Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
✝ Ólöf Þórhalls-dóttir fæddist í
Reykjavík 15.
ágúst 1956. Hún
lést á kvennadeild
Landspítalans 7.
nóvember 2014.
Foreldrar Ólaf-
ar voru Þórhallur
Filippusson mynd-
listarmaður, f. 21.
júlí 1930 í Reykja-
vík, d. 17. október
2010, og Hansína Petrea Elías-
dóttir, f. 12. desember 1935 í
Skagafirði. Systkini Ólafar eru:
Þórunn Oddný Þórhallsdóttir,
f. 12. ferbrúar 1958. Filippus
Þórhallsson, f. 13. júlí 1960.
Dagbjört Kristín Þórhalls-
dóttir, f. 23. júlí 1964. Kristín
Þóra Þórhallsdóttir, f. 30. des-
ember 1966.
Fyrri eiginmaður Ólafar var
Auðunn Ingi Hafsteinsson, f.
d. 26. júní 1995. 5) Signý Eva
Auðunsdóttir, f. 2. maí 1990.
Sambýlismaður Signýjar er
Kjartan Ingi Sigmarsson, f.
1985. Dóttir þeirra er Andrea
Ósk, f. 2013.
Eftirlifandi eiginmaður Ólaf-
ar er Jóhannes Hjálmarsson, f.
27. júní 1958 í Skagafirði.
Ólöf ólst upp í Reykjavík en
flutti á unglingsaldri í Narfa-
staði í Skagafirði til afa síns,
Elíasar Þórðarsonar, og ömmu,
Oddnýjar Jónsdóttur. Ung tók
hún við búinu af afa sínum og
var bóndi á Narfastöðum til
ársins 1997 en flutti þá á Laug-
arvatn og starfaði við Mennta-
skólann á Laugarvatni þar til
hún veiktist árið 2009.
Ólöf naut þess að vera úti í
náttúrunni og var mikill hesta-
unnandi. Hún var mjög skap-
andi og hannaði meðal annars,
prjónaði og heklaði.
Útför Ólafar fer fram frá
Hóladómkirkju í dag, 15. nóv-
ember 2014, og hefst athöfnin
kl. 14.
27. október 1957,
d. 26. júní 1995.
Foreldrar Auðuns
eru Hafsteinn
Hannesson frá
Sauðárkróki og
Elsa María Valdi-
marsdóttir frá
Sauðárkróki. Börn
Ólafar og Auðuns
eru: 1) Elín Karls-
dóttir, f. 6. apríl
1981. Eiginmaður
Elínar er Halldór Arason, f.
1981. Börn þeirra eru Örn, f.
2009, og Ólöf Embla, f. 2012. 2)
Hafsteinn Þór Auðunsson, f. 11.
maí 1983. Eiginkona Hafsteins
er Sjöfn Ingvarsdóttir, f. 1988.
Börn þeirra eru Gabríel Elí, f.
2007, Auðunn Ingi, f. 2010, og
Ingvar Marel, f. 2013. 3) Valdi-
mar Ingi Auðunsson, f. 15.
október 1984. 4) Oddur Hans
Auðunsson, f. 24. febrúar 1989,
Þú sífellt huga seiðir minn
sem ég fyrir töfrum finn.
Ætíð brennur koss á kinn
kossinn mjúki, ljúfi þinn.
Þú ert rósin, rósin mín
rós í mínu hjarta.
Ávallt betur, skýrar skín
skæra ástin bjarta.
Á meðan fölur máninn skín
merlar endurminning.
Um þig eina ástin mín
okkar fyrsta kynning.
(Geir Thorsteinsson)
Þinn ástkæri eiginmaður,
Jóhannes.
Elsku besta mamma mín. Ég
sakna þín svo sárt. Ég veit ekki
hvernig ég á að mér að vera því
núna er risastórt skarð í tilveru
minni og allt er breytt. Þú varst
svo ofboðslega stór partur í mínu
lífi og ég veit ekki hvernig ég á að
læra að lifa án þín. Ég vil ekki lifa
án þín.
