Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Fréttir 13 markaðshyggjan Kristján Björnsson ræða stöðu Vestmannaeyja, hver frá sínum sjónarhóli HÓPURINN sem fjallaði um atvinnumál var fjölmennastur á ráðstefnunni. Kristján Björnsson sóknarprestur: Á kirkjan og trúin enga samleið með framtíðarsýn ungs fólks í Vestmannaeyjum? Á kirkjan og trúin enga samleið með framtíðarsýn ungs fólks í Vestmannaeyjum? I framhaldi af því vakna spurningar um hvort Mammon í líki markaðssetningar og framfara sé sá eini guð sem skiptir máli hjá ungu fólki. Séra Kristján Bjömsson sóknar- prestur Landakirkju var á hluta ráðstefnunnar Eyjar 2010. Hann tók þátt í umræðuhóp á ráðstefnunni, sem fjallaði um mannlíf og menningu. Hann sagði að Guð hefði ekki komið þar til umræðu en það væri ekki aðalatriðið, því þótt hann hafí ekki verið nefndur, þá sé hann í bak- höndinni og í verki með hverjum manni, þrátt fyrir allt. Kristján sagðist í sjálfu sér skiija það vel að kirkjan og hennar starf haft ekki verið beint til umræðu á ráð- stefnunni, vegna þess að hún væri talin sjálfsagður þáttur í samfélaginu. „Fólk hefur einnig mjög sterka til- hneigingu til þess að ýta Guði og trúmálum til hliðar þegar verið er að ræða um atvinnumál og aðra verald- lega hluti. Þetta er mjög þekkt og kemur ekkert á óvart. Hins vegar sótti ég nú ráðstefnuna bæði sem borgari og embættismaður. Ég tók þátt í umræðuhópnum sem ljallaði um mannlíf og menningu. Þetta stangast oft á tíðum á við það sem við segjum og syngjum: ,,Ætíð haf Jesú í verki með þér.“ Samkvæmt því er boð- skapur kirkjunnar þessi, að ef Guð er með í verki hver skyldi þá vera á móti. Án Guðs er beinlínis útilokað að standa að nokkm stórvirki. Ég geri ráð fyrir því að við höfum öll gengið út írá því sem sameiginlegri forsendu hóps- ins að Guð sé í verki hér í Vest- mannaeyjum og verði það áfram, a.m.k. til ársins 2010.“ I prédikun sunnudagsins 29. október, sem var siðbótardagurinn, þ.e. daginn eftir ráðstefnuna, lagði sr. Kristján út af þessari hugmynd. „Ég notaði þetta þekkta stef um að án Guðs þýði ekkert að áforma. Ég hvatti til þess að menn forðuðust alla stöðnun, því að stöðnun er fyrsta skrefið í átt hnignunar. Ég benti fólki líka á að trúin væri eins og Skansinn. Hann er þama, hann er virkið og vígið, en við erum hins vegar ekki aila daga og nætur í virkinu. Guð er svo fastur í hugum okkar og öruggur þáttur að fólk íjallar ekki svo mikið um það sem virðist vera haldbært. I umræðuhópnum um mannlífið var Skanssvæðið einmitt tekið sem dæmi um vel heppnaða framkvæmd fyrir mannlífið og líðan fólks í umhverfi sínu. Þar finnst fólki notalegt að ganga um, vegna þess að skipulag og arkitektúr svæðisins er í góðu lagi. Og kirkjan er þar líka, bæði sem guðshús og griðastaður. Fólk sækir þangað nýjan kraft og krakkarnir leika sér í sandfjörunni eða dorga af bryggjunni.“ Kristján segir að í umræðuhópnum haft mikill tími farið í samræður um miðbæinn, sem varla finnst í Eyjum því margir sakna miðbæjarlífs. „Þegar fólk er að horfa til framtíðar og vill setja sér ný markmið hlýtur það að fjalla fyrst og fremst um það sem vantar og þarf að laga. Kirkjan er til staðar í Eyjum og reynir að sinna þörfum safnaðarins. Það mættu margir hafa það í huga og nýta það betur sem í boði er.