Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Qupperneq 18
18
Fréttir
Fimmtudagur 25. maí 2000
Skólaslit Framhaldsskólans:
Stúdentar komnir yfir 400
SALURINN í Félagsheimilinu var þéttsetinn. Fremst á myndinni er Lóa Skarphéðinsdóttir ásamt útskriftarnemendum á sjúkraliðabraut.
F.v. Lóa, Ásta Gústafsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Elsa Gunnarsdóttir og Jóhanna Svanborg Jónsdóttir.
Ávarp Baldvins Kristjánssonar aðstoðarskólameistara:
Baldvin Kristjánsson, aðstoðar-
skólameistari, ávarpaði útskrifar-
nema að þessu sinni en þeir voru
ýmist að ljúka námi til starfs-
réttinda eða að fá í hendur eins-
konar áfangaskírteini á lengri leið
til slíkra réttinda.
„Hvort heldur er, þá sjáum við nú á
bak flestum þessara nemenda, þó ég
útiloki ekki að einhverjir þeirra eigi
eftir að setjast á skólabekk hjá okkur
aftur. Slíkt hefur þá áður gerst og
minnist ég a.m.k. eins nemenda, sem
hefur útskrifast frá okkur þrisvar og
fjöldinn allur hefur gert svo tvisvar,"
sagði Baldvin. „En hvað flest ykkar
varðar, sem nú voruð að útskrifast, þá
er þetta ákveðin kveðjustund og á
kveðjustundum þá falla gjama vam-
aðarorð hverskonar. Ég kann fullt af
slíkum: Passaðu þig á bílunum!
Mundu eftir að hlusta vel og líta til
beggja átta áður en þú ferð yfir götu!
Gættu þess að ...og fleira í þessum
dúr. En hér á þetta e.t.v. ekki við.
Ég veit að skólameistari, sem bað
mig skila kveðju sinni og hamingju-
óskum til ykkar allra, mundi hér brýna
fyrir ykkur að sýna öðmm virðingu. I
öllum hans kveðjuorðum til útskrift-
amema hefur virðing við samborgara
og þá samferðafólk okkar í lífinu
gengið sem rauður þráður. Og undir
það get ég vissulega tekið.
Ef eitthvað ætti að vera rauður
þráður í mínum kveðjuorðum þá trúi
ég að hollusta og tryggð við þá sem þú
umgengst og það sem þú ert að gera á
hverjum tíma kæmu þar mjög við
sögu. Með því á ég við að menn leitist
við að rækja skyldur sínar í leik og í
starfi, eða námi, vegna þess að þannig
held ég við náum best sátt við sjálf
okkur og aðra. Sá sem ekki gerir hvað
hann getur verður aldrei sáttur við
sjálfan sig né verða aðrir sáttir við
hann. Ég tala ekki um ef það lendir á
samferðamönnunum að hreinsa upp
eftir hann. -Vafalítið má hrekja þessa
fullyrðingu með gildum rökum og
mér koma strax í hug sálfræðileg rök
sem t.d. gætu verið á þá leið að
freudískir vamarhættir sálarlífsins
gætu sem best jarðað alla sektarkennd
eða samviskubit vegna slælegrar
framgöngu á einhverju sviði. En ég
þarf bara ekkert að hafa áhyggjur af
slíku. Aldrei þessu vant þá er mér
stætt á því að tala frá hjartanu og af
tilfinningu og þarf ekkert ífekar en ég
vil að styðja mál mitt tölulegum
niðurstöðum kannana eða tilrauna.
Ég er í svipaðri aðstöðu og næstum
því alnafni sonar míns, sem játaðist
glaður undir það að kenna eldvamir
hjá okkur á kvöldnámskeiðum, þar
sem þá gæfist honum það einstaka
tækifæri að tala yfir hausamótum 30
kvenna í einu án þess þær fengju
opnað munninn. Ég ítreka þess vegna,
án nokkurra frekari röksemda, að ef
þið viljið lifa í sæmilegri sátt við sjálf
ykkur og aðra, gerið þá ávallt ykkar
besta og ætlist ekki til að aðrir geri
hlutina fyrir ykkur.
Venju samkvæmt þá beinist at-
hyglin hér að hópi útskriftamema
öðmm fremur, enda er þessi hópur og
á að vera miðpunktur dagsins. Ekki
bara hjá okkur í skólanum heldur og
hjá ykkur sem nær þeim standið. Ef
einhverjum, sem ekki er útskriftar-
nemi en er hér staddur, sámar
afskiptaleysið, þá er bara fyrir hann að
keyra á námið og verða útskriftamemi
sem allt snýst um. Svona útskriftar-
dagur á að vera, og verður held ég
alltaf, svo merkilegur að við minn-
umst hans um aldur og ævi. Ég vona
einlæglega að hann verði ykkur út-
skriftamemum og aðstandendum
slíkur dagur.
