Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Side 22

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Side 22
22 Fréttir Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 9. nóvember: Kl. 9.00. Fermingarmót Landa- kirkju hefst með fræðslu og sam- vem, sundi og ýmsum verkefnum, kvikmyndun, tónlist og blaðaút- gáfu. Kvöldmáltíð, límonaði og síðdegissnúðar í boði sóknarinnar. Kl. 10.00. Foreldramorgunn fellur niður vegna fermingarmóts. Ung- bamanudd í höndum Kristínar Sigurðardóttur verður næsta fimmtudag. Kl. 17.30. TTT fellur niður vegna fermingarmóts. Kl. 20.00. Kvöldvaka á ferming- armóti. Foreldmm er boðið að taka þátt og njóta afraksturs af verk- efnum dagsins í myndum og máli. Föstudagur 10. nóvember: Kl. 10.00 og kl. 13.30. Leikritið „Ósýnilegi vinurinn" sýndur í Landakirkju fyrir leikskólaböm bæjarins. Bömin koma af leik- skólunum í fylgd leikskólakennara og annarra starfsmanna. Laugardagur 11. nóvember: Kl. 14.15. Æfing hjá Litlum lærisveinum og hljómsveit í Safnaðarheimilinu fyrir þjóðlaga- messu sem verður 19. nóvember. Sunnudagur 12. nóvember: Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með söng, leik og sögum. Það er gaman og gefandi að koma saman á þennan íjörlega hátt. Kl. 14.00. Guðsþjónusta með góðum söng og lestrum. Fjallað um fögnuð og eilífa gleði. Kaffi- sopi á eftir. Sýningin „Tíminn og trúin“ er opin í Safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Kristján Bjömsson. Kl. 20.30. Æskulýðsfundur í Safnaðarheimilinu fyrir unglinga 8.-10. bekkja gmnnskólanna. Mánudagur 13. nóvember: Kl. 16.50. Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópurinn, kemur saman í lífi og leik. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Jóla- bazarinn undirbúinn. Þriðjudagur 14. nóvember: Kl. 16.30. KKK KirkjuKlúbburinn Kirkjuprakkarar brallar eitthvað, föndra, leika og syngja. Miðvikudagur 15. nóvember: Kl. 12.00. Kyrrðarstund í hádeg- inu. 20 mín. í kyrrð, bæn og íhugun við orgelspil. Fyrirbæna- efnum má koma til prestanna. Alltaf á miðvikudögum. Kl. 20.00. Opið hús fyrir unglinga 8.-10. bekkja grunnskólanna í KFUM&K húsinu við Vest- mannabraut. Verið velkomin í spil, spjall eða ballskák. Myndbandið rúllar. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur. Hvað segja spádómar Biblíunnar um sam- tímann? Laugardagur Kl. 20.30 Brotning brauðsins. Sunnudagur Kl. 15.00 Fjölskyldusamkoma - Krakkakirkjan mætir í gleði og söng. Samskot til trúboðsins. Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan íblóma, öll böm velkomin. Hjartanlega velkomin í Samkomuhúsið. Aðventkirkjan Laugardagur 11. nóvember Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 11.00 Guðsþjónusta, gestur helgar- innar Eric Guðmundsson. Sigurlaug Ingimundardóttir skrifar: Hugleiðing ungrar móður Eg hugsa oft til kvenna, mér eldri og reyndari, þegar ég stend við strau- borðið og vorkenni sjálfri mér. Eg á sex mánaða gamlan son sem er ljósið í lífi mínu, allt líf mitt snýst um engilinn minn. Hann er háður mér og ég honum og það er yndisleg tilfinning, en svona litlu kríli fylgir mikil fyrirhöfn og ég verð að viðurkenna að ég hefði aldrei trúað þvflíkur þvottur fylgir einu litlu bami. Eina stundina stend ég og vorkenni sjálfri mér við strauborðið, horfi á bunka af óstraujuðum bamafötum sem því miður strauja sig ekki sjálf og þá næstu þá skammast ég mín og