Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 23
Fimmtudagur l.júlí 1999 Fréttir 23 ÞAU LITU FYRST DAGSINS LJÓS ÁRIÐ SEM FRÉTT1R KOMU ÚT í FYRSTA SKIPTI i iiiii ih n**n 10. bekkur, 1989 Aftasta röð frá vinstri: Birkir Matthíasson, Rútur Snorrason, Hermann Hreiðarsson, Kristján Sigurðsson, Tryggvi Gunnarsson, Orri Jónsson, Hafliði Ingason, Hjalti Jóhannesson, Magnús Sigurðsson. Miðröð frá vinstri: Sigþóra Guðmundsdóttir, Anna Lilja Tómasdóttir, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, Sara M Ólafsdóttir, Auður Ásgeirsdóttir, Brynja Jónsdóttir. Fremsta röð frá vinstri: Dóra Hanna Sigmarsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Björg Hrund Sigurbjörnsdóttir, Elín H Garðarsdóttir, Lilja B Jónsdóttir, Hrund Gísladóttir, Jóhanna Yr Jónsdóttir. •8! - Súsanna Georgsdóttir f. 4. mars 1974 Ég bauð nokkmm vinkonum mínum í mat á afmælisdaginn og það var rosafínt. Ég stundaði nám í danskennslu í fjögur ár og vann nokkuð við það. Svo hef ég verið að kenna eróbik í Hressó og auðvitað unnið í fiski eins og sannur Vestmannaeyingur. Þessa dagana er ég að einbeita mér að því að eignast mitt fyrsta bam, það á að koma í heiminn einhvers staðar í kringum 16. júlí. Ég er í sambúð með Magnúsi Jónssyni, ættuðum frá Felli, miklum golfleikara. Ég hef alltaf búið í Eyjum ef skólaárin eru undanskilin og það verður engin breyting á því. Það kemur ekkert annað til greina en að eiga heima héma. Já, Fréttir les ég alltaf, í hverri viku, spjaldanna á milli. Auðvitað heldur maður tryggð við jafnaldra sína, hvort sem það em blöð eða fólk. Birkir Matthíasson f. 3. desember 1974 Ég tók stúdentspróf af tónlistarbraut Menntaskólans við Hamrahlíð og hef lítið verið í Eyjum síðustu tíu árin. Ég kláraði kennaradeild Tónlistar- skólans 1997 og hef verið að kenna síðan, bæði íTónmenntaskólanum og Vesturbæjarskólanum í Reykjavík. í vetur leysti ég svo af í Stykkishólmi og tók að mér lúðrasveitina þar líka. Ég kenni á málmblásturshljóðfæri og nær eingöngu á trompet. Svo er ég líka í hljómsveitinni Jagúar. Já, ég er ennþá einn á báti, þetta gengur ekkert hjá mér, ég efast um að ég gangi út. Oftast hef ég komið heim til Eyja á hverju sumri en líklega fer þeim ferðum að fækka þar sem foreldramir em að flytja til Reykjavíkur. Ég á því ekki von á að setjast að í Eyjum enda kannski ekki mikill markaður fyrir trompetkennara þar. Þó er aldrei að vita hvað gerist. Fréttir les ég alltaf, ég er einmitt með stóran bunka fyrir framan mig núna. Mamma kemur alltaf með fullar hendur af Fréttum þegar hún kemur í bæinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.