Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Page 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 25. maí 2000
BokvHiar(kana
Tek tarnir í lestri
Það eru líklega ein 33 ár síðan ég
var með Herði Jóns til sjós á Andvara
og á þeim tíma sá hann til þess, þegar
verið var á sjó, að ekki var mikill tími
til bókalestrar og þegar stoppað var í
landi hafði maður allt annað við
tímann að gera en að liggja í
bókalestri. Reyndar man ég eftir því
að þegar verið var á trolli þá kom
Hörður oftast klyfjaður af bókum og
blöðum þegar verið var að leggja
í'ann, þannig að einhvemtíma í
túmum hefur hann fundið smá stund
til lestrar. Ég á það reyndar sam-
eiginlegt með Herði og fleirum að
taka heim með mér talsverðan slatta
af bókum, en ef mér líkar ekki við
efnið þá er ekki lengi verið að
afgreiða sumar þeirra.
Bókasmekk minn á ég frekar erfitt
með að skilgreina. Einna helst eru það
bækur um sagnfræði og allan
þjóðlegan fróðleik sem höfða til mín.
Eins viðtalsbækur, ferðabækur og
ævisögur hvers konar. Nánast „alæta“
ef þannig má að orði komast, þegar
um bækur er að ræða. Einna síst falla
Ijóðabækumar mér í geð. Frúin er í
þeirri deild. Lestrinum hjá mér er nú
þannig varið, að ég tek svona „tamir.“
Er þá þrælsprækur við lesturinn en
svo koma líka tímar sem maður er
hundlatur. Það er nú reyndar svo með
mig að ef ég „dett“ niður á ákveðið
efni, þá held ég áfram með það
meðan ég finn eitthvað í Bókasafninu
um það efni sem verið er að fjalla um
hverju sinni. Get þar nefnt sem dæmi
að fyrir nokkmm ámm „datt“ ég
niður á bók um norsku andspymu-
hreyfinguna og baráttu þeirra á seinni
stríðsámnum, og það var ekki að
sökum að spyrja, ég hélt áfram á
meðan ég fann eitthvað um það efni.
Ég man nú ekki hvenær þetta var, en
líklega hefur þetta verið eftir að
núverandi Herjólfur komst í gagnið
og ég kannast eitthvað við staðina þar
Sævaldur Elíasson er
bókaunnandi vikunnar
sem atburðimir áttu sér stað.
Eins er það, að ef ég byrja á
ákveðnum höfundi, þá er það segin
saga að framhald verður á lestri á
bókum hans. Skiptir þá ekki nokkm
máli hvort um er ræða skáldsögur eða
annað efhi.
Eins og lesendur hafa eflaust séð,
þá sæki ég mér lestrarefni að
langmestu leyti í Bókasafnið okkar.
Ég hef lítið gert af því að safna
bókum, finnst langbest að geta leitað
á safhið að einhverju til að lesa. Á ég
þar ekki eingöngu við bækurnar,
heldur líka blöðin og tímaritin, bæði
innlend og erlend sem nóg er af og
hægt er að fá eldri eintök lánuð heim
ef menn vilja. Þá má ekki gleyma því
að starfsfólkið á safninu er ávallt
boðið og búið að aðstoða ef á þarf að
halda. Ef ég á að nefna þær bækur
sem ég hef nýlega verið með heima,
þá var ég að lesa bók sem heitir
Háspenna lífshætta og fjallar hún um
ótrúlega ævi Sigurfinns rjúpnaskyttu
á Sauðárkróki, sem missti aðra
höndina í slysi, en hélt áfram að lifa
lífinu nánast eins og ekkert hefði í
skorist og gerir nánast allt sem hann
langar til. Algjör harðjaxl.
Ég er nýbúinn með annað bindi af
ævisögu Einars Ben. eftir Guðjón
Friðriksson. Afskaplega vel skrifuð
bók og mikil vinna sem Guðjón hefur
lagt á sig til þess að nálgast efnið.
