Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 31
verður allt mat víðfeðmara og það nær til  fleiri færni­ þátta  og  breiðari  kunnáttu,  en  það  gerir  námsmatið  sanngjarnara og raunhæfara. Fjölbreytt námsmat end­ urspeglar  fjölbreytta  kennsluhætti  og  fjölbreytt  náms­ markmið. Með óhefðbundnu námsmati kallar kennar­ inn nemendur sína til ábyrgðar á námi sínu og þannig  getur áhugi nemenda glæðst þar sem þeir finna að þeir  hafa eitthvað um námsmatið að segja og geta haft áhrif  á  það.  Nemendur  verða  þannig  meðvitaðri  um  eigin  kunnáttu og  færni og hvað þeir geta gert  sjálfir  til  að  bæta  hvort  tveggja. Allir  þessir  þættir  stuðla  að  sjálf­ stæði nemenda sem leggja sig  fram um að bera sjálfir  ábyrgð á námi sínu. Af þessu öllu leiðir að óhefðbundið  námsmat er bæði nauðsynlegt og óhjákvæmilegt.  Heimildir: Auður Torfadóttir (2005). „Er námsmat í tungumálum í takt við tímann?“  Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Black,  P.  og  Wiliam,  D.  (2001).  „Inside the Black Box“.  King´s  College  London School of Education. „Breytt námsskipan til stúdentsprófs – aukin samfella í námi“  (2004).  Menntamálaráðuneytið. Brynja  Ingadóttir,  Elísabet  Valtýsdóttir,  Sigursveinn  Már  Sigurðsson  og  Vera  Valgarðsdóttir  (2009),  „Námsmöppur í tungumálanámi. Námsmappan sem matstæki”. Lokaverkefni á námskeiðinu ”Að vanda  til  námsmats”.  Verkefnið  var  að  hluta  til  notað  beint  eða  óbeint  í  þessari grein. Elísabet  Valtýsdóttir  (2008  –  2009).  Óbirtar  lestrardagbækur  sem  voru  hluti  af  námsmati  í  námskeiðinu  „Að  vanda  til  námsmats”.  Leiðbeinandi: Ingvar Sigurgeirsson.  Evrópuráðið/Menntamálaráðuneytið  í  Reykjavík.  „Evrópsk tungumála- mappa fyrir framhaldsskóla”. Vottun númer 75.2006. Gronlund,  M.E.,  Miller,  M.D.  og  Linn,  R.L.  (2009).  „Measurement and Assessment in Teaching“. Pearson Education Ltd. Heimasíða Félags dönskukennara á Íslandi (FDK): Glærur af ráðstefnu  12.3.2010,  Elísabet  Valtýsdóttir,  dæmi  um  gátlista,  matskvarða  og  ígrundun. Ingvar  Sigurgeirsson  (2008–2009).  Námsmatsaðferðir,  glærur  frá  „Að vanda til námsmats“, námskeiði fyrir framhaldsskólakennara. Ingvar  Sigurgeirsson  (1998).  „Námsmat byggt á traustum heimildum”.  Í:Helgi  Skúli  Kjartansson,  Hrafnhildur  Ragnarsdóttir,  Kristín  Indriðadóttir,  Ólafur  J.  Proppé  (ritstj.).  „Steinar í vörðu til heið- urs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri“ (bls.147–170).  Reykjavík:  Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Little, D. (2002). „The European Language Portfolio and learner autonomy“.  Málfríður 18 (2) 2002. Little, D. og Perclová, R.  (2001). „European Language Portfolio. Guide for Teachers and Teacher Trainers“. Strasbourg: Council of Europe Modern  Languages Division. Ragnheiður  Hermannsdóttir  (2008).  „Það skiptir svo miklu máli hvernig þetta er gert fyrir námið: námsmat frá sjónarhóli nemenda“.  Meistaraprófsritgerð við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. *„tvær stjörnur og ein ósk“.  Orðalagið  er  komið  frá  kennurum  í  Framhaldsskóla  Snæfellinga,  Grundarfirði,  sem  tóku  þátt  í  nám­ skeiðinu  „Að vanda til námsmats“  ásamt  greinarhöfundi  veturinn  2008–2009. Fleiri greinar í Málfríði um ETM sem greinarhöfundur  vill benda lesendum á til fróðleiks:  Brynhildur Anna Ragnarsdóttir. 