Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Báðar þessar bækur fjalla umljóð og greiningu þeirra.Sveinn Yngvi rýnir í kveð-skap allmargra skálda, allt
frá Eggerti og Jónasi til Gyrðis Elías-
sonar með hliðsjón af nýlegum les-
hætti, vistrýni: hvernig skáldin
skynja umhverfi sitt, náttúruna.
Rómantíkin og arfleifð hennar er leið-
arhnoðað. Þorsteinn spáir í tiltekin
ljóð fjögurra skálda sem marka upp-
haf nútímaljóðlistar að hans mati, Jó-
hanns Sigurjónssonar, Jóhanns Jóns-
sonar, Halldórs Laxness og Steins
Steinars. Báðir hafa þeir víðfeðma
þekkingu á stefnum og straumum, en
Þorsteinn geldur varhug við þeim
bókmenntalegu básum sem ljóð eru
oft leidd á. Báðar þessar bækur eru
vel skrifaðar og þær eru ánægjulegur
lestur þeim sem hafa gaman af ljóð-
um og víst komu mörg dæmi þeirra
kunnuglega fyrir sjónir.
Sveinn Yngvi les „Fjallið Skjald-
breið“ með vistrýnum hætti í fyrsta
kafla bókar, fjörlega og sannfærandi,
en í næsta kafla fjallar hann almennt
um náttúrulýsingar í ljóðum Jónasar
en víkur síðan að náttúrunni í ljóðum
þjóðskálda 19. aldar; þar ber hann þá
saman Jónas og Preseren, þjóðarskáld
Slóvena. Jónas segir í ljóði að tíminn
vilji ekki tengja sig við hann og var
svartsýnn, en straumar tímans föng-
uðu hins vegar bæði hann og Preseren
með hliðstæðum hætti eins og raunar
fjölmörg önnur rómantísk skáld. Lær-
dómsríkur lestur. Fjórði kafli fjallar
um hið háleita, ógnvænlega, og er
bráðskemmtilegur og upplýsandi, þar
ber hátt greiningu á „Hafís“ sr. Matt-
híasar og um leið horfir Sveinn Yngvi
til ljóðs Shelleys um Mont Blanc. Auk
þeirra koma Grímur Thomsen, Bjarni
Thorarensen o.fl. að málinu. Næst er
vikið að hjarðljóðum, sérstökum kveð-
skap í andstöðu við hið háleita; í hjarð-
ljóðum er dýrð náttúrunnar og ein-
falds sveitalífs dásömuð, þar er
smalinn áberandi; Steingrímur Thor-
steinsson er hér maklega í nærmynd;
hjarðljóð hafa annars lengi haft út-
lenska skírskotun hér á landi. Kaflinn
um ljóðagerð Huldu er þeim mun fróð-
legri sem hún hefur dálítið verið í
skugga, kannski vegna þess að þulur
hafa ekki átt upp á pallborð bók-
menntamanna; í raun er löngu kominn
tími til endurmats á því. Sveinn Yngvi
nefnir ekki „Lindina“, angurvært ljóð
Huldu sem Eyþór Stefánsson samdi
síðar við lag sem hljómaði í huga mér
þegar ég las þennan kafla; andi lags og
ljóðs í fullu samræmi við umfjöllun
Sveins Yngva. Næst skrifar hann um
einföld skáld og meðvituð í samræmi
við kenningar Schillers. Einfaldi
skáldskapurinn er eftirlíking náttúr-
unnar, en meðvituðu skáldin gera sér
ljósan muninn á veruleikanum og hug-
sjóninni; í krafti þessa fjallar Sveinn
Yngvi af skarpskyggni um eldri sem
yngri ljóð; landslag hið innra kemur
við sögu. Hver kynslóð mótar sýn á
náttúruna sem síðan kallast á við hug-
myndir fyrri tíðar manna; íronía nokk-
uð áberandi eftir því sem nær dregur í
tíma.
Umfjöllunin um myrkviði Martins
Heidegger fannst mér seig undir
tönn, en Sveinn Yngvi greinir þar
nokkur ljóð, m.a. eftir Jóhann Sig-
urjónsson og Hannes Pétursson. Hei-
degger spáði í skáldlega vist manna á
jörðinni og hafði þar ýmislegt til mál-
anna að leggja, sumt af flóknara tagi.
