Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 13
Fimmtudagur l.júlí 1999
Fréttir
13
B-lið ÍBV ásamt Jóni Óla og Guðna Sigurðssyni. Liðið varð í 3. sæti
innanhúss og 9. sæti utanhúss.
D-lið IBV náði þriðja sæti í innanhússmótinu.
LANDSLIÐIÐ og pressuliðið áttust við og sigraði pressuliðið 3-1.
Eyjamaðurinn Jón Óli stjórnaði landsliðinu.
ÁRANGUR ÍBV-LIÐANNA:
Áransur A-liðsins
vísar á bjarta framtíð
A-LIÐIÐ:
ÍBV náði þeim frábæra árangri að sigra lið Þróttar í úrslitaleik, 5-1. Mörk
ÍBV skoruðu þeir Guðjón Olafsson.tvö, og Amór E. Ólafsson. Gauti
Þorv'arðarson og Eiður A. Sigurbjömsson eitt mark hver. I innanhússmótinu
datt ÍBV-liðið út úr keppni á markatölu og er þetta þriðja árið í röð sem það
gerist!
Eiður A. Sigurbjömsson var markahæstur Eyjapeyja með 9 rnörk skomð í
mótinu.
B-LIÐIÐ:
í úrslitum á sunnudeginum lék b-liðið við ÍR og sigraði ÍBV. 2-1, og
hafnaði í 9. sæti. í innanhússmótinu náði liðið góðum árangri og lenti í 3.
sæti.
Ingólfur Einisson var markahæstur Eyjapeyja með 10 mörk skomð.
C-LIÐIÐ:
I úrslitum á sunnudeginum lék c-liðið við IA og endaði leikurinn með
jafntefli, 2-2, og hafnaði ÍBV því í 13,sæti.
Ólafur Óskarsson var markahæstur Eyjapeyja með 7 mörk skomð í mótinu.
D-LIÐIÐ:
í úrslitum á sunnudeginum lék d-liðið við Hauka og sigmðu. 2-0, og lentu
í 15. sæti. Strákamir stóðu sig síðan vel í innanhússmótinu og lentu í 3. sæti.
Guðmundur Einarsson var markahæstur Eyjapeyja með 6 mörk skomð í
mótinu.
Arna Steinsen, foreldri 03 stuðninssmaður FH:
Frábaer skipulasnins
stendur upp úr
ARNA ásamt sonum sínum, sem heita Andri og Örn Rúnar
Magnússynir.
Arna Steinsen, knattspyrnukona
hjá KR til margra ára og einnig
handknattleikskona hjá Fram, var
stödd á Shellmótinu um síðustu
helgi og hafði gaman af. Hún kom
ásamt fjölskyldu sinni hingað til
Eyja, enda voru synir hennar tveir í
eldlínunni.
Er þetta þitt fyrsta skipti á Shell-
móti? ,Já, ég reyndar kom ég ein-
hvern tíma yfir einn dag, en þetta er
mitt fyrsta heila mót. Það var alveg
meiriháttar gaman að fylgjast með
þessu og þetta em svo mörg lið að það
er oft erfítt að fylgjast með einhverju
öðm liði en sínu eigin. Mér fínnst
mótið vera alveg frábærlega skipulagt,
allar tímasetningar stóðust og það er
alveg ótrúlegt að á svona stóm móti
skuli gjörsamlega allt ganga upp.
Var þetta stór hópur sem fylgdi FH-
liðinu? „Já, mjög stór og svipaða
sögu er að segja með önnur lið. Það
setur einmitt svo skemmtilegan svip á
mótið hvað foreldrar em duglegir að
koma með strákunum sínum.
Stemmningin verður svo mikil og svo
kynnist fólk líka svo vel á svona
mótum. Eg myndi því segja að félags-
lega væri þetta líka frábært mót fyrir
forcldrana."
Var eitthvað sem kom þér á óvart í
sambandi við þetta mót? „Það eina
sem kom mér á óvart og það
skemmtilega á óvart, var hvað þetta er
í rauninni mikið afrek að skipuleggja
svona mót svona vel,“ sagði Áma.
Ætlar þú að koma aftur á nœsta ári?
„Já, ég á yngri strák, þannig að ég á
ömgglega eftir að koma þrjú ár í
viðbót, ef ekki oftar," sagði Ama
Steinsen að lokum.
Þórunn Ingvarsdóttir í kvennadeild ÍBV:
Frábaer félassskapur
NOKKRAR af drffjöðrum kvennadeildar ÍBV. Þórunn Ingvarsdóttir er lengst til hægri.
Það mæðir mikið á öllu því fólki
sem leggur hönd á plóg við
framkvæmd svona móts og þá er
það góð skipulagning og ferskur
félagsandi sem skiptir miklu máli.
Kvennadeild IBV hefur ávallt
staðið í ströngu undanfarin ár og
skilað alveg frábæru starfí.
Þórunn Ingvarsdóttir er ein þeirra
kjamakvenna sem skipa kvenna-
deildina og segir hún að þetta sé mikil
vinna en alltaf jafn skemmtilegt. „Eg
er nú búin að vera í þessu nær
sleitulaust síðan 1984 og hef alltaf jafn
gaman af þessu. Kvennadeildin hefur
staðið vaktir í skólunum og smalað
saman fólki til að starfa í kringum
þetta og undirtektir hafa alltaf verið
mjög góðar.“
Kvennadeild ÍBV sér um veitinga-
sölu í Týs- og Þórsheimilinu meðan á
mótinu stendur og einnig útbúa þær
morgunmat fyrir keppendur á mótinu.
En hvað fær fólk til að starfa við þetta
ár eftir ár? „ Það er bara mórallinn í
kringum þetta allt. Þetta er mjög
samheldinn og skemmtilegur hópur
og héma em konur sem em búnar að
vinna við þetta í mörg ár og það vita
allar í hvað á að fara og hvað á að
gera, sem gerir allt mun auðveldara,“
segir Þómnn.
Hvað heldur þú að renni margar
brauðsneiðar niður hjá strákunum á
mótinu?
„Það sem við smyrjum er náttúrlega
ótrúlega mikið magn. Ætli ég myndi
ekki giska á að það fæm svona 50
brauðpokar á dag,“ segir Þómnn og
hlær.
Asamt því að statfa á Shellmótinu, þá
eruð þið einnig að vinna á
Pœjumótinu. Finnst þér krakkarnir
virkilega meta það sem er verið að
gera fyrir þau? „ Mér linnst ekkert
mál að eiga við krakkana, það væri þá
heldur fullorðna fólkið sem þyrfti að
eiga meira við. Það er síðan tvennt
ólíkt að vinna á Shellmóti eða
Pæjumóti, því að aldurinn er svo
miklu breiðari á Pæjumóti, sem
auðvitað skapar ákveðin vandamál, en
mér fínnst krakkar nú til dags vera
háttprýðin uppmáluð. Það verður
samt að segjast alveg eins og er að
aginn er meiri hjá strákunum," sagði
Þórunn að lokum.