Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 3
Málfríður, málgagn tungumálakennara fræðir okkur um það hversu margvísleg og fjölbreytt verk­ efni okkar eru. STÍL hélt námstefnu í samvinnu við NBR (Nordic Baltic Region) sl. sumar er bar titilinn „Sharing the Treasure Trove” eða ,,Hvað er í gullkistunni.” Í fæðingu er ,,Islandsk – skandinavisk web ord­ bog.“ Áform eru um að koma á fót alþjóðlegri tungu­ málamiðstöð innan vébanda Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og í framhaldinu hefur verið stofn­ að félagið, Vinir Vigdísarstofnunar sem hefur það markmið að leggjast á árarnar til að gera hana að veruleika. Tungumálakennarar velta sífellt fyrir sér hvernig þeir eiga að meta nemendur sína og er fróðleg grein í blaðinu sem ber titilinn, Óhefðbundið námsmat, fjölbreytt námsmat. eTwinning, áætlun ESB um rafrænt skólasam­ félag í Evrópu, er ákjósanlegur vettvangur til þess að stíga fyrstu skrefin í Evrópusamstarfi með þátt­ töku í litlu og einföldu verkefni og minnir okkur á að alþjóðasamskipti þurfa ekki að vera flókin. Frönsk fræði hafa verið kennd lengst allra erlendra tungu­ mála við HÍ og verður þess minnst á aldarafmæli skólans á næsta ári. Kennarar fara í námsferðir, kynna sér nýjungar í fræðunum og endurnýja nauðsynleg kynni við máls­ amfélagið. Og nemendur okkar leggja einnig land undir fót. Þeir tóku þátt í Ólympíuleikum í þýsku og Snæfríður Grímsdóttir segir frá því hvernig þátt­ taka hennar í keppninni ,,The ESU International Speaking Competition 2010,” leiddi hana í ævin­ týralegt sumarnámskeið í Bandaríkjunum. Gróskumikið starf tungumálakennara speglar nauðsyn þess að vera í tengslum við umheiminn, vonandi kemur niðurskurður til menntamála ekki í veg fyrir það. Efnisyfirlit Ritstjórnarrabb . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Alþjóðleg tungumálamiðstöð Auður Hauksdóttir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Vinir Vigdísarstofnunar Ragnheiður Jóna Jónsdóttir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Hvers vegna er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur mikilvæg? Kjartan Ragnarsson, leikstjóri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Örstutt tækifærisræða á stofnfundi Vina Vigdísarstofnunar 26. september 2010 Víkingur Heiðar Ólafsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 ISLEX – Islandsk­skandinavisk webordbog Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir . . . . . . . . . . 11 eTwinning: Hentug leið fyrir kennara (og nemendur) í tungumálum Guðmundur Ingi Markússon . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Ólympíuleikarnir í þýsku 2010 og kennaranámskeið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Den professionelle dansklærer . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Frönsk fræði við Háskóla Íslands, Evrópa og alþjóðasamstarf Irma Erlingsdóttir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Þekking vinnur gegn fordómum Steingerður Steinarsdóttir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Námstefnan „Sharing the Treasure Trove“ Ragnheiður Jóna Jónsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 NBR Seminar Marie Blomkvist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Óhefðbundið námsmat – fjölbreytt námsmat Elísabet Valtýsdóttir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Málfríður tímarit Samtaka tungumálakennara, 2. tbl. 2010 Forsíðumynd: „Adam í Paradís“ eftir myndlistarmanninn Jesus Loayza. Útgefandi: Samtök tungumálakennara á Íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Bryndís Helgadóttir Halla Thorlacius Sigurður Ingólfsson Prófarkalestur: Eygló Eiðsdóttir Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja 141 776 UM HV ERFISMERKI PRENTGRIPUR Póstfang Málfríðar: Pósthólf 1110 121 Reykjavík Ritstjórnarrabb Eftirtalin félög tungumálakennara eiga fulltrúa í ritstjórn Málfríðar 2010: Félag dönskukennara: Bryndís Helgadóttir Iðnskólanum Hafnarfirði heimasími: 557 4343 netfang: bryndis.helgadottir@idnskolinn.is Félag enskukennara: Halla Thorlacius Garðaskóla heimasími: 552 4509 netfang: halla@gardaskoli.is Félag frönskukennara: Dr. Sigurður Ingólfsson Menntaskólanum Egilsstöðum heimasími: 471 2110 netfang: si@me.is Félag þýskukennara: Ásmundur Guðmundsson Menntaskólanum í Reykjavík heimasími: 690 2436 netfang: asmgud@mr.is

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.