Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
✝ Svava ErlaSigmunds-
dóttir Andresen
fæddist í Reykja-
vík 24. júlí 1932.
Hún lést á heimili
sínu í San Rafael,
Kaliforníu hinn
18. október 2014.
Foreldrar
hennar voru hjón-
in Vilborg Þor-
varðardóttir hús-
freyja, f. 29. maí 1899 í Gróttu,
Seltjarnarneshr., d. 25. jan.
1992, og Sigmundur Frið-
riksson vörubifreiðastjóri, f. 10
nóv. 1898 í Reykjavík, d. 10.
des. 1985. Heimili þeirra var
ætíð í Vesturbæ Reykjavíkur.
Svava var önnur í röð þriggja
systra. Systur hennar eru:
Ingveldur Friðlín, f. 3. október
1930 og Guðrún Lillý, f. 2.
bæjarskólann og síðar við Ingi-
marsskólann á Lindargötu. Eft-
ir það vann hún í nokkur ár á
ljósmyndastofu Ernu og Eiríks
í Aðalstræti. Hún starfaði einn-
ig í 2 ár hjá símanum á Kefla-
víkurflugvelli. Haustið 1956
flutti hún til Huldu Bachmann
frænku sinnar í Los Angeles og
hóf þar störf í banka. Svava
kynntist Flemming árið 1958
og eftir giftingu hófu þau bú-
skap í Sausalito, San Francisco.
Vegna starfa Flemings ferðað-
ist fjölskyldan mikið og bjuggu
þau á mörgum stöðum í Banda-
ríkjunum en einnig í 5 ár í
Höfðaborg í Suður-Afríku. Síð-
ustu árin bjó Svava ásamt dótt-
ur sinni, tengdasyni og barna-
börnum í San Rafael,
Kaliforníu.
Útför Svövu fór fram 2. nóv-
ember 2014.
mars 1935, d. 9.
febrúar 2012. Svava
giftist, hinn 25. apr-
íl 1959, Flemming
Andresen, f. 16.
september 1930, d.
13. september 2009.
Svava og Flemming
eignuðust tvö börn,
þau eru: 1) Eric
Thor, bygging-
arverkfræðingur, f.
29. janúar 1961, d.
15. apríl 1990, og 2) Denise
Nanna, grafískur hönnuður, f.
19. október 1963. Eiginmaður
hennar er Per Caroe, fram-
kvæmdastjóri, f. 29. október
1967. Drengirnir þeirra eru
Thor Erik, f. 30. október 1997,
Henrik Peter, f. 19. mars 2000,
og Kai Fridrik, f. 11. sept-
ember 2004.
Svava stundaði nám við Mið-
Mig langar til að minnast
elskulegrar systur minnar, henn-
ar Svövu, sem nú er fallin frá. Í
dag er ég svo þakklát að hún
skuli hafa komið í sumar og dval-
ið hjá mér í þrjár vikur. Það var
dásamlegt að eyða dögunum
saman og ná að spjalla um gamla
tíma og nýja.
Svava fæddist á Ránargötunni
þar sem við systurnar þrjár ól-
umst upp. Í götunni var mikið líf
og fjör og þarna kynntumst við
stelpum sem áttu eftir að eiga
samleið með okkur allt okkar líf.
Minningabrotin hlaðast upp:
krakkar að leik á kvöldin í fallin
spýta eða París, leikarablöð sem
voru eins og gull í okkar augum,
við þrjár sitjandi á pallbílnum
hans pabba á leið út í Gróttu í
heimsókn til Alberts móðurbróð-
ur, heimasaumaðir kjólar og káp-
ur frá Elínu nágrannakonu, epla-
kassinn sem kom með jólin,
dúkkurnar sem mamma pantaði
frá útlöndum, fermingarveislur
þar sem litlu íbúðinni okkar var
breytt í veislusal og margt margt
fleira.
