Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 51

Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænar gjörð, vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akur breiður, blessun skaparans. (BÁ.) Genginn er á vit feðra sinna bóndinn og fræðimaðurinn Þor- steinn Geirsson á Reyðará. Þor- steinn var bóndi á Reyðará í Lóni um margra áratuga skeið. Hann var góður bóndi, mikill sauðfjár- ræktarmaður og ræktaði tún sín vel. Búið var afurðagott og hann var oft fyrstur að hefja slátt. Þorsteinn var mikill félags- málamaður, sat í fjölmörgum nefndum og stjórnum. Hann var forystumaður í sinni sveit. Alls staðar þar sem hann kom að verki var hlutunum fylgt eftir af festu, dugnaði og mikilli nákvæmni. Ég ætla að minnast fyrst og fremst starfa hans fyrir Búnaðar- samband Austur-Skaftfellinga. Þorsteinn sat í stjórn sambands- ins frá 1962-1986 og var gjaldkeri allan þann tíma. Á þessum árum átti sér stað mikil uppbygging í sveitum sýsl- unnar, bændur brutu land til ræktunnar, byggð voru útihús víða og hagur sveitanna vænkað- ist. Þorsteinn Geirsson ✝ ÞorsteinnGeirsson fædd- ist 8. apríl 1926. Hann lést 24. októ- ber 2014. Útför Þorsteins var gerð 8. nóvember 2014. Það var því tals- vert um að vera á vettvangi Búnaðar- sambandsins sem stofnað var 1951. Reyndi þá mikið á stjórnarmenn þess og Þorsteinn á Reyðará vann af mikilli eljusemi og fórnfýsi að þeim framfaramálum sem Búnaðarsam- bandið hafði forystu um. Fyrir utan öll hefðbundin verkefni Búnaðarsambandsins tók það einnig að sér að taka á móti fólki í bændaferðum úr öðrum héruð- um, útvega gistingu á bæjunum og sjá um leiðsögn um sýsluna. Í einni slíkri ferð var ung kona, Vigdís Guðbrandsdóttir frá Hey- dalsá í Strandasýslu. Hún varð síðar eiginkona Þorsteins. Þau unnu ötullega að uppbyggingu á Reyðará og voru ákaflega sam- stiga í búskapnum, þá stóð hún eins og klettur við hlið hans í þeim félagsmálum sem hann tók að sér. Árið 1976 gaf Elías Jónsson bóndi á Rauðabergi jörð sína til Búnaðarsambandsins. Þetta var mikil gjöf og árið 1979 var hafist handa við að byggja starfs- mannaaðstöðu á Rauðabergi, auk íbúðarhúss. Búnaðarsambandið átti fjármuni til að hefja fram- kvæmdir en fljótt kom í ljós að þeir dygðu skammt. Á þessum tíma ríkti gríðarleg verðbólga, u.þ.b 40% á ári og ljóst var að þau lán sem tekin voru hækkuðu óbærilega. Stjórn Búnaðarsambandsins stóð frammi fyrir miklum vanda þar sem tekjur þess dugðu engan veginn, þær hækkuðu ekkert í líkingu við lánin. Með gríðarlegum dugnaði og samstöðu tókst að fjármagna framkvæmdir, ég held að á engan sé hallað þó fullyrt sé að Þor- steinn á Reyðará hafi átt stærst- an þátt í því. Sjö árum eftir að framkvæmdir hófust, eða 15. nóv- ember 1986, borgaði hann upp síðasta lánið vegna uppbyggingar á Rauðabergi. Með þessu þrek- virki lauk Þorsteinn á Reyðará farsælu starfi sínu sem gjaldkeri Búnaðarsambands Austur-Skaft- fellinga. Ég vil fyrir hönd Búnaðarsam- bands Austur-Skaftfellinga þakka Þorsteini Geirssyni allt það ómælda starf er hann innti af hendi fyrir bændur. Ég færi Guð- brandi, Geir, Gunnari og fjöl- skyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur. Eiríkur Egilsson, Seljavöllum. „Manstu þegar þú komst fyrst til okkar í sveitina 26. maí 1966? Það var fimmtudagur og það rigndi fram eftir degi en stytti upp um kvöldið.