Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. júlí 1999 Fréttir 11 r tengst atburðum sem eru að gerast um að gera húsið fokhelt og Feykir sf. sá um bygginguna að innan.“ Svo mörg voru þau orð en rétt er að geta þess að á bak við (MHM) er Magnús H. Magnússon, fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, alþingismaður og ráðherra. Vandamál fiskvinnslunnar í Eyjum eru ekki ný af nálinni Frásagnir af slæmri afkomu Vinnslu- stöðvarinnar fyrri hluta fiskveiðársins hafa verið fyrirferðarmiklar í Fréttum og öðmm fjölmiðlum undanfama mánuði. Einnig hafa Fréttir birt frásögn af taprekstri Isfélagsins á sama tíma. Það hefur aldrei verið á vísan að róa. Það vita þeir best sem starfa í sjávarútvegi, sama hvort það er í Vestmannaeyjum eða annars staðar á landinu. Þetta kemur berlega fram í Fréttum þann 18. febrúar 1980 þar sem á forsíðu birtist frétt undir fyrir- sögninni: Vandamál fiskvinnslunnar í Eyjum - Fóm á fund ráðherra. Þetta er dmngaleg frétt og segir frá för Haraldar Gíslasonar ifamkvæmda- stjóra FIVE, Sigurðar Einarssonar forstjóra FES, Jóns Kjartanssonar formanns Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja og Magnúsar Guðjóns- sonar bflstjóra hjá Bifreiðastöð Vest- mannaeyja til Reykjavíkur þar sem þeir gengu á fund ráðherra. Málið var að lítil loðna hafði borist til Vestmannaeyja og ekki útlit íyrir að meira bærist á vertíðinni. Að því er kemur fram í fréttinni höfðu árið á undan borist 76 þúsund tonn af loðnu í bræðslu, fryst vom 2000 tonn og 1500 tonn fryst af hrognum. Það er ekki annað að sjá en að ijórmenningunum hafi verið vel tekið en þess er ekki getið að niðurstaða hafi fengist í málið sem var þó rætt á ríkisstjómarfundi. Myndin sem dregin er upp í fréttinni er heldur svört og talað er um að fyrirtækin þurfí peningalega aðstoð. Talað er um að 900 milljóna króna vinnulaun séu í hættu og að reikna megi með að íbúum fækki um 500 til 1000 manns vegna þessa ástands í atvinnumálum bæjarins. Verður ekkert hótel í sumar? Þannig er spurt í fyrirsögn Frétta ^. mars 1980; Ástæðan er sú að Út- vegsbanki íslands (nú íslandsbanki) hafði keypt Hótel Vestmannaeyjar (núverandi stjómsýsluhús) á uppboði. Á þessum tíma hafði ekkert hótel verið rekið í Eyjum og aðeins í boði svefnpokapláss. Þessi frétt sýnir að hótelrekstur hefur oft ekki verið til fjár f Eyjum og nýlegar fréttir af kaupum Þorkels Húnbogasonar á gistiheimilinu Heimi af Islandsbanka og leiga Þrastar Johnsen á Hótel Bræðraborg af Ferðamálasjóði em staðfesting á því. Vemdum vatnspóstinn Síðustu mánuði og misseri hefur mikið verið rætt og skrifað um eyði- leggingu meintra fomminja í Her- jólfsdal. Þessi umræða sýnir að Eyja- mönnum er annt um sinn Herjólfsdal en hún er ekki ný af nálinni eins og sést í grein Magnúsar Guðjónssonar í Fréttum 26. júní 1980. Þar hvetur Magnús Guðjónsson trogbflstjóri til þess að vatnspósturinn í Herjólfsdal verði varðveittur. Magnús rifjar upp að hann hafi í mörg ár ásamt félögum sínum á Bflastöðinni sótt vatn í bmnninn fyrir bæjarbúa og skip. „Geymum vatns- póstinn í þeirri mynd er hann veitti okkur Eyjabúum þá þjónustu er við vorum háðir. Myndi það sýna komandi kynslóðum það sem áður var, eins og gert er með þá hluti, er geymdir em á Byggðasafni Vest- mannaeyja,“ segir Magnús og er tilbúinn til að aka nauðsynlegum uppgreftri í burt á bfl sínum. Ragnar Oskarsson tekur í sama streng í næsta blaði í grein sem hann kallar, Að fortíð skal hyggja. ÍBV í Evrópukeppni Knattspymumenn úr Vestmanna- eyjum em ekki að talca í íyrsta skipti þátt í Evrópukeppni. í