Þú varst besta mamma sem
nokkur gat óskað sér. Ég er svo
óendanlega þakklát fyrir okkar
lífsins ferðalag saman, þótt það
hafi verið of stutt. Það voru alltaf
ég og þú gegn heiminum, ég og
þú, mamma mín. Við gengum í
gegnum margt saman, allt sem ég
mun varðveita í hjarta mínu um
ókomna tíð og reyna að hugga mig
við á erfiðum tímum. Það sem fyll-
ir mig ofboðslega miklu þakklæti
er að þú hafir getað verið viðstödd
fæðingu Andreu minnar, þrátt
fyrir þín veikindi. Ég verð ævin-
lega þakklát fyrir þetta fyrsta ár
sem þú gast verið með okkur og
ávallt verið til halds og trausts.
Þið Andrea Ósk voruð yndislegar
saman og það stingur mest að hún
fái ekki tækifæri til þess að kynn-
ast þér og hafa þig sér við hlið. Ég
mun tala um þig alla daga og sjá
til þess að þú verðir alltaf partur
af hennar lífi.
Ég mun aldrei ná að skilja
hversu magnaður lífsvilji þinn
var, hversu ákveðin og bjartsýn
þú varst alltaf þrátt fyrir allt mót-
lætið. Þú sýndir okkur hinum að
maður á aldrei að gefast upp og ég
ætla að lifa með það að leiðarljósi.
Þú verður alltaf í huga mínum og
ég mun halda áfram að gera mitt
besta til þess að gera þig stolta,
því ég veit að þú ert að fylgjast
með.
Núna er tekinn við nýr kafli.
Nýr kafli þar sem þér líður vel, þú
finnur hvergi til, ert full af orku og
lífsgleði og þú munt loksins hitta
Odd þinn. Ég veit að allir fallegu
englarnir mínir tóku vel á móti
þér. Núna er það bara rjómaterta
í öll mál mamma mín, og örugg-
lega heitt súkkulaði ef ég þekki
þig rétt.
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Ég mun elska þig að eilífu og
hugsa til þín alla daga. Ég mun
líka gráta mikið, finna til og sakna
þín ólýsanlega en ég mun gera
mitt besta til þess að læra á lífið
upp á nýtt án þín. Eins og þú
sagðir þá er ég umkringd svo
góðu fólki að þú hefðir hreint eng-
ar áhyggjur af mér. Það verður þó
alltaf eitthvað sem vantar þegar
þú ert farin.
Skilaðu kveðju til pabba og
Odds. Ég veit að þið hafið það gott
þarna uppi. Sjáumst seinna,
mamma mín.
Signý Eva og fjölskylda.
Elsku mamma mín. Þú ert ein-
stök og glæsileg kona, en þú ert,
umfram allt annað, sterk á allan
hátt. Hörkutól. Það er svo auðvelt
að verða reiður þegar farið er yfir
lífshlaup þitt, lífið varð þér svo
miklu erfiðara en nokkur mann-
eskja á skilið. Hvernig þú tókst á
við hverja erfiðleikana á fætur
öðrum er aðdáunarvert. Ég verð
að viðurkenna að ég gerði mér
ekki grein fyrir þessu að fullu fyrr
en fyrir allt of stuttu síðan, sér-
staklega þegar þú barðist á loka-
sprettinum.
Ég sé þig fyrir mér í sveitinni,
pabbi var mikið útivinnandi en þú
varst í öllum sveitastörfum og
rakst stórt heimili. Ég man eftir
einu sumri þar sem þú varst með
fjögur börn, barnapíu, strák í
vinnu, barn í sveit og varst með í
fæði menn sem voru í vegavinnu
skammt frá. Ég gleymi því heldur
aldrei þegar þú snerir mannýgt
naut niður. Síðan man ég eftir
okkur saman á hestbaki og ófáum
reiðtúrum saman. Ég sé þig fyrir
mér mjólka kýrnar og leggja
vangann að kviðnum á kúnni, þér
fannst það svo notalegt. Þú áttir
þínar bestu stundir í sveitinni og
margar bestu minningarnar á ég
um þig þaðan, enda grunar mig að
þú hafir verið komin langleiðina
heim í blálokin.