Ég vil svo að endingu þakka öllum
þeim sem lögðu sitt að til að gera
þessa athöfn og daginn ánægjulegan.
Gefendum viðurkenninga fyrir þeirra
framlag. Bæjaryfirvöldum og stú-
dentsefnum íyrir blómin. Ykkur öllum
fyrir komuna og að vera hér með
okkur í dag.
Að svo mæltu bið ég ykkur vel lifa
og segi vorönn 2000 við Fram-
haldsskólann í Vestmannaeyjum
slitið,“ sagði Baldvin að lokum.
Framhaldsskólanum var
slitið sl. laugardag og
útskrifaðist þá 21 nemendi,
15 stúdentar, tveir af
vélst jórnarbraut og fjórir af
sjúkraliðabraut. FÍV hefur
nú útskrifað yfir 400
stúdenta.
I lelga Kristín Kolbeins kennari og
áfangastjóri rakti skólastartið á
vorönn sem hófst á þrettándanum.
Á önninni vom 230 nemendur
skráðir í skólann. Það er heldur
færra en á haustönn en þá voru
270 nemendur við nám í
skólanum. „Það eru reyndar alltaf
heldur færri nemendur á vorönn
heldur en á haustönn og kom því
fækkunin ekki á óvart, þó svo við
vilduin gjarnan að nemendur
væru töluvert fleiri,“ sagði Helga
Kristín.
„Skólastarf var með hefð-
hundnuin hætti til 8. mars, að við
lögðuin af hefðbundið skólastarf í
þrjá daga til að hafa svokallaða
opna daga. En á hverju ári er
hefðbundnu skólastarfi hleypt upp
og unnið að hvers kyns verk-
efnum. Opnu dagarnir þóttu
heppnast einstaklega vel þetta
árið. Mæting var góð, frumkvæðið
mikið og gleðin allsráðandi.
Nemendur starfræktu útvarps-
stöð, gerðu kvikmynd, gáfu út blað
og margt fleira mætti nefna. Opnu
dagarnir náðu svo hápunkti 10
niars. með árshátíð nemenda og
frumsýningu á söngleiknum
Itocky Horror,“ sagði Helga
Kristín.
Hún minntist þess að sunnu-
daginn 12. mars syntu fimm
nemendur skólans Guðlaugssund
til að minnast þess afreks sem
Guðlaugur Friðþórsson vann er
hann synti til lands eftir að
Hellisey VE sökk að kvöldi 11.
mars 1984. Nemendurnir syntu
sömu vegalengd og Guðlaugur,
þrjár sjómílur, eða 225 ferðir í
sundlauginni.
„Þann 31. mars heimsótti okkur
Björn Bjarnason, menntamála-
ráðherra ásamt fylgdarmönnum.
Hélt liann fund með nemendum,
sem hlýddu kurteislega á
framsögu ráðherra og spurðu
síðan mjög skemmtilegra og
áleitinna spurninga. Síðan var
fundur með kennurum þar sem
|ieir reyndu að fylgja eftir góðri
frammistöðu nemenda,“ sagði
Helga Kristín.
I skólanum starfa um 30
kennarar ýmist í fullu starfl eða
hlutastnrli. Um áramót bættist
Guðmundur Elíasson aftur í hóp
kennara, en hann annaðist
kennslu í rafmagnsfræði. Lóa
Skarphéðinsdóttir tók við kennslu
í hjúkrunarfræði. Guðtinna
Steinarsdóttir sneri aftur til
kennslu að loknu fæðingarorlofi.
„Skólinn hóf störf samkvæmt
nýrri aðalnámskrá síðastliðið
haust og samkvæmt henni ber
öllum framhaldsskóium að gefa út
sérstaka skólanámskrá. Unnu
kennarar in.jög að undirbúningi
námskrárinnar seinni part vetrar
auk þess hafa tveir kennarar
Áslaug Tryggvadóttir og Gunnar
Þorri Þorleifsson verið í námi sam-
hliða starll í skólanámskrárgerð.
Nú í júní á að halda áfram við gerð
námskrárinnar og vonandi verður
tilbúin skólanámskrá þegar við
hefjum aftur störf í haust,“ sagði
Helga Kristín að lokum.
DAVIÐ
Egilsson er
stúdent núnier
400 frá
Framhalds-
skólanum í
Vestmanna-
eyjum.
Hollusta og tryggð