Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Íjúní 2007 birtist hér í Morg-unblaðið langt viðtal, heilarþrjár síður, við Katrínu StelluBriem (f. 1935), þar sem hún
rakti megindrætti ævisögu sinnar. Af
frásögninni að dæma virtist hún
mega vera öfundsverð þegar horft
var til baka, fædd inn í tvær af auð-
ugustu fjölskyldur á Íslandi í byrjun
20. aldar.
Langafi hennar
var athafna-
maðurinn Pétur
J. Thor-
steinsson og
móðurafi Egg-
ert Briem stór-
bóndi í Viðey.
Báðar fjöl-
skyldur með
sterka sjálfsvit-
und. Faðirinn,
Arthur Cotton, síðan iðnrekandi úr
sterkefnaðri fjölskyldu á Englandi,
afabarn fyrrverandi borgarstjóra í
London og fósturfaðirinn, Þórður Al-
bertsson, kaupsýslumaður sem seldi
saltfiskinn fyrir Thorsarana í útlönd-
um, náfrændi þeirra; enn ein ríka og
fræga fjölskyldan sem Katrín Stella
tengist. Á æskuárunum, fyrir og um
miðja síðustu öld, hefur hún ferðast
víða utanlands og búið í heims-
borgum, London, Genúa, Barcelona,
New York, Aþenu og Róm, svo
nokkrir dvalarstaðir séu nefndir.
Eitthvað annað en fábreytnin heima á
Íslandi á þessum tíma.
Spariútgáfan og veruleikinn
Sannarlega bókarefni gæti einhver
hafa hugsað sem þetta viðtal las. Og
bók varð til. Helga Guðrún Johnsen,
fyrrum fréttamaður og höfundur
nokkurra bóka, tók að sér verkið og
hefur unnið það í náinni samvinnu við
Katrínu Stellu og fjölskyldu hennar.
En sú mynd sem dregin er upp í bók-
inni er svo ólík þeirri sem lesa mátti í
Morgunblaðinu fyrir rúmum sjö ár-
um að þeim sem muna það og ekki
þekktu til, hlýtur að vera verulega
brugðið. Blaðaviðtalið reynist hafa
verið hin alkunna spariútgáfa ævisög-
unnar sem við höfum öll tilhneigingu
til að halda okkur við. Mikið hugrekki
þarf til að segja þungbæra sögu sem
kemur við kvikuna í manni sjálfum.
En Katrín Stella reynist búin þeim
eiginleika. Í bókinni dregur hún ekk-
ert undan í frásögn af erfiðleikum til-
veru sinnar fram á fullorðinsár, segir
hreinskilnislega frá áfengisfíkn og
sjálfselsku móður sinnar, Ingibjargar
Briem (jafnan nefnd Stella), og ótrú-
legri vanrækslu sem hún sætti af
hennar hendi sem barn og unglingur.
Fósturfaðirinn, Þórður, kemur ekki
vel út úr þessari sögu, sjálfmiðaður
lífsnautnamaður að því er virðist, er
engan áhuga hafði á uppeldi og vel-
ferð fósturdóttur sinnar né heldur
einkasonarins, Gunnars, sem aldrei
hefur getað fyrirgefið föður sínum og
kaus að slíta öll tengsl við ættlandið,
setjast að í Bandaríkjunum og taka
þar upp nýtt nafn.
Átakanleg saga
Skrásetjaranum, Helgu Guðrúnu,
hefur tekist að færa frásögnina, sem
á köflum er átakanleg, í nærfærinn
búning og leitast við að láta alla sem
við sögu koma njóta sannmælis þótt
fátt sé dregið undan. Enginn er al-
vondur og stundum lendir fólk í að-
stæðum sem það ræður ekki við, ým-
ist vegna ytri ástæðna eða innra böls
eins og stjórnlausrar fíknar í áfengi.
Helga Guðrún hefur góða sýn yfir
söguefnið og sterk tök á frásögninni,
hrasar hvergi í útúrdúrum eins og
stundum vill gerast þegar höfundar
hafa úr miklu efni að moða.
Það er á köflum stingandi að lesa
frásögn Katrínar Stellu af því hvernig
móðir hennar og fósturfaðir hegða
sér á flakkinu um heiminn, þar sem
barnið er ítrekað skilið eftir í lengri
eða skemmri tíma í umsjá vanda-
lausra, stundum þannig að hún þarf
að líða matarskort. En merkilega oft
er Katrín Stella eða Kanda eins og
hún er jafnan nefnd, heppin með það
fólk sem hún lendir hjá, eins og þegar
hún er í stuttri dvöl á Íslandi 1939.