hugsa til kvenna sem á ámm áður áttu fleiri böm og ólu þau upp við skilyrði sem ekki nokkur ung kona hér í bæ myndi sætta sig við. Við búum við þægindi sem okkur þykja sjálfsögð, þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar, en hver hefur ekki heyrt um konur sem ólu upp sín böm með prýði án þess þó að hafa svo mikið sem rennandi vatn úr krana innandyra. Við unga fólkið í dag eigum það nefnilega til að vera svo- lítið vanþakklát og gleyma hvað við höfum það gott. Önnur stór breyting sem orðið hefur er hvað við eigum greiðan aðgang að upplýsingum. Ljósmæður veita for- eldmm góða fræðslu og þær em alveg sérstakar hér í bæ, alltaf tilbúnar að veita svör við öllum þeim spumingum sem brenna á ungum foreldmm. Fjöldinn allur af góðum bókum á bókasafninu okkar og margar síður á intemetinu, t.d. netdoktorinn, getur líka reynst manni vel. Ekki má gleyma öllum þeim konum sem í kringum okkur em; mæður, tengdamæður, ömmur, langömmur, frænkur og vin- konur. Allar veita þær manni góð ráð, en stundum verður þetta þó svolítið yfirdrifið. Nýbökuð móðir er oft viðkvæm, ringluð og óömgg, þannig að gott ráð ffá góðri konu getur virkað alveg þveröfugt, svo ég tali nú ekki um þegar ein segir þetta og önnur segir hitt og hin nýbakaða móðir veit ekki í hvom fótinn hún á að stíga. Við emm jafn ólíkar og við emm margar og allar þykjumst við nú líka vita best... Kannski er best að segja sína skoðun þegar beðið er um það, en þegja að öðmm kosti? A dögunum var ráðstefnan Eyjar 2010 haldin og hefur þetta framtak vakið marga til umhugsunar. Persónu- lega þá tel ég kostina við að ala böm upp hér í Eyjum svo margfalt fleiri en gallana. Hér er gott fólk og yndislegt umhverfi, góðir leikskólar og varla hægt að tala um biðlista, góðir gmnn- skólar og framhaldsskóli. Góð aðstaða fyrir íþróttir, útivist og tómstundir af ýmsu tagi og pysjutímabilið er eitthvað sem er alveg einstakt fyrir böm. Það er helst á sumrin sem ég sakna þess að geta ekki bara sest upp í bfl skroppið í dagsferð að skoða landið okkar. En þegar ég fer upp á land þá get ég alveg viðurkennt að besti hluti ferðarinnar er alltaf að koma aftur heim. Heimsviðburður í Eyjum á laugardaginn Ætlar þú að njóta lausardassins -eóa lissja upp í sófa f/rir framan sjónvarpió Fermingar- námskeið Fimmtudaginn 9. nóvember verður haldið fermingamámskeið í Landa- kirkju í níunda sinn. Fermingar- bömin fá þá frí frá venjulegri kennslu en mæta þess í stað í Safnaðarheimilið kl. 9. Þar fá þau fræðslu, söng og leik. Eftir hádegi verða þau nokkuð sýnileg í bænutn. Ætlunin er að þau leysi verkefni í ýmsum fyrirtækjum bæjarins. Þau taka þátt í ljós- myndamaraþoni o.fl. Síðdegis snæða þau saman í safnaðar- heimilinu og undirbúa kvöldvöku fyrir sig og foreldra sína. Á kvöld- vökunni verður afrakstur dagsins skoðaður og brugðið á leik. Við ljúkum svo deginum í kirkjunni með stuttri helgistund. Prestamir hvetja foreldra ferm- ingarbarna að mæta og taka þátt í góðri kvöldstund með bömum sfnum. Leiksýning fyrir leikskólabörn Sóknamefnd Landakirkju býður leikskólabömum á aldrinum 3-6 ára til leiksýningar í kirkjunni á rnorgun. Stoppleikhópurinn verður með leiksýninguna Osýnilegi vin- urinn eftir Kari Vinje. Verkið fjallar um Jónatan og Pálu sem verða vinir. Þau læra ýmislegt, t.d. að fyrirgefa og síðast en ekki síst kynnast þau ósýnilega vininum Jesú Kristi. Fagnaðarboðskapur