Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 17
Fimmtudagur l.júlí 1999
Fréttir
17
Fyrir tíu árum - sumarið 1 989
Stórkostlega skemmtilegt
GUÐMUNDUR leikur undir hjá Kirkjukórnum.
Það var mikið um að vera
sumarið 1989 í
Vestmannaeyjum. Hver
atburðurinn rak annan og
síðustu vikuna I júní komu
Fréttir út daglega. Bærinn
fagnaði 70 ára afmaeli og í
tilefni þess kom forseti
íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, í heimsókn.
Liður í hátíðahöldunum voru
tónleikar sem Kirkjukór
Landakirkju hélt með
Sinfóníuhljómsveit íslands í
Samkomuhúsinu, sunnu-
daginn 25. júní. Þar var
forseti íslands sérstakur
heiðursgestur.
I Fréttum segir eftirfarandi um tónleikana:
„Tónleikamir voru tvískiptir. Fyrri hlutinn var
söngur Kórs Landakirkju við undirleik Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, undir stjóm Guðmundar
H. Guðjónssonar. Einsöngvarar voru Margrét
Bóasdóttir og Viðar Gunnarsson. Flutt voru verk
eftir Joseph Haydn. Eftir hlé lék hljómsveitin
undir stjóm Petri Sakari. í lok hljómleikanna var
listafólkinu vel fagnað. Guðmundur Þ.B. Ólafs-
son, formaður bæjarráðs, steig á svið og þakkaði
fyrir hönd bæjarstjómar sem þama var stödd.“
Þá segir í sama blaði að Kór Landakirkju muni
halda á næstu dögum í tónleikaferðalag til
Hollands.
„Jú, jú, allt er þetta rétt. En þetta vom ekki
beinlínis verk eftir Haydn heldur vora þetta
hlutar úr Pákumessunni sem flutt vora. Verkið
allt var of langt til að flytja það í heilu lagi þar
sem sinfóníuhljómsveitin spilaði á seinni hluta
tónleikanna. En fyrir tveimur áram fluttum við
þessa messu í heild sinni ásamt Samkómum og
síðan í Langholtskirkju og það er held ég eitt
mesta stórvirki sem söngfólk héðan hefur ráðist
í,“ sagði Guðmundur. „Mér vitanlega hefur
þessi messa ekki áður verið flutt á íslandi. Þessi
flutningur, 1989, var liður í 70 ára afmælishátíð
Vestmannaeyjabæjar og þetta var mjög eftir-
minnilegt. Stórkostlega skemmtilegt og viðtökur
áheyrenda góðar. Strax eftir þessa hljómleika fór
svo kirkjukórinn í tónleikaferð til Hollands og
við fluttum hluta úr messunni í Amsterdam.
Starfsemi kirkjukórsins er í eðli sínu nokkuð
venjubundin en fyrir utan fasta liði eru t.d.
jólatónleikar orðnir fastur liður. Af þeim era mér
sérstaklega minnisstæðir tónleikarnir fyrir
þremur árum þegar Diddú söng með okkur og
svo ári síðar þegar Ólafur Árni Bjamason kom
og söng með okkur. Þetta voru afskaplega
skemmtilegir tónleikar."
Nú er Guðmundur stjómandi svonefnds liátíða-
kórs sem stojhaður hefur verið vegna kristni-
hátíðar á Islandi. Hvað er aðfrétta af þeim kór?
„I hátíðakómum era um 70 manns. Uppistaðan
er söngfólk bæði úr Samkórnum og Kirkju-
kómum en einnig nokkrir sem ekki era innan
vébanda kóranna tveggja. Við höfum hafið
æfingar fyrir nokkru og mín von er sú að þessi
stóri kór eigi eftir að gera góða hluti. Það er ekki
á hreinu enn hvenær hátíðakórinn mun koma
fram í fyrsta sinn en það ætti að skýrast þegar
líður á árið,“ sagði Guðmundur.