Einn daginn er bankað á dyrnar á
heimili frænku hennar Elísabetar
Egilson og eiginmanns hennar Indr-
iða Waage leikara. „Bankið er nánast
hikandi. Elísabet, sem er á leið inn í
eldhús, fer til dyra en sér í fyrstu eng-
an. En þegar hún lítur niður sér hún
hvar stendur geislandi fögur lítil
stelpa, fallega klædd og með pínulitla
ferðatösku. Telpan er varla meira en
fjögurra ára gömul. Elísabet er svo
undrandi að hún kemur ekki upp orði.
Hún kannast við svipinn en kemur
honum ekki strax fyrir sig. Þegar litla
stúlkan spyr feimnislega á ítölsku,
hvort hún megi koma inn, rennur upp
ljós fyrir Elísabetu. Þetta er Kanda
litla. Telpan sem Stella flúði með frá
Englandi til Kaupmannahafnar.“
En hvað var barnið að gera þarna
einsamalt? Hver hafði komið með
hana og skilið eftir þarna á tröpp-
unum? Í tösku barnsins hafði verið
pakkað saman einhverju af fötum og
hreinlætisvörum, eins og þyrfti til
nokkurra daga dvalar. Móðir Katr-
ínar Stellu og Þórður fósturfaðir
hennar höfðu greinilega þurft að
losna við hana um tíma og gerðu það
með þessum hætti, bjuggu þá á Hótel
Borg og skemmtanalífið hafði for-
gang hjá móðurinni. Hjá Elísabetu og
Indriða dvelur Katrín Stella í viku án
þess að nokkuð heyrist frá móðurinni.
Þegar hún sækir hana eru engar
skýringar á þessu háttalagi gefnar.
Við lesturinn vaknar oft sú spurn-
ing, hvort ættingjar og vinir hefðu
ekki átt og getað gripið inn í og komið
barninu til hjálpar. Frásögnin sýnir
að sumir þeirra hafa lagt sitt af mörk-
um meðan aðrir lokuðu augunum. En
hæfileiki fólks til að horfa fram hjá
óþægilegum hlutum er magnaður.
Örlagasaga ömmunnar
Bókin er ekki aðeins saga Katrínar
Stellu og Ingibjargar móður hennar.
Fyrsti kaflinn, tæplega 50 blaðsíður,
fjallar um ömmuna, Katrínu Thor-
steinsson Briem sem kann að hafa
orðið örlagavaldur í lífi dóttur sinnar
og dótturdóttur. Hún hefur áður
komið við sögu í ýmsum bókum, en
hér er að finna ýmsar nýjar upplýs-
ingar um ævi hennar, hjónaband og
aðdraganda þess að hún fyrirfór sér
frá sjö ungum börnum árið 1919, þá
ekki fertug að aldri. Er byggt á áður
óbirtum sendibréfum, skráðum og
hljóðrituðum frásögnum og fjöl-
skyldusögum.
Katrínu Stellu Briem hefur auðn-
ast að vinna úr lífsreynslu sinni svo
aðdáunarvert er. Hún giftist Guð-
mundi Júlíussyni stýrimanni og síðar
kaupmanni, m.a. í Melabúðinni, og
eiga þau þrjá syni. Helga Guðrún
segir að hún hafi tileinkað sér þá
hugsun að líta á hverju reynslu sem
jákvæða og að allt hafi sinn tilgang.
Lýkur bókinni með þeim orðum að
þessi lífsspeki hafi fært henni vissu
um að allt fari eins og það eigi að fara.
Afar áhugaverð bók.
Áhrifamikil ævisaga
Ævisaga
Saga þeirra, sagan mín bbbbn
Eftir Helgu Guðrúnu Johnsen.
JPV útgáfa, 2014. 404 bls.
GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn „Helga Guðrún hefur góða sýn yfir söguefnið og sterk tök á
frásögninni, hrasar hvergi í útúrdúrum eins og stundum vill gerast þegar
höfundar hafa úr miklu efni að moða,“ segir rýnir um sögu Helgu Guðrúnar.
