Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 52

Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Elskuleg móður- systir okkar hefur lokið lífsgöngu sinni hér á jörð. Guðrún fæddist 16. júlí 1927 á Þinghóli í Tálknafirði. Hún var dóttir Emils Vestfjörð Sæmunds- sonar og Kristínar Guðbjörnsdótt- ur. Kristín móðir Guðrúnar flutti með Laufeyju dóttur sína, sem hún átti fyrir, að Bæ í Hrútafirði en Rúna litla varð eftir hjá pabba sínum og Kristjönu fóstru sinni. Skjótt skipast veður í lofti. Emil faðir hennar lést árið 1931. Þá var Guðrún fjögurra ára gömul. Eftir það leystist heimilið upp og Krist- jana flutti á Patreksfjörð með Rúnu litlu og fór að vinna þar. Rúna flutti að Dröngum á Skógarströnd til systur sinnar Valborgar og eiginmanns hennar, Guðmundar Ólafssonar, þegar hún var sjö ára. Jakob fósturbróð- ir þeirra flutti einnig að Dröngum og ólust þau þar upp með okkur systkinunum á Dröngum. Það var alltaf mikið líf og fjör á Dröngum. Við systkinin erum fimm, Ólafur Kristinn, Kristjana Emilía, Unn- Guðrún Emilsdóttir ✝ Guðrún Emils-dóttir fæddist 16. júlí 1927. Hún lést 28. október 2014. Útför Guð- rúnar fór fram 14. nóvember 2014. steinn, Rósa Vest- fjörð og Kristín Björk. Móðir okkar var ljósmóðir og fað- ir okkar landpóstur. Best munum við eftir Rúnu við að segja okkur sögur, hún var einstaklega minnug og sagði lif- andi og skemmtilega frá. Þær eru ótelj- andi minningarnar frá þeim tímum. Ein af þeim er þegar við vorum að rifja hey á túninu heima á Dröngum, stund- um dag eftir dag. Þetta var þreyt- andi vinna en með Rúnu var það gaman því hún sagði okkur sögur allan tímann sem við vorum að rifja. Það var alveg ótrúlegt hvað hún kunni af sögum. Þetta voru ævintýri og skessusögur og ekki má gleyma sögunni af Kiðhúsi sem bjó í Kiðhúshólnum í túninu á Dröngum. Þessar stundir voru okkur krökkunum ógleymanleg- ar. Þannig hafa þær verið okkar samverustundir með Rúnu í gegn- um árin. Glaða og góða skapið hennar gerði allt betra og skemmtilegra þar sem hún var ná- læg. Hún var sannkallaður gleði- gjafi. Rúna var dugleg og ósérhlífin og fús að hjálpa þeim sem þurftu hjálpar við. Aldrei kvartaði hún og aldrei heyrðum við hana hallmæla nokkrum manni. Rúna var mikil hannyrðakona og féll aldrei verk úr hendi. Mamma kallaði hana alltaf Rúnu systur og festist það nafn í fjölskyldunni. Okkur systk- inunum fannst það eðlilegt enda kallaði Rúna mömmu alltaf Boggu systur. Samband þeirra systranna var mjög náið alla þeirra ævidaga. Guðrún giftist Bjarna Sigurði Andréssyni, kennara í Stykkis- hólmi. Þau eignuðust fjögur börn, Kristjönu Ástu, Andrés Emil, Ás- dísi og Heiðrúnu Gróu. Þau bjuggu í Stykkishólmi og nokkur ár á Varmalandi í Borgarfirði og síðar í Reykjavík. Síðustu árin bjó Rúna í Kópavogi. Guðrún var lærður sjúkraliði og starfaði um áratugi sem sjúkraliði á Landakoti. Það var henni kærkomið að dvelja síðustu mánuðina á Landa- koti þar sem hún hafði unnið og kunni vel við sig og þar var henni hjúkrað af alúð síðustu stundirn- ar. Við systkinin frá Dröngum og fjölskyldur okkar viljum þakka fyrir allar samverustundir með Rúnu frænku. Blessuð sé minning hennar. Við vottum börnum og tengda- börnum Guðrúnar, barnabörnum og þeirra