Jesú er hér settur upp á einfaldan og aðgengi- legan hátt. Meðfyrirfram þökk sr. Bára Friðriks Við vonumst til að sjá ykkur öll á Evrópuleik IBV og Buxtehude á laugardaginn kl. 14.00. Buxtehude er eitt af sterkustu liðum heims um þessar mundir, en stelp- umar okkar lofa að leggja sig allar fram til að ná sem bestum úrslitum og vonast til að VIÐ EYJAMENN leggjum okkar að mörkum til að svo verði. ALLIR EYJAMENN ættu að láta sjá sig á þessum leik þar sem verið er að bjóða upp á handbolta eins og hann gerist bestur í heiminum í dag og það er ekki á hveijum degi sem OKKUR EYJAMÖNNUM býðst það. Loks þegar okkur býðst að sjá handboltaleik á heimsmælikvarða er það OKKAR að nýta okkur það. EYJAMENN nýtum OKKUR nú tækifærið og njótum þess að VERA TIL. LÍFIÐ A EKKI AÐ VERA FÚLT, NJÓTUM ÞESS ER LÍFIÐ HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA. VIÐ BJÓÐUM YKKUR UPP Á FRÁ- BÆRA SKEMMTUN Á LAUG- ARDAGINN. ÞAÐ ER UNDIR OKKUR KOMIÐ HVORT VIÐ VILJUM LIFA LÍFINU LIFANDI EÐUR EI. KOMUM OKKUR ÚR SÓFANUM OG FRÁ SJÓN- VARPINU OG INN í ÍÞRÓTTA- MIÐSTÖÐ OG NJÓTUM SKEMMTILEGS HANDBOLTA- LEIKS. Lítum í eigin barm og gemm næsta laugardag að SKEMMTI- LEGUM DEGI, Þ.E.A.S. HAND- BOLTADEGI. Við í handknattleiksráði kvenna viljum rifja í stuttu máli upp stór- kostlega ferð liðsins til Buxtehude í Þýskalandi í síðustu viku. Ferðin tókst í alla staði fræbærlega og var öll umgjörð ferðarinnar til íyrirmyndar af hálfu þýska liðsins. Við lögðum upp frá Vestmanna- eyjum á miðvikudegi með Hetjólfi og var leikinn æfingaleikur síðdegis við stráka úr Víkingi en nýjasti leikmaður okkar Tamara Mandzic var með okkur í fyrsta skipti þennan dag. Hún stoppaði stutt við á íslandi í þetta skipti þar sem daginn eftir héldum við til Frankfurt og tókum síðan lest til Hamborgar og síðan var keyrt til Buxtehude sem er um 30 mín akstur fyrir utan Hamborg. Föstudagurinn var notaður til að skoða sig um í Hamborg og njóta gestrisni liðs Buxtehude. Æfing var síðan seinnipart fóstudags í glæsilegri höll þeirra Buxtehude, en ekki gmnaði okkur þá hvað í vændum var næsta dag. Á laugardeginum var dagurinn tekinn rólega með rölti og skoðunar- ferðum um Buxtehude sem er fallegur bær með um 37.000 íbúa. Leikurinn frábæri hófst síðan með tilkomu- mikilli sýningu þar sem notast var við Ijós, reyk, þjóðsöngva og frábæra áhorfendur. Það var eins og við værum komin í draumaheim um hvemig umgjörð leikja eigi að vera. Stemmingin var í einu orði sagt frábær með næstum troðfullt hús eða um 1500 áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Stelpumar byijuðu frábærlega í þessum leik og var jafnt framan af leik, en þá tók reynsla Buxtehude við og óagaður leikur okkar stúlkna, sem gerði það að verkum að þær sigldu vel fram úr okkur og sigmðu okkur með 38 mörkum gegn 20. Sigurinn var í stærra lagi, en með góðum leik okkar stúlkna á laugardaginn og góðum stuðningi áhorfenda getum við vel strítt þessum stelpum. Við minnum á forsölu miða fyrir utan verslanir á fimmtudag og föstu- dag. Handknattleiksráð lcvenna IBV MIKIÐ var um dýrðir á lokahófi yngri flokka ÍBV- íþróttafélags sem fór fram fyrir skömmu. Þar voru afhentar viðurkenningar fyrir frammistöðuna síðastliðið sumar. Um leið var boðið upp á gos og kökkur sem runnu ljúflega niður. Nánar verður sagt frá hófinu í næsta blaði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.