Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. júlí 1999 Fréttir 9 Grímur Gíslason, stjórnarformaður Herjólfs hf. Þjónustan yrði minni Vegna fréttar í Ríkisútvarpinu um síðustu helgi þar sem sagt var frá því að til stæði að rekstur ferja á Islandi yrði boðinn út samkvæmt reglum EES og að inni í þeim pakka væri rekstur Herjólfs, sagði Grímur Gíslason stjórnarformaður Herjólfs að vitað væri að útboð hefði staðið til í langan tíma og að Vegagerðin hefði haft hug á þessu alveg frá því samningurinn var gerður við Herjólf fyrir fjórum árum. „Það má segja að okkur hafi tekist að berja þessar hugmyndir af okkur hingað til, en það virðist sem nú eftir ríkistjórnarskiptin að ein- hver breyting hafi orðið á. Þetta kemur okkur að minnsta kosti í opna skjöldu nú, en það er ljóst að ef af útboði verður þýðir það veru- lega röskun fyrir okkur." Að hvað leyti þá, gætu menn ekki séð fram á tíðari ferðir og lækkun fargjalda? „Eg á nú reyndar ekki von á því. Ég reikna með því að þetta myndi þýða fækkun ferða og minni þjónustu. og breytir engu með gjaldskrá, að minnsta kosti ekki til lækkunar. Það munu einfaldlega verða önnur sjónar- mið sem koma til með að ráða ferð- inni við reksturinn en er í dag. Hvaða sjónarmið eru það? „Það er fjöldi ferða sem miðað er við í rekstrinum í dag og miðað er við í sambærilegum útboðum. Síðan er vert að hafa það í huga að hér eru haldin mót t.d. eins og Shellmótið um síðustu helgi og pæjumót. Varðandi þessi mót höfum við sett inn auka- ferðir sem ekki hafa verið að gefa okkur miklar tekjur. Ef ég væri að reka þetta skip á þeim grunni sem einstaklingur myndi ég ekki vera að bæta inn einhverjum ferðum sem ein- staklingur bara til að þjónusta Vest- mannaeyjar. Ég myndi bara hugsa um minn hag og fyrirtækisins. Við höfum hins vegar horft meira á Herjólf sem þjónustufyrirtæki fyrir Vetsmannaey- inga. Þessir krakkar sem eru að fara á þessi mót eru ekki að greiða neitt fargjald, þannig að við erum í raun að tapa á þessum ferðum.“ Grimur segir að í rekstri Heijólfs sé verið að reyna að horfa til þess að verið er að þjónusta Vestmannaeyinga fyrst og fremst og halda uppi sam- göngum. „Kannski er hægt að gera það á einhvem annan hátt, en ég er mjög hræddur um að þau sjónarmið sem við höfum reynt að hafa í heiðri, að horfa til mannlegra þátta í rekstr- inum, gerist ekki ef fyrirtækið yrði rekið á hörðum bisnissgmndvelli. Ég er að minnsta kosti sannfærður um að ekki yrði hægt að gera þetta fyrir minni pening en við erum að gera í dag og miðað við þá þjónustu sem við erum að veita. Fastur kostnaður við rekstur skipsins er það mikill.“ Grímur bendir á að stjóm Herjólfs hafi ekki verið sýnt í öllu þessu ferli hvar í reglum EES samningsins sé að finna kröfu um að bjóða út ferju- siglingar. „Mér finnst nú frekar að embættismenn innan ríkiskerfisins, ef að það hentar, skjóti sér yfirleitt á bak við að einhverjar EES regur séu í gildi sem þarf að framfylgja. Ég minni á það að það á að fara að byggja varðskip fyrir Islendinga, sem ég held að flestum beri saman um að hefði átt að bjóða út á Evrópska efnahags- svæðinu, en af því það hentar ekki stjómvöldum á íslandi fara þau bara í kringum reglumar. Alveg eins held ég að sé í þessu, menn fara í kringum þær reglur sem þeim sýnist. Ég fékk til að mynda upplýsingar um það í dag að Vegagerðin sem státar sig nú af því að bjóða út allt og allt til þess að ná fram sem hagstæðustum kostnaði, er að kaupa eldsneyti fyrir tugi milljóna á ári en býður ekki út kaup á eldsneyti heldur kaupir það bara þar sem henni hentar og eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað hefur Vegagerðin aldrei boðið þau viðskipti út. Ef menn fæm grannt ofan í að skoða það er ég ekki viss um að það myndi standast reglugerðirEES. Þetta er bara eins og mönnum hentar hverju sinni.