fjölskyldum innilega samúð okkar og biðjum þeim blessunar. Kristjana Emilía Guðmundsdóttir. Elsku Rúna (Guðrún) mín. Nú ert þú búin að fá hvíldina úr þess- um heimi. Margs er að minnast sem spannar rúm 60 ár. Alltaf varst þú til taks ef ég þurfti á að halda. Taka stelpurnar mínar þeg- ar ég var langt gengin með eitt enn. Þökk sé þér. Yndislegir tímar þegar við vorum að fara í tjald- ferðir. Í Miðfjarðará, vestur á firði og veiðar og tjaldvera við Mývatn. Einnig fórum við saman hringinn í kring um landið. Svo kom að því að við urðum einar. Að minnsta kosti tíu sinnum fórum við saman til Kanarí. Þar voru alltaf margir Hólmarar og á kvöldin var setið fram á nótt á svölunum í hlýjunni. Oft voru dætur þínar í seilingar- fjarlægð og sóttu allt vatn fyrir okkur og oft fylgdi annar vökvi með. Rúna mín, þú ert sú óeigingjarnasta og besta mann- eskja sem ég hef kynnst og alltaf var þitt heimili opið með hlýju og góðgjörðum. Þín verður sárt sakn- að. Ég lýk þessum fátæklegu orð- um á vísum sem Bjarni gaf Axel: Leiftri varpar steinn á liðnar slóðir, lítill bolli tendrar helgar glóðir. Geymdur neisti glaðni í mínu ljóði, glóðin lýsi sögusvið í óði. Trúarhitinn talar hjartans málið. Tunga steinsins hert í þögn sem stálið, sveigjanleg í sorgarraunum manna, sannleiksrökin dýpstu fús að kanna. Hönd og andi háleitt skópu verkið, hljóðin steininn vígði fórnarmerkið. Kristin hugsjón kaleik hjó í steininn, kraftur Guðs hann rétti að lækna mein- in. (Bjarni Andrésson) Auður Hinriksdóttir. Jón Höskuldsson, föðurbróðir minn, fæddist á björtum vordegi 7. júní 1938 á Bólstað í Bárðar- dal. Afi og amma höfðu misst ungan dreng árið áð- ur og því var mikil gleði yfir að von skyldi vera á barni. Þetta var fyrir daga nútímatækni og því vissi enginn að drengirnir yrðu tveir. Sá sem fyrr fæddist, Tryggvi, var stærri og dekkri yf- irlitum. Sá seinni, Jón, alltaf kall- aður Óni, var ljósari og veik- byggðari, einungis 9 merkur. Um hann var búið í skókassa á ofninum í norðurstofu uns hann tók að braggast. Stærðar- og litamunurinn á þeim bræðrum hélst þó áfram og Jón Höskuldsson ✝ Jón Höskulds-son fæddist 7. júní 1938. Hann lést 5. nóvember 2014. Útför Jóns fór fram 14. nóvember 2014. þeir fylgdust að í flestu; skólagöngu í Bárðardal, harmon- ikkunámi, vertíð í Vestmannaeyjum og síld á Raufar- höfn. Ég fæddist vorið sem þeir urðu 16 ára og fyrstu minn- ingarnar um þá eru um mikla töffara, dásamlega brillj- antíngreidda svo hárið haggaðist ekki tímunum saman. Þannig fóru þeir á böllin á Breiðumýri og í Sandvík. Þar kynntist Óni henni Ástu sinni sem þá var kaupakona á Stóruvöllum. Í henni eignaðist hann einstakan lífsförunaut og fullorðinsárin tóku við. Óni flutti til Akureyrar, lærði bifvélavirkjun, sem varð hans ævistarf; fyrst á Bifreiða- verkstæði Jóhannesar Kristjáns- sonar en seinna hjá Vegagerð- inni, Norðurverki og Akureyrarbæ. Ýmsar minningar fara um hugann. Óni og Ásta flutt í Skarðshlíðina og koma í Bólstað á fyrsta bílnum sínum, hvítum Moskvich, börnin fæðast eitt af öðru, Óni veikist hastarlega af brjósthimnubólgu og er vart hugað líf. Læknaðist þó, farinn að stunda hestamennsku og bú- inn að byggja fyrir fjölskylduna fallegt einbýlishús í Kvistagerði 1. Hann