“ Þú nefndir kirkjuna á Skanssvæðinu, er kannski enginn miðbær í Eyjum af því að engin kirkja er í þeim kjama sem fólk vill kannski sjá sem miðbæ? „í upphafi hefur kirkja sennilegast staðið þar sem byggðin tók að þéttast. Þess er þó að geta að Heimatorg fór undir hraun í gosinu eins og margt annað. Hugmyndin um menningarhús í Eyjum er sjálfsagt miðuð út frá Heimatorgi með tengingu við Skans- inn og það svæði í Vestmannaeyjabæ sem gæti orðið lifandi miðbær, nokkum veginn út frá krossinum Bámstígur/Vestmannabraut. Landa- kirkja stendur utan við þennan miðbæ, en þannig hefur hún eflaust verið hugsuð sem skjól fyrir fólkið að leita til. Á mörgum ámm hefur miðja bæjarins verið að færast og nú stendur þessi Landakirkja nær miðjunni en nokkm sinni fyrr í 220 ára sögu sinni." En aftur að ungu fólki og Guði. Manni virtist unga fólkinu á ráðstefnunni tamara að tala um uppbyggingu í tengslum við markaðssetningu og veraldleg gæði frekar en huglægari og andlegri fyllingu, eða abstrakt fyrirbæri eins og guð. Hvað viltu segja um þetta? „Guð okkar er reyndar ekki abstrakt, hann er persónulegur lifandi Guð. En það á ekki beint við að nota hugtök eins og markaðssetningu þegar kirkjan er annars vegar. Hins vegar gæti kirkjan alveg notað margt af því sem notað er í auglýsingatækni, upplýsingamiðlun og samskiptatækni, en markaðssetning í kirkjulegu samhengi finnst mér frekar óvið- eigandi. Kirkjan getur notað ýmsa tækni. Hún hefur lengi nýtt sér söng, ritmál, ræðukúnst og aðrar listir. Og þegar við lítum yfir farinn veg sjáum við að ýmsar greinar lista og menningar haldast í hendur við kirkjulífið um lengri eða skemmri tíma. En af því að þú talaðir um abstrakt guð, þá fínnst mér það öfugsnúið fyrst við getum talað við hann á máli bænarinnar. Þetta kunna mjög margir, en þeim er ekki tamt að flíka því. Fólk vill frekar eiga þá viðræðu út af fyrir sig, en ekki á opinberum vettvangi, eins og t.d. á þessari ráðstefnu. Þar var verið að tala um atvinnumál, skóla og menningu í breiðara samhengi. Guð er alls ekki týndur í þessari umræðu heldur tel ég hann vera gefinn þátt í hugum fólks." Kristján segir að í ljósi hinnar tíu ára framtíðarsýnar ráðstefnunnar, þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu atriði, ef Guð lofar. „Ég get reyndar vitnað í Davfðssaltara og sagt á sama veg að „Ef Drottinn byggirekki húsið, erfiða smiðimir til ónýtis. Ef Drottinn vemdar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis." Þetta er kannski dálítið fomaldarlegt orðaval fyrir unga fólkið en það er engu að síður alveg satt,“ sagði séra Kristján að lokum. Úlfar Steindórsson fram- kvæmdastjóri Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins: Við skilgrein- um nýsköpun mjög vítt Úlfar Steindórsson framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífssins fjallaði um hlutverk og stefnu Nýsköpunarsjóðs og velti fyrir sér markaðslausnum í atvinnuþróun. Hann var spurður að því hvað nýsköpun væri samkvæmt skiigrciningu sjóðsins. „Það sem er augljósast í þvf efni er það þegar menn eru að finna upp á einhverju nýju,“ sagði Úlfar. „Mönnum dettur eitthvað í hug sem engum öðmm hefur dottið í hug. Nýsköpun getur hins vegar verið ýmislegt fleira. Til dæmis einhver tækni sem er til staðar, sem verið er að betrumbæta, eða útfæra á nýjan hátt. Það er einnig ákveðin nýsköpun í því að bjóða upp á nýja þjónustu á ákveðnu svæði, sem gæti þó verið til staðar einhvers staðar annars staðar. Þannig getur nýsköpun náð yfir mjög breitt svið og hægt að skilgreina hana mjög vítt.