Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
✝ Ásta HildurSigurðardóttir
fæddist í Vatnsdal í
Vestmannaeyjum
11. janúar 1928.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Vest-
mannaeyja 4. nóv-
ember 2014.
Foreldrar Ástu
Hildar voru Sig-
urður Högnason
frá Vatnsdal og
Ingibjörg Ólafsdóttir frá Vík í
Mýrdal. Sigurður var fæddur 4.
október 1897 en lést 31. ágúst
1951. Ingibjörg var fædd 29.
mars 1907 en lést 6. janúar 1989.
Systkini Ástu Hildar voru
Högni, f. 1929, Ólafur Ragnar, f.
1931, Sigríður, f. 1932, d. 1992,
Kristín Ester, f. 1939, d. 1988 og
Hulda Sigurbjörg, f. 1947.
Eftirlifandi eiginmaður Ástu
Hildar er Björn Jónsson, sjó-
maður frá Nesi í Flókadal. Björn
er fæddur 26.10 1925. Systkini
Björns voru 11 tals-
ins, eftirlifandi eru
Stefanía og Eggert.
Ásta Hildur
starfaði hjá Neta-
gerð Vest-
mannaeyja í nokk-
ur ár og síðan í
Hraðfrystistöð
Vestmannaeyja.
Einnig starfaði hún
um tíma á Hraun-
búðum. Í eldgosinu
á Heimaey 1973 bjuggu þau
hjónin um tíma á Stokkseyri og
síðan í Hveragerði en þar starf-
aði Ásta Hildur á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Ási í Hvera-
gerði. Þau bjuggu nokkur ár í
Hveragerði og fluttu síðan aftur
heim til Vestmannaeyja. Fyrst
bjuggu þau að Heiðarvegi 36 og
síðan að Túngötu 18.
Útför Ástu Hildar fer fram
frá Landakirkju í dag, 15. nóv-
ember 2014, og hefst athöfnin
kl. 11.
Ég kveð yndislega systur mína
með miklum trega. Dúdda var
tuttugu árum eldri en ég en þrátt
fyrir þennan aldursmun vorum
við ávallt afar nánar. Við misstum
föður okkar langt fyrir aldur
fram og ég var þá nýlega orðin
fjögurra ára, yngst sex systkina
en Dúdda elst. Móðir okkar þurfti
að sjá fyrir stóru heimili og fór að
vinna í Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja. Hún vann þar
myrkranna á milli til að sjá okkur
systkinum farborða. Dúdda vann
í Netagerð Vestmannaeyja og
var dugleg að passa mig þegar
mamma var í vinnu. Samband
okkar Dúddu var svo náið að
margir héldu að hún væri móðir
mín. Ég leiðrétti það aldrei, því í
mínum huga var hún það að vissu
leyti. Ég var lánsöm að eiga hana
að sem barn því hún var afar góð
við mig og gerði svo margt fyrir
mig. Hún svæfði mig oftast á
kvöldin með því að leggja hönd-
ina á öxlina á mér og klappa mér
með róandi takti. Það sama gerði
ég þegar hún var að kveðja þenn-
an heim.
Dúdda kynntist eiginmanni
sínum Bjössa og var hann henni
lífið sjálft, kærleikurinn til hans
var óendanlegur alla tíð. Þau
byggðu hús að Grænuhlíð 13 en
húsið fór undir hraun í gosinu.
Dúdda sá alla tíð mikið eftir fal-
lega húsinu sínu í Grænuhlíðinni.
Dúdda bjó áður í Vatnsdal þar
sem stórfjölskyldan bjó og minn-
ingarnar þaðan eru afar dýrmæt-
ar. Ég ber þær í hjarta mér þar
sem þær munu ylja mér um
ókomna tíð.