Fyrir tíu árum - sumarið 1989
Fæ oft heimþrá
í Fréttum þann 20.
júní 1989 er f rá því
greint á baksíðu að
ung Eyjastúlka, Elva
Ósk Ólafsdóttir, hafi
útskrifast úr Leik-
listarskóla íslands í
lok maí og við útskrift
hlotið Lárusar Páls-
sonar verðlaunin sem
árlega eru veitt einum
nemanda fyrir fram-
sögn og meðferð á
íslensku máli. Við val
á verðlaunahafa er
einnig tekið tillit til
framfara og árangurs
í leikrænni tjáningu.
I Fréttum segir ennfremur:
„Elva Ósk er okkur að góðu kunn,
m.a. af fjölunum í Bæjarleikhúsinu þar
sem hún fór með nokkur hlutverk hjá
LV áður en hún hóf nám og stóð sig
með mikilli prýði. Fyrir ári var hún
hér af miklum glæsileik í hlutverki
Fjallkonunnar 17. júní.
Það var Eyjamaðurinn Rúrik Har-
aldsson sem afhenti Elvu Ósk verð-
launin. Annar Eyjamaður, Pétur Ein-
arsson, var leikstjóri hennar í út-
skriftarverkefni LI, Hundaheppni eftir
Ólaf Hauk Símonarson. Þar fór Elva
með annað aðalhlutverkið. Þess má
einnig geta að tveir útskriftar-
nemendur af átta, sem fyrir íjóram
áram vora valdir úr 70 manna hópi,
þær Elva Ósk og Helga Braga Jóns-
dóttir frá Akranesi, stigu sín fyrstu
skref undir leikstjóm Sigurgeirs
Scheving leikstjóra. I dag hefur Elva
Ósk þegar hafið störf og nýlokið við
að leika í sjónvarpsmynd Sigurðar
Pálssonar, „Nóttin, ja nóttin“ og í
haust mun hún ganga til liðs við
Leikfélag Akureyrar og leika í „Húsi
Bemhörðu Alba.“ Fleiri verkefni era
framundan hjá Elvu Ósk síðar á
leikárinu og þá á höfuðborgar-
svæðinu."
„Vá, hvað þetta er fljótt að líða. Eru
virkilega komin tíu ár, mér finnst það
bara fyndið," sagði Elva Ósk. „Og
mér finnst ég rétt vera búin að fá
reynslu núna. Fyrstu árin var maður
leitandi. En það er margt búið að
gerast á þessum tíu áram. Eg er búin
að vera á útopnu að leika, fyrst hjá
Leikfélagi Akureyrar, svo hjá Leik-
félagi Reykjavíkur og síðustu sex ár
hef ég verið fastráðin hjá Þjóð-
leikhúsinu. Reyndar bjó ég í eitt ár í
Danmörku meðan sambýlismaðurinn,
Andri Öm Clausen, var þar í námi. I
dag búum við í Kópavoginum og
eigum tvö böm. Svo fékk ég þá grillu
í höfuðið að fara að læra á hljóðfæri
og spila sem bassaleikari í leikkvenna-
hljómsveit sem heitir Heimilistónar.
Við byrjuðum á þessu svona að gamni
okkar en þetta hefur undið upp á sig
og þessa dagana eram við að spila inn
á geisladisk.'1
Heldur Elva sambandi við átthagana?
„Því miður ekki nóg. Kannski vegna
þess að íjölskyldan býr ekki lengur í
Eyjum. En ég fæ oft heimþrá og mig
langar oft til Eyja. Og mér finnst
mjög gaman að hitta gömlu félagana.
Eg stefni að því að koma til Eyja
a.m.k. einu sinni ári og í ár ætlum við
að koma í ágúst. Ég vil að bömin mín
fái að upplifa pysjutímann og hvað
það er gott að vera í Vestmanna-
eyjum,“ sagði Elva Ósk.
ELVA Ósk hefur náð einna
lengst Eyjamanna á
leiklistarbrautinni.