Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 16
eTwinning,  áætlun  ESB  um  rafrænt  skólasamfélag  í  Evrópu,  hefur  verið  starfrækt  frá  ársbyrjun  2005.  Íslenskir  kennarar  og  skólar  á  leik­,  grunn­  og  fram­ haldsskólastigi  hafa  tekið  virkan  þátt  í  starfinu  frá  upphafi. Í dag eru yfir 100 þúsund kennarar skráðir í  Evrópu. Íslenskir kollegar þeirra eru um 300 og fer ört  fjölgandi. Einn kostur eTwinning er að hún er óform­ leg,  laus við skriffinnsku, skýrslur og umsóknarfresti.  Þess  vegna  er  eTwinning  ákjósanlegur  vettvangur  til  þess  að  stíga  sín  fyrstu  skref  í  Evrópusamstarfi  með  þátttöku í litlu og einföldu verkefni. Einfaldleikinn er  einmitt  eitt  af  kjörorðum  eTwinning:  „KISS – keep it short and simple.“ Hvernig? Fyrsta skrefið  í eTwinning er að skrá sig. Hver kenn­ ari  gerir  það  upp  á  sitt  einsdæmi  á  www.etwinning. net.  Skráningu  fylgir  engin  skuldbinding  um  frekari  þátttöku. Hins vegar gefur skráning kennaranum strax  hans  eigið  svæði  (eTwinning Desktop)  þar  sem  hann  getur sett inn upplýsingar um sjálfan sig, sínar áherslur  og  áhugamál.  Þetta  líkist  á  yfirborðinu  Fésbókinni  nema eTwinning er sérsniðið fyrir kennara. Inn á þessu  svæði  er  einnig  hægt  að  leita  samstarfsaðila  í  þar  til­ gerðri  leitarvél  og  stilla  leitarskilyrði  –  þýskukennari  gæti  t.d.  takmarkað  leitina  við  kennara  í  Þýskalandi.  Auðvelt er að hafa samband við áhugaverða kennara,  senda  þeim  hugmyndir  og  stofna  verkefni.  Einnig  er  hægt  að  sækjast  eftir  að  komast  inn  í  verkefni  sem  þegar eru komin í gang. En  það  er  fleira  í  boði  fyrir  þá  sem  skrá  sig.  Endurmenntun  kennara  er  ríkur  þáttur  í  eTwinning.  Boðið er upp á stutt námskeið á netinu og skipulagðar  vinnustofur  í  Evrópu  endurgjaldslaust.  Jafnframt  er  hægt að taka þátt í hópum á netinu þar sem kennarar  skiptast á skoðunum, þekkingu og reynslu um tiltekin  mál.  eTwinning og kennsla tungumála eTwinning veitir aðgang að hinni fjölskrúðugu tungu­ málaflóru Evrópu því allar þjóðir evrópska efnahags­ svæðisins, auk Tyrklands, taka þátt í því. Því má með  nokkrum sanni segja að þótt eTwinning sé ætlað öllum  kennslugreinum  henti  hún  sjálfkrafa  kennurum  í  erlendum málum.  Þar sem eTwinning­verkefni er ávallt á milli a.m.k.  tveggja  Evrópulanda  er  auðvelt  að  nýta  eTwinning  í  kennslu erlendra mála. Þannig getur kennari unnið með  samstarfskennara  í  heimalandi  þess  tungumáls  sem  verið er að kenna (t.d. Danmörku, Noregi, Þýskalandi,  Spáni,  Frakklandi,  o.s.frv.)  og  verkefnavinnan  farið  fram  á  því  tungumáli.  Eins  væri  hægt  að  vinna  með  kennara í þriðja landi sem kennir sama tungumál, sem  erlent  mál  (t.d.  frönskukennari  á  Íslandi  og  frönsku­ kennari í Svíþjóð).  En  hvernig  fara  verkefni  fram?  Þegar  verkefni  er  skráð  fá  aðstandendur  þess  sjálfkrafa  aðgang  að  eins  konar  rafrænni  kennslustofu,  TwinSpace  (TS),  sem  er  til þess að halda utan um verkefnið. Kennararnir geta  síðan  boðið  nemendum  sínum  aðgang  með  lykilorði.  TS er hægt að aðlaga að hverju verkefni – hægt er að  setja upp blogg, wiki, búa  til möppur og myndasöfn,  setja  inn  myndbönd,  o.s.frv.  Einnig  er  aðgangur  að  spjallrás  og  hægt  að  láta  nemendur  spjalla  við  sam­ nemendur sína úti í Evrópu. Netöryggi er í fyrirrúmi:  TS  er  aðeins  aðgengilegt  þeim  sem  standa  að  verk­ efninu og því alveg óhætt að nota spjallrásina. Vert er  að taka fram að þótt TS standi þátttakendum til boða  er ekki gerð krafa um að það sé notað. Ef það hentar  betur er hægt að nota aðrar aðferðir – t.d. opna blogg­ síðu. Þátttaka í eTwinning veitir skólanum einnig frían  aðgang  að  ýmsum  öðrum  veftækjum  og  tólum  (t.d.  Magazine Factory). Ekki eru gerðar neinar kröfur um hvernig verkefnin  eru  skipulögð  fyrir  utan  að  þau  falli  að  námskrá  og  uppeldismarkmiðum skólans. Í eTwinning er lagt upp  úr einfaldleikanum – því er um að gera að leggja upp  með einfalda og skýra hugmynd. 16 MÁLFRÍÐUR eTwinning: Hentug leið fyrir kennara (og nemendur) í tungumálum Guðmundur Ingi Markússon er verkefnisstjóri eTwinn- ing hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Guðmundur Ingi Markússon

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.