Dúdda var einstaklega barn-
góð. Hún náði svo sérstökum
tengslum við börnin. Hún passaði
mikið börn okkar systra. Eitt
skiptið fórum við hjónin í frí og
Þorsteinn, frumburður okkar
hjóna, fór í pössun til Dúddu og
Bjössa í nokkra daga. Hann var
þá nokkurra mánaða gamall.
Þegar við komum til baka vildi
hann ekkert með okkur hafa, vildi
bara vera hjá Dúddu. Hún samdi
sögur fyrir krakkana sem hún las
fyrir þá þegar hún var að passa.
Þær voru margar alveg dásam-
lega sniðugar og fyndnar. Eins og
sagan um snúðinn og vínarbrauð-
ið sem voru orðin leið á að hanga í
hillunni í bakaríinu og ákváðu að
strjúka eftir lokun. Ótrúlega
skemmtileg saga sem krakkarnir
gátu hlustað á aftur og aftur.
Dúddu þótti alltaf vænt um að fá
börn okkar systkina í heimsókn
til sín eftir að þau uxu úr grasi. Þá
fóru barnabörnin að koma og
henni fannst yndislegt að fá þau í
heimsókn. Hún spjallaði mikið
við litlu krakkana og spurði ung-
lingana, með stríðnisglotti, hvort
þeir væru trúlofaðir. Það var oft
þannig að hún talaði meira við
krakkana en þá fullorðnu því
henni fannst þeir svo einlægir og
skemmtilegir.
Ég vil þakka starfsfólki
Sjúkrahúss Vestmannaeyja inni-
lega fyrir kærleik og umhyggju í
garð systur minnar en hún lá þar
inni meira og minna síðastliðin
tvö ár. Hún sveif í burtu hægt og
hljótt umkringd ástvinum.
Mig langar að minnast á lækn-
inn, Berglindi Maríu Jóhanns-
dóttur, sem var hér við afleysing-
ar síðustu dagana er Dúdda lifði.
Hún var alveg frábær, hélt okkur
Bjössa vel upplýstum og sýndi
okkur mikla umhyggju. Þar er
manneskja sem er sannarlega á
réttri hillu í lífinu.
Hjartans vina mín, ég kveð þig
að sinni en við skulum hittast aft-
ur í Draumalandinu. Þín systir,
Hulda Sigurðardóttir.
Þá er hún Dúdda móðursystir
mín búin að kveðja, gengin á vit
feðranna. Hennar er sárt saknað
enda vandfundin jafn yndisleg og
skemmtileg manneskja. Í mínum
huga var hún nánast eins og
amma mín enda var ég oftar en
ekki hálfgerður heimalningur hjá
henni og Bjössa fyrstu æviárin í
Grænuhlíðinni í Eyjum og tengd-
ist þeim sterkum böndum. Þeim
hjónum varð ekki barna auðið en
þess í stað fengum við systkina-
börnin að njóta kærleika þeirra,
umhyggju og hlýju, síðan afkom-
endur okkar. Mínar fyrstu minn-
ingar sem barn eru einmitt úr
Vatnsdal og Grænuhlíðinni.
Dúdda rifjaði oftar en ekki upp
við börnin mín þegar hún var að
passa mig á sínum tíma og sagði
sögur af litla viðgerðarmanninum
sem fór með verkfæri og nesti út í
garð að gera við bílinn hans
Bjössa.
Sérstaklega minnist ég þess,
eftir eldgosið í Heimaey 1973,
þegar Dúdda og Bjössi bjuggu
enn í Hveragerði, að ég var send-
ur í pössun til þeirra, einn með
Herjólfi til Þorlákshafnar, líklega
átta ára. Þetta var mikil ævin-
týraferð. Hjá þeim eðalhjónum
dvaldi ég næstu vikurnar og átti
með þeim ógleymanlegar gleði-
stundir sem ylja mér enn um
hjartarætur.