“ Einhvern veg- inn svona spurði Steini mig þegar ég heimsótti hann og Dísu á Reyðará einn sumardag nær 30 árum síðar. Þetta kom mér reyndar ekkert á óvart því að Steini var með minnugri mönnum sem ég hef á ævinni kynnst. Ég átti því láni að fagna að vera viðloðandi Reyðará í mörg ár, fyrst í þessum hefðbundna „sendur í sveit“ sumarpakka sem flest borgarbörn kynntust á þess- um árum og síðar sem vinnumað- ur hluta af sumri í nokkur ár á eftir. Steini og Dísa voru nýgift þegar ég kom fyrsta sumarið og Geir, elsti sonur þeirra rétt orð- inn eins árs. Gunnar Bragi kom síðan í heiminn seinna um sum- arið. Það var því mikið fjör og mikið gaman á Reyðará á þessum tíma. Þorsteinn var mikill hugsuður, forvitinn og nýjungagjarn en þessir eiginleikar endurspegluð- ust í hvernig hann nálgaðist bú- skapinn. Hann pældi mikið í hvernig best væri að haga fóðurgjöf til að hámarka dilkaþunga sláturfjár, með þeim árangri að hann var ávallt í fremstu röð á landsvísu á því sviði. Hann var einnig opinn fyrir því að nýta sér tæknifram- farir í landbúnaði en í því sam- bandi gleymi ég seint sumrinu þegar fyrsta heybindivélin var tekin í notkun og heyhirðingin hvorki gekk né rak vegna sí- felldra bilana tækniundursins. Þorsteinn tók að sér fjölmörg trúnaðarstörf fyrir bændasam- tökin og oddviti sveitarinnar var hann til margra ára. Hann var ráðagóður og hjálp- samur þegar leitað var til hans og meðal tíðra gesta þegar ég dvaldi á Reyðará voru m.a. Egill heitinn Jónsson frá Seljavöllum og Ás- grímur heitinn Halldórsson, fyrr- verandi kaupfélagsstjóri og út- gerðarmaður. Það fór ekki á milli mála að þeir báru mikla virðingu fyrir Þorsteini. Fræðistörf áttu hug Þorsteins þegar tími gafst til frá bústörfum og árangur þeirrar vinnu má m.a. finna í fjórum bókum hans um fólkið í sveitinni. Þorsteinn er nú laus úr viðjum þess sjúkdóms sem hefur hindrað hann í langan tíma að geta tjáð sig við umheiminn og fagnar hann vonandi núna endurfundum við sína heittelskuðu Dísu. Ég votta Geir, Gunnari Braga, Guðbrandi og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Sverrir Sverrisson. Síðastliðna daga hefur hugurinn reikað aftur í tím- ann, til áranna sem barn og unglingur á Akureyri. Þar leikur Magga stórt hlutverk. Á Eyrarveginum hjá ömmu Soffíu og afa Frímanni, þar sem við frændsystkinin eyddum miklum tíma, var Magga dagleg- ur gestur hjá tengdaforeldrum sínum. Hún var ömmu minni og afa ómetanlegur stuðningur alla tíð. Og Vestursíðan, heimili Möggu og Grettis, stóð alltaf öllum opin og þangað var gott að koma. Á menntaskólaárunum var ég þar sem eitt af þeirra börnum, því mín fjölskylda var erlendis. Magga var ein sú ósérhlífnasta manneskja sem ég hef kynnst. Það var ekki til það sem hún gerði ekki fyrir aðra, alltaf til í að hjálpa og veita stuðning. Og hún var ekki lengi að því. Því það sem hún gerði, gerði hún oftast hratt. Hún vélritaði hraðar en ég hef séð nokkurn gera, prjónaði á ógnarhraða lopapeysur og margt fleira, saumaði á okkur frænk- urnar 17. júní dress svo fátt eitt sé nefnt. Ekkert slór eða hangs. Hún útvegaði mér líka fyrstu sumar- vinnuna mína, í frystihúsi ÚA þegar ég var 14 ára. En erfitt var að borga Möggu greiðann, því hún átti mun auðveldara með að gefa en þiggja. Eftir að ég flutti frá Akureyri hitti ég Möggu og Gretti sjaldnar. Þó gat ég alltaf treyst því að heyra Margrét Valgerður Þórðardóttir ✝ Margrét Val-gerður Þórðar- dóttir fæddist 9. maí 1952. Hún lést 29. október 2014. Útför Margrétar