Um tvítugt fór Svava út til
New Jersey og var þar í nokkra
mánuði hjá Siggu frænku. Eftir
þá dvöl var hún ákveðin í að fara
út aftur og með vinnu hjá síman-
um á Keflavíkurflugvelli safnaði
hún fyrir næstu ferð. Hún fór til
Huldu frænku í Los Angeles og
fékk þar vinnu í banka. Ári síðar
kynntist hún Flemming, eigin-
manni sínum, og næstu árin
bjuggu þau á nokkrum stöðum í
Bandaríkjunum og um fimm ár í
Höfðaborg í Suður-Afríku.
Svava var dugleg að skrifa
heim en á þessum árum voru
bréfaskriftir eina samskiptaleið-
in. Þannig fengum við reglulega
fréttir af ferðalögum þeirra og
síðar börnunum þeirra tveimur,
Denise og Erik. Seinna fórum við
að tala saman í síma og þá voru
símtölin oft löng og skemmtileg.
Svava kom oft til Íslands og
dvaldi þá til skiptis hjá mér og
Lillý systur. Það var fastur liður í
hverri heimsókn að vinkonurnar
frá unglingsárunum hittust og þá
var mikið spjallað og hlegið.
Ég náði að heimsækja Svövu
nokkrum sinnum út til Banda-
ríkjanna og fyrir um 8 árum
heimsótti ég hana á heimili henn-
ar í San Francisco þar sem hún
bjó með dóttur sinni, Denise, og
fjölskyldu.
Svava naut þess að geta fylgst
náið með barnabörnunum vaxa
úr grasi og það leyndi sér ekki
hversu stolt hún var af strákun-
um. Samband hennar og Denise
var mjög náið og henni þótti mjög
vænt um Per sem reyndist henni
svo vel.
Systir mín Svava var einstak-
lega opin og skemmtileg og á
sama tíma sterk og lífsglöð þrátt
fyrir að hafa gengið í gegnum þá
erfiðu lífsreynslu að missa son
sinn af slysförum. Nú er hún
komin til hans Eiríks sem hún
hugsaði mikið til.
Ég og fjölskyldan mín sendum
Denise, Per og strákunum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Ég
kveð Svövu þakklát fyrir allar
góðu stundirnar og að hafa átt
hana sem systur.
Ingveldur (Inga) systir.
Við brátt andlát Svövu er vert
að setjast niður og skrifa örfá
minningarorð. Ég hugsa að ég sé
sá síðasti sem talaði við hana í
síma eða kvöldið áður en hún dó
og var ekkert að heyra á henni að
hún væri að kveðja.
Ég kynntist Svövu fyrst árið
1955 þegar við Lillý, systir henn-
ar, byrjuðum að vera saman og
síðar varð hún konan mín. Syst-
urnar voru þrjár, Inga, Svava og
Lillý og voru þær alla tíð mjög
samrýmdar og miklar vinkonur.
Snemma kom í ljós að hugur
Svövu leitaði til útlanda og fór
hún haustið 1956 til Kaliforníu og
hefur búið erlendis alla tíð síðan
eða í 58 ár. Nokkrum árum eftir
að hún kom út kynntist hún
dönskum manni sem flust hafði
til Bandaríkjanna, Flemming
Andresen, og giftust þau
skömmu síðar. Þrátt fyrir mikla
fjarlægð milli systranna þá var
það ekki svo að vinaböndin slitn-
uðu því við Lilly ferðuðumst einn-
ig til útlanda og bjuggum erlend-
is, beggja vegna Atlantshafsins, í
15 ár áður en við snérum heim.
Þá var tiltölulega auðvelt að hitt-
ast á góðri stund og á hátíðar-
stund sitja yfir „smörrebröd og
snaps“ að dönskum sið. Var þá
oft glatt á hjalla. Þegar við Lillý
fluttum heim kom Svava oft með
fjölskyldu sína til Íslands en síð-
ustu tvo áratugina kom hún á
hverju sumri og stundum oftar til
Íslands. Hún naut þess að skoða
landið með systrum sínum og eig-
inmönnum þeirra og voru það
mjög fróðlegar og skemmtilegar
ferðir sem við nutum til fulls.