Þetta er greinilega það sem hann
kann. Samt fannst mér fyrra bindið
einhvem veginn skemmtilegra
aflestrar, ef ég ber þau saman svona
fyrir sjálfan mig. Þá er þar nýleg
ferðabók um London eftir Dag
Gunnarsson. Fínasta ferðahandbók
fyrir þá sem em á leið þangað og þar
sem hún er skrifuð af Islendingi þá
passar hún betur fyrir landann, en þær
sem em skrifaðar fyrir alþjóðlegan
markað í huga.
Loks er að geta tveggja bóka eftir
Gísla Hjartarsonar á Isafirði sem
báðar nefnast Hundrað og ein ný
vestfirsk þjóðsaga. Em þetta bindi
No. 1 og 2. Á ég von á því að
framhald verði á útgáfunni
samkvæmt því. Ég hafði vemlega
gaman að lestri þeirra beggja, og kom
það oft fyrir að ég skellti upp úr og
vel það meðan á lestrinum stóð.
Algjörlega hrekklausar sögur og hin
besta lesning. Skemmtilegast finnst
mér að Gísli nafngreinir flest, ef ekki
allt fólkið sem fyrir kemur í sögunum
sem margar hverjar em alveg
óborganlegar. Gísli segir skemmti-
lega frá og ég leyfi mér að koma
þeirri hugmynd á framfæri að svona
útgáfu þyrfti að koma í gang í okkar
bæ. Nóg er til af sögunum. Ef t.d.
væri tekið gostímabilið og safnað
saman því sem þar kom upp á, áður
en það verður orðið of seint.
Ég ætla að halda mig á slóðinni og
skora á skipsfélaga minn síðasta
aldarfjórðunginn, Gísla Sigurð
Eiríksson, um að mæta með næsta
pistil.
Nýfæddir
* vestmannaeyingar
Þann 5. apríl eignuðust Helena Levísdóttir og Hermann Ingi
Hermannsson (junior) son. Hann vó 17 merkur og var 52,5 cm að
lengd. Hann hefur fengið heitið Hermann Ingi og er hér á mynd með
pabba sínunr og stóru systur, Karen. Hann fæddist á fæðingardeild
Landsspítalans í Reykjavík. Fjölskyldan býr í Reykjavík
Þann 14. apríl eignuðust Heiða Björk Höskuldsdóttir og Ranny
Ramsdal son. Hann vó 14 14 mörk og var 51 cm að lengd. Hann hefur
verið skírður Sigurvin Marinó Ramsdal. Hann er hér á mynd með
systrum sínum fv. Heiðu Ingibjörgu og Anitu Mary. Ljósmóðir var
Guðný Bjamadóttir.
Málari í sumar
Á laugardag útskrifuðust 15 stúdentar frá
Framhaldsskólanum. Þar meó fór fjöldi útskríf-
aðra stúdenta frá skólanum á fimmta hundraðið.
Davíð Egilsson er400. stúdentinn sem útskrífast
frá FÍV og hann er Eyjamaður vikunnar.
Fullt nafn? Davíð Egilsson.
Fæðingardagur og ár? 24. janúar 1981.
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Bý með kærustunni minni,
Eyrúnu, I foreldrahúsum.
Menntun og starf? Stúdent frá FÍV og málarí i
sumarteyfinu.
Laun? Erfiðisins!
Bifreið? Daihatsuinn henna mömmu.
Helsti galli? Nenni ekki að taka til i herbrginu
minu.
Helsti kostur? Samviskusamur.
Uppáhaldsmatur? Taccos og Subway
langlokur.
Versti matur? Ég er
mikill mathákur og fátt
* sem ég ekki kann að
^ meta. Það væri þá helst
eitthvað súrt, hrútspungar
' eða svoleiðis.
Uppáhaldsdrykkur?