19 (2) 2003. Hafdís Ingvarsdóttir. 22 (1) 2006. Elísabet Valtýsdóttir. 25 (1) 2009. færni nemenda á ákveðnum tímapunkti eða framfarir  nemenda  á  ákveðnu  tímabili.  Ef  mappan  er  hugsuð  sem  sýnimappa  getur  tilgangurinn  verið  sá  að  nem­ endur  læri  að  þekkja  og  skilgreina  þau  verkefni  sem  best sýna færni þeirra, en safnmappa myndi hins vegar  innihalda gögn sem sýna bæði magn og dýpt verkefna  nemandans. Lokamappa ætti hins vegar að  innihalda  fullkláruð verkefni og vera ætluð einhverjum ákveðn­ um  viðtakanda,  svo  sem  háskóla  eða  vinnuveitanda.  Vinnumappa  getur  gefið  kennara  upplýsingar  um  framfarir  frá degi  til dags. Hana á að meta með  leið­ sagnarmati (Gronlund o.fl., 2009). Námsmöppur  gefa  góða  mynd  af  færni  nemenda  vegna þess að þeir safna í hana gögnum (sýnishornum,  sönnunargögnum)  um  þá  færni  sem  þeir  hafa  merkt  við á  gátlista  að  þeir hafi náð  tökum  á.  Þannig gefur  námsmappan skýrari mynd af færninni heldur en ein  lokaeinkunn  nokkurn  tíma  getur  gert.  Hugsanlegur  munur  á  milli  einkunnagjafar  í  mismunandi  skólum  skiptir  ekki  máli  þegar  hægt  er  að  skoða  sönnunar­ gögnin í námsmöppunni og sjá þar svart á hvítu hvað  viðkomandi  einstaklingur  kann  í  erlenda  málinu.  Námsmappan verður þannig ekki aðeins tæki til sjálfs­ mats  heldur  einnig  ígildi  umfangsmikillar  umsagnar  um kunnáttu og færni nemandans. Nemendaviðtöl  eru  ein  elsta  og  besta  aðferðin  sem  notuð er  til þess að afla upplýsinga beint  frá einstak­ lingum.  Þar  ræðir  kennari  einslega  við  nemanda  um  námsframvinduna.  Þau  hafa  nokkra  kosti.  Í  fyrsta  lagi  eru  þau  sveigjanleg.  Hægt  er  að  bregðast  við  ef  óvæntar upplýsingar eða viðbrögð koma fram. Í öðru  lagi  getur  kennari  einnig  fylgst  með  viðbrögðum  og  tilfinningum  nemenda.  Í  þriðja  lagi  getur  kennarinn  bæði  fengið  upplýsingar  og  miðlað  upplýsingum  til  viðmælanda  síns  eins  og  í  einstaklingsviðtölum  hjá  námsráðgjöfum (Gronlund o.fl., 2009). Ef kennari skrá­ ir  tilvikslýsingar  getur  hann  stuðst  við  þær  í  þessum  viðtölum (Gronlund o.fl., 2009). Lokaorð Eftir  að  hafa  dásamað  óhefðbundið  mat,  marklista,  gátlista o.s.frv. er ekki hjá því komist að viðurkenna að  slíkt mat hefur sína galla líka. Bókin „Measurement and Assessment in Teaching“ nefnir þrennt sem þarf að var­ ast og ég kannast vel við öll þrjú atriðin af eigin reynslu.  Í fyrsta lagi verður að gæta þess að meta ekki alla nem­ endur á sama stað á skalanum, hvort sem um er að ræða  efri  hluta  eða  neðri  hluta  skalans.  Í  öðru  lagi  þarf  að  gæta þess að allt mat  leggist ekki á miðjuna þægilegu  þar sem kennarinn losnar við að gefa of hátt eða of lágt. Í  þriðja lagi má ekki láta persónuleika nemanda hafa áhrif  á matið, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar. En niðurstaðan er engu að síður sú, að óhefðbundið  námsmat stuðlar að fjölbreyttu námsmati og það auð­ veldar  starf  kennarans.  Með  fjölbreyttara  námsmati  MÁLFRÍÐUR 31

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.