Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 22
22 Fréttir Fimmtudagur 1. júlí 1999 ÞAU LITU FYRST DAGSINS LJÓS ÁRIÐ SEM FRÉTTIR KOMU ÚT í FYRSTA SKIPTI 8*« i fi r.v,yw^ .. Mj» »» » f T.UWSHtoB " 'T- V'jjgé • jj2aii2S5i i •« r| ' A.v*.' ús * mP -i jS ÉiiPfc ^ lllJp • SmasBm ■ji, JSF *•-' *•• w ÍÍSBfÍák 9Wfei '.s | pFv. 'K f ’Ékjá ',iJV rfÁrwfofe 1 V 5- :• *pa3w£ BLw BBa x- W Þau eru jafn- gömul Fréttum Þetta myndarlega fólk er jafnaldrar Frétta. Þau fæddust árið 1974 eða árið eftir gos eins og jafnan er sagt í Vestmannaeyjum. Fyrri myndin er tekin þegar þau voru að hefja nám í grunnskóla en sú seinni þegar þau voru í 10. bekk. Samantekt Sigurg. 1. bekkur, 1980 Aftasta röð frá vinstri: Unnþór Sveinbjörnsson, Haukur Guðjónsson, Finnbogi Lýðsson, Hafliði Ingason, Guðjón Sveinsson, Benedikt Gíslason, Halldóra Magnúsdóttir kennari Miðröð frá vinstri: Stefán Jónsson, Samúel I Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Ólafur Hjálmarsson, Þórarinn Magnússon, Rútur Snorrason, Sigurður Gíslason. Fremsta röð frá vinstri: Sif H. Pálsdóttir, Unnur Gunnarsdóttir, Radinka Hadzic, Súsanna Georgsdóttir, Lilja B Jónsdóttir, Þóra Sigurðardóttir. Hvað eruþau að gera í dag? Við tókum fjögur þessara jafnaldra okkar tali og inntum þau eftir hvernig högum þeirra væri háttað í dag, á árinu sem þau halda upp á tuttugu og fimm ára afmælið. Dögg Lára Sigurgeirsdóttir f. 15. okt. 1974 Eg hef aðallega búið í Vestmanna- eyjunt, lauk stúdentsprófí frá FIV, flæktist út um heim, var á kafi í handbolta og fótbolta en var að ljúka prófi frá Kennaraháskólanum í vor. I sumar er ég að vinna hjá Tómstunda- ráði Reykjavíkur og er búin að ráða mig til kennslu vestur á ísafjörð í haust. Flestar af mínum skólasystrum og vinkonum em komnar í sambúð og byrjaðar að fjölga mannkyninu en ég er ekkert farin að huga að þeim málum ennþá. Eg er ekkert búin að spá í áframhaldandi námi en langar að fara út og læra fleiri tungumál. Búseta í framtíðinni er ekki endanlega ákveðin. Ég er heilmikil! Vestmanna- eyingur í mér en á þó ekkert frekar von á að setjast þar að. Jú, ég les alltaf Fréttir þegar ég næ í þær, það er nú aðallega þegar maður skreppur heim til Eyja. Ég er nú ekkert farin að hugsa fyrir hátíða- höldum á afmælisdaginn, kannski það verði bara í Vestmannaeyjum, þá fær maður ömgglega eitthvað gott að borða. Hrund Gísladóttir f. 13. júní 1974 Ég hélt nú ekkert rosalega upp á afmælið um daginn, það var bara kaffiboð hjá mömmu og pabba. Ég kláraði stúdentinn frá FÍV, var í Danmörku í ár sem au pair og svo eitt ár í Bandaríkjunum að læra iðju- þjálfun. Kom svo heim og vann á leikskóla og í sjoppu. Nú er ég í Iðnskólanum að læra tækniteiknun og á eina önn eftir. I sumar vinn ég á leikskóla og einnig í Tvistinum. Ég er trúlofuð Guðmundi Óla Sveinssyni og við höfum sett stefnuna á að búa í Vestmannaeyjum, vomm að kaupa okkur íbúð um daginn. Böm eigum við engin ennþá, það er nógur tími til stefnu. Auðvitað les ég Fréttir. Þær hafa ■yerið ansi snar þáttur í lífi fjölskyldunnar svo lengi sem ég man og verða það sjálfsagt áfram.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.