Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 25

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 25
Fimmtudagur l.júlí 1999 Fréttir 25 Keikó yfirtekur Klettsvíkina næsta vor áhuginn á dýrinu er mikill. Hvað varðar fjölgun ferðamanna, emm við að reyna að verða við óskum ferða- manna sem koma til Eyja og sér- staklega þeirra sem vilja sjá Keikó með því að bjóða upp á ferðir með PH-Viking. Hins vegar emm við í erfiðri aðstöðu nú. Fólk er vant að sjá dýr í skemmtigörðum gera ails konar kúnstir, en það sem við emm að gera núna er að venja hann hægt og rólega af því að vera í nánum tengslum við fólk, hvort heldur okkur þjálfarana eða annað fólk. Við emm að reyna að gera honum kleift að aðlagast því villta umhverfi sem er í hafmu kringum Eyjamar." Hvað um milljónimar sem áttu að streyma til Eyja með Keikó og mikið var talað um á sínum tíma? „I Newport höfðu menn miklar tekjur í tengslum við vem Keikós þar. Bæði vegna minjagripasölu og hvers kyns verslunar í kringum sjávarlífs- skemmtigarðinn þar. Mest af tekjunum fór til sjávarlífsskemmti- garðins og endurspeglaðist að sjálf- sögðu í samfélaginu. Eg er fullviss um að ferðamönnum mun fjölga nokkuð héma vegna Keikós, en við emm kannski ekki að tala um jafn háar upphæðir og í Bandaríkjunum. Meginástæðan er trúlega vegna fjar- lægðarinnar og veðrið ekki alltaf mjög stöðugt, svo ferðamenn leggja ekki alltaf í að koma til Eyja í dagsferðir. í slíku umhverfi verður Keikó ekki stór þáttur.“ Svona að lokum hvemig hefur Bandaríkjamönnunum gengið að aðlagast lífinu í Eyjum? „Það hefur gengið mjög vel. Okkur hefur verið mjög vel tekið í Eyjum og finnst við vera hluti af þessu sam- félagi. Eyjar em eins og okkar annað heimili og það þökkum við fyrst og fremst velvilja heimamanna í okkar garð. Það vilja allir greiða götu okkar og það er mjög ánægjuleg tilfínning sem fylgir því.“ Ocean Futures sem hafa umsjón, veg og vanda af velferð Keikós í Klettsvíkinni boðuðu til blaða- mannafundar síðastliðinn þriðju- dag. Fyrir hönd Ocean Futures á fundinum voru Jeff Foster, Hallur Hallsson og Bjarki Brynjarsson. Fundurinn byijaði í Keikómiðstöð- inni við Heiðarveginn hvar ferða- mönnum gefst kostur á að kynna sér sitthvað um háhyrninga í texta, ljós- myndum og beinum vídeósýningum úrkvínni. Blaðamönnum stóð einnig til boða að horfa á tíu mínútna mynd sem klippt er úr klukkutíma langri mynd um Keikó og flutning hans til Vestmannaeyja, en sú mynd mun fara í dreifmgu á alþjóðlegan markað og verður frumsýnd í september næst- komandi. Að lokinni kvikmyndasýningunni var haldið út að kví Keikós þar sem kynntar voru þær ferðir sem ferða- mönnum standa til boða að kvínni. Staldrað var við í fimmtán mínútur og lék Keikó nokkrar listir fyrir blaða- menn og ekki annað að sjá en að hann uni hag sínum hið besta. Jeff Foster, einn af umsjónarmönn- um Keikós og aðalþjálfari um langa tíð, sagði að allar áætlanir hefðu staðist sem fyrirhugaðar hefðu verið um að Keikó yrði sleppt og samneyti hans við menn minnkað. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að girða Klettsvíkina af og auka þannig það svæði sem Keikó hefði til umráða. Jeff var spurður um útfærslu þessara hugmynda. „Já þeim hugmyndum miðar á- gætlega. Við vonumst til að geta girt Klettsvikina af með neti til þess að auka möguleika hans til þess að geta farið víðar um. Markmiðið er að koma netinu fyrir í haust, í september og hafa það í sjónum næsta vetur. Þess vegna höfum við komið fyrir straummælum í víkinni tii þess að mæla straumþunga, einnig verður könnuð ölduhæð og vindálag í víkinni. Við viljum að fyllsta öryggis sé sætt oa förum bess veena út í þessar rannsóknir núna. Það verður hins vegar ekki farið út í þessar framkvæmdir ef við erum ekki öruggir um að netið standist það álag sem straumar og vindar valda. Þetta á jafnt við um Keikó sjálfan ekki síður en