Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 6
rænu formi. Í fyrstu verður aflað gagna um þau tungu­ mál, sem kennd eru við Háskóla Íslands, önnur tungu­ mál á Norðurlöndum og síðar um minnihlutamál víðs  vegar  í  Evrópu.  Gögnin  verða  af  ólíkum  toga  og  til  þess  fallin  að  varpa  ljósi  á  mismunandi  hliðar  máls­ ins (t.d. orðaforða, setningagerð, einkenni talmáls) og  málnotkunar  (t.d.  viðeigandi  málnotkun)  og  á  ýmsa  menningarbundna þætti (t.d. bókmenntir, ríkjandi siði  og venjur). Í tengslum við þróun gagnabankans verður  lögð áhersla á þverfaglegar menningar­ og málvísinda­ rannsóknir.  Bókasafn og gagnasmiðja Í  tungumálamiðstöðinni  verður  sérhæft  bóka­  og  gagnasafn (bækur, tímarit, rafræn gögn) um tungumál  og menningu ætlað tungumálanemum og fræðimönn­ um. Þar verða einnig aðgengileg gögn um tungumála­ kennslu, bæði bækur, tímarit og kennsluefni á rafrænu  formi. Einnig kæmi til greina að hafa á boðstólum efni  um þau  tungumál  sem  stærstu  nýbúahópar  á  Íslandi  eiga að móðurmáli.  Áhugavert væri að eiga samstarf við samtök tungu­ málakennara um þennan þátt.  Stofa Vigdísar og fyrirlestrarsalur tileinkaður Vigdísi Í  tungumálabyggingunni  verður  starfrækt  Vig­ dísarstofa,  þar  sem  hægt  verður  að  fræðast  um  líf  hennar og störf, ekki síst í þágu tungumála. Þá verður  fyrirlestrarsalur,  búinn  fullkomnum  margmiðlunar­ búnaði, tileinkaður Vigdísi.  Það sem hefur áunnist Á undanförnum árum hefur þetta viðamikla verkefni  og  starfsemi  stofnunarinnar  verið  kynnt  bæði  innan­ lands  og  utan.  Má  þar  nefna  kynningar  í  Japan  árið  2002,  í  Danmörku  2003,  í  Þýskalandi  og  Svíþjóð  árið  2004,  á  Spáni  2005,  Noregi  2006,  Finnlandi  2007  og  í  Frakklandi  árið  2008.  Í  tengslum  við  kynningarnar  hefur  verið  leitað  eftir  samstarfi  um  rannsóknir  á  sviði  tungumála  og  menningar  og  stuðningi  fyrir­ tækja, stofnana og sjóða við alþjóðlegu tungumálamið­ stöðina.  Stofnunin  hlaut  veglegan  styrk  frá  Norræna  menningarsjóðnum til að standa fyrir kynningunum á  Norðurlöndum.  Frá  árinu  2005  hefur  stofnunin  staðið  fyrir  fjórum  alþjóðlegum  vísindaráðstefnum  í  því  skyni  að  renna  enn frekari stoðum undir verkefnið, en þær eru:  – Samræður menningarheima  (Dialogue  of  Cultures)  árið 2005,  – Margbreytileiki tungumála og menningarheima Alþjóðleg miðstöð tungumála (Cultural and Linguistic Diversity,  World Language Centre in Iceland) árið 2007 Háskóla  Íslands.  Til  að  skapa  henni  og  stofnuninni  viðeigandi umgjörð er ætlunin að  reisa 3000m2 bygg­ ingu,  austan  við  Háskólabíó,  í  nánd  við  gömlu  Loftskeytastöðina.  Háskólinn  er  reiðubúinn  að  leggja  verkefninu  til  dýrmæta  lóð  sína  á  þessum  táknræna  stað, þar  sem nútímafjarskipti  Íslands við umheiminn  hófust. Byggingin verður hönnuð með það að leiðarljósi  að hún geti þjónað sem best því hlutverki að byggja brú á  milli ólíkra menningarheima með lifandi kennslu, rann­ sóknum og þekkingarmiðlun. Aðstaða verður  sköpuð  fyrir alþjóðlegt  samstarf, m.a.  skrifstofur  fyrir  erlenda  fræðimenn og  salir  fyrir  fyrirlestra­ og  ráðstefnuhald.  Að öðru leyti mun byggingin hýsa eftirtalda starfsemi:  Fræðslu- og upplifunarsetur Hér  geta  gestir  og  gangandi  upplifað  og  fræðst  um  tungumál og menningu. Áhersla verður lögð á að varpa  ljósi á eðli tungumála, ólík birtingarform þeirra og hlut­ verk. Sem dæmi má nefna hvað tungumál eiga sameig­ inlegt, hvað greinir þau að, einkenni talmáls og ritmáls,  hið hljóðræna við tungumálin og hvernig tökuorð geta  varpað ljósi á samskipti þjóða í sögu og samtíð. Nýstárleg  framsetning  verður  höfð  í  fyrirrúmi  m.a.  með  aðstoð  tölva og margmiðlunartækni. Þannig mætti hugsa sér að  hægt væri að kynnast tungumálum og menningu í sínu  „eðlilega“ menningarlega og þjóðfélagslega umhverfi  með  aðstoð  tölvutækni,  m.a.  sýndarveruleika,  og  að  vélmenni gætu varpað ljósi á eðli og hlutverk mannlegs  máls. Loks má nefna sýningar og fyrirlestra um tiltekin  mál­ og menningarsvæði, sem byggja á rannsóknum og  sérþekkingu fræðimanna stofnunarinnar og annarra. Til  að mæta þörfum ferðaþjónustu mætti beina rannsókn­ um að sameiginlegri sögu Íslands og þeirra landa þaðan  sem flestir ferðamenn koma. Afrakstur rannsókna mætti  kynna  í  tungumálamiðstöðinni með sýninga­ og  fyrir­ lestrahaldi ætlað ferðamönnum.  Heimasvæði tungumála Hönnuð verða heimasvæði fyrir þau 14 erlendu tungumál  sem  kennd  eru  við  Háskóla  Íslands,  auk  færeysku,  grænlensku og samísku. Á hverju heimasvæði verður  að finna margs konar upplýsinga­ og kennsluefni, svo  sem  bækur,  tímarit,  kvikmyndir,  margmiðlunarefni,  kennsluforrit  og  gagnasöfn,  sem  geta  nýst  í  tungu­ málanámi  og  eru  líkleg  til  að  vekja  áhuga  á  menn­ ingu  og  samfélagi.  Auk  efnis  um  tungumálið  sjálft,  má  nefna  bækur  um  bókmenntir  og  bókmenntarann­ sóknir, kvikmyndir og efni um listir, náttúru og þjóðlíf  ýmist í formi bóka eða rafræns efnis. Gagnabanki um tungumál og menningu á stafrænu formi Gögn  um  tungumál  og  menningu,  sem  geta  nýst  til  kennslu  og  rannsókna,  verða  gerð  aðgengileg  á  staf­ 6 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.