síðustu viku var sagt frá því í Fréttum að draga eigi í Evrópukeppninni, sem ÍB V tekur þátt í að þessu sinni. í 29. tölublaði Frétta 10. júlí 1980 er sagt að daginn áður hafi verið dregið í Evrópubikar- keppninni, meistarakeppninni, bikar- keppninni og UEFA Cup. Lið ÍBV dróst á móti tékkneska liðinu Banik Ostrava. I blaðinu 18. september er sagt frá frábæmm árangri IBV sem náði 1 -1 jafntefli á móti BO. Þama var um heimaleik að ræða en ÍBV féll svo úr keppninni þegar þeir töpuðu 1 - 0 á útivelli. Líf í myndlistinnni þá og nú Myndlist hefur verið fyrirferðamikil í blaðinu undanfamar vikur og mánuði en það var ýmislegt að gerast á þessum vettvangi árið 1980 ef marka má Fréttir 18. september það ár. Þar er sagt að um kvöldið ætli Vest- mannaeyingarnir Jóhann Jónsson Listó og Astþór Jóhannsson, Jóa á Hólnum, að opna málverkasýningu í Gallerí Landlyst sem nokkrir áhuga- ljósmyndarar ráku á þessum áram. Ástþór sýndi þrjú olíumálverk og fjórar vatnslitamyndir og Jóhann sýndi átta vatnslitamyndir. Hálfum mánuði seinna er sagt að Ingi Hrafn Hauksson, myndlistar- maður, ætli að opna sýningu í Akóges. Tæpum mánuði seinna, 9. október segir að Anna Consetta Fugario ætli að opna sýningu á verkum sínum í Gallerí Landlyst. Fólk er hvatt til að skoða sýningu Önnu sem sögð er vera systurdóttir Gunnars prentara, sem hér bjó í áraraðir og var flestum Eyja- mönnum kunnur. Göngugatan í bæjarkerfmu er á ferðinni tillaga um að opna Bámstíginn fyrir umferð bifreiða á ný. Tillaga um að gera Bárustíginn að göngugötu kemur ífam í bæjarstjóm í byrjun október 1980. Þá leggur vinstri meirihlutinn fram tillögu þarað lútandi. Á þessum ámm var búið að hellu- leggja Bárastíginn en umferð öku- tækja var aðeins leyfð til norðurs. í greinargerð með tillögunni segir m.a.: Það vekur athygli margra hve mikil akandi umferð er orðin um Bám- stíginn, þann hluta sem hellulagður hefúr verið og var ætlunin einungis sú, með því að leyfa akandi umferð um götuna að aka hana einungis til norðurs. Svo hefir alls ekki orðið, heldur aka menn götuna „þvers og kmss“ og meira að segja lög- reglubfllinn hefur sést aka suður Bámgötuna. Annars er merkilegt, hve „umferðarmenninginn“ dregst niður og allar reglur þverbrotnar nú í seinni tíð. Vilja ökumenn kenna um tor- fæmm götum bæjarins og segja þetta vera vegna hitaveitunnar." Þessi dæmi sýna að fátt er nýtt undir sólinni og að frétt gærdagsins getur tengst því sem gerist í dag og líka á morgun. Verður farand- sala bönnuð í VestmannaeyjumP -Austfirðingar hafa sett ákveðnar reglur um farandsölu í síðasta tölublaði Austurlands, sem gefið er út af kjördæmisráði AB á Austuriandi, er frétt sem er að mörgu leyti athyglisverð. í henni er fjallað um mál, sem lengi hefur verið mörgum kaupmönn- um á iandsbyggðinni hugleikið, þ.e. farandsölu. Um síðustu áramót tóku gildi ný lög þar sem farandsala er öllum ftjáls og heimil en hlutaðeigandi sveitar- félögum gefinn kostur á að setja ákveðnar reglur sem annaðhvort leyfa eða banna slfkt. Austfirðingar hafa nú tekið af skarið ef marka má áðumefnda grein sem við birtum hér hluta úr. „Tuskusöluplágunni aflétt - farandsala bönnuð Austur-Hérað - Fjarðabyggð - Hornafjörður Þrjú stærstu sveitarfélögin á Aust- urlandi, Austur-Hérað, Fjarðabyggð og Homafjörður, hafa ákveðið að setja reglur um svonefndar farand- sölur á þessum stöðum og hafa falið lögfræðingi að semja reglur þar um. Bjöm H Guðmundsson, bæjarstjóri á Austur-Héraði, segir að með þessum reglum sé verið að reyna að spoma við „tuskusöluplágunni" inn- an þess ramma sem ný lög