Þér var samt greinilega ekki
ætlað að vera í sveitinni eins lengi
og þú hefðir óskað en við tók stað-
ur þar sem ekki var síður gott að
búa. Enn hélstu í seigluna og
styrkinn og ólst upp ein og óstudd
fjögur börn. Á Laugarvatni sé ég
þig fyrir mér með hestana þína og
að sinna garðinum.
Árin eftir að við fluttum á
Laugarvatn fórum við að fjar-
lægjast hvor aðra að mörgu leyti
en síðustu ár, og þá sérstaklega
eftir að ég eignaðist börnin mín,
náðum við aftur saman. Við fórum
að skilja hvor aðra betur. Þessi ár
eru mér ómetanleg og dýrmæt.
Það var yndislegt að sjá Örn njóta
sín hjá þér, hann var hálfpartinn
kominn í sveit, og umfram allt
fékk hann að kynnast þér. Ólöf
Embla fékk kannski ekki jafn-
mörg tækifæri til þess og bróðir
hennar en þess verður gætt að
minning þín verði ljóslifandi fyrir
þeim báðum. Undanfarið hef ég
líka smitast svolítið af áhuga þín-
um á hannyrðum og ræktun og
það var oftar en ekki umræðuefni
okkar. Mér fannst yndislegar þær
stundir sem við sátum saman að
hekla og að skoða okkur um í
gróðurhúsinu þínu.
Það verður hræðilega erfitt að
halda áfram lífinu án þín, þú varst
klettur okkar systkinanna, en eins
og ég lofaði þér þá verður allt í
lagi með okkur. Við höfum sem
betur fer hvert annað. Ég er ekki
trúuð og á stundum sem þessum
vildi ég óska þess að ég væri það.
En ég veit að þú ert komin til
Odds þíns, ég sé ykkur faðmast,
þú ert orðin sjálfri þér lík, geisl-
andi og heilbrigð. Ef það er til
himnaríki þá verður vel tekið á
móti þér, elsku mamma mín.
Ég elska þig af öllu hjarta.
Elín Karlsdóttir.
Elsku mamma. Í fyrsta skipti á
ævinni veit ég ekki hvar ég á að
byrja né enda. Það vantar svo
mikið í tilveruna þessa dagana að
mér finnst ég þurfa að rifja upp
allar þær stundir sem ég átti með
þér og skrifa bók til að fylla í tóm-
ið.
Af handahófi hugsa ég um þau
skipti sem þú stóðst á hliðarlín-
unni þegar ég atti kappi í íþrótt-
um og aldrei vegnaði mér betur
en einmitt þá. Svo mikil var nær-
vera þín, hlýja, hvatning og styrk-
ur.
Ég hugsa til þess tíma sem ég
hjálpaði þér að gefa hrossunum
fyrir norðan þar sem traktorinn
var bilaður og ég, ungur hnokki,
settist við stýrið á Súbbanum og
dró rúllurnar á sinn stað. Hrein-
asta samheldni og dugnaður ein-
kenndi þessar stundir.
Hugurinn ber mig aftur í sorg-
ina, þar sem tilgangi lífsins var
sópað burt á einu náttbili og
hvergi fann ég huggun nema í
faðmi þínum. Það var í faðmi þín-
um sem fyrstu tárin streymdu og
skrefin í leit að lífshamingjunni
hófust á ný. Þú gafst mér nýjan
tilgang, þú ert minn tilgangur.
Í hugarfylgsnum finn ég mynd-
ir, af þér og drengjunum mínum
þegar ég og Sjöfn komum og
heimsóttum þig á Laugarvatn. Þó
svo að þeir hafi stundum verið
eirðarlausir í sveitakyrrðinni þá
sá ég glitra í augum þínum ástina
og lífshamingjuna er þeir hlupu
um ævintýragarðinn þinn. Þú ert
náttúruperla sem gæddir allt það
umhverfi sem þú komst nálægt
einstakri fegurð.