Við Dúdda áttum eitt sameig-
inlegt áhugamál en það var fót-
bolti. Hún fylgdist vel með hvern-
ig systkinabörnunum gekk í
boltanum þótt ekki færu þau
Bjössi mikið á völlinn heldur
horfðu aðallega á sjónvarpið og
fannst síðar gaman að sjá syst-
ursoninn reglulega á skjánum á
sínum tíma í íþróttafréttunum og
lýsingum. Sérstaklega fylgdust
þau auðvitað með gengi ÍBV. En
síðustu árin tóku Dúdda og
Bjössi upp á því að skella sér á
Hásteinsvöll að fylgjast með
leikjum ÍBV. Glöddust þau mjög
þegar ættingjarnir fóru að leika
með meistaraflokki ÍBV. Þau
voru einnig áskrifendur að sport-
rásunum og fylgdust með enska
boltanum. Alltaf átti Dúdda sína
uppáhaldsleikmenn. Hin síðari ár
var það Frank Lampard, leik-
maður Chelsea, eða Lampi eins
og Dúdda kallaði hann alltaf á
sinn gamansama hátt.
Dúdda náði einstöku sambandi
við börn. Hún nálgaðist þau á
þeirra forsendum, með húmorinn
að vopni og eignaðist í þeim hvert
bein. Börn okkar Rósu elskuðu
Dúddu frænku sína. Við heim-
sóttum hana síðast í sumar og þá
lék hún á als oddi.
Í minningunni verður Dúdda
mín eins og Heimaey sem Ási í
Bæ orti um svo fagurlega forðum,
þar sem hún rís úr sumarsænum í
silkimjúkum blænum. Dúdda er
mín fagra Heimaey.
Blessuð sé minning þessarar
yndislegu móðursystur minnar.
Þorsteinn Gunnarsson.
Dúdda frænka, systir pabba,
er farin. Ég staldra við, minning-
in um Dúddu frænku er góð,
þægileg og skemmtileg. Þegar ég
kom með dætur mínar í heimsókn
til þeirra Dúddu og Bjössa, sagði
hún þeim oft sögur sem hún bjó
til sjálf og voru alveg einstakar,
spennandi og skemmtilegar.
Minnisstæð er sagan um snúðinn
sem vildi ekki vera í bakaríinu og
láta kaupa sig og borða. Hún
hafði unun af því að horfa á við-
brögðin hjá þeim við sögunum,
augun stóðu galopin og þær biðu
eftir því sem kæmi næst. Margar
góðar minningar á ég um Dúddu,
einkum þó fallega brosið hennar
og hláturinn. Alltaf sýndi Dúdda
mér hlýju og var notalegt að
heimsækja hana. Dúdda átti stað
í hjarta mínu sem ég sakna mikið.
Elsku Bjössi, þú hefur misst
mikið en minningin um Dúddu
mun lifa með okkur, við höldum
henni á lofti. Guð blessi Dúddu
okkar.
Svanhvít.
Elskuleg móðursystir mín og
eftirlætisfrænka Ásta Hildur
Sigurðardóttir, eða Dúdda eins
og hún var alltaf kölluð, er látin
og langar mig að minnast hennar
hér í örfáum orðum.
Dúdda og eiginmaðurinn
hennar, Bjössi, pössuðu okkur
systkinin mikið í æsku og það var
gott að vera hjá þeim því Dúdda
var afar lagin við börn. Hún lagði
sig fram við að hafa ofan af fyrir
okkur og fannst ekkert skemmti-
legra en að segja okkur sögur.
Sumar sögur samdi hún sjálf og
las fyrir okkur. Þær voru margar
hverjar frábærar og var hún
Dúdda mín án efa efni í frábæran
barnabókarithöfund. Þá sagði
hún okkur sögur af sér og Bjössa
sem hún skreytti gjarnan og ekki
má gleyma flökkusögunum henn-
ar sem áttu að hafa forvarnargildi
fyrir okkur. Hún kenndi okkur að
leggja kapal en fyrst þurftum við
að heyra söguna á bakvið hann
sem var auðvitað hádramatísk.
