Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 10
á kreppuárunum fyrri, sagði oft þann brandara þegar  ég var krakki að kennari hennar í íslensku hafi sagt við  bekkinn: „þið eigið ekki að nota orðið að brúka, heldur  eigið þið að brúka orðið að nota!” Og á húsinu okkar  í  Vesturbænum  var  „altan”  og  framan  við  húsið  var  „fortó.”  Eftir að Vigdís Finnbogadóttir var skipuð sendiherra  tungumála fyrir Sameinuðu þjóðirnar hefur hún unnið  ötullega og af ósérhlífni að því verkefni æ síðan. Vigdís  sagði frá því í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum að fátt  hefði glatt sig meira í lífinu en þegar komið var að máli  við hana á sumardaginn fyrsta árið 2001 og hún spurð  hvort Rannsóknarstofnun í erlendum tungumálum við  HÍ mætti bera nafn hennar. „Þessi  sumargjöf  er  merkilegasta  og  fallegasta  gjöf  sem  ég  hef  fengið  á  ævinni  og  mikil  viðurkenning  á  störfum  mínum  í  þágu  tungumála.  Í  Evrópu  tíðkast  ekki  að  fólk  fái  háskólastofnanir  nefndar  eftir  sér  á  meðan það er enn  lífs. Ég er afskaplega þakklát  fyrir  að fá að leggja mitt af mörkum í þágu tungumálanna á  þennan hátt.” Hafi Vigdís óttast að þetta væri einhvers  konar minningarskjöldur og hún þar með kominn í safn  hinna virðulegu dauðu íkona þurfti hún ekki lengi að  óttast það. Hún hefur unnið ötullega að ýmsum þjóð­ þrifaverkefnum allt fram á þennan dag, og með stofn­ uninni  sem ber nafn hennar allar götur  frá  stofnun.  Í  dag er hér verið að stofna Vinafélag Stofnunar Vigdísar  Finnbogadóttur. Ég vona að það verði góður  liðsauki  við það starf sem þegar er unnið við stofnunina. Ræða flutt á stofnfundi Vina Vigdísarstofnunar þann 26. september síðastliðinn. með þjóðinni sem aldrei fyrr. Það fer því vel á því að  alþjóðleg stofnun um rannsóknir og styrkingu tungu­ mála  sé  staðsett  hér,  vel  að  merkja  ef  okkur  auðnast  gæfa  til  að  skapa  slíkri  stofnun  burði  til  að  bera  sitt  nafn með rentu.  Mig langar að nota þetta tækifæri og minnast á það  að við  í Landnámssetri  Íslands höfum sett okkur það  markmið  að  sjóngera  þá  sögu  sem  við  eigum  hvergi  varðveitta nema í tungumálinu. Sjóngera hina skrifuðu  sögu og þýða yfir á önnur  tungumál á einfaldan hátt  til að vekja áhuga erlendra manna á þeim verðmætum  sem hafa verið skrifuð fyrir hljóðfærið okkar,  íslensk­ una.  Ég  talaði  um  það  hér  áðan  að  hvert  hljóðfæri  í  tungumálafjölskyldunni  hefði  sinn  hljóm,  sína  sál.  Því getur verið snúið að þýða hugsun af einu  tungu­ máli yfir á annað, stundum nánast ógerlegt. Mér finnst  alltaf  skemmtileg  sagan um HKL og  latneska orðatil­ tækið  „per  ardua  ad  astra,”  orðrétt  þýðing  eitthvað  á  þessa  leið;  „í  gegnum  þjáninguna  liggur  leiðin  til  stjarnanna.”  Þetta  þótti  Halldóri  Laxness  tilgerðarleg  skrúðmælgi á íslensku, hann vildi þýða þetta einfald­ lega með íslensku orðatiltæki, „enginn verður óbarinn  biskup.” En sem sagt staða okkar tungu er sterk og ég held að  við höfum mikið að gefa í þeim efnum, t.d. er  lifandi  áhugi  alls  almennings  á  nýyrðasmíð  gott  dæmi  um  gróskuna. Tölva, gemsi, skjár, einhver vill segja spila­ dós  í  stað  I­pott  og  annar  vill  nota  orðið  kjölturakki  fyrir laptopp. En auðvitað þurfum við alltaf að vera á  varðbergi  og  höfum  verið  það  svo  lengi  sem  ég  man  eftir mér. Mamma mín tæplega níræð, sem var í Versló  Ég ætla rétt að segja nokkur orð ­ og reyna að forð­ ast klisjuna um að tónlistin sé tungumálið sem allir  skilja,  að  hún  brúi  bilið  milli  þjóðtungna  og  mál­ lýskna  Reyndar  má  vera  að  allir  skilji  tónlist,  þó  hver á sinn hátt, en ég hef um ævina aðeins kynnst  örfáum snillingum sem virðast  eiga músíkölsku að  móðurmáli – tala hana gersamlega reiprennandi. Því er samt ekki að neita að tónlistin vekur spurn­ ingar um eðli tungumálsins og mörk þess, en einnig  um samband mannsins við sérhverja einstaka tungu.  Í  fyrirlestrum  sínum  benti  Leonard  Bernstein  oft  á  þau fótspor þjóðtungunnar sem finna má í verkum  meistaranna. Frá löngum og flæðandi frjálsum mel­ ódíum  frönskunnar  til  hinna  skorinorðu  og  hryn­ föstu þýsku laglína. Ólíkindatólið Glenn Gould gekk enn lengra, þótt  í gríni væri, og taldi grundvallarmun á hinni heild­ rænu þýsku þögn – og þeirri  frönsku, sem augljós­ lega væri til skrauts.  En nú er ég kominn út á hálan ís, mér fer betur að  halda ræður í tónum. Mig langar til að sýna stuðn­ ing minn við þrotlaust og fallegt starf frú Vigdísar í  þágu menningarinnar með því að  leika  fyrir ykkur  á flygilinn. Víkingur Heiðar Ólafsson. Örstutt tækifærisræða á stofnfundi Vina Vigdísarstofnunar 26. september 2010 10 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.