrir. Prófsteinn á styrk G20-ríkjanna Eftir Tony Abbott » Við getum ekki leyft bakslag í batann og þess vegna ætla ég að fara fram á það við G20- leiðtogana að þeir geri meira. Tony Abbott Höfundur er forsætisráðherra Ástr- alíu. Gullsmárinn Spilað var á 11 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 13. nóvember. Úrslit í N/S: Vigdís Sigurjónsd. - Þorl. Þórarinsson 212 Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 186 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 185 Þorsteinn B. Einarss. - Halldór Jónss. 178 A/V: Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 215 Gunnar M. Hanss. - Hjörtur Hanness. 200 Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnason 193 Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 189 Næsta mánudag, 17. nóvember, hefst svo Guðmundarmótið (til minn- ingar um Guðmund Bjarnason). Spilarar hvatttir til að vera með frá byrjun. Brids á Suðurnesjum Sigurjón Ingibjörnsson og Oddur Hannesson unnu tvímenninginn sl. miðvikudag með 64,2% skor. Gunn- laugur Sævarsson og Arnór Ragn- arsson urðu í öðru sæti með 62,5% og Svala Kristín Pálsdótir og Karl Grétar Karlsson þriðju með 60%. Spilað er á miðvikudagskvöldum í félagsheimilinu kl. 19. Næsta spila- kvöld mun eitt þátttökuparanna fá örlítinn glaðning frá velunnara klúbbsins Þrettán borð þann 13. hjá Fé- lagi eldri borgara í Reykjavík Fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13 var spilaður tvímenningur á 13 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 374 Ragnar Björnsson – Skarphéðinn Lýðss. 374 Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 363 Kristín Guðbjd. - Friðgerður Benediktsd. 344 A/V: Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 350 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannsson 343 Magnús Jónsson – Óli Gíslason 336 Oddur Halldórss. – Eggert Þórhallss. 331 Spilað er í Síðumúla 37, mánudaga og fimmtudaga. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Aukablað alla þriðjudaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.