Í „Fagurfræði óvissunnar“ tengir
Sveinn Yngvi saman Keats og Snorra
Hjartarson með læsilegum hætti og
fallast verður á þau tengsl; neikvæð
færni er hugtak sem þar kemur við
sögu. Í lokakafla bókarinnar er fjallað
um ferðina, gönguna, hvernig hún
kristallast í ljóðum ýmissa skálda og
tengist myndlist; hér eru skoðuð ljóð
og ljóðbrot eftir Jóhann Sigurjónsson
en einkum þó gönguljóð Gyrðis Elías-
sonar. Allt er þetta skrifað af mikilli
hugkvæmni og virðingu fyrir við-
fangsefninu. Hitt er síðan annað mál
að hver lesandi nýtur ljóða með sín-
um hætti, yrkisefni, form, málbeiting
og aðferð höfundar orkar með sínum
hætti á hvern lesanda.
Þannig getur greining ljóðs
í frumparta eyðilagt lestr-
arupplifunina; ég hef grun
um að í framhaldsskólum
séu ljóð jafnan eyrna-
merkt tiltekinni stefnu og
til prófs eru valin þau ljóð
sem hægt er biðja nemendur um að
finna í tiltekin greiningaratriði:
myndmál, rím, hliðstæður, and-
stæður o.s.frv. Ég held að margar
ungar sálir verði afhuga ljóðalestri
fyrir vikið. Of fáir ná að líma saman
alla bútana og finna gæsahúð hrifn-
ingarinnar!
Nærfærin greining
Bók Þorsteins er einkar fjörlega
skrifuð og hann tekur upp í sig; hann
er efins um tímabilaskipt-
ingu í bókmenntasögu þar
sem sundurleitum bók-
menntum er skotið undir
einn hatt. „Ein slík skjóða
íslenskrar bókmenntasögu
gengur undir nafninu NÝ-
RÓMANTÍK“ (bls. 24).
Það leynir sér þó ekki að
Þorsteinn hefur víðtæka
þekkingu á þeim „ism-
um“ sem hann amast við
og hann er afar vel að sér um meg-
inlínur í evrópskum bókmenntum og
skyggnist líka vestur um haf. Grein-
ingar hans á ljóðum Jóhanns Sig-
urjónssonar eru beinlínis ljúffengar
og ég fellst á skilgreiningar hans á
nútímaljóðlist. Hann notar talsvert
rými fyrir Jóhann Jónsson, mest í
„Söknuð“, en meira nýnæmi er að
minni hyggju að greiningu hans á
öðrum ljóðum Jóhanns sem hafa
lengi dulist í skugganum af „Sökn-
uði“. Eiginlega afsannar hann gamla
og sprelllifandi fullyrðingu þess efnis
að Jóhann Jónsson hafi verið eins-
kvæðis-skáld. Púðrið í kaflanum um
ljóð Laxness fer mest í að sanna að
„Únglíngurinn í skóginum“ sé sym-
bólskt kvæði en ekki súrrealismi, það
er symbólik plús leikur eins og svo
mörg ljóð Halldórs. Rökin eru sann-
færandi. Mér fannst hins vegar full-
langt seilst að túlka ýmis önnur ljóð
Halldórs (t.d. bls. 148) sem eins konar
kveðju til fortíðar sjálfs sín; mér
finnst þessi ljóð vera að „láta orðin
hoppa og hía út um borg og bí“ svo
vísað sé í orð skáldsins, þau voru hlið-
arspor frá skáldsagnarituninni, hvíld
frá þrásetu yfir ótal orðum sem alls
ekki voru neitt hopp og hí. Þorsteinn
dregur upp þekkilega mynd af því
ungmenni sem Halldór var þegar
hann orti flest ljóð sín.
„Tíminn og vatnið“ eftir Stein er
síðasta viðfangsefnið, afskaplega
nærfærin greining. Tíminn vildi ekki
tengja sig við Jónas og „Tíminn og
vatnið“ hafa aldrei bundist þeim sem
þetta ritar sérstökum böndum. Ei að
síður fannst mér gagnlegt og gaman
að lesa þessa rýni Þorsteins sem horf-
ir á kvæðabálkinn úr ótal áttum. Þeg-
ar ég les þessi kvæði núna skynja ég
einungis óræðar myndir, þar sem
jafnan er teflt saman ólíkum merk-
ingarmiðum sem verða að eigin veru-
leika sem ekki verður endursagður
með öðrum orðum. Víst finnst mér
margar þessara mynda að sönnu fal-
legar og hugvitsamlegar, en enginn
skyldi reyna að finna þeim djúptæka
merkingu af því að enginn lesandi
getur líklega samsamað þær sínum
eigin tilfinningum.