“ Er þetta barátta við skrifræðið í Reykjavík og Brússel? „Þetta em einhver prinsíp sjónar- mið, eða að einhveijir aðrir em að ýta á bakið á þeim. Ég veit ekkert um það hvort einhveijir aðrir hafa áhuga á því að komast inn í þennan rekstur. Við höfum hins vegar séð að stóm skipa- félögin hafa til dæmis verið að færa sig út í landflutningana. Hver veit nema þau séu að banka upp á til þess að komast inn í þennan rekstur, eða einhverjir aðrir einstaklingar. En alla vega þýðir þessi breyting vemlega röskun á rekstrinum. Ég get ekki séð annað en að hér kæmi til uppsagna mjög fljótlega. Þeir sem eru með lengstan uppsagnarfrest em með sex mánaða uppsagnarfrest og það hlýtur að þýða röskun ef menn sjá ekki fyrir endann á því sem gerist eftir sex mánuði. Miðað við þann tíma sem menn gefa sér, vegna fyrirhugaðra hugmynda um útboð, hlýtur rekstur skipsins það sem eftir er ársins að vera í mjög lausu lofti miðað við þessar forsendur.“ Nú á Herjólfur hf. alla aðstöðu vegna Herjólfs bæði í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn, hvernig metur þú þann þátt ef til útboðs kæmi? „Það var gengið frá því á sínum tíma þegar vegagerðin yfirtók Heijólf og eignaðist hann átti Herjólfur hf. þessar eignir. Þetta eru skuldlausar eignir Herjólfs hf. í dag. Þær eru að mínu mati ekki til sölu og verða hvorki til sölu né leigu, svo að ég veit ekki hvemig þeir munu standa að því að bjóða út reksturinn í Ijósi þess. Kannski reisa þeir önnur mannvirki til þess að þjónusta skipið." Er þetta hugsanlega sterkasta vopnið í því að reksturinn verði óbreyttur? „Ég held að það sé ekki nokkur vafi, enda gerðum við okkur grein fyrir því þegar samningurinn var gerður fyrir fjórum ámm að með því að halda þessum eignum eftir hjá Herjólfi hf. að það væri okkar sterkasta vopn í framtíðinni, ef til þess kæmi að semja við annan aðila eða bjóða út reskturinn. Meðan við getum staðið á því að láta þær ekki af hendi þá hljóta þær að veita okkur nokkurt forstkot í samkeppni um framhaldið. Vestmannaeyjabær á 51 % í Herjólfi hf. þannig að hann hefur úrslitavaldið í því hvað gert verður með þessar eignir og ég treysti á það að bæjar- yfirvöld standi fast á því að láta þessar eignir aldrei frá sér.“ Hversu þungt vegur að skipið er kennt við þjóðveg númer eitt, þegar útboð er annars vegar? „Ég veit ekki. Menn kalla þetta kannski þjóðveg þegar það hentar. Ég vil hins vegar leggja áherslu á það að Vestmannaeyingar standi saman um að halda foræðinu yfir skipinu héma heima. Ég hef trú á því að það skipti höfuðmáli í skilningi á þjónustu við byggðarlagið að stjómunin sé héma heima, en ekki bara með einhverju bisnisssjónarmiði, jafnvel frá ein- hverjum mönnum sem aldrei hafa komið hingað og hafa engra eða lítilla hagsmuna að gæta með það hvemig byggðarlagið er þjónustað.“ Góðir gestir I vikunni komu ungmennalið frá Danmörku og Svissog öttu kappi við jafnaldra sína í ÍBV. ÍBV hafði betur í eldri flokki gegn Dönunum en tapaði fyrir Svisslendingunum í eldri fiokki. LIÐ ÍBV og svissneska liðið F.C City. YNGRI flokkur danska liðsins Minning s Ami Hannesson frá Hvoli Vestmannaeyjum Ámi Hannesson frá Hvoli Vest- mannaeyjum var fæddur 10. des- ember 1921. Dáinn 4. júní 1999. Jarðsunginn frá Landakirkju Vest- mannaeyjum 12. júní kl. 14.00. Foreldrar hans vom Hannes Hansson og Magnúsína Friðriksdóttir. Systkini hans vom níu að tölu. Elstur er Ögmundur Friðrik og annar Einar, yngri er Hansína og þá var Ottó næstur. Vigdís er fimmta og Elías sjötta bam. Þá er systkinaröðin komin að Áma en eftir hann eru Ágúst og Guðbjörg og Kristín er yngst. Eftirlifandi systkini em íjögur. Ámi og Hulda eignuðust sjö böm, semöllemálífi. Sæmundur Ámason fæddur 1943, búsettur í Reykjavík, Sigríður Guðrún Ámadóttir f. 1945 gift Frímanni Frímannssyni, búsett á Ákureyri og eiga þau 5 börn, Ársæll Helgi Ámason f. 1949 kvæntur Ingunni Sigurbjömsdóttur, búsett í Vestmannaeyjum og eiga þau þrjú böm, Kolbrún Ámadóttir f. 1953, gift Viðari Má Þorkelssyni, búsett í Kópavogi og eiga þau tvö böm. Sunna Ámadóttir, f. 1955 gift Gunnari Sturlu Gíslasyni, búsett á Akureyri og eiga þau þrjú börn, Helena Ámadóttir, f. 60, sambýlismaður hennar er Stefán Ólafson, búsett í Vestmannaeyjum, tvö böm. Viðar Ámason f. 1962, sambýliskona