Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 1.. júlí 1999 Nýuvöktunarkerflmá almannavarnanefnd Aaalmannavamanefnd Vestmanna- eyja fundaði 22. júní sl. Þar gerði Armann Höskuldsson, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands, grein fyrir nýjum sjálfvirkum búnaði til vöktunar á jarðskorpu- hreyfmgum í Vestmannaeyjum. Þessi búnaður verður beintengdur Veðurstofu íslands og kerfi hennar. Áætlaður kostnaður vegna hins nýja kerfis er 3.650.000 kr. og hefur verið sótt urn styrk sem nemur tækjakostnaði, til Viðlagatrygg- ingar að upphæð kr. 3.200.000. Gáfugamla sjúkrabílinn Nýr sjúkrabfll er væntanlegur til Vestmannaeyja. Rauði kross ís- lands hefur boðið almannavarna- nefnd Vestmannaeyja til eignar eldri sjúkrabtlinn. Þetta kom fram á síðasta fundi almannavama- nefndar. Nefndin þakkaði þar þessa höfðinglegu gjöf og hyggst nota bílinn sem vettvangsstjóm- arbíl. Skógræktánýja hrauninu Á fundi bæjarráðs á mánudag kynnti bæjarstjóri samning um Landgræðsluskóga á nýja hrauninu. Gerður hefur verið samstarfssam- ningur við Skógræktarfélag íslands um ræktun slíks skógar á 28,8 hektara svæði á nýja hrauninu. Þetta svæði er vestan Sorpu og afmarkast nokkurn veginn af veginum sem þangað liggur neðan frá Skansi. Skógræktarfélagið hefur landið á leigu til 75 ára, greiðir ekki leigu en mun sjá um plöntun á svæðinu. Bærinn mun aftur á móti sjá um girðingr og viðhald þeirra. Þá skuldbindur bærinn sig og til að halda landinu friðuðu fyrir búfé. Bæjarráð samþykkti samninginn fyrir silt leyti en hann á eftir að fara fyrir skipulagsnefnd og umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Gosminjasvæðiárið 2003 Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalist- ans lögðu á fundi bæjarráðs á mánudag fram tillögu þar sem segir að stefnt skuli að því á 30 ára goslokaafmæli, árið 2003, að opna gosminjasvæði í nágrenni Skansins. Menningarmálanefnd_ fari með forystu í þessu máli. í greinargerð með tillögunni er rætt um að koma þurfi upp eins konar sýningar- aðstöðu í Vatnsveituhúsinu við Skansinn. Þar mætti í máli, mynd- um og með hlutum sýna þætti úr sögu eldgossins, hraunkælingar- innar, hraunhitaveitunnar auk þess sem unnt væri að tengja þá þætti við sögu vatns- og sjóveitu. Þá verði gerð aðgengileg til sýningar frystipressa, rafmagnstafla og fleira sem í ljós kom þegar unnið var að greftri á vegum Bæjarveitna fyrir skemmstu. Einnig verði skoðaðar vel aðrar hugmyndir sem með einum eða öðrum hætti gætu tengst gosminjum á Skanssvæðinu og e.t.v. annars staðar á Heimaey. Bæjarráð vísaði þessari tillögu til menningarmálanefndar. Ríkisstjómín ákveðin í að bjoða ut rekstur a HerjoM Á fundi bæjarráðs niánudaginn 28 júlí síðast liðinn mótmælti bæjarráð ákvörðun ríkisstjórnarinnar varð- andi útboð á ferjum. Bæjarráð skorar á samgönguráðherra að beita sér fyrir því að endurskoða samþykkt þessa og telur mjög mikilvægt að rekstur m/s Herjólfs verði áfram í höndum heima- manna. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri sagði að bæjaryfirvöld í Vestmanna- eyjum hefðu áður lent í viðræðum við ríkisvaldið, vegagerðina og sam- gönguráðuneytið. „Eg og Grímur Gíslason, stjómarformaður Herjólfs, áttum fund með ráðherra á þriðju- dagsmorguninn og lögðum fram okkar rök í málinu, þannig að málið er komið í ákveðinn farveg. Við teljum að ekki sé hægt að bera saman flóabáta sem eru kannski eingöngu í vöruflutningum og Herjólf sem er þjóðbraut og lífæð Eyja. Það er móðgun að leggja þetta að jöfnu,“ sagði Guðjón. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir ff á því á mánudag tókst blaðinu ekki að ná sambandi við formann sam- göngunefndar og 1. þingmann Suð- urlandskjördæmis, Árna Johnsen og ekki heldur samgönguráðherra sem er að beita sér fyrir því að bjóða út rekstur á Herjólfi án tillits til sérstöðu Vestmannaeyinga. Sjá bls. 25 Vel sott golfæuintýri hja GV Golfævintýri Golfklúbbs Vestmanna- eyja hófst á mánudaginn, þegar 158 krakkar á aldrinum 9 til 16 ára komu í blíðskaparveðri með Heijólfi. Golfævintýrið er nú orðinn árviss viðburður í starfsemi Golfklúbbsins og hefur fjöldi þátttakenda aldrei verið meiri. Margt er gert til gamans og skemmtunar á Golfævintýrinu, jafnt kennsla og keppni. Að sögn Ævars Þórissonar fram- kvæmdastjóra Golfævintýrisins hefur framkvæmd mótsins gengið mjög vel, enda hafi veðurguðirnir verið mjög hliðhollir mótinu. „Það var lítilsháttar rigning á þriðjudeginum en í dag (miðvikudag) hefur veðrið verið frábært og krakkamir alveg í essinu sínu.