Hugsunin þeytir mér hingað og
þangað og ég lendi inni í eldhúsi á
Narfastöðum að hlusta á snældu
með þinni íðilfögru söngrödd.
Ekkert fegurra hafði ég heyrt um
mína daga og kom svo til að ég
varð söngvari og elsku, hjartans,
mamma mín, ég mun syngja til
þín það sem eftir lifir. Því að fyrir
utan börn og buru er ekkert sem
veitir mér jafnmikla hamingju og
að syngja um allt milli himins og
jarðar því ég veit að þú leggur við
hlustir.
Mamma, þú gafst mér allt sem
ég er og þú er allt sem ég ann og
eftir þinni hugsjón lifi ég. Ég hef
lært meira um þig og af þér þessi
síðustu ár og daga en mig hafði ór-
að fyrir. Að sjá og heyra þig svara
til mín með kveðju og nafni ein-
ungis nokkrum klukkustundum
fyrir hinsta andardrátt, ekkert
eftir nema viljinn og ástin, segir
mér að það er allt hægt og enginn
kemst í hálfkvisti við þinn lífsár-
angur. Þú manst að þegar ég
kvaddi þig þá bað ég fyrir kveðju
til Odds, pabba, afa og allrar mót-
tökusveitarinnar og að þú skyldir
hafa samband við og við með
gleðikornum hér og þar. Nú ertu í
friði, ró og þeirri uppfullu ham-
ingju sem þú, dugnaðarkona, átt
skilið.
Ég elska þig, ég elska þig, ég
elska þig, mamma.
Móðir mín kær í hönd mína halt þú
um heiminn við ferðumst og förum nú.
Saman við stöndum, saman við föllum,
óhrædd við erum, við sýnum þeim öll-
um.
Móðir mín kær um hönd mína heldur,
yljar um hjarta og kærleika veldur.
Af ástæðum góðum við sett vorum hér,
til að bæta þær sorgir sem veröldin sér.
Móðir mín kær mína veiku hönd grípur,
niður ég hníg og hjá mér þú krýpur.
Styrkur þinn meiri en orð fá lýst,
um sálargæsku þína líf mitt snýst.
Þinn sonur,
Hafsteinn.
Ég get ekki lýst því hversu
mikið ég elska þig og sakna þín,
elsku mamma.
Ég gleymi aldrei kraftinum í
þér og viljanum til að gera vel
gagnvart öllu og öllum. Mann-
gæska þín og hjálpsemi var alltaf í
hávegum höfð og þú sýndir það
svo sannarlega þegar kom að mér
og mínu lífi, alveg frá upphafi til
hinsta dags. Þú hjálpaðir mér í
gegnum mínar dimmustu stundir
og gafst mér styrk til að standa
upp og halda áfram í lífinu. Þú ert
og verður ávallt mín eina sanna
hetja og sú manneskja sem ég lít
mest upp til í dag, jafnt sem um
ókomna tíð.
Á meðan ég bjó með þér í veik-
indum þínum á Laugarvatni og
var með þér á spítalanum undir
lokin, þá kenndir þú mér að allt er
hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég
lofa þér, elsku yndislega mamma
mín, að ég mun standa mig.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig
Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)
Hvíldu í friði, hetjan mín. Þinn
sonur,
Valdimar.
Elsku Ólöf. Ég gleymi aldrei
okkar fyrstu kynnum. Hafsteinn
var að fara að skutla Elínu á
Laugarvatn og hann bað mig að
koma með.
Við vorum bara búin að vera að
hittast í u.þ.b. viku, svo ég sagði já
með því skilyrði að ég fengi að
bíða úti í bíl á meðan hann færi inn
að heilsa upp á ykkur.
Þegar hann var búinn að vera
inni í svona 5 mínútur kom hann
skælbrosandi út og sagði mér að
hann vildi að ég myndi hitta þig.
Ég gat auðvitað ekki sagt nei við
draumaprinsinn minn svo ég gekk
vandræðalega inn.
