Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 56

Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 ErnaÓm-ars- dóttir dansari er orðin list- rænn ráðgjafi hjá Íslenska dans- flokknum. „Ég byrjaði í ágúst og kom frekar óvænt inn í þetta. Það er búið að vera mikið að gera við að komast inn í starfið, en ég sé um að velja danshöf- unda og dans- ara og ým- islegt fleira. Þetta er fjöl- breyttari vinna en ég bjóst við, þetta er lítill vinnustaður og fáir að vinna mörg störf. Síðasta sýningin á Emotional er á morgun en það er löngu orðið uppselt á hana. Næsta sýning hjá okkur heitir Taugar, en þá verða sýnd verk eftir Sögu Sigurðardóttur og pólskan höfund að nafni Karol Tyminski. Hún verður frumsýnd 6. febrúar og það er um að gera að tryggja sér miða á þá sýningu í tíma.“ Erna er þó enn sjálf að semja dans og sýna. Hún er nú að æfa verkið A Lecture on Borderline Musicals með manninum sínum, Valdimar Jóhannssyni. Það verður sýnt í lok nóvember í Tjarnarbíói á Reykjavik Dance Festival. Svo sýnir Dansflokkurinn verk eftir hana á Listahátíð í maí. „Ég náði að tengja aðaláhugamál mitt við vinnuna og því hefur eiginlega ekki gefist tími fyrir önnur áhuga- mál. Öll okkar ferðalög tengjast t.a.m. vinnunni en við Valdimar er- um alltaf öðru hverju að sýna í Evrópu. Við erum alltaf eitthvað að bralla saman, bæði sem dúett og með fleirum.“ Þau eiga tvö börn, Úlf Óðin 3 ára og Urði Æsu 1 árs. „Við ætlum að hafa kósi fjölskyldumorgun á afmælisdaginn og svo verður farið á kaffihús, því ég nenni ekki að baka. Ég enda síðan daginn á því að fara í sporðdrekaveislu hjá öðru góðu afmælisbarni sem á stórafmæli í dag.“ Erna Ómarsdóttir er 42 ára í dag Margt fram undan hjá Ernu í dansinum Afmælisbarnið Erna verður með sýningu í lok nóvember á Reykjavik Dance Festival. Ljósmynd/Íris Stefánsdóttir Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Guðný Lára Bragadóttir og Guðni Rúnar Skúlason gengu í hjónaband þann 9. ágúst 2014 í Háteigskirkju. Brúðkaup M aría fæddist í Reykjavík 15.11. 1974 og ólst að mestu upp í Hól- unum í Breiðholt- inu: „Ég hef alltaf verið stoltur Efri- Breiðhyltingur. Þar var yndislegt að alast upp. Við krakkarnir lékum okkur í Elliðaárdalnum og grunnum nýbygginga. Við byggðum okkur líka snjóhús og renndum okkur á skautum í móunum þar sem nú eru raðhús og blokkir. Þú getur sko tek- ið stelpuna úr Breiðholtinu en nærð aldrei Breiðholtinu úr stelpunni.“ Lærði að djamma á Hólmvík „Frá barnsaldri og fram yfir fermingu var ég svo mörg sumur hjá afa og ömmu á Hólmavík. Þau bjuggu á efri hæð pósthússins og amma rak bókabúðina í plássinu. Ég hjálpaði því til í búðinni og þegar ég var fimmtán ára komst ég á sveita- böll í Sævangi. Það má því segja að ég hafi lært að djamma á Hólmavík.“ María var í Hólabrekkuskóla, þar sem hún var m.a. formaður nem- endaráðs, og síðan í FB en auk þess skiptinemi í Puerto Rico 1992-93. María tók BA-próf í mannfræði og spænsku í HÍ og tók hluta af náminu í París og Mexíkóborg. Hún lauk síð- an prófum til kennsluréttinda við Kennaraháskóla Íslands 2007. María kenndi ensku í Mexíkó árið 2000-2001. Hún hefur verið fram- haldsskólakennari frá 2004, fyrst við Menntaskólann Hraðbraut en hefur kennt við Menntaskólann í Kópavogi María Hjálmtýsdóttir framhaldsskólakennari – 40 ára Áramótastuð María með systur sinni, Lóu Hlín, dóttur sinni, Lottu Lóu, og föður sínum, Hjálmtý Heiðdal. Hýr, hnyttin og hagmælt Göngukonan María og Hrafnkell Tumi njóta íslenskrar náttúru. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isGelt óæskilegir staðir Elta Stela Hoppa upp MJÖG FLJÓTLEG ÞJÁLFUNARLAUSN TRUFLAR ÓÆSKILEGA HEGÐUN LÍKIR EFTIR SKAÐLAUSU HLJÓÐI ÚR NÁTTURUNNI SEM HUNDAR ÞEKKJA STRAX LEIÐBEININGAR FYLGJA HVERJUM BRÚSA HANNAÐ AF DÝRASÁLFRÆÐINGNUM DR ROGER MUGFORD. SPURÐU STARFSFÓLK VERSLUNAR HVERNIG SKAL NOTA PET CORRECTOR STOPPAR GELT STRAX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.