Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 5
Hér  verður  stuttlega  gerð  grein  fyrir  áformum  um  að  koma  á  fót  alþjóðlegri  tungumálamiðstöð  innan  vébanda  Stofnunar  Vigdísar  Finnbogadóttur.  Varpað  verður  ljósi  á  eðli  verkefnisins  og  rakið  í  stuttu  máli  hvað áunnist hefur og hver staða þess er nú.  Frá  því  að  Stofnun  Vigdísar  Finnbogadóttur  var  sett  á  laggirnar  haustið  2001  hefur  allt  kapp  verið  lagt á að efla hana sem þróttmikla rannsóknastofnun.  Síðustu misserin hefur verið unnið að því að auka veg  stofnunarinnar enn frekar með því að setja á fót alþjóð­ lega tungumálamiðstöð. Markmiðið er að vekja fólk til  vitundar  um  gildi  tungumála  og  tungumálanáms  og  opna  augu  fólks  fyrir  margbreytileika  tungumála  og  ólíkra  menningarheima.  Það  eru  margvísleg  rök  fyrir  því að rækta tungumál og stuðla að vexti þeirra og við­ gangi. Hér verður drepið á nokkur þeirra.  Hvers vegna alþjóðlega tungumálamiðstöð? Flóra tungumálanna skapar þá litskrúðugu menningu  sem  mannkynið  hefur  hlotið  í  arf.  Glatist  eitthvert  tungumál  verður  menning  heimsins  að  sama  skapi  fátæklegri. Margir vísinda­ og áhrifamenn hafa vakið  athygli  á  að  mörg  tungumál  hafi  glatast  og  að  enn  fleiri  séu  í bráðri útrýmingarhættu. Orsakirnar eru af  ýmsum  toga,  svo  sem  þróun  efnahags  og  stjórnmála  ásamt lýðfræðilegum breytingum. Þá ber þess að geta  að örfá tungumál hafa orðið ráðandi á heimsvísu, en sú  þróun er alvarleg ógnun við tilvist fjölda tungumála og  þann fjölbreytileika sem fylgir lifandi tungum. Með tungumálinu öðlast maðurinn sjálfsmynd sína,  fær skilning á heiminum og myndar tengsl við menn­ ingu sína og umhverfi. Þekking á tungu og menningu  annarra er því mikilvægasta tæki mannsins til að skilja  og  mynda  tengsl  við  erlenda  menn  og  þjóðir.  Í  ljósi  sívaxandi  alþjóðasamskipta  gegna  tungumálakunn­ átta  og  menningarlæsi  æ  ríkara  hlutverki.  Gildir  það  jafnt um möguleika einstaklinga til að menntast og til  að  njóta  sín  í  leik  og  starfi,  viðskiptahagsmuni  fyrir­ tækja sem og getu stjórnvalda til að láta að sér kveða  á  alþjóðavettvangi.  Í  veröldinni  knýja  auk  heldur  á  brýn  úrlausnarefni  sem  ekki  verða  leyst  nema  með  samvinnu  þjóða  og  þar  ræðst  árangurinn  ekki  síst  af  tungumálakunnáttu, þekkingu á samskiptum og færni  til að nema og skilja forsendur ólíkra menningarheima. Hvers vegna á Íslandi? Engum  blandast  hugur  um,  hve  mikilvægan  sess  tungumál  skipa  í  menningu  Íslendinga.  Vegna  legu  landsins, náttúru þess og atvinnulífs hafa Íslendingar  alltaf verið háðir samskiptum við útlönd. Löng hefð er  fyrir  því  að  íslensk  ungmenni  sæki  menntun  sína  til  útlanda og snúi síðan heim aftur ríkari af þekkingu og  reynslu,  sem hefur orðið hvati að nýbreytni og  fram­ förum eins og dæmin sanna.  Hér hafa  lengi verið kennd tiltölulega mörg erlend  tungumál  í  skólum  og  viðhorf  til  tungumálanáms  er  almennt  jákvætt.  Að  lesa  sér  til  gagns  og  gamans  á  erlendum  málum  hefur  verið  sjálfsagður  þáttur  í  lífi  margra Íslendinga og ýmsir hafa tileinkað sér  lestrar­ færnina upp á eigin spýtur. Hér er því til staðar þekk­ ing,  viðhorf  og  reynsla  sem  eru  ekki  einungis  mikil­ væg fyrir framtíð okkar Íslendinga sjálfra, heldur geta  jafnframt  nýst  öðrum  þjóðum.  Síðast  en  ekki  síst  ber  að nefna táknræna legu landsins á mörkum tveggja, ef  ekki þriggja, heimsálfa og þá staðreynd að Íslendingar  eru friðelskandi þjóð, sem lætur sér sér annt um menn­ ingu og tungu annarra þjóða. Markmið Markmiðið  með  tungumálamiðstöðinni  er  að  vekja  leika  og  lærða  til  vitundar  um  gildi  tungumálakunn­ áttu  og  menningarlæsis  á  öllum  sviðum  mannlífs  og  þjóðlífs  og  fyrir  farsæl  samskipti  við  útlönd. Áhersla  verður  lögð  á  að  stórefla  tungumála­  og  menningar­ rannsóknir  og  miðla  þekkingu  og  reynslu  um  ólík  tungumál  og  menningarheima.  Þannig  vill  stofnunin  leggja  sinn  skerf  til  eflingar  og  viðgangs  tungumála  og  sporna  gegn  þeirri  þróun  sem  að  framan  er  lýst.  Einnig  vill  stofnunin  heiðra  merkt  framlag  Vigdísar  Finnbogadóttur  til  tungumála,  bæði  hér  heima  og  á  alþjóðavettvangi,  sem  fyrsta  velgjörðarsendiherra  tungumála  hjá  Menningarmálastofnun  Sameinuðu  þjóðanna, UNESCO.  Tungumálamiðstöðin í hnotskurn Alþjóðlega  tungumálamiðstöðin  mun  starfa  í  nánum  tengslum  við  Stofnun  Vigdísar  Finnbogadóttur  við  MÁLFRÍÐUR 5 Auður Hauksdóttir er for- stöðumaður Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur Auður Hauksdóttir. – Alþjóðleg tungumálamiðstöð

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.