söng í karlakór og spil- aði á harmonikkuna sína á böll- um og í öllum fjölskylduboðum enda afar músíkalskur. Þau komu oft í Bólstað þar sem Óni hjálpaði til við heyskap og hús- byggingar og alltaf fór hann í göngur. Sjálf varð ég unglingur, fór til Akureyrar í skóla og bjó hjá Sig- rúnu föðursystur minni. Mikill samgangur var milli heimilanna og samskiptin því meiri. Fyrir kom að ég passaði frændsystkini mín í Skarðshlíð og síðar Kvista- gerði. Daginn sem ég tók bílpróf- ið kom Óni að sækja mig í barna- pössun og skipaði mér að bragði að setjast undir stýri. Mikið óskaplega var ég skelkuð að þurfa að stjórna bílnum án kenn- ara en jafnframt stolt að frændi skyldi treysta mér til að keyra bílinn sinn. Óni var glaður á góðri stund og þau hjónin frjálsleg og for- dómalaus. Eitt sinn þegar þau fóru út að skemmta sér vorum við nafna mín Guðmundsdóttir, báðar á unglingsaldri, fengnar til að passa börnin. Eitthvað mis- skildum við hlutverkaskipt- inguna; þau komu heim glöð og allsgáð en um ástandið á barn- fóstrunum verður ekki fjölyrt hér. Ekki minnist ég þess að þeim þætti þetta sérstaklega ámælisvert en skömmin var okk- ar. Síðustu árin hafa verið Óna frænda erfið, lungun voru veik og þrekið búið. Þá naut hann að- hlynningar og endalausrar vænt- umþykju Ástu sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hann gæti verið sem mest heima. Eins hefur ört stækkandi fjölskyldan verið stolt hans og gleði og dug- leg að stytta honum stundir. Ég þakka Óna frænda sam- fylgdina. Pálína Héðinsdóttir. „Hann afi okkar var afar lífs- glaður og jákvæður maður. Hann tók ætíð á móti okkur barnabörnunum með bros á vör og faðmlagi. Við vorum alltaf vel- komin og helst vildi hann að við værum alltaf hjá honum. Hann studdi við bakið á okkur og má segja að hann hafi verið okkar helsti stuðningsmaður. Afi var mjög stoltur af fólkinu sínu. Það vissu líka allir því hann var ófeiminn við að láta vita hversu stoltur hann var af okkur og hvað okkur gekk vel. Hann átti líka yndislega fjölskyldu og vini. En ein manneskja stóð svo sannarlega upp úr. Amma Ásta var ljósið í lífi hans. Hann elskaði ömmu út af lífinu og talaði alltaf um hvað hann væri heppinn að hafa hana. Allt sem amma gerði var frábært. Það nýjasta sem afi var montinn með var lopapeysa sem amma prjónaði. Mikið var peysan æðisleg og falleg og allir voru sammála. Tónlist hefur alltaf verið hluti af lífi afa og ömmu. Afi elskaði að spila á harmónikku og amma syngur eins og engill. Það var sjaldan þögn heima í Kvistagerði og oftar en ekki hljómaði fagurt harmónikkuspil um allt hús. En helsta áhugamál afa var alltaf hestamennskan. Þau eru ófá hestaferðalögin sem þau hjónin hafa farið í. Afi var alltaf fremst- ur í rekstri á sínum helstu reið- skjótum; Neista, Blossa eða Plat- oni. Við getum ekki varist því að hugsa til þess að hann sé nú þeg- ar þeysandi um á sínum bestu hestum. Nú þegar afi er farinn hugsum við um allt sem hann hefur kennt okkur og við erum afar þakklátar fyrir að hafa kynnst honum. Við teljum að það mikilvægasta sem við lærðum af honum hafi verið þrautseigja og hjartahlýja. Afi lét aldrei bugast þrátt fyrir allt sem gekk á í lífi hans. Hugarfar afa verður okkur alltaf hugleikið. Núna