Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur ■ Vestmannaeyjum 9. nóvember 2000 » 45. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax:481 1293 Er bæjarsjóður að tapa tugum milljóna? SUMARSTÚLKAN 2000, Lilja Björg var meðal þeirra sem sýndu föt á jólakvöldi Róma. Bls. 20 Þann 2. desember á síðasta ári var samþykktur fjármögnunar- og lánasamningur milli Vestmanna- eyjabæjar og Kaupþings hf. Þetta var jafnframt samningur um áhættustýringu og gjaldeyrisráð- gjöf. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðslu þessa máls, töldu að eðlilegra hefði verið að bjóða samninginn út I framhaldi af þeim samningi var síðan tekið lán hjá Kaupþingi hinn 10. maí sl. að upphæð kr. 12 milljónir bandaríkjadala, í samræmi við skil- mála og kjör í áðurgreindum samn- ingi. Af þessari upphæð er nú búið að ráðstafa 7 milljónum dala til skuldbreytinga og sem lántöku fyrir stofnanir bæjarins. Þessi upphæð, 7 milljónir Banda- ríkjadala, varþann 10. maí sl. jafngildi u.þ.b. 532,7 milljóna ísl. króna en miðað við gengi sl. þriðjudag er jafngildi þessara 7 milljóna dala orðið 608 milljónir ísl. króna. Þannig hefur upphæð skuldarinnar hækkað um rúmar 75 milljónir á rúmlega hálfu ári vegna óhagstæðrar gengisþróunar, þ.e. sé miðað við að lánið hafí allt verið tekið í bandaríkjadölum. Sú mun þó væntanlega ekki raunin þar sem gengið mun hafa verið út frá því í samningnum að lánið yrði í fleiri myntkörfum en bandaríkjadölum þó svo að lánsupphæðin væri tilgreind í þeirri mynt. Guðrún Erlingsdóttir, fulltrúi Vest- mannaeyjalistans í bæjarstjóm, segir að fulltrúar V-listans hafí lagt fram fyrirspum þegar átta mánaða uppgjör bæjarins lá fyrir, vegna mikillar skuldaaukningar. Þessu máli hafi verið hreyft í bæjarráði sl. mánudag og þess krafist að fram kæmi hvað í raun fælist í þeim hluta samningsins sem lýtur að áhættustýringu og gjald- eyrisráðgjöf. Guðrún segir að á sínum tíma hafí verið ákveðið að umrætt lán yrði í nokkmm myntkörfum til að draga úr áhættu vegna óhagstæðrar gengisþróunar. „Þess vegna fómm við fulltrúar minnihlutans fram á svör við þessum spumingum og hvort bæjarsjóður og stofnanir hans hafi hagnast eða skaðast af þessum samningi, áhættustýringunni og gjald- eyrisráðgjöfinni,“ segir Guðrún. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir að þetta mál hafi verið í höndum Kaupþings allt frá því að samning- urinn var undirritaður þann 10. maí. „Páll Einarsson, bæjarritari, hefur verið á fundum með Kaupþings- mönnum í vikunni vegna samningsins og ég mun sjálfur funda með þeim í næstu viku. Ég á erfitt með að svara nokkm um þetta mál fyrr en að þeim fundi loknum," sagði Guðjón. Bæjarstjómarfundur var haldinn í gær um sama leyti og Fréttir fóm í prentun. A honum átti m.a. að ræða þetta mál en samkvæmt orðum Guðjóns er ekki líkiegt að nein ákveðin svör hafí komið þar fram um það hve mikið skuld bæjarsjóðs vegna áðumefnds láns hafi aukist vegna þróunar gengisins. Tölvun flytur í nýtt húsnæði Tölvu- og hugbúnaðarfyrírtækið Tölvun festi fyrir skömmu kaup á húsnæði því sem lengst af var kennt við Neista við Strandveg en síðast var þar til húsa leik- fangaverslunin Tölvubær. Davíð Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tölvunar, segir að undanfamar vikur hafi verið unnið við að lagfæra og endurbæta hús- næðið. í dag og á morgun (fimmtudag og föstudag) verður lokað í Tölvun meðan flutt verður í nýja húsnæðið en á laugardag verður opnað kl. 13 á nýja staðnum og opið til kl. 17. Mörg góð opnunartilboð verða í gangi þann dag. Davíð segir að með þessu aukist mjög rými fyrirtækisins en heldur þröngt hafi verið orðið á gamla staðnum. Þetta sé u.þ.b. tvöföldun á plássi. Sjálf verslunin verður ekki mikið stærri en öll aðstaða á verkstæði og skrifstofu verður miklu rýmri og þægilegri. Davíð segir að áfram verði húsnæðið í Kiwanishúsinu í notkun og hug- myndin sé að nýta það fyrir starfsemi Tölvuskólans og e.t.v. fleira þegar fram líða stundir. Myndavél, tóbaki, sælgæti og gosi stolið Tveir þjófnaðir voru tilkynntir lögreglu í vikunni. Sá fyrri sl. föstudag en þar var myndavél stolið. Hafði eigandi hennar verið að koma með fyrri ferð Herjólfs til Eyja og geymdi vélina í farangursgeymslu skipsins. Þegar hann svo ætlaði að vitja hennar hafði hún verið tekin úr tösku sem hún var geymd í. Myndavélin er af gerðinni Nikon 404. Seinni þjófnaðurinn var tilkynntur á sunnudag en þar var stolið tóbaki, sælgæti og gos- diykkjum úr Guðjóni yE. Er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað einhvem tíma á tímabilinu frá föstudagskvöldi fram til kl. 19 á sunnudag. Engar upplýsingar em um gerendur í þessum tveimur málum og óskar lögregla eftir upplýsingum. , .., TM-ORYGGI FYRIR ÖRVGGI PJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg ngamáHn ___ jMÉÉKi a einfaldan oq hagkvæman han Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 4811535 Viögeröir og smurstöö UjJ IVlánwKdi. - llaiufg ai d. Ikll, 08. 15 lk.ll.. 12,00 S uii nudag Ikll, 14,(1 30 Ikll. 18.00 Aukaferð fos1 :ud„ Ikll, 15„: 30 Ikll, 1 (9,0(0 (t$Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.