Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 ✝ Jón ÞorgrímurSteingrímsson fæddist á Barða- strönd 7. febrúar 1947. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 11. nóvember 2014. Foreldrar hans voru hjónin Stein- grímur Hannes Friðlaugsson bóndi, f. 22. nóvember 1912, d. 15. september 1998, og Dagný Þorgrímsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1920, d. 24. júní 2003. Systkini hans voru Unn- ur Breiðfjörð Guðmundsdóttir, f. 7. september 1941, Edda, f. 21. apríl 1943, Friðlaugur, f. 24. febrúar 1949, d. 8. mars 1966, Hörður, f. 11. ágúst 1953, og Jóhann Ólafur, f. 29. nóvember 1963. Jón kvæntist Iðunni Angelu Andrésdóttur árið 1977 en þau slitu samvistir árið 1979. Son- ur þeirra er Andrés, f. 22. des- ínu Halldóru Friðriksdóttur, f. 22. október 1972, sonur þeirra er Hrólfur, f. 11. nóvember 1996. Synir Jóns og Hugljúfar eru: Friðlaugur, f. 6. desember 1981, kvæntur Auði Alexand- ersdóttur, f. 4. desember 1986, synir þeirra eru Björgvin Ern- ir, f. 29. janúar 2010, og Eyþór Valur, f. 29. janúar 2010; Steingrímur, f. 1. apríl 1985; Unnþór, f. 28. júlí 1986, maki hans er Viktoría Guðmunds- dóttir, f. 17. maí 1987. Jón ólst upp í Ytri-Miðhlíð á Barðaströnd en mestan hluta ævi sinnar bjó hann á Ísafirði. Hann lauk stýrimannsprófi 1974 frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann var stýri- maður og skipstjóri á fiski- og rækjutogurum, m.a. Guðbjarti ÍS-16, Hafþóri RE-40 og fjöl- mörgum farsælum skipum, nú síðast á Ísbirni ÍS-304. Helstu áhugamál Jóns voru smíðar og krossgátugerð en eftir hann liggja á annað þús- und birtar krossgátur. Einnig var hann mjög áhugasamur um alls kyns heilabrot og þrautir. Útför Jóns fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 15. nóv- ember 2014, kl. 11. ember 1977. Hinn 31. desem- ber 1982 giftist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Hugljúfu Ólafs- dóttur, f. 1. apríl 1950. Foreldrar hennar voru Ólaf- ur Halldórsson, f. 16. júlí 1929, d. 19. júní 1999, og Sess- elja Ásgeirsdóttir, f. 28. júlí 1932, d. 31. janúar 1993. Synir Hugljúfar af fyrra hjónabandi eru: Ásgeir Bjarni Ingólfsson, f. 23. ágúst 1969, kvæntur Maríu Dröfn Erlends- dóttur, f. 27. september 1971, börn þeirra eru Alexandra Þöll, f. 4. október 1990, gift Christoffer Berglund, f. 5. des- ember 1988, börn þeirra eru Cassandra, f. 8. október 2008, og Baldur, f. 21. janúar 2012; Ingólfur Arnar, f. 7. febrúar 1993, og Aron Snær, f. 5. júlí 1997; Ólafur Arnar Ingólfsson, f. 3. október 1970, kvæntur El- Ég held ég hafi eytt meiripart ævi minnar í að reyna að skilja þig pabbi minn. Alltaf svo ljúfur en um leið seigur. Alltaf yfirvegaður óháð aðstæðum. Iðinn öllum stundum og hugsaðir alltaf allt til enda. Þú varst yfirleitt fremur fámáll sem svo olli því að þegar þú sagðir eitthvað þá hlustaði ég – og hélt niðri í mér andanum á meðan. Ég ímynda mér að það hafi verið þessi dulúðarsveipur sem fékk mig til að efast um að ég skildi þig. Ann- aðhvort það eða sú staðreynd að þú varst ekki oft heima enda mikið á sjónum. En í dag hef ég áttað mig á því að ég þekkti þig alltaf – og skildi þig alltaf. Kannski vegna þess að við erum líkir að mörgu leyti. Eða bara vegna þess að þú komst sannarlega til dyranna eins og þú varst klæddur. Ég heyrði þig aldrei tala illa um nokkra manneskju – ekki einu sinni þótt einhver ætti það skilið. Ég minnist góðu stundanna okkar saman við iðju sem við höfð- um báðir gaman af. Til dæmis þegar þú kenndir mér að tefla og við fórum að tefla mikið þegar við áttum lausa stund. Ég lá yfir skák- bókum í fleiri mánuði, lagði á minnið byrjunarleiki og æfði brögð. En þú hafðir alltaf yfir- höndina. Þó hafðist það loksins að sigra þig einu sinni – mörgum ár- um seinna. En þegar upp var stað- ið voru það auðvitað stundirnar sem við áttum saman við taflborð- ið sem voru stærsti sigurinn í mín- um huga. Þú kenndir mér að leysa Rubikstening og reyndir meira að segja að fara með mér í gegnum það hvernig þú gerðir það blind- andi. En í dag glími ég við þig í öðru- vísi hugaríþrótt þegar ég gríp í eina af krossgátunum þínum og nýt þess í hvert skipti sem ég fæ gjörsamlega nóg, hendi frá mér gátunni og segi: „Þetta er ekki hægt!