Þið tókuð öll svo vel á móti mér
og ég fann strax að ég og bum-
bubúinn minn vorum velkomin í
ykkar líf. Það er örugglega skrítið
þegar sonur manns kemur heim
með nýju kærustuna, ólétta eftir
annan mann, en þú tæklaðir það
eins og ekkert væri sjálfsagðara
og varðst strax spennt fyrir
ömmuhlutverkinu.
Við vorum fljótar að mynda góð
tengsl og við áttum svo margt
sameiginlegt. Þú varst alltaf tilbú-
in að hjálpa mér með þær dellur
sem ég fékk, eins og þegar ég
ákvað að prjóna heilgalla fyrir
Ingvar Marel.
Þú hjálpaðir mér af stað með
hann og kláraðir hann fyrir mig
þegar ég gaf prjónaskapinn upp á
bátinn.
Og þegar ég ákvað að mig lang-
aði að læra að hekla. Þú varst ekki
lengi að bruna til mín með heklu-
nálina og kenndir mér það. Ég hef
verið óstöðvandi síðan og hugsa
alltaf til þín þegar ég tek upp nál-
ina.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og þakklát
fyrir allt sem ég lærði af þér.
Sjöfn Ingvarsdóttir.
Kveðja frá systkinum
Eins og gullhörpuljóð,
eins og geislandi blær,
eins og fiðrildi og blóm,
eins og fjallalind tær,
eins og jólaljós blítt,
eins og jörðin sem grær,
lifir sál þín í mér,
ó þú systir mín kær.
Þú varst mildi og ást
og þitt móðerni bar
við sinn líknsama barm
dagsins lifandi svar:
allt sem grét, allt sem hló,
átti griðastað þar
- jafnvel nálægð þín ein
sérstök náðargjöf var.
Hversu þreytt sem þú varst,
hvað sem þrautin var sár,
þá var hugur þinn samt
eins og himinninn blár:
eins og birta og dögg
voru bros þín og tár.
Og nú ljómar þín sól
bak við lokaðar brár.
( Jóhannes úr Kötlum)
Elsku Jóhannes, Elín, Haf-
steinn, Valdimar og Signý. Haldið
þétt hvert um annað á erfiðum
stundum.
Þórunn Oddný
Þórhallsdóttir,
Filippus Þórhallsson,
Dagbjört Kristín
Þórhallsdóttir,
Kristín Þóra
Þórhallsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Það var í júní 1988 sem ég kom
fyrst á Narfastaði í Skagafirði.
Hafði ráðið mig í vist þar eftir
símtal við Ólöfu fyrr um vorið.
Hafði fengið þá flugu í höfuðið að
það gæti verið gaman að prófa að
fara í sveit, fannst það heilla
meira en unglingavinnan. Mætti í
Skagafjörðinn með mömmu og
pabba, vissi ekkert hverju ég átti
von á og var því með hnút í maga
þegar ég horfði á eftir foreldrum
mínum keyra burt. Ólöf og Auð-
unn, eða Auddi eins og hann var
alltaf kallaður, tóku hlýlega á móti
mér og buðu mig velkomna á
heimilið sitt. Elín, Hafsteinn og
Valdimar tryggðu að manni leidd-
ist ekki eina mínútu, sérstaklega
drengirnir en þeir sáu um að
halda barnapíunni við efnið. Mikill
gestagangur var á Narfastöðum
og Auddi gerði nú líka sitt til að
láta mér líða vel hjá þeim, alltaf
hress og það var því mikið áfall að
heyra af andláti hans og Odds
sumarið 1995.
Það fór svo að ég eyddi tveimur
sumrum í Skagafirðinum og á ég
ekkert nema góðar minningar
þaðan, sundferðirnar með allan
skarann að Hólum í Hjaltadal,
búðarferðir í Kaupfélagið á Sauð-
árkróki, stundirnar í eldhúsinu
þegar við hjálpuðumst að við elda-
mennskuna og baksturinn og allt-
af var hún þolinmóð að leiðbeina
unglingnum.
