Morgunblaðið - 13.11.2014, Side 13

Morgunblaðið - 13.11.2014, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13 Gómsætt og girnilegt konfekt Ensk jólakaka, lagkaka Stollen Gjafakörfur með ýmsu góðgæti Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Gómsætar jólagjafir Jólakonfektkaka V efurinn er sneisafullur af spurningum frá starfs- fólki sem veit ekki hvað er við hæfi þegar kemur að jólagjöfum innan vinnustaðarins. Er eðlilegt að gefa t.d. næsta yfirmanni glaðning, eða eiga gjaf- irnar bara að koma ofan frá og niður? Hvað er of mikið og hvað of lítið þegar kemur að verði gjafarinnar? Eiga félagarnir í deildinni að fá eitthvert smáræði, eða eiga allir að setja gjafir í púkk? Getur allt farið í háaloft ef stjórnandi laumar aukalegum glaðningi að uppáhaldsstarfsmann- inum? Allt eru þetta erfiðar spurn- ingar og gleðin og þakklætið sem fylgir jólagjöfunum getur hratt farið að minna mest á jarð- sprengjusvæði. Topparnir þurfa ekki gjafir Allison Green, konan á bak við ráðgjafarvefinn Askamanager- .com, segir það góða almenna reglu að undirmenn gefi yfirmönn- um ekki gjafir. Hins vegar geti hinn almenni starfsmaður farið þá leið að koma með eitthvað gott matarkyns og deilt með öllum vinnustaðnum, yfirmanninum þar á meðal. Eitthvað sem er ekki of dýrt, helst heimagert, og útdeilt í einstaklingspakkningum eða haft frammi svo allir geti skammtað sér. Sama gildir með söfnunarher- ferðir. Þrátt fyrir góðan ásetning getur verið mjög óviðeigandi að reyna að fá t.d. undirmennina til að leggja í púkk fyrir gjöf handa yfirmanninum. Þeim sem vilja ekki gefa gjöf eða hafa takmörkuð fjárráð ætti ekki að finnast þeir vera neyddir til að gefa. Ef vinnustaðurinn skipuleggur gjafabýtti er vissara að hafa regl- urnar mjög skýrar og bannað að svindla. Því lægri viðmiðunar- upphæð, því minni líkur á að gjafabýttin komi illa við suma. Virðulegur vinnustaður Vitaskuld verða gjafir á milli vinnufélaga að vera viðeigandi, þó þær séu ódýrar. Það getur stund- um verið erfitt að rata hinn gullna og mjóa meðalveg á milli „fynd- innar“ og „dónalegrar“ jólagjafar og stundum reyna menn að vera of „sniðugir“ þegar verðbilið er lágt. Það hvílir að miklu leyti á stjórnendum að skýra línurnar og koma til skila, á smekklegan hátt, hvað er við hæfi og hvað ekki. Ef til stendur að senda fjöldapóst á starfsmennina með reglum og til- mælum er vissara að orða hlutina mjög pent svo engum sárni. Það kallar á sérlega mikla næmi ef víkja þarf frá eldri jólahefðum á vinnustaðnum og t.d. kynna til sögunnar ódýrari gjöf frá fyr- irtækinu en venjan er. Hver man ekki hvernig fór í kvikmyndinni Christmas Vacation þegar Gris- wold-fjölskyldan uppgötvaði á jóladag að í stað árlegs jólabónuss hefur heimilisfaðirinn fengið árs áskrift að klúbbnum „Ávaxtahlaup mánaðarins“? Ekki láta vondu fréttirnar koma fólki á óvart. ai@mbl.is Hver á að fá hvað? Óskrifuðu reglurnar í kringum jólagjafir á vinnustað geta verið loðnar eins og jólakötturinn Ergelsi Ef gjafir til starfsmanna minnka milli ára er vissara að láta breytinguna ekki vera óvænt vonbrigði á síðustu stundu, eins og gerðist með eftirminnilegum hætti í myndinni Christmas Vacation. Það getur stundum verið erfitt að rata hinn gullna og mjóa meðalveg á milli „fyndinnar“ og „dóna- legrar“ jólagjafar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.