Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Qupperneq 4
4 Fréttir Fimmtudagur 1. júlí 1999 BókvitiðT a'skana Þorvaldur í Síld og fisR á náttborðinu Sigurður Einarsson skoraði á mig í síðusta blaði að gerast næsti bókamaður Frétta. Eg verð við áskoruninni, en tek fram að ég er ekki hinn dæmigerði bókamaður. Þá hefur andlát vinar míns og samstarfsmanns, Benedikts Ragnarssonar, spari- sjóðsstjóra orðið til þess að lítið hefur verið um bóklestur hjá mér undanfama daga. Vegna starfa minna þarf ég að lesa mikið af alls konar pappímm og greinum í blöðum og tímaritum. Þetta hefur orðið til þess að almennur bókalestur hefur setið á hakanum. Áhugi minn á bókmenntum hefur einskorðast nokkuð við fræðirit sem tengjast atvinnusögu landsmanna og sögu Eyjanna. Þá em Aldirnar og skipabækur Jóns í Bólstaðahlíð í miklu uppáhaldi hjá mér, ásamt sögum af helstu stórviðburðum þessarar aldar og nokkmm ævi- sögum. í nokkum tíma hef ég haft á náttborðinu hjá mér ævisögu þess merka manns, Þorvaldar í Síld og fisk og ætla að ljúka við hana á næstunni. En það sem ég vildi helst ræða um í þessum þætti er sú merka útgáfu- starfsemi sem ýmsar aðilar standa fyrir og hafa staðið að hér í Vestmannaeyjum á undanfömum áratugum. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja hefur verið gefið út á sjómannadaginn í tæpa fimm áratugi. Utgáfa blaðsins hefur jafnan verið mjög myndarleg og metnaðarfull. Þar er haldið til haga ýmiss konar fróðleik um liðinn tíma Amar Sigurmundsson bókaunnandi vikunnar ásamt upplýsingum um hvað er að gerast við sjávarsíðuna á hverjum tíma. Blaðið í ár er þar engin undantekning. Maður getur ekki annað en dáðst af þeim ágætu mönnum sem ritstýrt hafa blaðinu og öðmm þeim sem lagt hafa því til efni. Þetta leiðir hugann að annarri blaða- og tímaritaútgáfu í Eyjum. Fyrir mann sem hefur áhuga á Eyjasögunni er mikill fengur að geta gluggað í Blik, sem lengst af var ársrit Gagnfræðaskólans, en ritstjóri þess og jafnframt útgefandi síðustu árin var Þorsteinn heitinn Víglundsson fyrrverandi skólastjóri og síðar sparisjóðsstjóri. Síðasta heftið af Bliki kom út árið 1980. Þá má ekki gleyma tímaritinu Gamalt og Nýtt sem var um tíma fylgirit Víðis og Einar Sig- urðsson gaf út. Það var einnig merkilegt í sambandi við útgáfu Gamals og Nýs að Einar Sigurðsson (faðir Sigurðar Einarssonar og þeirra systkina) gaf tímaritið út eftir að hann var fluttur búferlum frá Eyjum um 1950. Tengsl Einars vom áfram mjög mikil við Eyjar, enda hélt hann hér áfram þróttmiklum atvinnurekstri og á nokkrum öðmm stöðum á landinu þó svo að hann ætti heima í höfuðborginni. Þá má ekki gleyma Þjóðhátíðarblaði Vestmannaeyja og Eyjaskinnu sem Sögufélag Vest- mannaeyja hefur gefið út í nokkur skipti. Þá ber einnig að nefna öfluga blaðaútgáfu í Vestmannaeyjum allt frá fyrrihluta þessarar aldar. Það ber vel í veiði að óska Fréttum til hamingju með 25 ára afmælið nú í þessari viku og óska jafnframt annarri útgáfustarfsemi í Eyjum langra lífdaga. Okkur hættir nefnilega til að líta á blaðaútgáfu sem sjálfsagðan hlut sem gerist af sjálfu sér. Að endingu varpa ég boltanum til Flelga Bemódussonar frá Borgarhól, en hann var áður bókasafnsvörður í Eyjum og starfar nú sem einn af yfirmönnum á skrifstofu Alþingis við Austurvöll. -Lið ÍBV komst áfram í bikarkeppninni með því að leggja Keflavík 1-3 á þriðjudag. Meðal áhorfenda í Keflavík var Arni Johnsen. Hann hefur verið þekktur fyrir að láta óspart í sér heyra á leikjum ÍBV en að þessu sinni þótti hann óvenju