Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Qupperneq 15
Fimmtudagur 25. maí 2000 Fréttir 15 erð sjónvarpsþátta, auglýsinga fyrir sjónvarp og kvikmynda svo fátt eitt sé nefnt unnar er annað hér á landi en ég þekki. Það er líka frábært að sitja í kaffi í húsi og mamman og pabbinn búa í næsta húsi og frændinn eða frænkan í þar næsta húsi.“ Blair, eins og aðrir í Keikóhópnum, hefur þurft að takast á við veðrið og þegar Island ber á góma heima í Bandaríkjunum segist hann nefna þrennt, veðrið, sterk fjölskyldubönd og tungumálið. „Island á orðið mikið í manni og þegar ég er heima tala ég mest um Island og Keikóverkefnið. A móti er ég mest spurður um Bláa lónið en það þekki ég ekki. Við erum á eyju sem er ekki nema ftmm mílna löng og þriggja mflna breið og okkar vitneskja um Island takmarkast af því. Við verðum að hlíta lögum Utlendinga- eftirlitsins sem takmarka mjög ferðir okkar þannig að maður veit lítið um meginlandið.“ Blair segir að nú fari í hönd spenn- andi tímar því framundan er ákvörðun um hvort Keikó verður sleppt í sumar eða ekki. Hann segist reyna að fylgjast eins náið með verkefninu og kostur er. Sjálfur segist Blair aldrei hafa litið á Keikó sem gæludýr og haft ekkert tengst honum . „Keikó varð ekki til fyrir okkur heldur verður hann að fara sínu fram og það er okkar verk að koma honum út í frelsið aftur. Mitt verk er að fylgjast með kvínni, myndavélum og öðrum búnaði neðan- sjávar sem tengist verkefninu. Það gerist stundum að Keikó er allt í einu kominn á öxlina á manni þar sem maður er að vinna neðansjávar. Það er á vissan hátt ógnvekjandi því þetta er nú einu sinni drápshvalur (killer- whale) og ég er farinn að skynja hann sem slflcan. Það má segja að öll vinnan við Keikó sé að skila sér og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að honum verði sleppt í sumar.“ Stór dagur þegar Keikó verður sleppt Hvað með íslenskar konur? Nú hlær Blair en eftir smástund kemur svarið. „Þær eru fallegar en ég er ennþá að reyna að átta mig á þeim. Mér dettur í hug sagan af manninum sem allt í einu skildi konur. Hann dó hlæjandi en náði aldrei að segja frá uppgötvun sinni. En íslenskar konur eru dásamlegar og hafa mikil áhrif á sitt umhverfi. Það sem kentur fyrst upp í hugann þegar íslenskar konur ber á góma er fyrst og fremst fegurð og svo kemur mikill viljastyrkur." Blair segir að það verði stór dagur þegar Keikó verður sleppt og í framhaldi af því fer hann ásamt öðrum, sem tengjast Keikóverkefninu til síns heima á ný. Þegar hann er spurður að þvf hvort hann muni sakna Islands segist hann ekki vera farinn og ekki á leiðinni að fara. „Það er margt sem á eftir að gera og_ svo vildi ég gjaman ferðast um ísland þegar þessari vinnu lýkur svo ég vona að ég verði hér enn um hríð. Eg hef kynnst góðu fólki héma og hef lagt mig fram um að kynnast menningu ykkar um leið og ég hef reynt að fá fólk hér til að skilja hvernig við hugsum. Auðvitað gerist þetta ekki einn, tveir og þrír en þetta er að koma hjá mér. A margan hátt em þetta tveir heimar en í dag finnst mér munur á Islendingum og Bandaríkjamönnum ekki eins mikill og mér fannst fyrst. En við höfum ekki Júróvisjon, ég hefði ekki viljað missa af að kynnast þessu evrópska fyrirbrigði sem væri kannski óvitlaust að færa yfir á Bandaríkin þar sem ríkin 52 tefldu hvert fram sínu lagi,“ segir Blair Mott að lokum. Ó.G. BLAIR -Mitt verk er að fylgjast með kvínni, myndavélum og öðrum búnaði neðansjávar sem tengist verkefninu. ég dvelji mestan hluta ársins á íslandi." Mörg spennandi verkefni Blair segist eins og aðrir hafa fýlgst með flutningi Keikós til Islands en hann átti ekki von á að hann ætti eftir að tengjast verkefninu. Hann vann áfram hjá köfunarfélaginu og átti að taka þátt í kvikmynd á vegum þess þegar hann fór til systur sinnar í Colorado þar sem hann var í einn mánuð. „Hún var á leiðinni til Afríku og ég hjálpaði henni að pakka niður um leið og ég sagði henni M öllu sem ég vissi um Afríku og miðlaði henni af reynslu minni af því að vera þar.