Svava var mikill Íslendingur í
sér þrátt fyrir að stærstan hluta
ævinnar byggi hún erlendis. Hún
varðveitti sína íslensku tungu alla
tíð og var afar hreykin af því að
vera Íslendingur.
Ég sendi Denise, Per og
drengjunum þremur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur og veit
að einkasonur hennar og litla
systir taka vel á móti henni.
Blessuð sé minning hennar.
Valdimar K. Jónsson.
Mig langar til að kveðja móð-
ursystur mína og guðmóður,
Svövu Erlu með þakklæti í hug
og hjarta.
Ég var ekki há í lofti þegar ég
fór að líta upp til Svövu frænku
með aðdáunaraugum. Hún var
ávallt glæsileg, eins og kvik-
myndastjarna, falleg og vel til
höfð. Ég var líka svo ánægð með
að eiga sama afmælisdag og hún
og bera sama millinafn. Síðar á
lífsleiðinni gátum við oft verið
saman á afmælisdeginum okkar,
hvort heldur hér á landi eða er-
lendis.
Svava eignaðist dóttur sína,
Denise, á sama ári og ég fæddist
og vorum við skírðar saman í
Lancaster. Hún hélt á mér undir
skírn og móðir mín á Denise. Við
Denise vorum svo lánsamar að
mæður okkar voru í miklu sam-
bandi þau ár sem við bjuggum í
Bandaríkjunum. Um helgar kom
Svava oft í heimsókn til okkar
með börnin sín tvö þegar Flemm-
ing var á ferðalögum vegna vinnu
sinnar. Þá mynduðust órjúfanleg
vináttubönd á milli okkar Denise.
Þegar ég bjó í Boston fór ég um
jólin til Svövu og Flemmings í
Chicago. Þau tóku mér opnum
örmum og mér fannst eins og ég
væri heima á Íslandi þar sem
jólamaturinn og hefðin einkennd-
ist af íslenskum og dönskum sið.
Svava og Flemming komu
ásamt fjölskyldunni til Íslands
milli jóla og nýárs árið 1999 og
dvöldu yfir aldamótin. Aldamóta-
kvöldið er sérstaklega minnis-
stætt þegar við stóðum á svölun-
um á heimilinu okkar í Veghúsum
og horfðum á fagnaðarlætin á
gamlárskvöld við upphaf nýrrar
aldar. Þrátt fyrir langa búsetu
erlendis þá var hennar upplifun
einstök, enda mikill Íslendingur í
hjarta sínu og greinilegt að
æskuslóðirnar voru henni dýr-
mætar. Eftir aldamótin buðu
Svava, Flemming, Lillý og Valdi
okkur í „jolemad“ sem okkur líð-
ur seint úr minni.
Svava reyndist okkur hjónun-
um og börnunum okkar einstak-
lega vel. Við vorum svo heppin að
geta heimsótt fjölskylduna vest-
ur um haf. Gestrisni hennar,
fyrst í Tiburon og svo í San Rafa-
el var einstök. Við viljum fá að
þakka Svövu, Denise og Per fyrir
þessa einstöku tíma sem við höf-
um átt með þeim á fallega heim-
ilinu þeirra í San Rafael þar sem
þau hafa búið sl. 10 ár. Svava tal-
aði oft um hvað hún væri lánsöm
að geta búið með dóttur sinni og
tengdasyni sem hún var afar stolt
af, og barnabörnunum sem hún
elskaði af öllu sínu hjarta.
Svava heimsótti landið sitt í
hinsta sinn í sumar sem leið. Okk-
ur varð þá ljóst að mjög var af
henni dregið. En hún vildi fyrir
alla muni komast til Íslands til að
hitta systur sína og ættingja og
með hjálp dóttur sinnar varð
henni að ósk sinni. Það lýsir líka
baráttuanda Svövu best að
skömmu fyrir andlátið var hún,
fárveik, farin að huga að Íslands-
ferð næsta sumar. Í veikindum
hennar reyndust Denise og Per
henni einstaklega vel og gerðu
allt til að hún gæti dvalið á heim-
ilinu sínu fallega til hinstu stund-
ar.
