Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 41

Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 ✝ Halla KolbrúnLínberg Krist- jánsdóttir fæddist 31.3. 1935 í Reykja- vík. Hún lést að morgni 29. október 2014. Foreldrar henn- ar voru Kristján Þórsteinsson, f. 15.6. 1909, d,.7.10. 1987, frá Öndverð- arnesi á Snæfells- nesi, og kona hans Sigríður Þórarinsdóttir, f. 6.2. 1913, d. 19.9. 1962 frá Sauðárkróki en þau skildu, 1.12. 1939. Fóstur- foreldrar Höllu voru Páll Magn- ússon, bóndi í Jaðri í Seylu- hreppi, Skag., f. 15.5. 1890, d. 7.9. 1966, og Ingibjörg Jóns- dóttir, húsfreyja í Jaðri, f. 20.11. 1891, d. 7.5. 1976. Al- systkini Höllu voru Valborg Kristín Línberg, f. 26.8. 1932, d. 17.8. 1994, Gústaf Hreinn Lín- berg, f. 29.9. 1936, d. 14.2. 1986. Margrét Ragnheiður Línberg, f, 5.6. 1938, d. 26.2. 1942. Hálf- systur Höllu sammæðra eru: Díana Jane Ragnarsdóttir, f. 9.10. 1943 og Auður Ármanns- dóttir Karlson, f. 7.5 1948. Hálf- systir Höllu samfeðra er Mar- grét Ragnheiður Línberg, f. 17.2. 1946. Eiginmaður Höllu, gift 15.12. 1953, var Runólfur 25.2. 1967, búsett í Reykjavík, hún á eina dóttur. 9) Róbert Línberg, f. 6.1. 1975, búsettur í Reykjavík, maki Freydís Að- albjörnsdóttir, f. 10.5. 1979. Þau eiga 3 dætur. Halla var alin upp í Jaðri í Seyluhreppi hjá þeim sæmd- arhjónum Páli Magnússyni og konu hans Ingibjörgu Jóns- dóttur. Hún gekk í barnaskóla í Varmahlíð í Skagafirði og síðar í unglingaskóla á Sauðárkróki, hún var allgóður námsmaður og stóð hugur hennar til frekara náms, en örlögin höguðu því þannig til að af því varð ekki. Halla gerðist bóndakona á Brú- arlandi í Deildardal og var það allan sinn starfsaldur, auk þess sem hún stundaði fiskvinnslu á Hofsósi um áratugaskeið. Áhugamál Höllu voru marg- vísleg, hún hafði til dæmis ódrepandi áhuga á hverskyns íþróttum, einkum handbolta og fótbolta. Hún var unnandi góðr- ar tónlistar og mátti kallast alæta á tónlist, hlustaði jöfnum höndum á klassíska tónlist og þungarokk ef því var að skipta. Halla var víðlesin og hafði kom- ið sér upp allgóðu bókasafni. Útför Höllu fer fram frá Hofsóskirkju í dag, 15. nóv- ember 2014, kl. 14, jarðsett verður á Hofi á Höfðaströnd. Marteins Jónsson, f. á Kambi í Deild- ardal, Skag., 15.12. 1919, d. 4.11. 2007. Börn Höllu og Run- ólfs eru: 1) Hólm- fríður Jóna Lín- berg, f. 12.8. 1953, búsett á Sauð- árkróki, maki Steinn Gunnar Ást- valdsson, f. 7.3. 1948. Þau eiga 2 syni og 4 barnabörn. 2) Inga Pála Línberg, f. 5.8. 1954, bú- sett í Hveragerði, maki Einar Guðmundsson, f. 12.9. 1956. Hún á 4 dætur og 4 barnabörn. 3) Kristján Þór Línberg, f. 5.7. 1956, búsettur í Hveragerði, maki Ragnhildur Guðmunds- dóttir, f. 30.7. 1953. Hann á 3 syni og 6 barnabörn. 4) Guðrún María Línberg, f. 10.4. 1958, bú- sett í Reykjavík, hún á 2 börn og 1 barnabarn. 5) Sigurður Ás- geir Línberg, f. 30.8. 1960, bú- settur í Reykjanesbæ, maki Bel- inda Mirandilla, f. 22.2. 1969. Hann á 8 börn og 5 barnabörn. 6) Sigríður Línberg, f. 31.12. 1962, búsett í Bolungarvík, maki Halldór Margeir Sverr- isson, f. 4.7. 1966. Þau eiga 2 syni. 7) Birna Línberg, f. 16.2. 1964, búsett í Mosfellsbæ, hún á tvö börn. 8) Björg Línberg, f. Elsku mamma mín, það er sárt til þess að hugsa að þú sért farin frá okkur því mér fannst eins og við værum að kynnast upp á nýtt eftir að þú fluttir til Reykjavíkur og ég og fjölskyldan gátum hitt þig oftar en þegar þú bjóst fyrir norðan. Okkur fannst meiriháttar að hafa þig nálægt okkur og hvert skipti sem ég kom til þín í heim- sókn, sem var nokkrum sinnum í viku, réttirðu mér skálina með suðusúkkulaðinu og sagðir mér að fá mér kaffi, því að eftir að þú hættir að drekka kaffi þá varstu ekki að bjóða öðrum það nema í súkkulaðiformi. Nokkrar af mínum bestu minningum um þig eru úr frysti- húsinu á Hofsósi þar sem ég byrj- aði að vinna með þér, ungur að árum, og af baslinu að komast í vinnu á veturna. Eins og árið sem ég flutti burt úr Skagafirðinum, þegar við gengum úr dalnum, 7-8 km leið í brjáluðu veðri, í snjó upp að mitti snemma á morgnana eða síðla nætur á frystihúsið og svo aftur heim um kvöldið, oft eftir 12-14 tíma vinnudag og stundum geng- um við á Hofsós á sunnudags- kvöldum og heim á föstudags- kvöldum þegar veðrin voru verst. Mér fannst þetta mikið á sig lagt fyrir vinnuna og get ekki ímynd- að mér hvernig þetta var fyrir þig, komna á sjötugsaldurinn. Þú varst alltaf svo heiðarleg kona og ósérhlífin og þér þótti vænt um alla, bæði menn og dýr, ég man varla eftir að þú hafir hallmælt nokkrum manni, þú vildir öllum gera vel. Ég man svo eftir að þú fórst á leirkeranámskeið á Hofsósi og á enskunámskeið. Þótt þú þættist aldrei kunna stakt orð í ensku þá heyrði ég nú alveg hvað þú kunn- ir þessi tvö skipti sem ég fór með þér til útlanda. Ég sá hvað þér þótti afskaplega gaman í þessum ferðum því að þú varst vel lesin um öll menningarmál og þegar þú komst í stóru söfnin í Wash- ington ljómaðir þú bókstaflega, synd að þú fórst ekki í fleiri svona ferðir. Það var ekki margt sem þú vissir ekki um lífið, tilveruna, samtíðarfólk þitt og merkilega atburði í mannkynssögunni. Eiginleika þínum að lesa hluti einu sinni og muna þá árum sam- an hélstu fram á síðustu stundu, orðin næstum því áttræð, og það er nokkuð sem var aðdáunarvert. Mamma mín var gríðarleg fé- lagsvera, naut sín innan um fólk og leiddist einvera mikið. Hún var einstaklega mikil áhuga- manneskja um tónlist og eftir að hún flutti suður fannst henni fátt skemmtilegra en að fara að hlusta á vin sinn Svavar Knút, sem átti sérstakan stað í hjarta hennar. Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þetta fallega ljóð segir allt sem segja þarf. Þinn elskandi sonur, Róbert Línberg Runólfsson. Elsku mamma, mig langar til að skrifa nokkur orð um þig. Nú ert þú farin, kvaddir okkur ansi skjótt. Þú varðst skyndilega veik og þá var ljóst í hvað stefndi. Ég syrgi þig mjög, mamma mín, og sakna mikið. Ég minnist þín hlýlega í æsku, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Þegar ég greindist með krabbamein 2003 þá hringdir þú í mig á hverjum degi í rúma átta mánuði til að vita hvernig mér leið og til að hug- hreysta mig og þótti mér mjög vænt um það. Ég er mjög þakklát fyrir ferðina sem við fórum bara tvær saman norður í Skagafjörð- inn í sumar og við skemmtum okkur svo vel, hlógum og létum öllum illum látum. Þú varst minn helsti trúnaðar- vinur og ég gat alltaf talað við þig um bókstaflega alla hluti. Sáran söknuð finn, sorg í hjarta ber, létt ei lífið er, laugast tári kinn. Finn ei faðmlag þitt, framar lífs á slóð, þjáðum varst þú góð, þú varst skjólið mitt. Elsku móðir mín, mér þú varst svo kær, líkt og lindin tær, ljúf var ásýnd þín. Bak við himins hlið, heilsar englaval, Guðs í sælum sal, seinna hittumst við. (Kristján Runólfsson) Þér var mjög umhugað um að við töluðum góða og rétta ís- lensku, en samt sem áður kvaddir þú mig alltaf með ítalskri kveðju eins og ég ætla að gera