Tvær bækur, lyklar að ljóðum.
Ljómandi góðar bækur fyrir alla þá
sem hafa áhuga á kveðskap. Frá-
gangur allur af hálfu forlaga góður;
hefði reyndar kosið að hafa litmyndir
af málverkum í riti Sveins Yngva, en
svarthvítar myndir sýna þó meira en
ótal orð segja.
Leiðrétting
Í ritdómi 6. október sl. um bók Krist-
jáns Jóhanns Jónssonar um Grím
Thomsen sagðist ég sakna nafna-
skrár. Það var glámskyggni. Hún er
á sínum stað. Ég bið höfund og for-
lag velvirðingar á þessari yfirsjón
minni.
Fræði
Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra
skálda bbbbn
Eftir Svein Yngva Egilsson.
Háskólaútgáfan, 2014. Kilja, 257 bls.
SÖLVI SVEINSSON
BÆKUR
Fjögur skáld. Upphaf nútímaljóðlistar
á íslensku bbbbn
Eftir Þorstein Þorsteinsson.
JPV útgáfa, 2014. Kilja, 240 bls.
Morgunblaðið/Eggert
Sveinn Yngvi „Allt er þetta skrifað af mikilli hugkvæmni og virðingu fyrir
viðfangsefninu,“ segir um bók Sveins Yngva, Náttúra ljóðsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Þorsteinn „Það leynir sér þó ekki að Þorsteinn hefur víðtæka þekkingu á
þeim „ismum“ sem hann amast við…“ segir um fjörlega skrifað verk hans.
Lyklar að ljóðum
ur fyrir sig sviðið og fyllir út í það á
þann hátt að það verður varla gert
betur. Upprifjun á liðnum atburð-
um, sem fjallað hefur verið um í
öðrum bókum, fellur svo vel inn í
söguna að hún virkar ekki sem end-
urtekning heldur dýpkar frásögn-
ina. Lýsingar á tíðarandanum falla
eins og flís við rass og þó að Vinnu-
fatabúðin hafi alltaf verið á Lauga-
veginum passar hún ágætlega við
Hverfisgötuna.
Ljósmynd/Alfredo Garofano
Sakamálahöfundurinn „Uppbygg-
ing sögunnar er úthugsuð og sögu-
persónur leiða lesandann örugglega
frá fyrstu til síðustu blaðsíðu,“ segir
um bók Arnaldar Indriðasonar.
Siðfræðistofnun
Háskóla Íslands
stendur fyrir
opnu málþingi í
Norræna húsinu
á laugardag
klukkan 13, und-
ir yfirskriftinni
„Taugaefling og
mörk mennsk-
unnar“.
Viðfangsefni
málþingsins eru rannsóknir og hug-
myndir sem hverfast um að efla
starfsemi heilans og taugakerfisins.
Með tilkomu lyfja, nýrrar tækni og
annarra inngripa hafa vaknað
áleitnar spurningar um starfsemi
heilans og hvort og hvernig æski-
legt sé að hafa áhrif á hann. Þá
verður einnig fjallað um þróun
gervigreindar og samspil manns og
vélar.
Þátttakendur verða m.a. María
K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur,
Hermann Stefánsson, rithöfundur,
Magnús Jóhannsson, sálfræðingur,
Kristinn Rúnar Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Vitvélastofnunar, og
Salvör Nordal, forstöðumaður Sið-
fræðistofnunar. Dagskránni lýkur
með sýningu heimildarmynd-
arinnar Fixed þar sem fjallað er um
hvað felist í heilbrigði og mögu-
leikum á taugaeflingu.
Taugaefling
og mörk
mennsku
Salvör Nordal
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS
Teppin frá Happy
Habitat eru úr
endurnýttri bómull og
eru ótrúlega mjúk
og notaleg á dimmum
vetrarkvöldum.