Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Side 6
6 Frettir Fimmtudagur 25. maí 2000 Kóraveislur í Eyjum: A vængjum söngsins inn í sumarið Skólakórarnir Einn skemmtilegasti og ánægju- legasti viðburðurinn í tónlistarlífi Eyjamanna eru tónleikar skóla- kóranna, en þann hóp fylla Kór Hamarsskóla, Kór Barnaskólans og Sönghópur Rauðagerðis. Síðastliðinn fimmtudag héldu skóla- kóramir vortónleika sína í Safnaðar- heimilinu. Það er skemmst frá því að segja að krakkamir stóðu sig frábærlega og alveg ljóst að bestu og virtustu manna sögn, að í kómnum em margir efnilegir söngvarar, ekki síður en leikarar, því fátt er bömum eðlilegra en að tjá sig í hinu ómeðvitaða látbragði þegar þau standa fyrir framan áheyrendur í stómm sal. Það er og líka tilfellið að fáir kórtónleikar í Eyjum em eins vel sóttir og tónleikar skólakóranna, enda skín þar einlægnin úr hveiju andliti og það kunna áheyrendur vel að meta Það er mikið og athyglisvert braut- ryðjendastarf, sem stjómendur skólakóranna em að vinna í skólunum með þessum hætti og eiga Bára Grímsdóttir, Michelle R.D. Gaskell og Eyvindur I. Steinarsson mikla viðurkenningu og þakkir skilið fyrir framlag sitt á þessum vettvangi. Efnisskráin var mjög fjölbreytt að vanda og sungin lög eftir erlenda og innlenda höfunda. Og að sjálfsögðu var sungið eitt Eyjalag sem að þessu sinni var Sigling eftir Oddgeir Kristjánsson og Áma úr Eyjum. Og samkvæmt efnisskrá var lokalagið, Lóan er komin, sem kóramir þrír sungu allir saman. Enda vel við hæfi á vortónleikum að fljúga inn í sumarið við lóusöng, með von um að söngur bamanna fylgi okkur inn í sumarið. Það má margt af þeim læra, en til þess að það sé hægt verða þeir sem eldri em líka að kunna að hlusta. Galdrasöngur af Ströndum Kór Strandamanna er blandaður kór rammgöldróttra afkomenda Strandamanna, en Átthagafélag Strandamanna mun hafa stofnaö kórinn árið 1958 og hefur hann sungið nær samfellt síðan. Það er skemmst frá því að segja að kórinn söng sig með miklum galdri inn í hjörtu Eyjamanna, sem fylltu sal Tónlistaskólans. Efnisskrá tónleik- anna var fjölbreytt og söng kórinn lög eftir innlend og erlend tónskáld, hverju öðru betra, enda skein sönggleðin úr hverju andliti. I hléi léku feðgininVédís Guðmundsdóttir á flautu og Guðmundur H. Guðjónsson á píanó Chant D'oiseau eftir Wilhelm Popp og var flutningur þeirra hinn frambærilegasti og gott innlegg í tónleikana. Eftir hlé hóf svo Stranda- mannakórinn aftur upp raust sína og söng úrval erlendra laga í léttari kantinum, allt frá Summertime Gershwins til Bohemian Rhapsody eftir Freddie Mercury. Allt flutt af miklum metnaði og aðstandendum sínum til mikils sóma. Eyjamenn hafa alltaf verið miklir söngmenn og gott tíl þess að vita að kórar annars staðar á landinu leggi metoað sinn í að syngja fyrir Eyjamenn, sem kunnu vel að meta téð sönginnlegg þessa helgi. Meira af slíkum heimsóknum. Flottur bankakór Á föstudaginn söng íslandsbankakórinn í anddyri íslandsbanka í Vest- mannaeyjum. Var þetta góð byrjun á mikilli kórahelgi, að ekki sé minna sagt, því kór Strandamanna hélt og góða sönghátíð í tónleikasal Tónlistarskóla Vestmannaeyja á laugardeginum fyrir fullu húsi þakklátra áheyrenda. íslandsbankakórinn er skipaður starfsfólki útibúa bankans í Reykjavík og var í sinni fyrstu reisu tíl Eyja. Það var vel tíl fundið að láta kórinn syngja í afgreiðslu bankans, enda ekki annað að sjá og heyra en að viðskiptavinir bankans kynnu og vel að meta í asa föstudagssíðdegisins. Kórinn stóð sig með miklum sóma og söng af innhfún fjölbreytt lög af ýmsu tagi. En ekki nóg með það heldur mun kórinn og hafa sungið á Vori í Eyjum og á Hraunbúðum við góðar undirtektir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.