Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 26

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 26
26 Fréttir Fimmtudagur l.júlí 1999 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 1. júlí: Kl. 11.00 verður helgistund í Hraunbúðum. Eldri borgarar í nágrenninu ei'u sérstaklega hvattir til að mæta ásamt heimamönnum. Kl. 20.30 Unglingar!! KFUM &K-húsið verður aftur opið á fimmtudagskvöldum. Látið sjá ykkur í sunrarskapi. Laugardagurinn 3. júlí Kl. 14. ÚtíorÓsvalds Salbergs Tórshamar verður gerð frá Landakirkju. Sunnudagurinn 4. júlí Kl. 10.30 Rúta fer frá Landa- kirkju að Eldfelli. Kl. 11.00 Helgiganga frá Krossinum í Eldfelli að Skansfjöm. [)ar sem upplifun náttúru og helgi fer saman. Ómissandi þáttur í gosloka- afmælinu. Molasopi á eftir með fróðleiksmolum um Stafkirkjuna. Fimmtudagurinn 8. júlí Kl. 14.30 Helgistund í Sjúkra- húsinu, í setustofu á annami hæð. Allir hjartanlega vel- komnir. Kl. 20.30 Opið hús í KFUM&K-húsinu fyrir ung- linga. Undirbúningur undir sumíumótið. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.00 Biblíulestur (Lilja Óskarsdóttir). Laugardagur Kl. 20.30 Brotning brauðsins fyrir söfnuðinn. Sunnudagur Kl. 11.00 Vakningarsamkoma með fjölbreyttri þátttöku unga fólksins. Ailir hjartanlega velkomnir Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 3. júlí Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Aliir velkomnir. Biblían talar 481- 1585 Frjálsar íþróttir: Ungmennafélagið Óðinn Styrkurfrá Eurocard Fyrr í þessum mánuði styrkti Eurocard UMFO og voru margir krakkar leystir út með gjöfum. Krakkarnir fengu 70 enuisbönd sem þau gátu notað á Ieikjanámskeiðinu og þá fór 30 manna hópur á Gogga galvaska mótið með sín ennisbönd. Þá fengu eldri krakkarnir 22 vindjakka og er þetta annað árið í röð sem Eurocard styrkir frjálsíþróttadeildina og gerðu þeir það rausnarlega í ár. UMFÓ vill þakka yfirmönnum Eurocard og sérstaklega Grétari Haraldssyni fyrir rausnarlega gjöf. A stóru myndinni eru krakkarnir með ennisböndin. Á minni myndinni er Árni Óli Ólafsson unglingalands- liðsmaður ásamt Grétari Haraldssyni hjá Eurocard við afhendingu. Golf: Klúbbakeppnin Akéses sisraði Hin árlega klúbbakeppni í golfi var leikin á sunnudag. I henni taka þátt félagar í Akóges, Kiwanis og Odd- fellow í Vestmannaeyjum, svo og makar þeirra. Þá hafa Akóges- félagar frá Reykjavík einnig mætt til leiks þrjú síðustu ár og keppt við félaga sína í Eyjum. Þeir mættu og til leiks núna með fimmtán manna lið. Þetta er eitt af stærri golfmótunum í Vestmannaeyjum og voru keppendur alls 59 að þessu sinni. Hingað til hafa Kiwanis og Oddfellow skipst bróður- lega á að sigra í þessari keppni en nú var brotið blað í sögunni því að Akóges vann mjög svo sannfærandi og hirti flest verðlaun sem í boði vom. Þessi varð lokastaðan í aðalkeppninni: 1. Akóges 353 punkta 2. Oddfellow 321 punkta 3. Kiwanis 315punkta í sérstakri sveitakeppni, þar sem sex eru tilnefndir frá hverju félagi fyrir- fram og fjórir þeirra telja, fóm leikar þannig: 1. AkógesVm. 128punkta 2. Oddfellow 125punkta 3. Kiwanis 125 punkta 4. Akóges Rvk. 121 punkta Stigahæstir einstaklinga urðu þessir: 1. Viðar Elíasson AKO 39 p 2. Guðrún K Sigurg. ODD 37 p 3. Gunnar B Stefáns AKÓ 37 p Á næsta ári er hugmyndin sú að opna þetta mót meira, þ.e. að gefa öllum Kiwanis- og Oddfellowfélögum á landinu einnig kost á að taka þátt í því. Golf um helgina: Á laugardag verður Landsmót Oddfellow í golfi haldið í Eyjum en á sunnudag er svo Glenfiddichmótið á dagskrá. GOGGA GALVASKA MÓTIÐ: Hildur í þriðja sæti Þann 18. - 20. júní fór fram Gogga Galvaska mótið í Mosfellsbæ. 28 krakkar kepptu fyrir hönd Ungmennafélagsins Óðins. Hildur Jónsdóttir lenti í 3. sæti í boltakasti og kastaði hún 22.47 metra Kristjana Jónsdóttir setti Vestmannaeyjamet í 3 kg kúlu, kastaði kúlunni 7.31 metra. Aðrir keppendur stóðu sig einnig ágætlega á mótinu. MYND: Hildur Jónsdóttir sem lenti í 3. sœti í boltakasti. VERÐLAUNAHAFAR í klúbbakeppninni, Gunnar Stefánsson og Viðar Elíasson frá Akóges og Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir frá Oddfellow sem hélt uppi heiðri síns klúbbs í keppninni. nýrra og notaðra bíla VOLVO DAIHATSU Tvisturinn Faxastíg 36 • Vestmannaeyjum • Sími 481 3141,481 3337 brimborg Bíldshöföa 6 • Rvk • Sími 515 7000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.