“ Ævar segir að ýmislegt annað standi krökkunum til boða en að munda golfkylfumar. „Við reynum að brjóta upp dagskrána með óvænt- um uppákomum, og gefum krökkun- um þannig tækifæri til þess að kynnast Eyjum. Mótsgestir hafa til að mynda farið í bátsferðir, óvissuferð, grill- veisla var haldin, skoðunarferð um Heimaey og svo mætti lengi telja. Það er líka boðið upp á kennslu í hinum ýmsu tækniatriðum, má þar nefna pútt og vippæfingar og ýmislegt fleira til þess að efla kunnáttu og getu krakkanna í golfinu." Golfævintýrinu lýkur í kvöld og munu krakkamir halda til íslands á föstudagsmorgun með Heijólfi. Frestun í Skvísu- sundi Ákveðið hefur verið að uppákomu þeirri sem Vestmannaeyjabær ætlaði að standa fyrir nk. laugardagskvöld verði frestað. Þama átti að minnast 80 ára afmælis kaupstaðarins með þátttöku allra bæjarbúa. Stefnt er að því að minnast tímamótanna öðm hvom megin við mánaðamótin Vakin er athygli á að því að Sumarstúlkukeppnin verður í Kiw- anishúsinu á laugardagskvöldið. Fréttatilkynning frá Landakirkju: Nelgiganga á goslokaafmæli Frá Eldfelli niður á Skans, 4. júlí 1999 kl. 11 Það er að komast á hefð að fara í helgigöngu frá krossinum í Eldfelli niður á Skans um goslokin. Vest- mannaeyingar em þannig í takt við nágranna sína á Norðurlöndum sem iðka helgigöngur í æ ríkari mæli, sjálfum sér til góðs. Helgigöngur virðast höfða vel til nútímafólks þar sem saman fer andleg og líkamleg endumæring. Helgigöngur af ýmsum toga em að verða að tískusveiflu í nágrannalöndum okkar. Vestmanna- eyingar hafa ástæðu til helgifarar í minningu um varðveislu Guðs á gos- tímum. Allir rólfærir Vestmanna- eyingar em hvattir til að gefa Guði dýrðina fyrir vemd hans og blessun í gosinu og mæta til helgigöngunnar. Helgigangan hefst með bæn við krossinn í Eldfelli. Síðan verður gengið niður á Skans með stuttri áningu á leiðinni. Á Skansinum verður safnast saman við væntanlega stafkirkju. Sr. Bára Friðriksdóttir verður með helgistund. Molasopi á eftir í boði Landakirkju þar sem Jóhann Friðfinnsson segir frá stafkirkjunni. Hljómbrot úr Lúðrasveit Vestmannaeyja mun þeyta lúðra í helgigöngunni og kór Landakirkju styður sönginn. Rúta fer frá Landakirkju kl. 10.30 að Eldfelli. Rútan fer niður á Skans með þá sem ekki treysta sér í gönguna sjálfa. Klæðnaður eftir veðri. Prestar Landakirkju Upplýstmeðgrútinn Eins og getið var um í síðasta tölublaði Frétta komst grútur í höfnina í nokkm magni fyrir skömmu. Nú liggur ljóst fyrir að grútnum var fyrir mistök dælt frá bræðslu ísfélagsins á laugardag fyrir rúmri viku. Rofi í dælustöð mun hafa bmnnið yfir með þessum afleiðingum. Hafnarstjóra og tæknifræðingi hefur verið falið að rita Isfélaginu bréf vgna þessa máls, svo að slikt gerist ekki aftur. Austurslíppurinn munhverfa Á síðasta fundi hafnarstjómar lagði Olafur Olafsson, tæknifræðingur, frain hugmynd að uppfyllingu í Austurslippnum svokallaða þar sem aðsetur Drátlarbrautar Vest- mannaeyja vai'. Hafnarstjóm hefur falið tæknideild bæjarins að bjóða út verkið, bæði uppfyllingu og niðurrif hússins að Strandvegi 74. Áformað er að nýta svæðið a.m.k. til að byrja með sem bifreiðastæði og gámasvæði. Tvöbörní umferðarslvsum Á fimmtudag í síðustu viku var ekið á bam á reiðhjóli. Bamið, sem er níu ára gamalt, hjólaði rakleitt af gangstíg milli Faxastígs og Vest- mannabrautar inn á Vestmanna- braut í veg fyrir bifreið. Bamið var flutt á sjúkrahúsið en meiðsli þess reyndust minniháttar. Þá varð annað slys sarna dag við Týsvöllinn þar sem fólk var að fylgjast með Shellmótinu. Þar var ekið á sex ára bam sem hljóp milli bifreiða og út á götu. Bamið meiddist lítillega enda var bifreiðin á mjög hægri ferð. Enneinnstúturinn Bókanir í dagbók lögreglu vom alls 172 í síðustu viku. Er það ívið meira en í meðallagi og skýrist m.a. af aðstoð við tjaldgesti í Heij- ólfsdal. auk þess sem helgin var nokkuð ónæðissöm. Og aðfaranótt föstudags var svo ökumaður tekinn, gmnaður um ölvun við akstur. Vandræði í Dalnum Mikill tjöldi fólks hélt til í Herjólfsdal meðan á Shellmótinu stóð, í tjöldum, tjaldvögnum og hjólhýsum. Á föstudag hvessti rækilega og lentu þá margir þar í vandræðum, þar sem tjöld fuku og rifnuðu. Lögregla aðstoðaði all- marga og þeim var komið í húsaskjól sem þess þurftu með. Erill um helgina Þjóðhátfð er eftir mánuð og þeir allra hörðustu virðast byrjaðir að hita upp fyrir hana. Alla vega var töluverður erill um helgina vegna ölvunar og slagsmála. Hafði lög- regla í mörg hom að líta og voru tveir vistaðir í fangageymslum lögreglu í beinu framhaldi af þeim ólátum. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og I Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.