bíður afi eftir okkur á himnum og við hlökkum til að ferðast með honum um ókunnar slóðir. Við elskum þig afi. Aníta Hrund Hjaltadóttir, Ásta Dúna Jakobsdóttir, Hildur Ýrr Aðalgeirsdóttir, Hugrún Eir Aðalgeirsdóttir, Pálína Höskuldsdóttir og Þóra Höskuldsdóttir. Flestir eru sam- mála um að foreldr- ar eigi ekki að þurfa að lifa börnin sín en amma lifði tvö af sín- um börnum og núna fyrir þremur vikum var yngsta dóttir hennar, mamma mín, jörðuð. Það varð ömmu óneitanlega að falli. Amma var algjör töffari, hress, hreinskilin og ég er mjög stolt af því að heita í höfuðið á henni. Mér finnst líka gaman að segja sögur og hreinlega monta mig af henni eins og til dæmis að hún væri orð- in þetta gömul og byggi ennþá heima hjá sér, keyrði bíl, spilaði Bryndís Guðmundsdóttir ✝ Bryndís Guð-mundsdóttir fæddist 17. júlí 1925. Hún lést 5. nóvember 2014. Út- för Bryndísar fór fram 14. nóvember. bridge reglulega og fyrir einu og hálfu ári þegar hún hætti að nota hjólastól eft- ir að hafa misst máttinn í fótunum. Aldrei sýndi hún veikleikamerki og fyrir um þremur vik- um í jarðarför mömmu minnar tók hún ekki í mál þess konar vitleysu að láta keyra sig í hjólastól í kirkj- unni á meðan ég myndi glöð hlamma mér í stólinn og láta keyra mig um. Ég á margar minningar um ömmu, meðal annars í sumarbú- staðnum í æsku þar sem farið var í sund á Selfossi á laugardegi og í Hveragerði á sunnudegi, ég tók strætó til hennar og afa eftir skóla í 10 ára bekk og þá kenndi amma mér sko aldeilis spilamennskuna. Mér þykir vænst um núna í seinni tíð þegar við gátum setið saman yfir handavinnu, ýmist heklað eða prjónað, fyrst sat ég og hún kenndi mér eitthvað og svo öf- ugt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa verið svona mikið með ömmu og við vorum ekki bara amma og barnabarn heldur vinkonur. Ekki skemmdi fyrir ef pönnsur eða súkkulaðikaka voru á boðstólum og við gerðum okkur aldeilis daga- mun þegar rjóminn var þeyttur með bakkelsinu. Elsku amma, ég geri ráð fyrir að þið mamma séuð ásamt fleiri föllnum ættingjum og vinum á góðum stað og að ykkur líði vel. Við sem eftir erum á þessari jörð reynum að gera slíkt hið sama, þó hægt gangi, við tökum bara einn dag í einu. Bryndís Björk. Elsku Bryndís mín er látin, eft- ir erfið veikindi og mikla sorg. Bibba, sem hún var oftast kölluð hjá okkur, var systurdóttir stjúpa míns, hún var sterk kona eins og Jónína móðir hennar var. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa sem ung kona hjá þessari frábæru fjölskyldu í nokkur ár: Bibbu, Gissuri og þeirra góðu börnum Jónínu, Gunnari, Símoni og Ingi- björgu. Bibba missti eiginmann sinn 2008, Gunnar son sinn 2010 og nú síðast Ingibjörgu dóttur sína 17. október síðastliðinn. Þetta held ég að sé það erfiðasta sem foreldri þarf að takast á við, að missa börnin sín. Það er mikil sorg þegar fólk á besta aldri fellur frá og eftir standa makar og börn. Því að þessi vágestur skuli herja á marga í sömu fjölskyldu er erfitt að taka en þessi fjölskylda hefur öll staðið saman sem einn maður, það er aðdáunarvert. Það var sama hvað hún Bibba fékkst við, allt lék í hennar hönd- um. Öll handavinna og sauma- skapur, svo var hún frábær briddsspilari. Sibba mín, þú varst