Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Page 6
6 Fréttir Fimmtudagur 1. iúlí 1999 Myndlistin í Fréttum 1986 Heimamenn atorkusamir Fréttir hafa alltaf verið ötular í því að kynna hvers kyns listviðburði sem staðið hafa Eyjamönnum til boða. Af handahófí var gripið niður í árgang Frétta frá 1986, sem er 13. árgangur og skoðað hvernig myndlistarflóran blómstraði og dafnaði í Eyjum það árið. Við þessa fljótlegu skoðun er ekki annað að sjá en að myndlistarárið hafí farið vel af stað. Sýningunum eru yfirleitt gerð góð skil hvað varðar kynningu og getið um þær á forsíðu ásamt mynd af listamann- inum við verk sín og eða einungis verk iistamannsins. t yrsta sýning ársins hefst laugardaginn 22. mars. og lýkur 30. mars, en það er myndlistarsýning Sigurfinns Sigurfinnssonar í Kiwanis- húsinu og getið um hana á forsíðu 12. tölublaðs. Þetta var önnur einka- sýning Sigurfinns, en hann sýndi 38 pastelmyndir. „Myndimar em allar Eyjastemmur, ýmist náttúrulífsmyndir eða fantasíur," eins og segir í kynningunni og sagt að „sýningin beri vott um næmleika listamannsins fyrir umhverfi sínu, sem hann skynjar á sinn hátt.“ 113. tölublaði 23. mars er samsvar- andi kynning á sýningu Guðna Hermansen sem hann hélt yfir páskana það ár í Akóges. Á þessari sýningu sýnir Guðni 45 olíumyndir „allt Eyjastemmur" sem málaðar vom á tveimur ámm. Sýningin hófst á skírdag og lauk annan í páskum. í 14. tölublaði 3. apríl er svo fyrirsögn á forsíðu hvar lesa má „Eyjamenn fjölmenntu á myndlistar- sýningar. Er þar spjallað bæði við Sigurfmn og Guðna og lýsa þeir báðir yfir ánægju með aðsókn og sölu á sýningum sínum. „Sagðist Guðni mjög ánægður með viðtökur sýning- argesta sem alls vora um 900 og hefðu 20 mynda hans selst. Einu sinni sagðist hann hafa fengið fleiri gesti en það var á sýningu hans fyrir 21 ári. Þá komu rúmlega eittþúsund manns.“ Sigurfinnur var einnig mjög ánægður með undirtektir sinna sýningargesta, „en hjá honum mættu 1130, eða nærri fjórði hver íbúi Eyjanna, og allar myndir hans seldust á sýningunni," eins og segir í blaðinu. Leggur blaðamaður svo út af aðsókninni og ber saman við aðsókn í Reykjavík; ef þar mæti 1000 manns á myndlistarsýningu þyki það góð aðsókn. „Það verður því vart önnur ályktun dregin af þessum myndlistar- áhuga Vestmannaeyinga, en að hér búi listelskt fólk,“ eins og blaðamaður segir. / 118. tölublaði 30. apríl er getið um á forsíðu, opnun sýningar Guðgeirs Matthíassonar 1. maí til 4. maí. Sýningin er í anddyri Safnahússins, sögð þriðja einkasýning Guðgeirs. Segir í kynningu að myndir Guðgeirs séu flestar tengdar atvinnulífi hér í Eyjum ásamt gömlum húsum sem horfin em. „Hann stendur föstum fótum í þeim jarðvegi sem hann er alinn upp í, gefiir það nýtt og sérstakt líf í myndir hans.“ Einnig er þess getið að á sýningunni gefist gestum kostur á að „geta skoðað áhöld þau og tæki er feður okkar og mæður notuðu til að viðhalda hér lífi, misjafnlega góðu, oftar hörðu og grófu á vissan hátt. En alltaf var þó mannleg hlýja og hjálpsemi fyrir hendi þegar mest á reyndi. Gleði og gáski þegar við hefur átt. Svo er einnig með myndir Guðgeirs. Þessi lýsing er einkenni Eyjamanna og hefur fylgt þeim fram til dagsins í dag og mun vonandi gera áfram.“ eins og blaðamaður kemmst svo hugljúflega að orði. I sama blaði á baksíðu er sagt frá því að Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hafi fengið leyfi bæjaryfirvalda til að opna listvinnustofu, gallerí í Landlyst, er og ljósmynd af Landlyst með greininni. Guðmundur ráðgerir að þar geti getir og gangandi rekið inn nefið og kíkt á það sem þar fer fram. Rætt er við Guðmund og segir hann þetta tilkomið vegna þess að hann hafi verið orðinn hálf plásslaus og í sumar væm margar sýningar framundan og hann þyrfti góða vinnuaðstöðu. Hann sagðist undanfarið hafa verið að vinna talsvert úr hraungrjóti og fjöragrjóti; „væm það skúlptúrar sem hann liti á sem menningarverðmæti því sffellt fækkaði þessum fallegu steinum sem einkennt hefðu hraunið." Blaðamaður leggur svo út af ummælum Guðmudar og segir að líta megi á verk hans sem minjagripi og telur ekki ólíklegt að ferðamenn muni leggja leið sína á vinnustofu hans í Landlyst og eignist þar minjagripi sem um leið séu listaverk. Lofar blaðamaður þetta framtak Guðmundar og telur skemmtilegt innlegg í mannlíf í Eyj- um og vonar að gestir líti á vinnustofii listamannsins. I 20. tölublaði 15. maí er kynning á opnun sýningar Skúla Ólafssonar í Kiwanishúsinu. Segir að sýningin sé sjötta sýning Skúla og að hann sýni um 20 myndir. Segir í kynningunni að myndir Skúla á sýningunni séu allar blýantteikningar og óhætt að segja að þær beri meistara sínum frábært vitni um óumdeilanlega listhæfileika hans. „Em teikningar hans hverri annarri betri, en þær em einkum af fólki í hinu margvíslega umhverfi þess.