Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 27

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 27
Námsmat hefur um langa hríð verið rauði þráðurinn í  skólastarfi og kennarar hafa  löngum spurt sig þeirrar  grundvallarspurningar  hvort  þeir  séu  að  meta  nem­ endur  rétt.  Þeir  kennarar  sem  ásamt  greinarhöfundi  sóttu hið ágæta námskeið „Að vanda til námsmats“ á  vegum  Endurmenntunar  og  Menntavísindasviðs  vet­ urinn 2008–2009, komu væntanlega flestir til að fá svar  við þeirri  spurningu ásamt því að  fræðast um heppi­ legar aðferðir til að meta frammistöðu nemenda sinna. Eftir að hafa lokið námskeiðinu má segja að í huga  greinarhöfundar sé það tvennt sem vegur þyngst varð­ andi allt námsmat. Annars vegar verður námsmat að  vera  fjölbreytt  og  hins  vegar  er  námsmat  ekki  enda­ punktur heldur  ferli  sem stendur yfir allan námstím­ ann. Til þess að tryggja að námsmat sé fjölbreytt dugar  ekki  að  nota  hefðbundnar  aðferðir  eingöngu  heldur  verða kennarar einnig að nýta sér aðferðir óhefðbund­ ins námsmats. Greinarhöfundur  hefur  ásamt  nokkrum  tungumála­ kennurum  öðrum  í  Fjölbrautaskóla  Suðurlands  (FSu)  reynslu  af  óhefðbundnu  námsmati  þar  sem  notast  er  við mismunandi matstæki. Í tungumálakennslu í FSU er  óhefðbundið námsmat notað í bland við hið hefðbundna. Markmið með námsmati Áður en lengra er haldið er rétt að skilgreina hugtakið  námsmat, en með því er yfirleitt átt við „öflun upplýs­ inga  um  námsárangur  og  framvindu  náms  einstakra  nemenda”  (Ingvar  Sigurgeirsson,  1998).  Námsmat  er  þannig samheiti yfir allar aðferðir sem notaðar eru til  að safna upplýsingum um nám nemenda og síðan eru  upplýsingarnar  notaðar  til  að  meta  hvort námsmark­ miðum hefur verið náð. Markmið  með  öllu  námsmati  er  tvíþætt.  Annars  vegar þarf, eins og áður hefur komið fram, að afla upp­ lýsinga um stöðu nemandans og nota síðan niðurstöð­ ur til að taka ákvarðanir um áframhald námsins. Í öðru  lagi á námsmat að auðvelda kennaranum að meta sína  eigin kennslu. Kennarinn verður að spyrja sig þeirrar  spurningar  hvort  honum  hafi  tekist  að  koma  efninu  til skila. Af ofangreindu leiðir að námsmat getur ekki  verið endapunktur (Gronlund o.fl, 2009). Kennarinn þarf að gera sér grein fyrir hvort ákveðn­ ar  kröfur  til  námsmats  séu  uppfylltar.  Ein  krafan  er  sú  að  námsmat  verður  að  vera  í  samræmi  við  náms­ markmið  og  kennsluhætti.  Námsmarkmið  eru  sett  í  námskrá  og  kennsluhættir  verða  að  endurspegla  þau  námsmarkmið  sem  nemendum  er  ætlað  að  uppfylla.  Ekki er gert ráð fyrir að aðeins sé ein leið fær til að ná  markmiðunum, þ.e. að ein og aðeins kennsluaðferð sé  möguleg til að ná markmiðunum, en kennarinn verður  að tryggja að nemendur hafi möguleika á að ná mark­ miðum sínum með þeim kennslu­ eða námsaðferðum  sem  kennarinn  ákveður,  gjarna  í  samvinnu  við  nem­ endur. Námsmat verður að sjálfsögðu einnig að vera í  samræmi við það sem á að meta hverju sinni. Til dæmis  er  eðlilegasta  leiðin  til  að  kanna  staðreyndaþekkingu  nemandans að leggja fyrir hann fjölvalspróf en ekki að  láta hann  t.d.  skrifa  ritgerð og  reyna svo að  telja þau  þekkingaratriði  sem gerð er krafa um að eigi að vera  til staðar (Gronlund o.fl., 2009). Varðandi  námsmat  tungumála  er  nauðsynlegt  að  allir  færniþættirnir  fjórir  séu  metnir,  þ.e.  hlustun,  tal,  lestur  og  ritun.  Tungumál  eru  notuð  fyrst  og  fremst  sem munnlegur tjáskiptamiðill manna á milli og þess  vegna á þjálfun í tali og mat á munnlegri færni heima  á öllum stigum tungumálanáms. Því má bæta við að til  þess að læra tungumál verða nemendur að fá tækifæri  til að nota það bæði skriflega og munnlega. Það liggur í hlutarins eðli að til þess að öllum kröfum  um sanngjarnt og áreiðanlegt námsmat verði náð verð­ ur  námsmat  að  vera  fjölbreytt  (Gronlund  o.fl.,  2009).  Í  skýrslu  menntamálaráðuneytisins  „Breytt náms- skipan til stúdentsprófs – aukin samfella í námi“  er  aukinheldur hvatt  til  aukinnar  fjölbreytni  í námsmati  (Menntamálaráðuneytið, 2004). Hefðbundið námsmat Með hefðbundnu námsmati er átt við öll próf þar sem  svar er annaðhvort rétt eða rangt og hægt að telja rétt  svör og fá þannig út eina heildareinkunn. Hefðbundin  próf eru m.a. próf sem eru í anda samræmdu prófanna  eins og þau voru uppbyggð (að ritunarþættinum frá­ töldum) á sínum tíma. MÁLFRÍÐUR 27 Elísabet Valtýsdóttir, M.De., er kennslustjóri tungumála annarra en ensku og dönsku- kennari við FSU. Elísabet Valtýsdóttir. Óhefðbundið námsmat – fjölbreytt námsmat

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.