heimila sveitarfélögunum. Hann sagði að þar hefði bókstaflega allt orðið vitlaust þegar einhver „Dublin" markaður var á ferð. Víglundur Gunnarsson, kaupmaður í Fjarðabyggð, sagðist fagna þessari ákvörðun sveitarstjómanna. Það væri löngu orðið tímabært að setja svona reglur, kaupmenn séu búnir að benda á þetta lengi. Þeir aðilar sem em að koma út á land em gjaman þeir sem gengur illa í Reykjavík og þeir em að koma hér inn á mjög þröngan markað sem býr við það að þurfa að kaupa inn vörur með 6-8 mánaða fyrirvara. Þessir aðilar geta svo komið inn fyrirvaralaust með þessar sömu vörar og það er náttúrlega algjörlega óviðunandi. Það er samt oftar þannig að þessir farandsalar em með eitthvað sem ekki selst fyrir sunnan." „Þessi orð em eins og töluð út úr okkar hjarta,“ sagði Sigurbjörg Axelsdóttir, formaður Félags kaup- sýslumanna í Vestmannaeyjum. „Við fögnum þessu framtaki Áust- firðinga enda er það ólíðandi að aðilar að sunnan skuli geta valsað út á landsbyggðina þegar þeim þóknast meðan kaupmenn þar em að reyna að halda uppi fullri þjónustu allt árið um kring. Við sendum fyrir nokkm erindi til bæjarstjómar þar sem við fómm þess á leit að settar yrðu ákveðnar reglur um slíka farandsölu. Okkur skilst að bæjaryfirvöld hafi viljað bíða þess að fá viðbrögð frá öðmm sveitarstjómum áður en eitthvað yrði gert. Nú hafa Aust- ftrðingar gert það og vonandi feta ráðamenn hér í fótspor þeirra," sagði Sigurbjörg. Tekist á um lista- veift á hafnargarði -Samþykkt að setja upp verk Gríms Marinós Á fundi hafnarstjórnar sl. fimmtu- dag lágu fyrir tvær tillögur vegna endurbyggingar gamia vitans á Hringskersgarði. Fyrri tillagan var frá fulltrúum meirihlutans, þeim Ásmundi Friðrikssyni, Stefáni Geir Gunnarssyni og Eiríki Þorsteins- syni, svohljóðandi: „Hafnarstjóm Vestmannaeyja sam- þykkir að listaverk það sem Grímur Marinó Steindórsson gaf hafnarsjóði, verði reist á Hringskersgarðinum og komi í stað vitans sem nú er og gegni sama hlutverki og hann. Hafnarstjóm óskar eftir því að kannað verði hvort hægt verði að nota ljósin, sem nú em á vitanum á hafnar- garðinum á vitamastrinu sem ráðgert er að komi upp úr gmnni listaverksins. Jafnframt samþykkir hafnarstjóm að endurbygging á grindverki (stoðum og keðjum) og undirstöðum, sem em hlaðnar, verði endumýjaðar og lag- færðar þannig að undirstaðan og umgjörðin verði í sem uppmnalegastri mynd.“ I greinargerð með tillögunni kemur fram að mikil endurbygging sé fram- undan á þessu svæði, stafkirkjan, Landlyst og Blátindur verði þar. Pétur Jónsson, landslagsarkitekt, sé að ljúka hönnun á svæðinu og leggi hann áherslu á að uppbygging þess og endumýjun vitans verði með þessum hætti. Þessi tillaga var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Fulltrúar minnihlutans í hafnarstjóm, þeir Hörður Þórðarson og Óskar Örn Ólafsson, lögðu fram hina tíllöguna: „Við undirritaðir greiðum atkvæði gegn tillögu meirihluta sjálfstæðis- manna í hafnarstjóm, varðandi stað- setningu listaverks eftir Grím Marinó en samþykkjum jafnframt tillögu minnihluta bæjarstjómar frá 10. júní sl. Gemm jafnframt að tillögu okkar að báðar tillögumar verði teiknaðar upp og þær kynntar bæjarbúum og þeim gefínn kostur að velja á milli. Þessi tillaga var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Samkvæmt þessu er lfldegt að það verði ofan á að listaverk Gríms Marinós verði sett upp á garðinum. Þeim sem áhuga hafa á að sjá hvemig það lítur út, má benda á að listaverkið stendur sunnan við Akógeshúsið við Hilmisgötu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.