“ Aður en Blair fór til Colorado átti hann að taka þátt í kvikmynd sem gera átti fýrir köfunarfélagið en þegar hann kom til baka komst hann að því að tökum á kvikmyndinni var þegar lokið. Hann tók þetta ekki illa upp, segist miklu frekar hafa litið á þetta sem tákn um að hann stæði á vegamótum. „Einu sinni á ári er félag, sem hefur það að markmiði að vernda og að- stoða sjávardýr, með sýningu í Santa Barbara. Eg fór á sýninguna og þar hitti ég einn úr Jean-Michel-Cousteau hópnum. Hann spurði hvað ég væri að gera. Ég sagði honum eins og var að ég hefði enga fasta vinnu en ég þyrfti áfram að borga mína reikninga. Sjálfur var ég með ýmsar hugmyndir í kollinum og þeir gáfu mér ekki ákveðið svar hvort þeir ætluðu að ráða mig eðaekki." Til íslands Meðal þess sem Blair lét sig dreyma um var að komast til íslands en hann lét það ekkert uppi þegar hann bað stjómendur Jean-Michel-Cousteau stofnunarinnar um vinnu. „Þeir litu hver á annan um leið og þeir veltu fyrir sér hvað þeir gætu notað mig. Ég átti helst von á að vera sendur til Mexíkó en tveimur eða þremur vikum seinna var ég kominn til Vestmanna- eyja,“ segir Kalifomíupeyinn sem var tilbúinn til að takast á við snjó og kulda á landinu kalda. „En þetta var ekki eins slæmt og ég hélt og þegar maður mætir vondu veðri er það alltaf spuming um hvemig maður klæðir sig,“ segir Blair og hlær. Hann kom fyrst til Vestmannaeyja þann 21. febrúar árið 1999 þannig að hann fékk íslenskan vetur beint í æð. Þegar hann er spurður um fyrstu áhrifin af Islandi og Vestmannaeyjum verður augnabliks þögn. „Ég er héma vegna vinnunnar og var ekki mikið að velta hlutunum fyrir mér. Mér fannst þó frábært að vera allt í einu kominn norður á 63° á stað sem ég hafði aldrei komið til áður. Ég lít að sumu leyti á þetta sem ævintýri og var ákveðinn í að láta ekki kuldann hafa áhrif á mig og hann hefur ekki háð mér til þessa. En auðvitað eru viðbrigðin mikil, að koma hingað frá Kalifomíu og ég hef ekki notað eins mikið af fötum á minni 29 ára ævi eins og ég hef gert á þessu tæplega eina og hálfa ári á Islandi." Klettsvíkin minnir um fátt á þá ímynd sem Blair hefur af sjálfum sér en hann lítur á sig sem dæmigerðan strandargaur. „Ég hef stundað brim- reið, sótt strandateiti og skemmt mér við varðelda á ströndinni. Þetta er hluti af mér en ég læt það ekki stjóma lífi mínu. Ef þú spyrð mig að því hvort ég sakni Kalifomíu yrði svarið: -Kannski í eina mínútu. Það hefur verið svo mikið að gera síðan ég kom að enginn tími hefur gefist til láta sig dreyma um sól og sand. Maður er kannski ekki að kafa á hverjum degi en þegar kvíin brotnaði í september síðastliðnum var nóg að gera. Þá kafaði ég 100 sinnum á 28 dögum." Sterk fjölskyldubönd Hvað hefur komið þér mest á óvart hér á landi? „Ef ég lít á mannlíftð þá er það mikilvægi fjölskyldunnar en fjöl- skyldubönd virðast vera miklu sterkari en maður á að venjast í Kalifomíu. Ég get ekki talað fyrir öll Bandaríkin í þessu efni en viðhorfið til fjölskyld- kynna mér aðstæður á hverjum stað svo sem dýralíf og fleira sem kemur að notum við kynningarstarfið." Þegar Blair er spurður að því hvort þama haft hann ekki verið kominn í draumastarfið sagðist hann alltaf Ifta á sitt næsta verkefni sem það mikil- vægasta en fyrir þremur ámm tók hann þá ákvörðun að hætta öllum þvælingi eftir fimm ár. „Nú á ég tvö ár eftir af þeim tíma og nú verður maður bara að sjá til.“ Mörg spennandi verkefni í eitt ár, frá janúar 1998, hætti Blair öllum ferðalögum og dvaldist heima í Santa Barbara þar sem hann settist í skóla. Um leið vann hann við ýmis verkefni í köfun, t.d. í auglýsingum fyrir sjónvarp, lék í kvikmyndum og tók að sér áhættuhlutverk í kvik- myndum. „Ég vann fýrir BBC, National Geographic og gat átt von á að vinna með stómm nöfnum í kvik- myndaheiminum, eins og t.d. Tom Cruise ef því var að skipta. Þessi verk- efni gáfu góðan pening en það vantaði stöðugleikann. A þessum tíma vann ég líka við að koma upp köfunarfélagi þar sem kynna á sögu köfunar. Ég var í stjóm félagsins og er það ennþá þó BLAIRífuIlum skrúða.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.