Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 1. júlí 1999 Fréttir 21 NEMENDASÝNING Söngskóbns I BeyWavik, <,. Marla Mjöll Jónsdó.Ur, RósaUnd sen, Orlofsk, prins, Ragnheiður Hafsteinsdóttir og Arndis Fannberg. sama ár fór ég í Söngskóla Reykja- víkur og var að klára áttunda stigið núna í vor. Ég vil ekki meina að hárgreiðsludraumurinn hafi orðið að prímadonnudraumi, heldur er þetta spuming um að virkja áhugamálin. Mamma og pabbi eru mikið tón- listarfólk. Pabbi spilaði í jass- hljómsveit þegar hann var ungur og mamma söng mikið með kómm. Svo hefur fjölskyldan alltaf sungið mikið þegar hún hefur komið saman. Þegar ópemsýningar vom í sjónvarpinu horfði ég yfirleitt alltaf á þær, en við sinfónur var ég skíthrædd sem bam. Sinfóníur minntu mig alltaf á tónlistina í hryllingingsmyndum, sem eldri systkini mín horfðu á. Þá var þetta svo dmngalegt og öll sin- fóníutónlist í mínum eyrum litaðist af þessu. Þannig að ég fór ekki að hlusta á sinfóníur fyrr en ég byrjaði í söngnáminu. Ég hafði hins vegar enga hljóðfæramenntun fyrr en ég fór að læra á píanó samhliða söngnáminu. En það er hins vegar alveg rétt að söngnámið er gjörólíkt rokkbrans- anum og hárgreiðslunni. Þegar maður er í hljómsveit þá er maður ekki einn. Það er alltaf einhver stuðningur á bak við. Ég finn það líka að þegar ég syng einhver hlutverk í sýningum fellur maður líka einhvem veginn inn í „settið". Maður er þá einhver karakter og ekki maður sjálfur og finnur ekki eins mikinn skrekk. En þegar ég stend ein við píanó tekur það aðeins meira á taugamar. Maður er svolítið ber- skjaldaður þá. Ég held að fáir losni við sviðsskrekkinn, en maður hristir þetta af sér eftir fyrstu tvö þrjú lögin, en þetta er í raun mjög erfitt." Rósalind segir að reyndar gæti hún klárað söngnámið héma heima, hins vegar hafi flestir áhuga á því að fara til útlanda. „Það er hægt að útskrifast úr Söngskólanum sem einsöngvari, en flestir fara út í heim og af þeim íjórtán sem útskrifuðust núna em tíu að fara út. Ég stefni á að fara í Real Con- servatorio de Superior de Madrid ásamt Gunnari Kristmannssyni Skaga- manni, unnusta mínum, til fram- haldsnáms, en ég held að það sé ekki mikið um að íslendingar fari í söngnám á Spáni. En mér finnst Spánn spennandi. Miglangarlíkatil að læra tungumálið og svo sakar ekki að á Spáni er heitt og mikil sól.“ Verður að halda áfram, sama hvað það kostar Nú emð þið bæði í söngnámi, syngið þið saman yfir uppvaskinu, eða takið þið léttar arújr heima? „Já við tökum stundum strokur, maður verður að æfa sig, en yfirleitt fór maður niður í skóla til þess að æfa sig, nema á sumrin, þá æfir maður sig heima og stundum kemur fyrir að við syngjum fyrir hvort annað. Við höfum sungið opinberlega saman við ýmis tækifæri. Ég er að vinna á hárgreiðslustofunni Gullsól núna og hef verið þar undanfarin tvö ár, en þar á undan rak ég mína eigin stofu, Papillu, á Laugaveginum í tvö ár. Það var hins vegar of erfitt að reka fyrirtæki og vera í fullu námi, svo ég seldi minn hluta.“ Hvemig myndir þú lýsa þér ef ég bæði þig um það. Ertu vinnuþjarkur? ,Jig get að minsta kosti ekki hangið og verð alltaf að vera að gera eitthvað. Einnig hefur verið svo skemmtilegt að gera það sem ég hef verið að gera og ég ekki tilbúin að hætta. Þannig var til dæmis með söngnámið. Ég ætlaði bara að prófa eina eða tvær annir. En eftir því sem maður fær meiri hvatningu og kemst lengra, það er að segja nær meiri þjálfun og sér að maður getur kannski orðið ópem- söngkona, þá má maður ekki hætta. Maður verður að halda áfram hvað sem það kostar. Ég er líka held ég bjartsýn og glaðlynd að eðlisfari." Rósalind segir að hún eigi sér kannski ekki draum um að syngja í stærstu óperuhúsum heimsins, hins vegar stefni hún á frama í útlöndum. „Líf söngvara er oft mikið flökkulíf. Þeir búa að sjálfsögðu í einhverju ákveðnu landi og ferðast svo á milli staða, en atvinnumöguleikamir em mestir erlendis og þá er nauðsynlegt að búa þar, en samkeppnin er líka óhemju mikil á þessum markaði.'1 Attu þér einhverja jyrirmynd í söngnum ? „Ég á mér að minnsta kosti uppá- halds söngkonu og það er hin ítalska Cecilia Bartoli. Hún er kólóratúr mezzosopran. Hún býr yfir mikilli tækni raddlega séð og hefur það mikla stjóm á röddinni að varla hægt að kalla hana mennska. Ég verð alveg höggdofa að hlusta á hana og hún virðist ekkert hafa fyrir þessu. Þá er ég að tala um kólóratúrinn hjá henni. Það má kannski líkja þessu við skraut, eða flúr eins og fléttur og slaufur, trillur og