þögull. Glöggir menn fundu fljótt skýringuna. Á næsta kjörtímabili verða Suðurland og Suðurnes eitt kjördæmi og því ekki rétt að styggja væntanlega kjósendur. -Menn eru misjafnlega mannglöggir A dögunum voru þeir að störfum í J veiðarfærahúsi sínu, feðgarnir Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður á Þórunni Sveinsdóttur, og Viðar sonur hans. Þá kemur inn ókunnur maður og spyr Viðar hvar Sigurjón sé. Viðar glotti og sagði nokkuð langt í hann þó svo að sá gamli stæði við hlið hans. Þá vék Sigurjón sér að manninum og spurði: „Ert þú að selja eitthvað, væni rninn?" „Nei,“ var svarið. „Ég ætlaði bara að hitta hann Sigurjón, við vorum nefnilega saman til sjós fyrir tuttugu árum.“ Litlu lœrisveinarnir eru góðir Opinber afmælisdagur Frétta er 28. júní. fyrirstafni. Enginn Vestmannaeyingur mun hafa fæðst Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Að hafa þann dag árið 1974 en sá sem næst kemst ekkert að gera. því af Vestmannaeyingum er Pálmi Jó- Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í hannsson sem er Eyjamaður vikunnar. happdrætti? Borga skuldir. Fullt nafn? Pálmi Jóhannsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Árni Johnsen. Fæðingardagur og ár? 3. júlí 1974. Uppáhaldsíþróttamaður? Jói bróðir og Þórey systir. Fæðingarstaður? Reykjavík (út af gosinu) Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Ey- Fjöiskyiduhagir? A unnustu, Sjöfn Ólafs- dóttur, og köttinn Tígra. Menntun og starf? Á eina önn eftir í stúdentinn hjá FÍV. Er á sjó á Sighvati Bjarnasyni VE. Laun? Yfir fátækra- mörkum. Bifreið? Hyundai Elantra ’94. Helsti galli? Sjöfn segir að ég sé svefnpurka. Helsti kostur? Sjöfn segir að ég sé heiðarlegur. Ég hlýt að trúa því. Uppáhaldsmatur? Nautalundir. Versti matur? Skata. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldstónlist? Litlu læri- sveinarnir. Hvað er það skemmtiiegasta sem þú gerir? Að hafa eitthvað verjum. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fótbolti og box. Uppáhaldsbók? Engin sérstök. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í farí annarra? Ofstundvísi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar. Er 74 módelið sérstakt að einhverju leyti? Miklu skemmti- legra fólk en gengur og gerist, gáfaðra og sterkara. Og svo einstaklega hógvært fólk. Hvernig ætlar þú að halda upp á afmælið? Ég ætla að láta Ella kokk elda nautalundir. Lest þú Fréttir? Já. Eitthvað að lokum? Það styttist í þjóðhátíð. Nýfæddir____ *Vestmannaeyingar Þann 25. maí eignuðust Dagmar Skúladóttir og Hjalti Einarsson dóttur. Hún vó 18 merkur og var 54 sm að lengd. Á myndinni með litlu systur er stóra systir Ema Sif t.h. og vinkona hennar Annika. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Þann 11. maí eignuðust Ester Garðarsdóttir og Svavar Víkingsson son. Hann vó 18 merkur og var 56 sm að lengd. Með honum á myndinni er Ester stóra systir Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Þann 2. júní eignuðust Valgerður Þorsteinsdóttir og Jóhann Guðmundsson dóttur. Hún vó 13 merkur og var 49 sm að lengd. Hún hefur fengið heitið Man'anna Ósk. Hún fæddist á Landsspítalanum í Reykjavík. Fjölskyldan býr í Reykjavík Á dofinni 4* 3. júlí Landsmót Oddfellowa í golfi \ Vestmannaeyjum 3. júlí Sumarstúlka Vestmannaeyja valin við hótíðlega athöfn í Kiwanishúsinu 3. júlí Fjölslcylduhátíð hjá Reynistað 4. júlí Goslokaganga frá krossinum í gíg Eldfellsins að Skansinum 9. júlí Grillboð hjá Slysókonum í Básum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.