“ Blaðamaður segir svo að „Skúli sé vaxandi listamaður og að hann hafi aldrei verið betri en nú.“ í 21. tölublaði er svo fyrirsögn á forsíðu „Skúli ánægður." „Eg er mjög ánægður með undirtektir og góða aðsókn.“ Haft er eftir Skúla að um 330 manns hafi komið á sýninguna og að hann hafi selt átta myndir af tuttugu. Er haft eftir Skúla að hann sé mjög ánægður með viðbrögð fólks sem hafi verið sérstaklega ánægjuleg og er hann fullur þakklætis „og vonandi sjáumst við innan tíðar,“ er haft eftir Skúla. A baksíðu 24. tölublaðs Frétta 12. júní er svo sagt frá opnun 10. einkasýningar Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar í Kiwanishúsinu. Er sagð í kynningu blaðsins að sýningin sé sett upp í tilefni þess að Guðmundi var boðið til Færeyja með sýningu 27. til 30. júní. Að öðm leyti er einungis tekinn fram opnunartími sýning- arinnar. Síðan er hljótt um alla myndlist í Eyjum yfir sumarið, en í 46. tölublaði 13. nóvember er sagt frá sýningu Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar í Safnahúsinu. Sýnir hann 15 vatns- litamyndir og 7 olíumyndir. Þetta er fimmtánda einkasýning Guðmundar og segir í fréttinni að þetta sé nokkurs konar tímamótasýning, því að sýn- ingin sé 7. einkasýning hans á árinu. Er sýningin og sögð lokasýning vegna undirbúnings á myndum máluðum af hrauninu í Vestmannaeyjum sem fara til sýningar erlendis á árinu 1987. Forsíðu jólablaðs Frétta prýðir svo mynd eítir Guðna heitinn Hermansen, en myndir eftir hann höfðu prýtt forsíðu jólablaðsins þrjú undafarin ár. Mynd þessi eftir Guðna heitir 16. júlí 1627 en það er sá sögufrægi dagur sem Tyrkjaránið átti sér stað í Eyjum Ekki er getið er um fleiri myndlistarviðburði í Fréttum á þessu ágæta ári 1986 í Eyjum. Ekki er Sigurflnnur Sigurfinnsson Skúli Ólafsson Guðni Hermansen Guðgeir Matthíasson annað hægt að segja en listamenn úr Eyjum hafi sinnt vel myndlistar- unnendum Eyja þetta ár og ljóst að Fréttir hafa sinnt þessum geira menningarinnar með ágætum. Fyrst og fremst er hér um stuttar kynningar að ræða, en ekki ítarleg viðtöl eða gagnrýni, en blaðið þó sinnt kynningarskyldu sinni ágætlega svo ekki verður það sakað um áhugaleysi á þessum vettvangi. Það vekur þó athygli að ekki er um sýningar aðkomulistamanna að ræða á þessu ári. Benedikt Gestsson Guðmundur Rúnar Lúðvíksson Listafólkið verður að gera sig sýnilegt Það hefur ekki farið mikið fyrir því að listafólk í Eyjum fari með verk sín út á götur hér í bæ til þess að bjóða gestum og gangandi verk sín til kaups. Þó em dæmi um slíkt, þó ekki hafi verið róið á þau mið að setja upp söluborð nánast við útidymar hjá ferðamönnum sem hingað koma Tvær atorkusamar kjamorkukonur, þær Steinunn Einarsdóttir og Helga Tómasdóttir hyggjast nú breyta því og kynna handverk sitt fyrir erlendum ferðamönnum. Þær höfðu komið sér upp söluborði niður við Nausthamarsbryggju á þriðjudaginn var, hvar lá eitt skemmtiferðaskip og þess vegna nokkuð ömggt að ferðamennimir ættu leið framhjá þeim. Helga sagði að hún hafi oft hugsað um að gera þetta, en af einhveijum orsökum ekki haft kjark til þess. Þær Steinunn hefðu svo rætt um þetta sín í milli og ákveðið að drífa í þessu. „Það var skemmtiferðaskip héma á sunnudaginn og við sáum að ferðamennimir af skipinu vom að ganga hér um bæinn og ekkert um að vera og allar búðir lokaðar. Okkur þótti þeir hálf vandræðalegir, svo við ákváðum að prófa núna.“ Hvemig hafa svo viðtökumar verið? „Við vomm nú heldur seinar til að þessu sinni. Skipið á að fara klukkan fjögur, en við búnar að vera hér í hálftíma eða svo, en við emm bjartsýnar á þetta muni takast. Þeir sem hafa áhuga á að koma handverki sínu á framfæri verða að gera sig sýnilega, annars gengur þetta ekki,“ sögðu þær að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.