umhveifíð og þá skipaumferð sem er hér inn í höfnina." Jeff segir að ef ekki verði hægt að koma netinu fyrir áður en vetur gengur í garð, þá verði hugsaniega að hætta við þessar athuganir um sinn. ,JEn við stefnum að því að koma þessu verkefni af stað í september og hugsanlega sleppa Keikó öðru hvetju út úr kvínni. Ef allt fer samkvæmt áætlun ætti Keikó að geta verið kominn í sjálfa víkina í vor. Við emm að þróa senda til þess að setja á Keikó svo hægt sé að fylgjast mjög náið með ferðum hans og heilsufari." Hvemig gengur að láta hann éta lifandi fisk? „Hann hefur það greinilega mjög gott hér í Kiettsvíkinni. Hann étur frá 85 til 150 pund af fiski á hverjum degi. Þetta er meira en hann hefur nokkum tíma étið. Þetta þýðir að hann hreyfir sig meira og er í miklu betra líkamlegu ástandi. Hann brennir þar af leiðandi meiru og étur þess vegna meira sem er góðs viti. Varðandi fóðmn hans á lifandi físki höfum við aðeins látið af því, vegna erfiðleika við að fá lifandi físk. En eftir því sem möguleikamir aukast á því að fá lifandi físk mun því verða haldið áfram. Annars held ég að það verði ekki vandamál íyrir hann að afla sér fæðu sjálfur. Hann var farinn að éta lifandi fisk í Newport og ég held að það muni ekki verða neitt vandamál héma.“ Þegar Keikó kom til Eyja var mikið talað um aukningu ferðamanna hing- að, og ekki síður auknar tekjur, skynj- ar þú það á einhvem hátt í þínu starfi? „Það er erfítt um það að segja. Eg er viss um að Keikó hefur mikið aðdráttarafl fyrir marga. Við vitum um allan þann fjölda sem íylgdist með flutningi Keikós til Vestmannaevia og ÚR nýju versluninni. Gestir á laugardag prófuðu m.a. að leggja sig í rúmin og létu vel af. Nýr Reynistaður á SeNossi Á föstudag opnuðu þau Geir Sigurlásson og Helga Gísladóttir húsgagnaverslun sína, Reynistað á Selfossi, í nýjum húsakynnum. Þau hafa rekið húsgagnaverslun á Selfossi í rúmt ár en hafa nú flutt í 460 fm húsnæði að Eyrarvegi 5. „Þetta hefur gengið mjög vel á þessu ári sem liðið er síðan við opnuðum á Selfossi. Raunar er þetta eina hús- gagnaverslunin á Suðurlandi svo að þetta er stórt svæði. Enda höfum við verið að selja um allt Suðurland og jafnvel austur á firði. Þessa daga sem opið hefur verið núna á nýja staðnum, hefur verið mikil traffík og mikil sala. Fólk hefur ekki bara komið að skoða heldur hefur mikið verið keypt og fólk hefur haft á orði að verðlagið sé gott, óþarfi að fara til Reykjavíkur," sagði Geir þegar við ræddum við hann í gær. Verslunarstjóri í nýju versluninni er Haraldur Gestsson en hann er ekki með öllu ókunnur Vestmanna- eyingum, mágur Geirs, kvæntur Jónu Siguriásdóttur frá Reynistað og vann í Hraðfrystistöðinni fyrir mörgum árum. KEIKÓ lék listir sínar fyrir blaðamcnn. JEFF og Hallur Hallsson í Upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Fleiri stígvél af Jörundi? I júnímánuði fékk togarinn Barði frá Neskaupstað forna hluti í trollið við veiðar úti af suðurströndinni. Um var að ræða byrðingshluta, stígvél og part af hauskúpu. Fyrir tæpum sjö árum fékk togskipið Ofeigur frá Vestmannaeyjum stígvélapar í trollið um 30 sjómflur suðvestur af Surti. Leiddumennað því getum að þau stígvél kynnu að hafa verið Jörundar hundadagakóngs en stígvélin eru varðveitt á Byggðasafni Vestmannaeyja. Jóhann Friðfinnsson, safnvörður, segir að stígvélin hafi verið rann- sökuð og séu líklega frá fyrrihluta 19. aldar og gæti það komið heim og saman við ferðir Jörundar. Jóhann skoðaði mynd af stígvélinu, sem Barði fékk á dögunum, og segir að því svipi óneitanlega til þeirra sem eru á Byggðasafninu. „En við höfum STIGVELIÐ sem Barði fékk í trollið. Myndin er úr Austulandi. vinninginn ennþá. Við eigum heilt par en Austfirðingar aðeins hálft. Vonandi veiða einhverjir fyrir þá hitt stígvélið áður en Iangt um líður,“ sagði Jóhann.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.