Að lokum viljum við votta Den-
ise, Per og drengjunum þeirra,
Thor, Henrik og Kai okkar
dýpstu samúð og biðjum Guð að
varðveita minningu Svövu Erlu
Andresen.
Vilborg Erla Valdimars-
dóttir og Sigurður
Sigurðsson.
Ég á einstakar minningar um
hana Svövu frænku sem ég sakna
sárt. Þegar hún var hér í heim-
sókn síðasta sumar þá gisti hún
hjá móður minni í Hvassaleitinu
þar sem ég er tíður gestur og þá
var margt skrafað. Við vorum
góðir vinir og henni var umhugað
um að ég fengi mér tölvu sem síð-
ar varð úr.
Nú kveð ég eina bestu frænku
sem ég hef átt. Hvíl í friði, elsku
Svava frænka mín. Þinn frændi,
Ómar.
Látin er góð vinkona.
Hún kom alltaf í júlí inn í ís-
lenska sumarið og hélt upp á af-
mælið sitt. Þá hittumst við vin-
konurnar úr vesturbænum. Við
vorum upphaflega átta sem héld-
um hópinn, borðuðum saman,
spjölluðum og jafnvel dönsuðum.
Þá var alltaf glatt á hjalla og mik-
ið hlegið. Smám saman fækkaði í
hópnum og nú kemur Svava ekki
oftar og kallar okkur saman. Nú
eru þetta orðnar góðar minning-
ar um liðna tíma.
Svava átti yndislegt æsku-
heimili á Ránargötunni, þar sem
þær ólust upp systurnar þrjár,
Lillý, látin 2012, Svava og Inga.
Þangað voru vinkonur þeirra allt-
af velkomnar af foreldrum þeirra
og allt gert til að gestum liði sem
best.
Svava var hæglát en kát og sá
alltaf spaugilegu hliðarnar á mál-
um. Hún vann á Ljósmyndastofu
Ernu og Eiríks allt þar til hún fór
til Bandaríkjanna. Þar kynntist
hún eiginmanni sínum Flemming
Andresen, af dönskum ættum, og
settist þar að. Þau eignuðust tvö
mannvænleg börn Erik og Den-
ise en urðu fyrir þeirri hræðilegu
ógæfu að missa son sinn Erik í
bílslysi, þá nýútskrifaðan verk-
fræðing. Leiðir Flemmings og
Svövu skildu og flutti Svava til
dóttur sinnar, Denise, og fjöl-
skyldu.
Tvö til þrjú síðustu árin fór
heilsu Svövu að hraka svo hún
þurfti meiri aðstoð við að ferðast
til Íslands. En til landsins vildi
hún komast og hitta skyldfólk og
vini. Ég er þakklát fyrir að hafa
hitt hana í júlí í sumar og átt með
henni kveðjustund.
Ég kveð Svövu vinkonu mína,
en minningarnar lifa áfram. Inni-
legar samúðarkveðjur sendi ég til
Denise, Pers og sonanna þriggja.
Sigrún Kaaber.
Það var yndislegt að hitta
Svövu á heimaslóðum í sumar.
Það var augljóst að hún átti þá
við vaxandi heilsubrest að stríða
en hún bar sig vel, eins og ávallt.
Það var svo með ólíkindum hve
hratt dró af henni, þessari sterku
konu sem aldrei virtist bugast.
Svava var með glæsilegri konum
sinnar samtíðar. Fljúgandi skörp
og skynug – falleg eins og fegurð-
ardís. Fáguð framkoma hennar
og yfirvegun bar íslenskri þjóð
fagurt vitni á erlendri grund, þar
sem hún kaus að búa stærstan
hluta ævinnar.