hlaup. Þessi söngur er oft hraður, og tæknilega erfiður. Rossini hefur notað mikið svona skreytingar. Ef maður nær valdi á svona kólóratúr þá er það mjög góð viðbót og maður hefur líka miklu betri stjóm á röddinni. Ég er mezzosopran og sú rödd er ífekar dökk í litum og dramatísk. Ég á því mjög vel heima í dramatískum ljóðum." Nú man maður varla eftir óperu- söngkonum nema þœr séu hátt í tveir metrar og þvílíkt mörg kíló, er þetta þjóðsaga, eða ímyndun ? „Það er orðið minna um þetta núna. Það er frekar orðið erfitt fyrir söng- konur sem em mjög feitar að fá hlutverk, vegna þess að það er orðið mjög mikið úrval af grönnum og flottum söngkonum, og þær em frekar valdarefraddimaremjafngóðar. Ég held hins vegar að ópemsöngvarar séu mjög mikið matfólk og sælkerar, sem kann kannski að skýra þetta.“ Rósalind segir að hún sé bjartsýn á framtíðina og möguleika sína til þess að fá atvinnu erlendis við sönginn. „Það em mjög margir Islendingar sem hafa mikið að gera erlendis og hefur vegnað vel. Þetta er ekki alltaf spum- ing um heimsfrægð, heldur frekar spuming um að hafa atvinnu við það sem maður hefur áhuga á. Ég er að minnsta kosti ekki að gera mér neinar hugmyndir um heimsfrægð, heldur að geta unnið við að syngja. Þetta er það skemmtilegt og ég fæ mjög mikið út úr því að syngja á sviði. Ef maður hugsar að maður geti þetta eins og aðrir þá hefst það. Ef maður hefur ekki þetta viðhorf þá hefur maður ekkert í sönginn að gera. Þetta er spuming um að ákveða strax í upphafi að verða góð söngkona, þá vinnur maður í því og nær árangri." Er íslenskt söngfólk í tísku í útlöndum núna? „Ég veit það nú ekki, það em alla- vega margir Islendingar að syngja erlendis núna, og virðast hafa nóg að gera. Þá er ég að tala um ópem- söngvara." Aðalkennarar Rósalindar hjá Söng- skólanum hafa verið Olöf Kolbrún Harðardóttir ópemsöngkona og Kol- brún Sæmundsdóttir píanóleikari. „Þær hafa kennt mér sfðustu fimm árin og hefur gengið mjög vel. I byrjun árs 1996 fór ég að syngja með óperukómum og söng í Othello eftir Verdi sem flutt var í Háskólabíó, en þar kynntist ég Gunnari unnusta mínum. Ég tók einnig þátt í Kátu Ekkjunni sem flutt var vorið 1997. Þar söng ég hlutverk Silvanne. Ég söng reyndar ekki sóló þar, en var með nokkrar línur í atriði á móti Garðari Cortes. Það var reyndar sagt í gagn- iýni að hlutverkin væm svo lítil að það tæki varla að hafa þau, en samt vom þau nauðsynleg til að undirbúa aðalsöngkonuna. Ég söng einnig með nemendaóperunni og tók þátt í Sour Angelica eftir Puccini, sem gerist í nunnuklaustri, Töfraflautunni eftir Mozart, þar sem ég söng hlutverk þriðja drengs og Leðurblökunni eftir Strauss þar sem ég söng hlutverk hins snobbaða og hrokafulla prins Orl- ofsky. Svo má kannski bæta við til gamans að ég og Halla systir sungum bakraddir ásamt fjómm öðmm inn á geislaplötuna Ahrif hjá Herði Torfa- syni. Svo söng ég að sjálfsögðu á útskriftartónleikunum. Það geta allir komið á þá tónleika sem vilja koma, en oftast em það nú vinir og vanda- menn sem koma á slíka tónleika og fólk sem er að læra í öðmm skólum. Ég hef því aldrei sungið neitt það veigamikið enn þá til þess að fá krítík." Hræðist ekki krítik Kvíðir þú því aðfá krítík? „Nei, það held ég ekki. Þegar ég tók þátt í uppsetningu Leðurblökunnar í skólanum nú síðast hlakkaði ég til að RÓSALIND á útskriftartónleikum Söngskólans. ÚTSKRIFTARTÓNLEIKARNIR 1999. F.v. Kolbrún Sæmunds- dóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Rósalind, Gunnar Krist- mannsson, Bergþór Pálsson og Katrín Sigurðardóttir. fá gagnrýni, en af því að þetta var nemendasýning þá fékk hver og einn ekki gagnrýni heldur einungis sýn- ingin sem heild. Þannig að við emm voðalega vemduð á meðan við emm í skólanum.“ Attu þér eitthvert draumalilutverk? „Mezzosöngkonur leika nú yfirleitt stráka en þó em undantekningar. En það yrði gaman að fá að spreyta sig í ópem eftir Rossini einhvem tíma. Til dæmis Öskubusku, Rakaranum frá Sevilla eða Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Það er af svo mörgu að taka sem mig myndi langa til að syngja. En draumahlutverkið væri Carmen úr samnefndri ópem eftir Bizet. Núna er Rossini reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér. Skemmtilegast þykir mér að syngja ópemtónlist. Það er hins vegar alltaf hægt að bæta við sönginn og ég stefni að því að standa mig vel og ætla að leggja mig alla fram. Tíminn sker svo úr um hvernig til tekst.“ Rcncdikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.