“ Ulfar sagði að þeir hjá Ný- sköpunarsjóði væm kannski aðallega að horfa til þessarar víðu skil- greiningar á nýsköpun. „Við teljum til dæmis ákveðna nýsköpun í því ef íslenskt fyrirtæki er að fara með einhverja vöm á markað erlendis, jafnvel þó að sú vara sé til og hafi verið til í fjölda ára.“ Erpá hægt að setja þetta forskeyti - NY - innan gæsalappa þegar það stendur með orðinu sköpun? „Að mörgu leyti er hægt að segja það, vegna þess að ef að menn era að gera eitthvað em þeir að skapa eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður. Nýsköpun þýðir þá að það sé það eina, en við tökum þetta - NÝ- svolítið frá, eins og þú lýsir því og breikkum þar með skilgreininguna á því.“ Ekkert með fnjmleika að gera Verkefni sem Nýsköpunarsjóður tekur að sér að Ijármagna, með láns- eða hlutafé þurfa þess vegna ekkert endilega að fela í sér frumleika? „Nei alls ekki og hefur í sjálfu sér ekkert með fmmleika að gera. Auð- vitað getur nýsköpun byggst á ákveðnum fmmleika, þó að við leggjum ekki upp með framleika í þeirri merkingu að verið sé að skapa eitthvað sem engum hefur dottið í hug áður.“ Nú hefur Nýsköpunarsjóður að mestu styrkt verkefni sem snúa að framleiðslu og markaðssetningu sem tengjast fyrirtækjarekstri, hvemig er með huglægari framleiðslu, eins og á sviði menningarmála? „Við höfum í raun og vem ekki litið á hlutverk sjóðsins að styrkja menningarmál. Við höfum samt komið að verkefnum eins og kvik- myndagerð og tónlist með ákveðnum hætti. En að öllu jöfnu getum við sagt að okkur finnist það vera hlutverk annarra aðila en okkar, til dæmis rikisvaldsins í hvetju landi. Þó að aðili eins og Nýsköp- unarsjóður væri hugsanlega tilbúinn að fara inn í slík verkefni að einhverjum hluta, þá yrði það alltaf erfítt. Við emm aldrei að fjármagna neitt hundrað prósent og menn þurfa að koma með peninga á móti fram- lagi sjóðsins. Það er svo erfitt að draga einkaframtakið með fjármagn að þessum þáttum, þar af leiðandi verður það alltaf erfitt." Nýsköpun 2000 Úlfar segir að í öllum verkefnum sem Nýsköpunarsjóður komi að, sé gert ráð fyrir að einhver hagnaður sé af þeim. „Við emm reyndar í verk- efnum þar sem hagnaðurinn er ekki beint sjóðsins. Eins og verkefnin Nýsköpun 2000 þar sem við reynum að ýta undir að fólk komi hug- myndum á framfæri, búi til við- skiptaáætlun og sendi í sam- keppnina. Við emm svo sem ekki að hafa beinan hagnað af því, en vonandi emm við að fá einhver verkefni sem gætu skilað okkur einhverju síðar. Nú, fyrir utan það emm við að hjálpa og uppfræða, þannig að líta má á það verkefni sem hag samfélagsins sem auðvitað er erfitt að mæla. Við höfum séð okkur meira á þessum kanti en ekki verið að ýta undir leiklist, bókmenntir og slíka hluti.“ Úlfar segist í fljótu bragði ekki sjá að sjóðurinn muni með neinu móti styrkja slíka starfsemi. „Það er mjög erfitt. I lögum og reglum sjóðins er hann skilgreindur með þeim hætti að mjög erfitt yrði að nálgast slfka framkvæmd og persónulega er ég mjög ánægður með að sjóðnum skuli ekki vera ætlað að fást við slíka hluti.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.