Á tónleikum
Kórs Langholts-
kirkju á sunnu-
dag kl. 16 verða
flutt verk eftir
Sigvalda Kalda-
lóns og Þorvald
Gylfason. Kór
Langholtskirkju
er um þessar
mundir að ljúka
heildar-
upptökum á kórlögum Sigvalda en
þau eru tæplega fimmtíu talsins. Á
tónleikunum verða flutt nokkur af
hans þekktustu lögum en meðal
þeirrra má nefna „Þó þú langförull
legðir“, „Ísland ögrum skorið“,
„Nóttin var sú ágæt ein“ og „Að-
fangadagskvöld jóla“.
Einnig verða frumfluttir sjö
sálmar eftir Þorvald Gylfason við
texta Kristjáns Hreinssonar.
Stjórnandi er Jón Stefánsson og
á orgel og píanó leikur Tómas
Guðni Eggertsson.
Lög tveggja
tónskálda
Sigvaldi
Kaldalóns
Í dag, laugardag
klukkan 15,
verða tvær sýn-
ingar opnaðar í
Gallerí Fold við
Rauðarárstíg.
Málverkasýn-
ing Öbbu, Að-
albjargar Þórð-
ardóttur, nefnist
„Beggja heima“.
Undanfarin ár
hefur hún málað svani í ýmsum
myndum, sem náttúrufyrirbrigði,
sem sagnaminni og sem táknmynd
hins yfirskilvitlega. Þetta er sjötta
einkasýning hennar.
Einnig verður opnuð ljós-
myndasýning Jóhanns Smára
Karlssonar, „Á fjöllum“. Á sýning-
unni eru landslagsljósmyndir sem
Jóhann Smári hefur tekið á nýliðn-
um árum.
Síðasta einkasýning hans var í
Rómaborg í nóvember í fyrra, þar
sem honum var boðið að setja upp
úrval af sínum bestu verkum.
Tvær sýn-
ingar í Fold
Svanur Hluti eins
verka Öbbu.
Arnaldur Indriðason er sér-fræðingur í því að skrifaglæpasögur og bregstekki tryggum lesendahópi
með nýjustu bókinni, Kamp Knox.
Uppbygging sögunnar er úthugsuð
og sögupersónur leiða lesandann
örugglega frá fyrstu
til síðustu blaðsíðu.
Þetta er ekki aðeins
glæpasaga heldur
má flokka hana
undir fagur-
bókmenntir, eins og
svo mörg verk eftir
Arnald.
Sagan gerist 1979
og fjallar um tvö
mál. Annað nýtt. Hitt gamalt.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Mar-
ion Briem heldur utan um það fyrr-
nefnda en Erlendur, aðstoðarmaður
hans til skamms tíma, er að mestu
með hugann við gamla, óupplýsta
málið.
Rétt eins og ákveðinn hópur
manna nýtur þess að drekka gott
kaffi og púa Havana-vindil með er
unun að sitja í góðum stól með góða
birtu og lesa bókina Kamp Knox.
Hægt og rólega til þess að njóta
frásagnarinnar, sem felst ekki í
hraða og spennu heldur yfirvegun,
sögu sem segir svo margt. Frásögn-
in er samanþjöppuð – kjarni án fitu,
lýsingarnar á umhverfinu grípandi,
persónurnar ljóslifandi og viðmót
þeirra eðlilegt með tilliti til sög-
unnar, samtölin trúverðug og lík-
ingar eru mjög vel gerðar og hitta
sérlega vel í mark. Stutt lýsing í
lokin er sem punkturinn yfir i-ið og
dregur í raun saman mikla sögu í
fáum orðum.
Arnaldur leitar víða fanga til að
varpa ljósi á málin, sem eru til um-
fjöllunar. Sagan er í raun pólitísk og
háalvarleg, en um leið upprifjun á
mikilvægum kafla í sögu íslensku
þjóðarinnar. Þetta er ekki aðeins
góð glæpasaga heldur samtímasaga
eins og höfundurinn sér hana.
Það er mikil kúnst að skrifa eins
og Arnaldur gerir. Hann setur nið-
Skáldsaga
Kamp Knox bbbbn
Eftir Arnald Indriðason.
Vaka-Helgafell 2014. 323 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Arnaldur
bregst ekki
hemlun, minnka slit á dekkjum og
draga úr eldsneytiseiðslu þarf
fjöðrunarbúnaður að vera rétt hjólastilltur
Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna
þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða.
564 5520
bilajoa.is
Þarf ekki að hjólastilla
bílinn þinn
Opið: mánud. – fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15
með allt fyrir bílinn
Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is
Til að hámarka jafnvægi bílsins við