hans er Svanhvít Ósk Stefánsdóttir, búsett í Reykjavík. Bamabömin em sex talsins. Ámi var fóstraður frá 6 ára aldri og ólst upp hjá systkinum frá Borg í Þykkvabæ, þeim Ársæli Helga, Önnu og Guðbjörgu, sem gengu honum í foreldrarstað. Átti hann þaðan góðar minningar og minntist oft á það. Um sextán ára aldur fer Ámi til Vestmannaeyja, hann var vélstjóri að mennt og var dugnaðarmaður til sjós og lands, að fólki þótti hann vera með þeim allra duglegustu. Sjómennsku stundaði hann á Vin, sem vélstjóri, og var með bræðmm sínum Ögmundi og Einari og voru þeir einnig saman á Haföldunni. Á togaranum Sævari sigldi hann með frænda sínum Binna í Gröf. Skipstjóri var hann á Ófeigi, sem var trébátur. Stýrimaður var hann á Kára VE, reri með Guðjóni frá Landamótum. Skipstjóri var hann einnig á Metu. I Vestmannaeyjum kynntist hann eiginkonu sinni Laufeyju Huldu Sæmundsdóttur frá Draumbæ. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Höfða- brekku, síðan fluttu þau að Hvoli í Vestmannaeyjum. Með miklum dugnaði, sjómennsku og vinnu byggði Ámi fjölskyldu sinni myndarlegt heimili að Brimhólabraut 12. Þótti það mjög minnisstætt að eina vertíðina var hann með bátinn Ófeig, sem skipstjóri og fann til mikillar ábyrgðarkenndar, fór hann ávallt af sjónum upp á Brimhólabraut 12 að reisa húsið, án þess að unna sér hvfldar í heila vertíð. Þótti það marka hans lífsbaráttu við þau veikindi, sem Ámi átti við að stríða upp úr fertugs- aldrinum. Áma var mjög myndarlegur til allra verka, bakaði og saumaði fötin á bömin, ef því var að skipta, allt lék svo vel í höndum þínum elsku pabbi. Ávallt var stutt í spaugið og gaman- semina hjá þér enda notaðir þú hatta við öll tækifæri því þú varst svo flottur í tauinu. Þegar sfldarævintýrið stóð sem hæst, fóm þau hjónin norður til Raufarhafnar, eitt árið og höfðu með sér þrjú bömin en hin fóm í sveit í Borg í Þykkvabæ. Ámi var mjög minnugur á öll ömefni og alla staði. Ennfremur stundaði hann lundaveiðar af mikilli leikni, má þar nefna einn fáfarinn stað, Ketilbekk, sem fáir vissu um. Var það einn uppáhaldsstaður Áma. Þar sem hann seig niður á litla syllu, þótti það mikið afrek og djörfung. Veiðin gat verið svo góð að einn daginn veiddi Ámi um 100 lunda, síðan þótti það mikil heljarmennska að klífa upp með veiðina í annarri hendinni, lýsti það Áma vel hversu kraftmikill hann var. Góður sundmaður varst þú og af- reksmaður í þeirri grein. Ámi var mikill fagurkeri á alla innanhúsmuni og slíkt. Hann bar mikla virðingu íyrir íslenska fánanum okkar og notaði hvert tækifæri til að draga hann að húni. Hann undi sér aldrei hvfldar fyrr en hlutirnir yrðu kláraðir. Veikindi elskulegs pabba okkar ágerðust mikið með ámnum, sem samfélagið ætti að hafa meiri samkennd og skilning á. Vonandi eiga læknavísindin eftir að uppskera lækningu við svo eifiðum sjúk- dómum. Ámi var mikið ljúfmenni, hallmælti aldrei neinum, fann ávallt það besta í öllum, ávann hann sér hylli og vin- sældir allra samferðamanna sinna. Var alla tíð mjög hjálpsamur við alla, sem minna máttu sín. I veikindaferðum sínum suður til Reykjavíkur með Helenu dóttur sinni, þegar hún gat komið því við, hversu mikið sem gekk á, þá mundir þú eftir útvarpinu þínu að hafa það meðferðis, hversu veikur, sem þú varst pabbi okkar, því þér þótti svo gaman að tónlist. Það gaf þér miklar og margar gleði- og ánægjustundir. Þegar þú fórst að hressast langaði þig alltaf í bfltúr til Kollu þinnar í Kópavoginn og það sem þú óskaðir þér að fá vom vel brúnaðar vöfflur með sultu og rjóma, að ógleymdu kaffinu okkar. Þú vildir fá fréttir af okkur öllum og hvemig okkur vegnaði, þá varst þú alltaf svo ánægður. Nú er þfnu veikindastríði lokisins lokið elskulegi pabbi okkar, nú líknar Guð þér. Síðustu árin dvaldi Ámi á Dvalarheimilinu Hraunbúðum og Sjúkrahúsi Vestmanneyja. Megi guð blessa ykkur öll. Kveðja frá börnunum þínum sjö. Vertu guð faðir faðir minn í frelsarans Jesú nafni hönd þín leiðir mig út og inn svo allri synd ég hafni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.