Hún var ein besta vinkona
móður minnar; milli þeirra voru
ævinlega sterk tengsl þótt þær
byggju hvor í sínu landinu. Svava
hélt mikilli tryggð við íslenska
fjölskyldu sína, kom reglulega
hingað til að eiga stundir með
systrum sínum, fólkinu þeirra og
vinum. Foreldrar mínir fengu
líka höfðinglegar móttökur þegar
þau sóttu Svövu og Flemming
heim, hvort sem var í Kaliforníu,
Suður-Afríku eða Chicago. Og
ekki naut ég síður góðs af vin-
skap mömmu og Svövu. Við Den-
ise dóttir hennar erum jafnöldrur
og brölluðum ýmislegt saman á
yngri árum þegar fjölskyldan
dvaldi á Íslandi í sumarfríum. Við
þróuðum með okkur vinskap sem
við báðar höfum heitið að varð-
veita og hlúa að – jafnvel þótt
Denise búi líka fjarri Íslands-
ströndum ásamt sinni fjölskyldu.
Á námsárum mínum í Chicago
varð heimili Svövu mitt skjól og
hún reyndist mér sem besta móð-
ir. Hvenær sem námsmeyjan
þráði að komast frá hávaðasömu
skólahverfinu fékk hún inni á fal-
legu heimili þeirra Flemmings í
Lake Forest. Þar naut ég alls
hins besta, ekki síst heimaeld-
aðra máltíða. Svava var lista-
kokkur og naut þess að vinna í
stóru og afar snyrtilegu eldhús-
inu. En í borðstofunni var litla Ís-
land. Það héngu málverk af
kunnuglegu landslagi og þótt hún
hefði sem ung kona flogið á vit
ævintýranna út í hina stóru ver-
öld, fann maður að í hjarta sínu
var Svava alltaf íslensk.
Ég þakka Svövu fyrir ævi-
langa vináttu við móður mína en
ekki síður fyrir allt sem hún gerði
fyrir mig og bið að Guð varðveiti
minningu hennar.
Helga Guðrún Johnson.
Svava Erla Sigmunds-
dóttir Andresen
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Fífusel 12, 205-6431, Reykjavík, þingl. eig. Cirila Rós Jamora,
gerðarbeiðendur Arion banki hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf.,
Reykjavíkurborg og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 19.
nóvember 2014 kl. 11.30.
Gautland 15, 203-6968, Reykjavík, þingl. eig. Þyri Jónsdóttir, gerðar-
beiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 19. nóvember 2014 kl. 10.00.
Gnoðarvogur 66, 202-2957, Reykjavík, þingl. eig. Eggert Már
Marinósson, gerðarbeiðendur Gnoðarvogur 66, húsfélag, Orkuveita
Reykjavíkur-vatns sf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sýslu-
maðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 19. nóvember 2014 kl. 13.30.
Hagasel 6, 205-4856, Reykjavík, þingl. eig. Eydís Sveinbjörg
Ástráðsdóttir og Gunnar Örn Sigurðsson, gerðarbeiðendur Arion
banki hf., Íslandsbanki hf. og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 19.
nóvember 2014 kl. 11.00.
Sporðagrunn 7, 201-7356, Reykjavík, þingl. eig. Júlíus Kemp,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 19. nóvember 2014
kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
14. nóvember 2014.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Klyfjasel 2, 225-3722, Reykjavík, þingl. eig. Albert Þór Magnússon,
gerðarbeiðandi BYR hf, fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 10.00.
Laufengi 144, 203-9454, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Magnúsdóttir,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og
Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 11.30.
Markholt 17, 208-3885, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hjálmar Höskuldur
Hjálmarsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Landsbankinn hf.,
Mosfellsbær og Vátryggingafélag Íslands hf, fimmtudaginn 20.
nóvember 2014 kl. 13.30.
Tröllateigur 23, 227-7149, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ágústa Þ. Kristjáns-
dóttir og Birgir J. Sigurðsson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtu-
daginn 20. nóvember 2014 kl. 14.00.
Vorsabær 12, 204-5527, Reykjavík, þingl. eig. Ásgeir Einarsson,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., fimmtudaginn 20. nóvember 2014
kl. 11.00.
Þverás 25, 205-3648, Reykjavík, þingl. eig. Ásbjörg Magnúsdóttir,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf.,
Reykjavíkurborg, Sýslumaðurinn á Blönduósi ogTollstjóri, fimmtu-
daginn 20. nóvember 2014 kl. 10.30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
14. nóvember 2014.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar