Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 28
Frammistöðumat: Frammistöðumat felst í skipulegum  athugunum  (e.  Performance Assessment),  en  það  er  þegar kennarinn fylgist markvisst með öllum nemend­ um og skráir hjá sér á skipulegan hátt þau atriði sem  meta  á  í  hvert  skipti.  Þessar  athuganir  eru  gerðar  oft  og reglulega, áhersla lögð á að fylgjast með nemendum  við mismunandi aðstæður og byggt á margháttuðum  athugunum (Ingvar Sigurgeirsson, 1998). Löng hefð er  fyrir frammistöðumati í verklegum greinum, en það á  jafn vel heima  í  tungumálakennslu  til að meta  flókna  færni eins og tal og ritun. Sjálfsmat:  Sjálfsmat  virkjar  nemendur  til  ábyrgðar  á  námi sínu. Með sjálfsmati á eigin vinnu skilja nemend­ ur betur tilgang námsins. Kennarar fá að heyra raddir  nemenda  og  fá  þannig  mikilvægar  upplýsingar  um  nám þeirra og eigin kennslu. Rannsóknir sýna að sjálfs­ mat  getur  bætt  námsárangur  (Ingvar  Sigurgeirsson,  2008–9). Til þess að nemendur geti tekist á við að meta stöðu  sína og framfarir, þurfa þeir að hafa öðlast ákveðið sjálf­ stæði í námi (e. learner autonomy) (Auður Torfadóttir,  2005). Sjálfstæði í námi er ekki það sama og sjálfsnám,  þ.e.  að  læra  án  kennara  (Auður  Torfadóttir,  2005).  Skilgreining  David  Little  (2002)  á  hinum  sjálfstæða  nemanda  er  að  hann  (í  þýðingu  Auðar  Torfadóttur,  2005): *  skilur tilganginn með náminu *  ber ábyrgð á eigin námi *  tekur þátt í að setja markmið *  á  frumkvæði  að  því  að  skipuleggja  og  framkvæma  viðfangsefni *  metur reglulega hvernig til hefur tekist í náminu. Jafningjamat:  Jafningjamat virkjar nemendur  til þátt­ töku og ábyrgðar. Það eflir skilning nemenda á mark­ miðum námsins og eykur við endurgjöfina sem verð­ ur  fyllri  og  tekur  til  fleiri  sjónarhorna  en  kennarans.  Jafningjamat  veitir  nemendum  mikilvæga  þjálfun  í  tjáningu,  samstarfi  og  þeir  læra  að  gagnrýna  á  upp­ byggilegan hátt (Ingvar Sigurgeirsson, 2008–2009). Greinarhöfundi  þykir  mjög  hentugt  að  nota  jafn­ ingjamat  og  sjálfsmat  m.a.  til  að  meta  virkni  í  hópn­ um.  Er  einhver  glaður  förusveinn  með  í  för?  Sumir  kennarar telja sig hafa séð að nemendur meti oft vini  sína betur en aðra. Það hefur ekki verið áberandi hjá  greinarhöfundi, sem kannast samt sem áður við þetta  vandamál. Þegar um frammistöðumat er að ræða, t.d.  glærukynningar, er hægt að taka meðaltal af því mati  sem nemandinn fær frá öðrum nemendum.  Oft er  samræmi  innan hópsins um virkni hvers og  eins, og þá ætti að vera nokkuð öruggt að treysta því.  Oft er það svo að í hópvinnu vinnur ráðríkasti nemand­ inn mest.  Í  jafningjamati  tel ég heppilegt að biðja um  að  nemendur  segi  frá  einhverju  jákvæðu  í  sambandi  við  vinnu  viðkomandi  félaga  sinna  og  svo  einhverju  Þessi  tegund  prófa  gefur  mjög  takmarkaða  mynd  af  kunnáttu  og  hæfni  –  þau  eru  eins  konar  skyndi­ mynd  sem  sýna  aðeins  lítinn  hluta  þeirrar  kunnáttu  sem nemendur eiga að hafa  tileinkað sér. Prófin sýna  kunnáttu og færni nemenda á þeirri stundu þegar þeir  taka prófið, hvort  sem þeir hafa verið vel undirbúnir  eða ekki, hvort sem þeir eru með prófkvíða eða ekki,  hvort  sem  þeir  hafa  verið  vel  upplagðir  eða  ekki.  Ef  sama próf væri lagt fyrir nokkrum vikum síðar er ekki  víst að sama niðurstaða fengist. Það væri háð ýmsum  skilyrðum  sem  geta  verið  mismunandi  frá  einu  prófi  til annars (Gronlund o.fl., 2009). Til dæmis er vitað að  prófkvíði hefur mjög mikil áhrif á niðurstöður (sjá t.d.  Ragnheiður Hermannsdóttir, 2008). Hefðbundin próf eru að jafnaði skrifleg eða hugsan­ lega rafræn. Svörin eru stöðluð og gefa ekki  svigrúm  fyrir nemendur til að sýna hæfni sína í að nota úrræða­ hæfni sína (e. stratetic competencies)  í málinu. Annar  galli  á  þessum  prófum  er  að  þau  eru  villumiðuð,  en  minna horft á það sem nemendur gera þó rétt (Auður  Torfadóttir,  2005).  Hefðbundin  skrifleg  próf  gefa  hins  vegar  einhverjar  vísbendingar  um  hvort  nemendur  hafi náð markmiðum sínum og því geta þau átt rétt á  sér meðfram öðru námsmati.  Hægt er að gera hefðbundnu prófin óhefðbundnari  með því t.d. að leggja fyrir parapróf eða hóppróf sem  krefjast  samvinnu  nemendanna.  Æskilegt  er  að  nem­ endur skili sjálfsmati og jafningjamati eftir slík próf (sjá  síðar).  Svokölluð „svindlpróf“  eru nokkuð vinsæl hjá  nemendum, en þar er átt við próf með hjálpargögnum,  t.d.  litlum  miða  sem  nemendur  hafa  skrifað  á  þau  atriði sem á að prófa úr. Það er reynsla okkar í FSu að  langflestir nemendur hafi  fyrir því  að útfylla miðann  sinn af kostgæfni og þess vegna mæta fleiri nemendur  vel undirbúnir en ella. Það er nauðsynlegt fyrir kenn­ ara að átta sig á því að niðurstöður á prófum eru ekki  einhver endanlegur sannleikur um færni og kunnáttu  nemenda, heldur á að nota niðurstöðurnar til að leið­ rétta það sem aflaga hefur farið. Til þess að meta flóknari frammistöðu eins og munn­ lega og skriflega færni, sem í báðum tilfellum fela í sér  tjáningu,  verður  að  beita  öðrum  aðferðum  en  hefð­ bundnum prófum. Óhefðbundið námsmat Óhefðbundið námsmat er annað námsmat en hlutlægt  mat  eða  próf  sem  mælir  þekkingu  eins  og  raunin  er  með hefðbundið námsmat. Til  óhefðbundins  námsmats  má  telja  m.a.  sjálfsmat  nemenda,  jafningjamat,  frammistöðumat og  leiðsagn­ armat. Ýmis matstæki hafa verið þróuð í því markmiði  að meta færni nemenda á óhefðbundinn hátt. Hér á eftir  fer  lýsing á ofantöldum gerðum óhefðbundins náms­ mats, svo og á nokkrum þeirra matstækja sem undir­ rituð og nokkrir samkennarar hennar í Fjölbrautaskóla  Suðurlands hafa einhverja reynslu af. 28 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.