Það var margt sem hún Dúdda
mín brallaði með okkur og það er
gott að eiga góðar æskuminning-
ar um yndislega konu sem vildi
allt fyrir okkur gera.
Heimsóknir til Dúddu og
Bjössa hafa verið reglulegar eftir
að við systkinin slitum barns-
skónum og þótti Dúddu ávallt
vænt um að fá mig og fjölskyldu
mína í heimsókn. Hún sýndi
börnunum mínum mikla athygli,
spjallaði við þau og stríddi þeim
góðlátlega líka. Hún var alltaf
boðin og búin að passa þau ef á
þurfti að halda og það var gott að
eiga hana að. Hundinn okkar,
hann Labba, tók hún iðulega í
fangið og kreisti hann og knúsaði.
Talaði blíðlega við hann og læddi
að honum hnossgæti. Hún var
mikill dýravinur og dýrin hænd-
ust strax að henni.
Dúdda var róleg kona og hóf-
lát. Oft var þröngt í búi á upp-
vaxtarárum hennar í Vatnsdal og
það hefur kennt henni nægjusemi
og að fara vel með sitt. Hún hugs-
aði vandlega um það sem hún átti,
henti aldrei neinu og eyddi ekki
peningum í óþarfa. Hún þurfti
ekki að eignast nýjustu græjurn-
ar, nýtísku húsgögn eða fatnað
sem þótti móðins hverju sinni.
Hún var sjálfstæð og leiddi lífs-
gæðakapphlaupið, sem er að gera
út af við flesta, algjörlega hjá sér.
Það fannst mér alltaf aðdáunar-
vert í hennar fari.
Dúdda lifði rósemdarlífi með
Bjössa sínum sem var hennar
stoð og stytta í lífinu. Henni þótti
óendanlega vænt um hann.
Stundum þegar hann heyrði ekki
til benti hún á hann og hvíslaði:
„Sjáðu hvað hann er sætur, hann
er eins og kvikmyndastjarna.“
Henni leið best heima með
Bjössa. Þar gat hún verið í róleg-
heitum og sinnt sínum hugðar-
efnum. Henni þótti gaman að
knattspyrnu. Chelsea var uppá-
haldsliðið hennar í enska boltan-
um. Ástæðuna sagði hún vera þá
að Frank Lampard væri svo sæt-
ur en líklega hefur annað og
meira spilað þar inn í.
Síðustu tvö árin var Dúdda
töluvert lasin og þurfti ítrekað að
leggjast inn á spítala. Í byrjun
nóvember urðu veikindi Dúddu
alvarleg og ljóst var að hverju
stefndi. Ég hafði tök á að fara til
Eyja til að kveðja elskulega
frænku mína og segja henni hvað
mér þætti vænt um hana. Fyrir
það er ég óendanlega þakklát.
Elsku Bjössi og mamma. Miss-
ir ykkar er mikill og megi guð
styrkja ykkur í sorginni.
Drífa Gunnarsdóttir.
Elsku Dúdda, nú ertu farin frá
okkur. Þú þarft ekki að kveljast
lengur, nú færðu að hvíla þig í
faðmi ástvina þinna sem fóru á
undan þér. Þú fékkst að lifa löngu
og góðu lífi með Bjössa þínum en
auðvitað hefðum við viljað hafa
þig lengur hjá okkur, þú varst
með svo einstaklega fallega og
góða sál að maður varð betri
manneskja bara af því að vera í
návist þinni.
Mig langar að þakka þér fyrir
svo margt en fyrst og fremst fyrir
að vera alltaf svo góð við mig. Þú
lést mér alltaf líða svo vel í hvert
skipti sem ég hitti þig og hugs-
aðir alltaf svo vel um mig. Þú
hafðir hjarta úr skíragulli sem
var stútfullt af gæsku og ást, þú
hafðir alltaf bros og faðmlag að
gefa, gast alltaf séð húmorinn í
öllu og hlóst svo dátt að jafnvel lé-
legustu bröndurum sem ég gat
skáldað upp.
