Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Side 22

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Side 22
22 Fréttir Fimmtudagur 25. maí 2000 Velheppnaður skóladagur í Hamarsskóla Knattspyrna: Meistaraflokkur karla Skóladagur Hamarsskóla var sl. laugardag. Aðsókn að honum var öllu minni en verið hefur undanfarin ár enda var mikið um að vera í bænum þessa helgi. Auk hefðbundinna sýninga var boðið upp á skemmtidagskrá með leiksýningum, tískusýningu, dansi og fleiri atriðum. Þá er skóladagurinn einnig fjáröflunardagur 6. bekkinga fyrir skólaferðalag næsta árs. Þar var hlutavelta en einnig var boðið upp á minigolf og pílukast svo að eitthvað sé nefnt. Kaffihlaðborð var fyrir gesti allan daginn og var mjög vinsælt. Myndirnar voru teknar á skóladeginum. Fjösur stis úr tvcimur leikjum Refsað fyrir mistök Karlalið ÍBV spilaði sinn fyrsta leik í Landssímadeildinni hér í Eyjum á lostudaginn. Leikurinn átti upp- haflega að fara fram á fimmtu- deginum en var frestað vegna veðurs. Leikurinn einkenndist af því að ÍBV sótti látlaust en Fylkir lá aftarlega og beitti hættulegum skyndisóknum. Nokkur vorbragur var á leik lið- anna, en Hásteinsvöllur kemur frekar illa undan vetri og átti það sinn þátt í að gæði leiksins urðu ekki mikil. En úrslitin urðu Eyjamönnum frekar óhagstæð, jafntefli 2-2 gegn nýlið- unum og ljóst að ÍBV verður að skerpa leik sinn nokkuð ef liðið ætlar sér í toppbaráttuna f sumar. Fyrri hálfleikur var nokkuð bragð- daufur til að byrja með. Liðin þreifuðu fyrir sér og léku varfæmis- lega. Fljótlega tók þó ÍBV öll völd á vellinum og leikurinn varð þeirra. Þrátt fyrir það gekk liðinu illa að skapa sér afgerandi færi, meira var um hálffæri og langskot sem gengu illa í þetta skiptið. Besta færi IBV í fyrri hálfleik fékk vamarmaðurinn Kjartan Antonsson en skot hans fór hátt yfir. Rétt áður hafði Allan Mörköre átt ágætis skot sem góður markmaður Fylkis varði í hom. Þrátt fyrir nokkurn sóknarþunga þá vom það gestimir sem skomðu fyrsta og eina mark fyrri hálfleiks og var þar að verki Sverrir nokkur Sverrisson, fyrrverandi leikmaður ÍBV, eftir að boltinn hafði fengið að leika lausum hala í teig IBV nokkum tíma. Fylkis- menn vom yfír 0-1 í hálfleik og met IBV, í flestum leikjum ósigraðir á heimavelli, í hættu. Það var strax ljóst í seinni hálfleik að leikmenn ÍBV ætluðu að berjast eins og ljón það sem eftir lifði leiks. Fremstir fóm þar í flokki Guðni Rúnar Helgason og Bjami Geir Viðarsson sem áttu báðir skínandi leik. Það var svo eftir að ÍBV hafði pressað Fylki út um allan völl að stíflan brast og eftir hræðileg vamarmistök gestanna skoraði Allan Mörköre fyrsta mark ÍBV á tímabilinu og jafnaði leikinn I - 1. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Steingrímur annað mark IBV eftir glæsilega sendingu Guðna Rúnars og IBV komið yfir 2-1. Eyja- menn héldu áfram pressunni og stuttu síðar skoraði Bjami Geir þriðja mark ÍBV sem var dæmt ólöglegt vegna rangstöðu og sýndist sitt hverjum. Eftir það jafnaðist leikurinn nokkuð en IBV hafði þó alltaf undirtökin enda unnu miðjumenn IBV einvígi miðju- mannanna í leiknum. Slæm mistök urðu svo til þess að Fylkismenn bmn- uðu í skyndisókn og skyndilega voru þeir orðnir einum til tveimur fleiri en vamarmenn IBV og niðurstaðan gat nánast aðeins orðið ein, Fylkismenn jöfnuðu leikinn fimm mínútum fyrir leikslok og 2-2 jafntefli niðurstaðan. Reyndar gátu leikmenn IBV þakkað Sveni Sverrissyni fyrir stigið því hann fékk kjörið