Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 24
að ráðum enskukennarans síns. Hefur hún lesið bókina  síðan og kannski velt fyrir sér því sem hún skrifaði? „Já, ég las hana aftur um daginn en áhrifamikið var  líka  að  áður  en  við  fórum  heim  skrifuðum  við  bréf  til  allra  fimmtíu þátttakendanna  í prógramminu og  í  flugvélinni  á  leiðinni heim  las  ég öll bréfin mín. Það  var ómetanleg reynsla. Þau hef ég líka tekið upp síðan  og lesið.“ Þeir  sem  eru  áhugasamir  um  Benjamin  Franklin  Transatlantic Fellows Summer Institute geta farið inn  á  vefslóðina  http://blogs.bftf.org  og  lesið  sér  meira  til  um  þetta  einstaka  nám  sem  sameinar  ungmenni,  dregur úr fordómum og opnar nýja heima.  Steingerður Steinarsdóttir. mér að gerast sendiherra einhvern tíma í framtíðinni en  annars eru svo mörg tækifæri í dag og vandi að velja.“ Hvað myndir þú ráðleggja öðrum unglingum, sem  hefðu áhuga á að prófa að fara þarna út, að gera? „Þau geta haft samband við sendiráð Bandaríkjanna  og sótt um. Það er um að gera að bera sig eftir björg­ inni og koma vel  fyrir. Ég var á réttum stað á réttum  tíma sem varð til þess að ég fékk þetta tækifæri en það  er um að gera að spyrjast fyrir um næstu námskeið og  hvernig best sé að sækja um. Ég verð líka að minnast  á hversu frábærlega vel unnið og skipulagt þetta pró­ gramm  er  og  viðmót  allra  framúrskarandi.  Þetta  ein­ kenndist allt af fagmennsku! „ Snæfríður hélt dagbók meðan hún var úti og fór þar  STÍL­félagar  og  aðrir  gestir  áttu  ánægjulega  og  árangurs ríka  daga  á  námstefnunni  „Sharing  the  Treasure  Trove  “  sem  STÍL  hélt  fyrir  NBR,  dagana  18.–19.  júní  síðastliðinn. Áttatíu  þátttakendur  voru  skráðir til leiks og skipuleggjendur fagna því sérstak­ lega að meðal  íslenskra þátttakenda voru kennarar  af  öllum  skólastigum.  Við  fengum  þrjátíu  erlenda  gesti  og  var  afar  dýrmætt  að  fá  þátttöku  svo  víða  að,  frá  Finnlandi,  Danmörku,  Svíþjóð,  Bretlandi,  Lettlandi,  Spáni,  Italíu,  Möltu,  Suður­Afríku  og  Ástralíu. Tilgangur námstefnunnar var að deila því  sem við gerum best í tungumálakennslu og efna til  samræðu  meðal  kollega.  Tilganginum  var  náð  og  þátttakendur fóru sáttir til síns heima. Það  var  einstaklega  notalegt  að  nýta  aðstöðuna  sem STÍL bauðst í Verslunarskóla Íslands og kunn­ um  við  skólayfirvöldum  VÍ  og  starfsfólki  bestu  þakkir fyrir. Það kom einnig sérlega vel út að halda  hluta námstefnunnar í Viðey og getum við hæglega  mælt með Viðeyjarstofu fyrir samkomur sem þessar.  Ferðin virkaði sem félagslegur hvati og ýtti undir að  fólk kynntist og ræddi við ókunnuga. Nándin sem  þannig  skapaðist  í  Viðeyjarferðinni  gaf  síðari  deg­ inum aukna dýpt og innileik, jafnvel þótt hann væri  þéttskipaður fyrirlestrum og vinnustofum. Nærvera Vigdísar Finnbogadóttur, verndara nám­ stefnunnar, var sérstaklega dýrmæt og munu erlend­ ir  gestir  seint  gleyma  því  að  hafa  fengið  far  með  henni  niður  að  Skarfabakka  áleiðis  í  Viðeyjarferju.  Kærkomin  heimsókn  Þórunnar  Björnsdóttur  með  hóp stúlkna úr Skólakór Kársness léði laugardegin­ um ferskan hátíðleik og harmonikkuleikur Böðvars  Magnússonar  í Viðey veitti  tækifæri  til  „margmála  söngs“.  Í  lokahófi  í  heimahúsi  við  lok  námstefnu  fór  ekki  á  milli  mála  að  erlendir  kollegar  fóru  til  síns  heima  hæstánægðir  með  Íslandsförina  og  höfðu smekk fyrir íslenskri lúðu og ljóðum Jónasar  Hallgrímssonar, í Bard of Iceland.  Fyrir hönd STÍL vil ég þakka öllu því góða fólki  sem lagði sitt af mörkum til að svo vel tækist til, og  treysti ég því að þátttakendur séu einhverju bættari  fyrir komuna. Á heimasíðunni www.stil.is má nálg­ ast efni frá námstefnunni. Jesus  Loayza  myndlistarmaður  hefur  gefið  STÍL  listaverkið Adam í Paradís sem þakklætisvott handa  Verslunarskóla Íslands. Verkið er unnið með þurrnál  og bleki í endurunnið ál og þakið táknmyndum sem  vísa  í katólska  trú. Sjá nánari upplýsingar á www. jesusloyxa.com.  Kunnum  við  honum  bestu  þakkir  fyrir. Ragnheiður Jóna Jóns- dóttir, formaður STÍL. 24 MÁLFRÍÐUR Ragnheiður Jóna Jónsdóttir Námstefnan „Sharing the Treasure Trove“

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.