Þú máttir ekki sjá neitt aumt
og elskaðir dýr, svo mikið að þú
áttir erfitt með að eiga þau því
þau þurftu á endanum að deyja.
Ég skildi þig. Það áttum við sam-
eiginlegt, að elska dýrin. Það var
aldrei leiðinlegt að fara í pössun
til þín þegar ég var lítil, stundum
voru aðrir krakkar í pössun,
frænkur og frændur, og þú opn-
aðir alltaf heimilið upp á gátt fyr-
ir okkur og vildir allt fyrir okkur
gera til að við hefðum það sem
best hjá þér. Þú áttir það til að
stríða okkur góðlátlega með
húmorinn í fyrirrúmi og þær
stundir sem við hlógum saman
mun ég alltaf geyma á góðum
stað í mínu hjarta. Stundum
hlustuðum við á útvarpsleikrit
saman og ég var orðin svo spennt
að ég hlustaði heima líka og
hlakkaði alltaf til að hitta þig til
að geta talað um hvað væri að
gerast í leikritinu. Þegar ég varð
eldri hætti ég að fara í pössun til
þín og fór frekar að koma í heim-
sókn með mömmu, það var ekki
síður gaman, stundum horfðum
við á Leiðarljós saman og það
voru ófá símtölin þar sem við gát-
um rætt fram og til baka um ástir
og örlög allra í sápunni okkar.
Elsku Dúdda, ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa átt þig að, þú ert
vonandi komin á betri stað þar
sem við hittumst aftur síðar meir
þegar minn tími kemur. Þangað
til segi ég bless og ég elska þig.
Inga Rós Gunnarsdóttir.
Ásta Hildur
Sigurðardóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR
Hjúkrunarheimilinu Ísafold,
áður til heimilis að Grænatúni 20,
Kópavogi,
lést þriðjudaginn 4. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 17. nóvember kl. 15.00.
Pétur Ásbjörnsson, Lára Borg Ásmundsdóttir,
Guðlaug Ásbjörnsdóttir, Birgir Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BJÖRG SIGÞRÚÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Bogga
áður til heimilis að
Norðurbraut 15,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn
9. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði þriðjudaginn 18. nóvember kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Björk Guðjónsdóttir, Jón Hallur Jóhannsson,
Lovísa Guðjónsdóttir, Tony Afzal,
Kjartan Ágúst Guðjónsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Signý Elínbjörg Guðjónsdóttir, Bud Leffler,
Sigurlín Guðjónsdóttir,
Guðný Guðjónsdóttir, Jón Hjaltason,
Guðjón Guðjónsson,
barnabörn og langömmubörn.®
✝
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
GUÐBJÖRG HALLVARÐSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
þriðjudaginn 11. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 21. nóvember kl. 13.00.
Sólveig Magnea Jónsdóttir,
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SAMÚEL A. ANDRÉSSON,
bátasmiður og kafari,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítala,
Landakoti að kvöldi fimmtudagsins
13. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Bergþóra Ásgeirsdóttir,
Sigurður Á. Samúelsson, Rósa Hansen,
Davíð Samúelsson, Kristján Andri Stefánsson,
Ragnheiður Samúelsdóttir,
Anna Berg Samúelsdóttir, Stefán Hrafnkelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR KRISTINSDÓTTIR,
Malmø, Svíþjóð,
lést þriðjudaginn 11. nóvember.
Útförin fer fram mánudaginn 24. nóvember
frá Vestre Skrävlinge-kirkju í Malmø.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ásgeir Sigurbergsson.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
STOFNUÐ 1996
STOFNUÐ 1996