núna. „Ciao,“ mamma mín. Þín dótt- ir, Björg. Það er sárt að sitja hérna við eldhúsgluggann og hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur elsku Halla mín. Við hitt- umst fyrst um páskana 2001 þeg- ar ég kom norður um páskana með Róbert og hann kynnti mig fyrir ykkur Runólfi. Þú tókst mér opnum örmum og við urðum strax góðar vinkonur, við skemmtum okkur oft yfir slúður- blöðunum og spjölluðum oft um heima og geima. Þú varst löngu hætt að bjóða mér eitthvað að borða og drekka þegar ég kom til þín, því ég þáði aldrei neitt, þú hafðir líka orð á því að ég væri mjög ódýr í rekstri því einu sinni borðaði ég kjötsúpu frá föstudegi til sunnudags, þannig að þú þurftir aldrei að hafa neitt fyrir mér. Þú varst líka þrjóskari en allt, þegar við höfðum orð á því við þig að þú þyrftir nú að fara að fá þér heyrnartæki fussaðir þú nú bara og sagðir að fólk yrði bara að tala hærra. Þú varst vin- ur vina þinna og hugsaðir vel um afkomendur þína. Þú sást ekki sólina fyrir litlu stelpunum okkar Róberts sem komu alltaf hlaup- andi á móti þér þegar þú komst í heimsókn til okkar og þú varst bara heppin að detta ekki niður stigann þegar þær komu til að knúsa þig og kyssa. Þér fannst mjög gaman að fara í sund og það var ósjaldan sem við hittumst í sundi. Þú varst mikil áhuga- manneskja um íþróttir og misstir aldrei af leik í sjónvarpinu og hvað þá þegar Leiðarljós var, þú tókst upp alla þættina ef einhver hefði nú misst af þætti dagsins. Þú varst alltaf mjög vinnusöm og dugleg, þú vaknaðir eldsnemma á hverjum morgni til að gera graut fyrir gestina þína og svo var alltaf læri í hádeginu á sunnudögum áður en fólk færi til síns heima. Þú elskaðir að ferðast og ég er svo þakklát fyrir ferðina sem við fórum nokkur saman í sumar, þegar við fórum hringinn á Snæ- fellsnesinu og enduðum á því að borða í Borgarnesi. Það var ynd- isleg ferð og ferð sem þig hafði dreymt um lengi að fara. Einn daginn fórstu svo á sjúkrahús og þaðan snerir þú ekki aftur og kvaddir mjög snöggt. Eftir sitj- um við og syrgjum yndislega mömmu, ömmu, langömmu og tengdamóður. Við yljum okkur við allar góðu minningarnar um þig, elsku Halla mín. Elsku fjöl- skylda, ég sendi ykkur alla mína samúð og megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Takk fyrir allt, elsku Halla mín, og þú skilar kveðju upp og við hittumst aftur seinna. Hvíldu í friði. Þín tengdadóttir, Freydís Aðalbjörnsdóttir. Elsku Halla amma okkar. Takk fyrir allar samverustund- irnar sem við áttum saman Við vorum svo heppnar að fá að kynnast þér og hafa þig hjá okkur í þessi ár sem við höfum verið til. Katla Ósk var svo hepp- in að fá að þekkja þig lengst af okkur og hún fékk að koma í heimsókn til þín í sveitina þegar þú áttir heima þar. Nú ert þú komin til Runólfs afa og Alla afa, við vitum að þér líður betur og þú munt ávallt passa okkur systurn- ar og fylgjast með okkur af skýj- unum. Alltaf áttir þú súkkulaði í skálinni þinni, sem þú bauðst okkur upp á þegar við komum í heimsókn til þín og þú áttir líka alltaf ömmusnakk sem við mátt- um borða eins mikið af og við vildum. Elsku besta Halla amma, við söknum þín svo mikið, það verður svo tómlegt án þín, enginn sem hringir í okkur á afmælinu okkar og engin Halla amma sem spilar við okkur veiðimann. Æ, amma, hvar ertu ? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók) Takk fyrir allt, elsku besta Halla amma. Þínar ömmustelpur, Katla Ósk, Viktoría Rós og Guðrún Tinna Róbertsdætur. Elsku amma, þegar ég hugsa til þín koma margar minningar upp í hugann. Þegar við Halla systir vorum litlar var mamma mjög dugleg að skutlast með okkur yfir helgi til ykkar afa á Brúarland og áttum við því mikinn tíma saman. Alltaf fengum við kökur og kalda mjólk enda varstu með birgðir í frysti. Mín uppáhaldskaka var þessi með rabarbarasultunni og bleika kreminu sem þú bakaðir oft. Þeg- ar maður var að fara aftur heim var mesti spenningurinn að hendast út í bíl og setja vísifingur upp í glugga. Þegar við keyrðum svo framhjá húsinu varst þú alltaf mætt annaðhvort í eldhúsglugg- ann eða gluggann inni hjá afa með vísifingur á lofti. Þetta var mjög skemmtileg kveðjuhefð hjá þér sem ég sakna mikið. Þótt þú hafir flutt úr Brúarlandi horfi ég ennþá í gluggann þegar ég keyri framhjá og ímynda mér að þú sért þar. Þú nenntir alltaf að spila við mann og þá sérstaklega Sínu. Maður hafði nú ekki roð við þér fyrst en með ströngum þjálfunar- búðum hjá mömmu breyttist það og ég fór að vinna þig. Já eða bara þetta eina skipti á jólunum í fyrra en ég held fast í það. Ég er svo glöð að hafa ákveðið að drífa mig yfir heiðina í sumar til þess að hitta þig á Króknum. Það var þegar þú hittir Lilju Mist í fyrsta sinn. Þú sýndir henni mikinn áhuga og þótti henni gott að kúra hjá langömmu sinni. Ég er líka rosalega glöð að þú skyldir ekki taka neitt annað í mál en að bruna norður í skírnina hjá Lilju Mist. Þú varst hörð á því að þú gætir sko alveg eins setið í bíl fram og til baka sama dag eins og að sitja heima hjá þér. Mér þótti rosalega vænt um að hafa þig við skírnina á fyrsta barninu mínu. Svo er líka alltaf gott að fá ömmuknús og reyndist þetta vera það síðasta. Ég á eftir að sakna þín mikið og hlakka til að segja Lilju frá þér þegar hún stækkar og sýna henni myndirnar af ykkur sam- an. Þú ert vonandi komin á góðan stað og malar fólkið í Sínu eins og þér einni er lagið. Hvíldu í friði. Sigurbjörg Línberg Auðbjörnsdóttir. Elsku amma. Nú þegar þú ert farin sækja á mig minningar. Góðar minningar um stundirnar sem við áttum saman. Amma, þú varst nagli og upp- gjöf ekki til í þinni orðabók. Það var alltaf svo gott að koma í sveit- ina til ykkar afa og á ég margar góðar minningar þaðan. Upp í hugann koma kökurnar, form- kökurnar og fjölskyldukakan með bleika kreminu sem þú bak- aðir svo oft. Ég kunni sko vel að meta þær, enda mikið matargat. Þú hugsaðir alltaf svo vel um alla, að öllum liði vel og allir fengju að borða það sem þeir vildu. Ég man eftir því að þú sagðir einu sinni við mig: „Ég borða ekki það sem öðrum þykir gott.“ Ég er þakklát fyrir öll jólin sem við vorum hjá ykkur afa á Brúarlandi. Það var sama hvernig færðin var, alltaf fórum við í mat í sveitina um jólin og svo síðustu árin áður en ég stofnaði fjölskyldu þá áttum við yndisleg aðfangadagskvöld hjá ykkur. Þegar ég byrjaði að vinna á frystihúsinu var sko gott að eiga ömmu á svæðinu sem kunni öll handtökin og var góður kenn- ari. Þú hafðir svo mikinn áhuga á fólki og ættfræði og varst ekki lengi að rekja ættir ef við vorum að spjalla saman. Ef þú mundir ekki eitthvað varstu vön að hringja þegar það kom upp í hug- ann eða þegar þú varst búin að lesa þér til um málið. Elsku amma, það var svo gott og gaman að spjalla við þig, þú varst ótrú- lega fróð um marga hluti. Hvort sem það var enska knattspyrnan, forsetar víða um heim eða ýmsir tónlistarmenn, íslenskir og er- lendir. Það var svo gaman að fara með þér á tónleika af því þú naust þess í