Vikan sem ég sá um bæinn þeg-
ar fjölskyldan fór í kærkomið
ferðalag um landið situr líka of-
arlega í minningunni. Þessar
stundir geymi ég með mér og er
þakklát fyrir að við endurnýjuð-
um kynnin fyrir nokkrum árum,
þegar ég kom því loksins í verk að
senda Ólöfu allar myndirnar sem
ég átti frá þessum sumrum á
Narfastöðum og vona ég að hún
hafi notið þeirra. Ég er þakklát
fyrir að hún gerði sér ferð á Akra-
nes nú í sumar, að fá að sitja með
henni eina kvöldstund og rifja upp
minningarnar og heyra sögur af
börnunum hennar sem hún var
svo stolt af. Kennir manni að njóta
líðandi stundar og ekki bíða með
hlutina.
Börnum Ólafar, eftirlifandi eig-
inmanni, barnabörnum og öðrum
ættingjum votta ég samúð mína.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Rannveig B. Guðjónsdóttir.
Ólöf Þórhallsdóttir
Aðfaranótt 4.
október sl. lést á Hjúkrunar-
heimilinu Mörk vinur minn og
svili, Reynir Hauksson, eftir löng
og erfið veikindi.
Það var mikið lán að Reynir
skyldi fá þar inni eftir að Jóna
hafði sinnt honum heima um ára-
bil af mikilli umhyggju og natni.
Lof mitt fær starfsfólk Sól-
heimadeildar Markar fyrir ósér-
hlífni og faglega kunnáttu í erf-
iðu starfi, sem alltaf var unnið af
ánægju og með bros á vör.
Mættu mörg fyrirtæki af því
læra. Vistmönnum á Sólheima-
Reynir Hauksson
✝ Reynir Hauks-son fæddist á
Ránargötu 1 í
Reykjavík 12. júlí
1945. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 4. októ-
ber 2014.
Útför Reynis fór
fram í kyrrþey 16.
október 2014.
gangi óska ég Guðs
blessunar og þakka
þeim viðkynn-
inguna.
Reyni kynntist
ég fyrst þegar hann
fór að venja komur
sínar að Laugarnes-
vegi 108, en þá
bjuggu þar tengda-
foreldrar okkar.
Þau kynni urðu mér
ákaflega dýrmæt,
enda jukust þau með árunum.
Eftir að Reynir og Jóna fóru að
búa og eignast börn urðu fundir
þeirra og okkar Rósu tíðari.
Það var gott að eiga Reyni að
vini, enda bar ég oft ýmis per-
sónuleg mál upp við hann og
fékk hans skoðanir. Reynir hafði
þann sið að velta málum fyrir sér
dágóða stund og svara síðan með
jáyrði, en ef hann dró seiminn og
sagði langt já-á vissi ég hvað
hann meinti.
Margar ferðirnar fórum við
hjónin með Jónu og Reyni bæði
til útlanda og innanlands og eru
þær okkur ógleymanlegar og
enn ræddar og vitnað í þær.
Barnaláni áttu þau hjónin að
fagna og fengu börnin sannar-
lega að finna fyrir hlýju og um-
hyggju þeirra. Að sama skapi
fengu barnabörnin að finna fyrir
gæðum afa síns enda hændust
þau öll að honum.
Hjónaband Jónu og Reynis
var mörgum til fyrirmyndar.
Kærleikur og gagnkvæmt traust
ríkti þar á bæ og aldrei heyrðist
þar styggðaryrði. Af þessu
mættu margir læra í skyndi-
ákvörðunum og hraða nútímans.
Þegar veikindi Reynis ágerð-
ust sýndi Jóna okkur enn eina
hliðina á sér og studdi Reyni af
mikilli alúð og kostgæfni allt þar
til yfir lauk.
Við viljum votta Jónu, börnum
hennar, tengdabörnum og
barnabörnum innilega samúð við
fráfall vinar okkar, Reynis
Haukssonar.
Blessuð sé minning góðs
drengs.
Rósa og Jón H.
Friðsteinsson.