Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur l.júlí 1999 Þýölr ekkert að vera í dtgerð ðn bjartsvninnar -segir Gunnlaugur Olafsson útgerðarmaður sem kom með nýjan Gandí VE á þriðjudaginn. ÚTGERÐ Gandís VE er dæmigert fjölskyldufyrirtæki þar sem karlinn stundar sjóinn og konan sér um reikningana í landi. Gunnlaugur með Kristínu Gísladóttur eiginkonu sinni og Ellý dóttur þeirra. Nýtt skip bættist í Eyjaflotann síð- astliðinn þriðjudag þegar Gandí VE 171 kom til hafnar frá Álasundi í Noregi. Gandí er ellefu ára gamalt alhliða línuskip, smíðað í Noregi 1988. Skipið er 34 metrar að lengd, 8,20 metrar að breidd og 486 brúttótonn og kostaði um tvöhundruð og fimmtíu milljónir Fjórtán manns eru í áhöfn skipsins. Það er útgerðar- fyrirtækið Gandí ehf. sem rekur skipið en það er tveggja ára gamalt, en áður hafði Gunnlaugur Olafsson skipstjóri gert út undir eigin nafni frá 1976. Hann segir að þetta nýja skip komi til með að leysa af hólmi eldra skipið sem fyrirtækið hefur rekið, en þetta er þriðja skipið sem hann gerir út. „Það er nú ekki ætlunin að gera út bæði skipin, því meiningin er að selja það, enda leyfir kvótastaðan ekki að gera út fleiri skip.“ Gunnlaugur segir að eitthvað sé eftir af kvóta á þessu kvótaári. „Það eru 150 tonn á þessu ári, svo tekur bara nýtt kvótaár við og ég er bjartsýnn á framhaldið. Það þýðir ekkert annað, maður væri ekki í þessu að öðrum kosti.“ Gunnlaugur segir að siglingin heim hafi gengið mjög vel, enda þeir nánast í blíðu allan tímann. „Það reyndi lítið á skipið hvað veður áhrærir. Á mánudaginn fengum við einhvern kalda, en að öðru leyti var hægviðri á leiðinni." Aðspurður hvort hagstætt sé að kaupa notuð skip núna, segir Gunnlaugur að hér á landi sé svo. „Hins vegar eru þessi sérbyggðu línuskip mjög dýr.“ Vélstjóri á Gandí er Vignir Sigurðsson. Hann segir að ástand skipsins sé mjög gott. „Skipið var VIGNIR Sigurðsson vélstjóri á Gandí í ríki sínu. GANDÍ VE kemur til hafnar í Vestmannaeyjum. Skipið er ellefu ára gamalt alhliða línuskip, srníðað í Noregi 1988. Skipið er 34 metrar að lengd, 8,20 metrar að breidd og 486 brúttótonn tekið í slipp í Álasundi, þar sem það var málað, farið yfir þrýstikerfi, öxull skoðaður og einn stimpill tekinn upp. Aðalvélin er 901 hestafl af Caterpillar gerð auk tveggja ljósavéla sem eru 300 hestöfl.“ Vignir segir að í inniverunni muni túrbínur á öllum vélum verða teknar upp og yfirfarnar áður en skipið leggur úr höfn næstkomandi þriðjudag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.