“ Pabbi minn, ég sakna þín. Njóttu þín á skútunni, skipstjóri. Ekki borða yfir þig af pönnukök- unum. Þinn sonur, Friðlaugur Jónsson. Elsku tengdapabbi. Yfirvegaðri og ljúfari mann er vart hægt að finna. Þú tókst okkur hverri og einni opnum örmum þegar við komum inn í fjölskylduna, með þínu stóra hjarta og þínum hlýja faðmi. Við munum minnast þín fyrir góðmennskuna, þolinmæð- ina, laumubrosið, stóru hlýju hendurnar þínar, dugnaðinn og það að þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Ó, hve sæll er sá, er treysti sínum Guði hverja tíð, hann á bjargi hús sitt reisti, hræðist ekki veðrin stríð. Hann í allri segir sorg: Sjálfur Drottinn mín er borg, Náð og fullting hans mig hugga, hans ég bý í verndar skugga. Í það skjól vér flýjum, faðir, fyrst oss þangað boðið er, veginn áfram göngum glaðir, glaðir, því vér treystum þér. Ein er vonin allra best, á þér sjálfum byggð og fest, að þú sleppir engu sinni af oss kærleikshendi þinni. (Björn Halldórsson) Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, við söknum þín mikið. Við munum passa upp á strákana þína. Þínar tengdadætur, María Dröfn, Elín, Auður og Viktoría. Kæri bróðir, það er sárt að þurfa að kveðja þig núna, við sem reiknuðum alltaf með að eiga eftir margar ánægjustundir með þér á komandi árum. Trúðum því líka að þú mundir sigrast á sjúkdómnum sem herjaði á þig. En við þökkum líka fyrir allar ánægjustundirnar með þér, þökkum fyrir að hafa átt þig fyrir bróður. Þú varst alltaf svo jákvæður og duglegur, sama hvað manni datt í hug að gera þú varst boðinn og búinn að koma hlutunum í framkvæmd. Það er margs að minnast frá liðnum tíma. Þú vildir endilega verða sterkur og varst sem barn tilbúinn að drekka fíflamjólk til þess, svo keyptirðu þér bók með æfingum svo þú gætir æft. Og þú varst sterkur, ekki bara líkamlega held- ur einnig andlega, og tókst alltaf með jafnaðargeði öllum erfiðleik- um sem þú mættir í lífinu, líka núna. En þú varst heldur ekki allt- af einn, þú hittir Hugljúfu, hún er bæði sterk og dugleg og saman tókust þið á við lífið í gleði og raun- um. Þú þóttir oft seinn til svars ef þú varst spurður, enda alltaf að glíma við einhver úrlausnarefni. Þegar töfrateningurinn kom var það eitthvað sem þurfti að leysa en það var heldur ekki nóg fyrir þig. Þeir eru örugglega ekki margir leyst hafa töfrateninginn með bundið fyrir augu. En nú ertu farinn og Friðlaug- ur eflaust búinn að taka á móti þér, þið voruð alltaf svo samrýndir að það hafa orðið fagnaðarfundir. Við vottum Hugljúfu, öllum strákunum og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Unnur, Edda, Hörður og Jóhann. Elsku afi ljón, þú ert bestur. Það var svo gaman að hafa þig. Það var svo gaman í skrýtna bíln- um með þér og ömmu þegar við fórum í útilegu í Grindavík með öllum leiktækjunum. Það var svo gaman að spila með þér veiði- mann. Það var svo gott að kúra hjá þér og horfa á barnatímann. Þú varst bestur í að smíða – okkur langar svo mikið að þú gætir gert fyrir okkur tréhús. Það væri svo gaman ef þú værir hérna ennþá hjá okkur í ömmu og afa húsi. Þú ert æðislegur. Við elskum þig og við söknum þín mikið. Þínir afastrákar, Björgvin Ernir og Eyþór Valur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Takk fyrir allt elsku afi. Alexandra og fjölskylda. Í dag kveðjum við góðan vin og samstarfsfélaga, Jón Steingríms- son. Leiðir okkar lágu saman frá árinu 2007 er Jón tók við skip- stjórn á Gunnbirni og síðar Ís- birni, sem hann var með allt þar til veikindin knúðu dyra seint á síð- asta ári. Jón á sér langa farsæla sögu í rækjuveiðum og er einn af máttarstólpunum í sögu úthafs- rækjuveiða á Íslandi. Jón var einstakur maður og átti skilyrðislausa virðingu allra sem með honum störfuðu, hvort sem það voru undirmenn eða yfir- menn, til sjós eða lands. Hagleiks- maður var hann mikill bæði á net og tré. Oft kom fyrir eftir stopp í landi að Jón kom með um borð smíðagrip, hillu eða borð, til að bæta umhverfi sitt. Í tækjum og tölvum var Jón á heimavelli, skák- aði þar sér mun yngri mönnum, í rækjuflotanum er aflaskráningar- kerfi sem hann hannaði notað af flestum skipum. Í trollvinnu var hann afkastamikill þótt aldrei væri bægslagangurinn. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Í dag eigum við minningar um góðan félaga og fallega sál sem við hefðum kosið að njóta lengur. Hugljúfu og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur Guðbjartur Jónsson, Kristján Halldórsson, Jón Kristinn, Þórarinn Jóhannesson og Jón Ólafur Halldórsson. Jón Þorgrímur Steingrímsson Góður félagi og vinur er fallinn frá, langt um aldur fram, Sigurður Baldursson læknir, ávallt kallaður Siggi. Við kynnt- umst snemma árs 1988 og höfum síðan verið mestu mátar. Siggi var vinsæll maður, hvers manns hugljúfi, rólegur, yfirvegaður og einstaklega hjálpfús. Hann starf- aði við heilsugæslu víða um land og var alls staðar mjög vinsæll hjá sjúklingum sínum. Eins og margir kollegar hans, fór hann að vinna erlendis síðustu árin. Var hann fyrst í Noregi og síðan í Svíþjóð, þar sem hann lést, mjög óvænt. Við Siggi sátum gjarnan lang- tímum saman og krufðum hin ýmsu mál til mergjar, oftast á einu máli um flest. Við áttum ým- islegt sameiginlegt, ekki síst bíladelluna sem átti hug okkar beggja. Vorum miklir jeppakarl- ar og ferðuðumst mikið saman. Eignuðumst líka húsbíla og eig- Sigurður Baldursson ✝ Sigurður Bald-ursson fæddist 30. september 1952. Hann lést 20. október 2014. Útför Sigurðar fór fram 7. nóvember 2014. um margar skemmtilegar minn- ingar úr þeim ferð- um, með okkar góðu konum. Svo voru það Ameríkuferð- irnar; gleymum aldrei þegar þið Jó- hanna heimsóttuð okkur í San Diego um árið. Þá fórum við saman til Ti- juana í Mexíkó. Þú, sem máttir ekkert aumt sjá, varst kominn með halarófu af sölufólki á eftir þér, þar sem þú hafðir vorkennt einum þeirra og keypt eitthvað af honum. Seinna fórum við svo aftur öll saman í skemmtilega ferð til Sarasota í Flórída. Þau Jóhanna eiga fjögur myndarleg, vel menntuð, upp- komin börn. Við Ingrid eigum margar góðar minningar frá hin- um ýmsu tímamótum í lífi þeirra; útskriftum, afmælum og brúð- kaupum svo eitthvað sé nefnt.Við Ingrid sendum Jóhönnu, sér- staklega, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Takk fyrir allt. Þú varst einn af okkar fjölskyldu, þín er sárt saknað. Óttarr Halldórsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR BJÖRNSSONAR verkfræðings. . Greta Håkansson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Atle Vivås, Bergljót Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Sverrir Sveinn Sigurðarson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra og yndislega MÁS ADOLFSSONAR, Heiðvangi 8, Hellu. Sérstakar þakkir fær sönghópurinn Öðlingar fyrir frábæran söng. . Guðrún Magnúsdóttir, Steinn Másson, Helga Dagrún Helgadóttir, Magnús Ingi Másson, Ingunn Bjarnadóttir, Ingibjörg Jónína, Helga Þóra og María Ósk Steinsdætur, Kristófer Jens Brynjólfsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HREFNU BJARNADÓTTUR, Skúlagötu 20, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 7-B fyrir góða umönnun. . Þorgerður Ellen Guðmundsdóttir, Guðmunda Björg Jóhannsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Jóhanna Lára Jóhannsdóttir, Halldór Ingi Karlsson, Kolbrún Jóhannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐLAUGS HELGA KARLSSONAR, loftskeytamanns og fyrrv. símafulltrúa, Siglufirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar fyrir einstaka umönnun og hlýju í garð Gulla. Guð blessi ykkur öll. . Magðalena Sigríður Hallsdóttir Guðný Sigríður Guðlaugsdóttir Ómar Einarsson Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir Kristján S. Sigmundsson Karl Guðlaugsson Kristjana Sæberg Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir Nils Gústavsson afabörn og langafabörn. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.