ekki bara mágkona Bibbu, þið vor- uð góðar vinkonur, þú átt þakkir skilið fyrir hvað þú sinntir henni vel í veikindunum eins og börnin hennar. Elsku Jónína, Símon, Hulda, Örn og ykkar fjölskylda; eigið alla okkar samúð frá mér og mínum. Sveinsína (Sína). Það er mjög erfitt og óskiljanlegt að vera núna, svo snemma á lífsleið- inni, að skrifa minningarorð um elskulega tengdamóður mína, Guðbjörgu Elsie. Þetta gerðist svo hratt, við náum þeesu bara ekki alveg. Elsie var búin að vera í mínu lífi í nær 18 ár, helming ævi minnar, en ég kynntist Villa elsta syni hennar þegar við vorum ung í námi í Reykjavík. Hún var svo góð, falleg og yndisleg kona, hörkudugleg, mikil félagsvera og elskaði fólkið sitt svo innilega. El- sie gaf mér og okkur svo mikið í lífinu, við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um El- sie sem ég er svo þakklát fyrir og mun geyma ávallt í hjarta mínu. Elsie var alltaf tilbúin að gera allt fyrir okkur og vildi svo innilega vera með okkur. Seinustu tvö árin sem við áttum saman eftir að við fluttum aftur til Njarðvíkur hafa gefið okkur fjölskyldunni svo mik- ið, ógleymanlegar og dýrmætar minningar. Mínar uppáhalds- minningar um Elsie eru þegar hún sat með okkur og horfði á fót- bolta, en hún hafði mikinn áhuga á enska boltanum og það var alveg yndislegt að sjá og heyra rökræð- urnar í stofunni með henni, Villa og stelpunum okkar og fleiri fjöl- skyldumeðlimum um leikinn. Henni fannst einnig æðislegt að hóa öllum saman í mat og sama hvað strákarnir sögðu um að hafa eitthvað auðvelt til að útbúa, þá var hún yfirleitt búin að framreiða dýrindis máltíð og fallega uppsett borð þegar allir komu. Þetta þótti Guðbjörg Elsie Einarsdóttir ✝ Guðbjörg ElsieEinarsdóttir fæddist 18. mars 1957. Hún lést 11. október 2014. Útför Guðbjargar fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag, 21. október 2014. henni svo gaman og voru alveg frábærar og dýrmætar stund- ir þegar maður hugsar til baka. Ég er svo þakklát fyrir hvað Elsie var mikið í kringum okkur og börnin okkar, þau Vilborgu Rós, Birnu Sif og Brynjar Vagn, og hvað hún talaði mik- ið við þau beint frá hjartanu, sagði við þau svo oft að amma elskaði þau og fyrir það er ég afar þakk- lát. Þau orð sparaði hún aldrei og sagði þau ósjaldan við okkur Villa. Í gegnum árin, þegar við komum heim til hennar, var hún ekki mik- ið að kippa sér upp við það ef krakkarnir okkar voru að leika sér með dýra hluti eða annað sem ekki var leikföng. Hún var vön að segja: „Ef þetta brotnar, þá brotnar þetta bara,“ og brosti svo. En nú er hjartað mitt brotið og tárin streyma, ég sakna þín. Kvöld eitt, nokkrum dögum eftir andlátið, fór ég inn með Brynjar Vagn í háttinn og ég spurði hann: „Hver elskar þig?“ Þá svaraði hann: „Amma Elsie.“ Og við mun- um aldrei heyra þig segja þetta aftur. Ég og við erum ekki tilbúin að kveðja og við söknum þín, þetta er svo erfitt og ranglátt. Innst inni veit ég að nú líður þér betur, að baráttan er búin en mað- ur er bara ekki tilbúinn. Fleiri orð til þín fer ég með í mínum bænum. Elsku Elsie mín, hvíl í friði, þín María. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) María I. Vilborgardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.