tækifæri á að stela sigrinum, en skallaði framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. ÍBV spilaði ágætlega á köflum, miðjan var sterk hjá liðinu og stendur frammistaða Bjama Geirs nokkuð upp úr. Guðni Rúnar átti einnig stórgóðan leik og nokkuð ljóst að mikill sjónar- sviptir verður að honum. Liðið spilaði ágætlega á köflum, sérstaklega fyrstu 20 mínútumar í seinni hálfleik en liðið verður að halda úti góðu köflunum lengur lil að verða meðal þeirra bestu. Mörk ÍBV: Allan Mörköre 59. mín., Steingrímur Jóhannesson 62. mín. Sigur gegn nýliðunum IBV spilaði sinn annan leik á stuttum tíma síðastliðið mánudagskvöld og var leikið gegn Stjömunni hér í Eyjum. Allar aðstæður til knattspymu vom afar erfiðar, austan strekkingur, gekk á með skúmm og hrollkalt ásamt því að Hásteinsvöllur á töluvert í land með að verða leikfær. En engu að síður tókst IBV að spila boltanum ágætlega megnið af leiknum og tryggja sér svo þrjú dýrmæt stig í lok leiksins. Enn hékk ÍBV í sama farinu og gegn Fylki, liðið var hugmyndasnautt þegar kom að vítateig andstæðinganna og fá færi litu dagsins ljós. Aðeins átti IBV fimm markskot að marki Stjöm- unnar á 45 mínútum og segir það meira en mörg orð. Þrátt fyrir það þá var sóknarþungi liðsins nokkur, en allar aðgerðir stoppuðu á fimm manna vamarlínu gestanna. Steingrímur komst í besta færi fyrri hálfleiks eftir að Ingi og Allan höfðu splundrað vöm gestanna þá var Steingrímur kominn einn inn fyrir en náði ekki að leggja boltann fyrir sig og Stjömumenn björguðu í hom. Seinni hálfleikur virtist ætla að vera á sömu nótum og sá fyrri. Þrátt fyrir að Stjörnumenn yrðu einum færri þegar tíu mínútur vom liðnar af hálf- leiknum þá virtust gestimir enn ráða vel við sóknaraðgerðir Eyjamanna. En þolinmæði er dyggð, stendur einhvers staðar, og það átti svo sannarlega við á mánudaginn. Smám saman jókst sóknarþungi IBV aftur og síðustu fimmtán mínútumar buldi hvert skotið á eftir öðm á marki gestanna. Þegar 10 mínútur vom eftir braust Hjalti Jóhannesson upp vinstri kantinn og átti glæsilega fyrirgjöf, beint á kollinn á varamanninum Jóhanni Möller sem lét veija ífá sér en fylgdi vel á eftir og boltinn lá í netinu. Afram hélt sókn IBV og nú komu færin loksins. Allan fékk góða sendingu inn í teig þar sem hann fékk góðan tíma til að leggja boltann fyrir sig og skjóta að marki, en markvörður Stjömunnar varði með tilþrifúm í hom. Það var einmitt eftir slíka íyrirgjöf sem Ingi Sigurðsson náði að skalla fyrir markið á 88. mínútu, en boltinn fór í hönd vamarmanns og víti dæmt. Allan skoraði svo örugglega úr vítinu og 2-0 sigur ÍBV í höfti. Yfirburði ÍBV í leiknum vom algjörir. Dugir að glugga í tölfræði leiksins þar sem ÍBV fær m.a. 22 homspymur meðan gestimir fá aðeins tvær. En betur má ef duga skal, flestar vom þessar homspymur lélegar og engin hætta skapaðist upp við mark Stjömunnar úr þeim. IBV gat fyrst núna stillt upp þeim hópi sem mun standa í baráttunni í sumar, þeir félagar Goran Aleksic og Momir Mileta komu til Eyja á mánudaginn og fengu báðir að spreyta sig. Goran átti frekar erfitt uppdráttar en Momir komst vel frá sínu og Ijóst að hér er á ferð sterkur og leikreyndur leikmaður. Aðrir leikmenn IBV stóðu sig ágætlega, Hjalti Jóhannesson átti hættulegar rispur upp vinstri kantinn, Páll Guðmundsson var traustur á miðjunni sem og miðverðimir Hlynur Stefánsson og Kjartan Antonsson. Mörk ÍBV: Sjálfsmark og Allan.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.