Kók, Coca Cola®
Uppáhaldstónlist? Allt sem Metallica
spilar er snilld og sömuleiðis R. E. M. Svo
erfulltaf góðum islenskum hljómsveitum
(þá er ekki veríð að tala um Skimó og co).
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
gerir? Horfa á Sindra Viðars og Atla
Jóhanns komast I ham, frændurna Elias
og Magga borða og hlusta á Unnar Hólm
röfla i dómaranum.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
gerir? Taka til i herberginu minu.
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir
milljón í happdrætti? Fara í gott fri til
fjaríægra landa og verja afgangnum til
háskóianáms.
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Þeir eru
allir snillingar, það væri synd að velja
einhvern einn úrhópnum.
Uppáhaldsíþróttamaður? Islandsmeistarar ÍBV í hand-
boltanum. Einnig eru Dabbi Hall og Valli, málararmeð meiru,
algjörir snillingar i öllu sem þeir taka sér fyrír hendur (þeir lofuðu
að vera góðir við mig i sumar ef ég segði þetta).
Ertu meðlimur i einhverjum félagsskap? ÍBV iþróttafélagi.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Þar sem ég er mikill sjónvarps-
glápari er að mörgu að taka. Það sem stendur upp úr er
Friends, Southpark, X-Files, Fóstbræður og Nýjasta tækni og
vísindi.
Uppáhaldsbók? Ekki erþað bankabókin um þessar mundir.
Ætli það sé ekki bara Ferð Eiriks til Jötunheima og Lord of the
Rings.
Hvað meturþú mesti fariannarra? Heiðaríeika, ósérhlifniog
almenna kurteisi.
Hvað fer mest I taugarnar á þér I fari annarra? Sérhlifni,
sjálfselska, hroki og frekja.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Svæðið í kríngum
Litlahöfða er einstaklega fallegt I góðu veðri.
Hefur þetta verið strangt og erfitt
nám? Því er ekki hægt að neita. Ef
maður ætlar sér að ná góðum árangri
þarf maður að leggja mikið á sig og það
er ekkert öðruvisi I FlV frekar en annars
staðar.
Er FÍV góður skóli? Hann hefur sina
kosti og sína galla. Á heildina litið erþetta
góður skóli en oft vantar metnað hjá
nemendunum sjálfum til þess að gera vel.
Stefnirþú á frekara nám? Já, ég ætla
að taka mér fri frá námi næsta vetur en
held siðan ótrauður áfram i Háskólann.
Hvað verðurþú að gera í sumar? Ég
mun starfa sem málari i hinu virta
málarafyrirtæki Viðars „nýkvænta“ Einars-
sonar.
Eitthvað að lokum? Ég vil þakka
kennurum og samnemendum mínum i
FÍV fyrír gott samstarf og kynni siðustu
árin og óska þeim til hamingju meö
áfangann. Svo vil ég sérstaklega óska
nýstúdentum fyrir samstarfið á önninni
sem varað liða.
Á dofinni 4*
25. maí Guðmundur Oddur Magnússon heldur fyridesiur í Rannsóknasetrinu um myndarsköpun
25. maí Bingó i Þórsheimilinu kl. 20.30
27. maí Sigurdís Amarsdóttir opnar sýningu ó verkum sínum ó Myndlistarvori íslands banka í Gallerí Áhaldahúsinu kl. 17.00
27. maí Handavinnusýning og kaffisala ó Hraunbúðum
27. maí íþróttadagur ÍSÍ
27. - 4. júní Ljósmyndasýning Islenska myndasafnsins í Ásgarði
29. maí Skólaslit Bamaskólans
30. maí Benni tattoo kemur í bæinn og tattooar Eyjamenn að Heimagötu 28.
2. júní Iþrótta og leikjanómskeið Heklu og ÍBV
3. - 4. júní Sjómannadagshelgin
10.-11. júní Sjóstangaveiðimót SjóVe haldið með glæsibrag ó miðunum kringum Eyjar
17. júní Þjóðhótíðardagur Islendinga og Vestmannaeyinga (hm).