fór fram 10. nóv- ember 2014. frá henni að minnsta kosti einu sinni á ári, því hún klikkaði ekki á að hringja í mig á af- mælisdaginn minn. Þannig var Magga, pottþétt. Ég þakka Möggu fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig. Ég er heppin að hafa fengið að kynnast henni. Minningarnar geymi ég áfram. Hennar nán- ustu, Gretti móðurbróður mín- um, þeim Hauki, Axel, Jennýju og þeirra fjölskyldum sendi ég styrk og samúðarkveðjur á þess- um erfiða tíma. Eva Jónasdóttir. Er haustsins byljir höstum, köldum róm harðan fella lífsins skapadóm, fölna lauf og blikna grösin græn, sem geislum sólar forðum undu væn, þá vil ég klökkur leggja lítið blóm á leiði þitt með þökk og fyrirbæn. (Sverrir Pálsson) Blessuð sé minning þín, elsku vinkona. Elsku Grettir og fjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna og Arngrímur. Ég man ekki eftir mér án Möggu í lífi mínu. Við vorum ekki nema 3-4 ára þegar við kynntumst fyrst í Munkanum og hélst sú vinátta fram á síðasta dag. Þegar ég veiktist um 7 ára ald- ur var ég rúmliggjandi í rúmt ár. Enginn mátti koma í heimsókn vegna smithættu, nema Magga. Hún var hjá mér hvern einasta dag og hélt mér félagsskap sem sýndi vel hennar trygglyndi og þá manngæsku sem hún bjó yfir. Síðan þá hefur alltaf verið litið á hana sem hluta af okkar fjöl- skyldu. Við brölluðum ýmislegt mis- gott og gáfulegt í gegnum tíðina. Er mér minnisstætt þegar við ætluðum að verða brúnar og sæt- ar fyrir ball sem við vorum að fara á um kvöldið en enduðum í staðinn á bráðamóttökunni með annars stigs bruna í andlitinu eftir ónýtan ljósalampa. Við byrjuðum að æfa körfu- bolta hjá Einari Bolla og unnum það afrek að verða fyrstu Ís- landsmeistarar kvenna í körfu- bolta. Við ákváðum að láta þar við sitja og hættum á toppnum og höfum oft hlegið að því hvern- ig það hafi verið að horfa á okkur troða í körfuna! Prjónaskapur og handavinna lá alltaf vel fyrir Möggu og var hún ekki nema 11 ára þegar hún prjónaði fyrstu peysuna á sig, ég man að hún var útprjónuð blá með hvítu munstri. Síðan eru óteljandi þær flíkur sem hún hef- ur framleitt á vini og ættingja. Hún átti erfitt með að sitja að- gerðalaus og var alltaf tilbúin að hjálpa til sama á hvaða sviði það var. Magga var heppin í einkalíf- inu, kynntist Gretti sínum ung og eignaðist þá sína aðra fjölskyldu sem reyndist henni mjög vel. Þau eignuðust notalegt heimili ásamt börnum sínum þremur og voru iðin við að halda matarboð. Eðlilega skildu leiðir okkar um tíma, þegar Magga stofnaði fjölskyldu og ég flutti suður en alltaf héldum við sambandinu. Þegar ég flutti til baka heim til Akureyrar 1985 tókum við aftur upp okkar góða samband og makar okkar áttu vel saman. Þá varð meðal annars badminton- félagið Þrusurnar til. Sá klúbbur stóð svo sannarlega undir nafni þar sem tilþrifin hjá Möggu voru svo mikil að hún fótbrotnaði á einni æfingunni. Öðru hvoru þurfti badminton- klúbburinn að smakka bruggið hennar Möggu og æfa söng í leið- inni, Gretti til lítillar ánægju sem mæta þurfti í vinnu snemma dag- inn eftir. Við Magga fórum einnig sam- an á golfnámskeið, hún heillaðist alveg og varð það hennar helsta áhugamál á seinni árum. Lengst af starfaði Magga á skrifstofu ÚA ásamt föður mín- um og minntist hann oft á hversu góður og duglegur starfskraftur hún væri. Sá dugnaður og kraftur var til staðar allt til loka, þegar hún tókst á við sitt síðasta og jafn- framt erfiðasta verkefni, langt gengið lungnakrabbamein sem hún greindist með seinnipartinn í sept 2014. Áður hafði hún náð að sigrast á hvítblæði sem greindist hjá henni 2006 og fannst öllum að það hefði verið nóg á hana lagt. Möggu verður sárt saknað. Elsku Grettir, Haukur, Axel, Jenný og fjölskyldur. Við Höddi sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Takk fyrir samfylgdina og allt þitt elsku Magga. Þín vinkona, Sólveig Gísladóttir (Systa). Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Margrét æskuvinkona mín hefur alltaf verið með mér í huga og skilið án orða. Ég kynntist henni í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar 1967, þegar ég var nýflutt úr sveit, feimin og þekkti enga. Flestar stelpurnar áttu „bestu vinkonu“ og hún líka. Samt sem áður bauð hún mér að slást í hóp vinkvenna sinna, sem var mér ómetanlegt. Tilveran breyttist um hæl. 15 ára vinkonur segja hvor annarri frá öllu, haldast í hendur, hringja daglega og klæða sig jafnvel eins. Við vild- um líkjast hvor annarri, en samt vera sjálfstæðar. Á þessum tíma dreymdi okkur um draumaprins- inn, verðandi fjölskyldu og eigið starf. Við brölluðum líka margt saman til að uppgötva heiminn og okkur sjálfar. Margrét stóð svo sannarlega við það, sem hún ætlaði sér. Hún giftist ung efni- legu æskuástinni sinni. Grettir og hún unnu samhent hörðum höndum við að koma upp börnum sínum þremur og árangurinn er glæsileg og vel gefin börn og barnabörn. Við lærðum saman á bíl 17 ára gamlar. Móðir hennar taldi það sjálfsagt, en ég átti föður sem var á annarri skoðun hvað stúlk- ur varðar. Við unnum harða bar- áttu saman. Eftir námið leigðum við bíl ökukennarans og keyrðum austur fyrir fjall til að heimsækja Gretti. Skólabræður okkar og vinir stofnuðu Bravóbítlana á Akur- eyri á sínum tíma. Þeir halda tónleika enn í dag okkur til mik- illar gleði. Í fyrra spiluðu þeir á Græna hattinum. Þá sátum við Margrét enn og aftur á fremsta bekk og lifðum í augnablikinu. Í seinni tíð fórum við báðar að spila golf. Golfmótin 52 með ár- ganginum okkar voru hápunktur sumarsins. Hún var raunveru- legur golfspilari, róleg og töff á vellinum, sem ekki allir geta. Þau orð, sem koma upp í huga mér á þessari stundu eru mörg. Margrét var hugrökk, viljasterk, rausnarleg, gestrisin, hæfilega forvitin og ósérhlífin. Aðrir komu alltaf á undan henni. Hún var í mínum huga einstök stúlka, sem alltaf sá möguleikana og vissi hvaða stefnu skyldi taka; aldrei efins. Hjá henni hef ég líka fengið þann besta íslenska heimilismat sem til er. Margrét var mikil prjónakona. Ég hef dáðst að því starfi sem hún vann á því sviði. Hún var músíkölsk og spilaði á bæði gítar og píanó fyrir utan sönginn okk- ar. Ég hef verið búsett í Svíþjóð til fjölda ára og alltaf átt einlæga vináttu hennar þrátt fyrir fjar- lægðina. Við hjónin höfum heim- sótt Margréti og Gretti marg- sinnis og notið gestrisni þeirra í hvívetna alla tíð. Ég vil fyrir hönd okkar Birgis og fjölskyldu minnar þakka fyrir ómetanlegar samverustundir. Líf mitt hefði aldrei orðið eins og það varð án vináttu Margrétar og ég kveð hana með miklum söknuði. Við höldum áfram í hennar anda, hittumst með golfkylfurn- ar og syngjum Bítlalögin með vinkonum okkar og vinum. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Grettis, Hauks, Axels, Jennýjar og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minnig einstakrar vinkonu. Ásta Arnþórsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Þú ert hetjan mín. Hversu oft ég sagði þessi orð við mágkonu mína og meinti þau svo inni- lega. Því hún Krissa barðist hetjulega og af miklu æðruleysi við sjúkdóm sinn. Í hvert sinn sem hann tók sig upp aftur var alltaf sama svarið: „Þetta er verkefni sem ég þarf að takast á við og ég ætla mér að klára það!“ En því miður er það ekki alltaf svo að maður fari með sigur af hólmi þó svo að viljann og kraft- inn vanti ekki. Ég er búin að eiga samleið með Krissu í nær hálfa öld. Hún var vinkona mín, systir sem ég aldrei átti og mágkona. Hún giftist bróður mínum aðeins 18 ára gömul. Þótt þau væru ung vissu þau hvað þau vildu og það var að eyða lífinu saman. Og það fengu þau í rúm 40 ár. Garðar hefur staðið sem klettur við hlið konu sinnar í veikindum hennar og ég veit hversu þakklát og stolt hún var að eiga hann. Gleðigjafar hennar voru dæturnar Kristrún Lísa, Vilborg Anna og barna- börnin fjögur sem hún kallaði litlu gullmolana og djásnin sín. Krissa var skemmtileg kona, mikið líf og fjör í kring um hana, alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og hugmyndaflugið var mikið. Hún var vakin og sofin yfir velferð fjölskyldu sinnar. Ef einhver átti slæman dag var hún mætt á staðinn með sín góðu ráð og linnti ekki látum fyrr en sá hinn sami var farinn að brosa á ný. Yfirleitt var það þannig að hlutirnir urðu að ganga hratt fyr- ir sig og setningar eins og „koma svo“ og „drífa sig“ óma í koll- inum á mér. Það var einfaldlega ekki hennar stíll að gera hluti á morgun ef það var hægt að gera þá í dag. Dætur okkar eru jafn- aldrar svo samgangurinn varð ennþá meiri fyrir vikið. Og alltaf var pláss hjá þeim hjónum fyrir litla frænku í lengri eða skemmri tíma ef foreldrarnir brugðu sér af bæ. Það eru svo margar Kristrún Stefánsdóttir ✝ Kristrún Stef-ánsdóttir fædd- ist 4. janúar 1955. Hún lést 20. októ- ber 2014. Útför hennar fór fram 30. október 2014. dásamlegar stundir sem við höfum átt saman sem eru svo dýrmætar, sér í lagi núna á þessum köldu vetrardögum. Skemmtilegar tjald- ferðir, sumarhúsa- ferðir og systkina- efling, sem frú Kristrún stóð fyrir, já hún var límið. Þar var mikið hleg- ið, keppt í misskynsamlegum þrautum og sungið fram á rauða- nótt. Og dásamlegir dagar í Veiðivötnum þar sem flestir fóru að veiða en við Krissa kusum að sitja heima með prjónana okkar og spjalla og nutum þess svo innilega. Þá eru ógleymanlegar ferðir okkar í sólina á Mallorca eða Benidorm. Oft var dvalið í sömu íbúðinni og það var ekki leiðinlegt í þeim íbúðum. Hún kenndi mér að borða ólífur, tók smátíma en frú Kristrún gafst ekki upp og taldi mér trú um að þetta væri afar hollt og nú hef ég lært að elska ólífur og í hvert sinn sem ólífukrukka er opnuð verður mér hugsað til mágkonu minnar og verður það svo um ókomna tíð. Elsku Krissa mín, ég vona innilega að herskari engla um- vefji þig hlýjum örmum á meðan við hin lofum að vera dugleg að umvefja Garðar þinn, stelpurnar þínar og alla litlu gullmolana þína sem voru þér svo dýrmætir. Ég þakka þér fyrir öll árin sem við höfum átt saman og geymi dýrmætan sjóð minninga í hjarta mínu. Elsku Garðar minn, Vil- borg Anna, Lísa og aðrir að- standendur, guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum. Hvíl þú í frið elsku Krissa mín. Sigríður Victoría Árna- dóttir (Sirrý).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.