botn að hlusta á tónlist. Það skipti ekki öllu hver flytjandinn var, þú bara drakkst í þig tónana og stemninguna. Aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkurn mann og þú varst sannur vinur. Það var alltaf notalegt að fá afmælissím- talið frá þér þegar einhver átti af- mæli í fjölskyldunni, jafnvel þeg- ar tengdaforeldrar mínir áttu stórafmæli þá hringdir þú og baðst fyrir kveðju. Ég á eftir að sakna þess að spila við þig kasínu þó svo að þú hafir yfirleitt rústað mér. Ég er nýbúin að kenna Úlf- ari kasínu, en hann náði því mið- ur ekki að spila við þig. Við skul- um sko sjá til þess að þessi hefð gleymist ekki og höldum áfram að kenna nýjum fjölskyldumeð- limum. Elsku amma, það er komið að kveðjustund, minning um þig lif- ir. Þín Hilda. Halla Kolbrún Línberg Kristjánsdóttir Elsku amma. Nú er komið að hinstu kveðjustund. Hún er okkur erfið og sár en vitneskjan um að þú sért komin á betri stað, stað sem þú ert búin að bíða eftir að komast á, gerir kveðjustundina léttbærari. Nú ertu farin til afa og laus við hið neikvæða sem oft fylgir ellinni. Þú ert örugglega fegin, á viss- an máta, að vera komin yfir. Við söknum þín og minnumst þín með mikilli hlýju. Faðmur Þórdís Rögnvaldsdóttir ✝ Þórdís Rögn-valdsdóttir fæddist 5. maí 1920. Hún lést 29. október 2014. Útför Þórdísar fór fram 8. nóvember 2014. þinn og hugur var alltaf opinn fyrir því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Þú hlustaðir og tókst eftir, spurðir og sýndir áhuga. Þú hafðir líka létt- an og skemmtileg- an húmor og alltaf stutt í smitandi hlátur. Þú hafðir gaman af misgáfulegum hugmyndum okkar svo sem símahrekkjum frá Birni, sem uppskáru mikinn hlátur frá þér í lok símtala, þegar upp komst hver var á lín- unni. Við brosum út í annað þegar við hugsum um allar góðu samverustundirnar. Við minnumst einnig afa á þessari stundu. Þið voruð svo falleg saman, eins og klettar sem ekkert gat haggað en samt svo fíngerð og góð. Svo enda- laus þolinmæði fyrir uppátækj- um og skarkala í barnabörnum. Það var gott að koma í heim- sókn til ykkar í Skíðabrautina og minningar um ævintýra- heiminn í kjallaranum, gula bíl- inn ykkar, berjaferðir og fjöru- ferðir streyma í gegnum huga okkar. Minningin kallar einnig fram ilminn af lambalæri og kúm- enkleinum og nú síðustu árin varstu alltaf til í að „skála“ í rommkúlumola. Þegar komið er að kveðju- stundinni, kemur söknuðurinn og við lítum til baka, sátt í huga en einnig með eftirsjá þegar við lítum okkur nær. Af hverju vorum við ekki duglegri við að hringja eða fara til þín í heimsóknir, eiga fleiri stundir með þér og safna enn fleiri góð- um minningum? Þegar við hugsum til þín verður okkur hlýtt í hjartanu, góðar minningar um yndislega ömmu munu lifa endalaust. Við erum óendanlega þakklát fyrir hversu minnug þú varst og skýr í hugsun fram á síðasta dag. Elsku amma, nú er komið að leiðarlokum. Við munum sakna þín sárt en jafnframt samgleðj- ast þér að vera komin til afa. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt. Birnir Reyr, Brynja, Hildur Soffía og Þórdís Huld Vignisbörn. Elsku amma og langamma. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar og allar fallegu minningarnar sem þú gafst okkur. Takk fyrir allt sem þú prjón- aðir á okkur og annað hand- verk. Takk fyrir allar gjafir, andlegar og veraldlegar, alla hlýju og alúð sem þú gafst okk- ur. Hvíl þú í friði. Sigurlaug, Sæunn, Sveinn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.