Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Vilja svör vegna samnings við Kaupþing Á fundi bæjarráðs á mánudag var lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúum Vestmannaeyjalistans: Hinn 2. des. 1999 samþykkti bæjarstjórn fjármögnunar- og lána- samning milli Vestmannaeyjabæjar og Kaupþings hf. Samningurinn var jafnlfamt samningur um áhættustýringu og gjaldeyrisráð- gjöf. í framhaldi af ofangreindu óskum við eftir skriflegu svari á bæjarstjórnarfundi 8. nóv. nk. við eftirfarandi: 1. Heiur verið unnið í samræmi við þennan samning? 2. Hali verið unnið eftir samn- ingnum, er óskað eftir sundurliðun vegna hans. 3. Jafnframt er óskað eftir sundur- liðun, hvernig bæjarsjóður og stofnanir hans hafa hagnast/skaðast af samningnum, áhættustýringunni og gjaldeyrisráðgjöfinni. 180 nemendur Alls stunda 180 nemendur nám við Tónlistarskólann á haustönn. Kennt er á 13 hljóðfæri auk söngkennslu. Skipting nemenda milli hljóðfæra er þessi: Píanó Gítar Blokkflauta Söngur Þverflauta Altflauta Trompet Trommur Klarinelt Saxófónn Túba Hom Bassi Baritón Óku 15 ungmennum heim Alls voru 194 færslur í dagbók lögreglu í liðinni viku og er það ívið minna en í vikunni á undan. Ekki er hægt að segja að mikill erill hafi verið hjá lögreglu en þó var í nógu að snúast um helgina. Má þar m.a. nefna að sl. laugardagskvöld var alls 15 ungmennum ekið til síns heima og rætt við foreldra þeirra en þessi ungmenni voru úti eftir leyftlegan útivistartíma. Skemmdir á bifreiðum Þrjú skemmdarverk voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og áttu tvö þeiri'a sér stað á Brekastíg, líklega á aðfaranótt sunnudags. Þar voru tvær bifreiðir skemmdar en sparkað hafði verið í þær þannig að þær rispuðust. Þriðja tilfellið átti sér stað í Litlagerði og var þar einnig um skemmdir á biifeið að ræða. Er þar líklega um árekstur og brottför af vettvangi að ræða. Eru þeir sem geta geftð upplýsingar um þessi skemmdarverk beðnir að hafa samband við lögreglu. Stútur nr. 24 Sex kærur lágu fyrir eftir vikuna vegna brota á umferðarlögum. Ein þeiiTa var vegna ölvunar við akstur og er þetta sá 24. sem tekinn er fyrir slíkt athæfi á árinu. Á sama tíma í fyrra höfðu 22 verið teknir fyrir ölvunarakstur. 60 nem. 33 nem. 25 nem. 17 nem. 12 nem. 8 nem. 6 nem. 6 nem. 6 nem. 3 nem. 1 nem. 1 nem. 1 nem. 1 nem. Verkfall í Framhaldsskólanum Nokkrir stundakenn arar mega kenna, auk skólameistara Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti á mánudag og síðan hefur verið fámennt í Fram- haldsskólanum. Allir fastráðnir kennarar skólans eru í verkfalli og einungis stundakennarar utan Kennarasambands Islands sem mega kenna áfram. Þeir eru sjö talsins en auk þess er skólameistari ekki í verkfalli. Þær greinar sem enn er haldið uppi kennslu í, eru greinar sem tengjast vélstjómarbraut og vélvirkjun, jarð- fræði, grunnteikning, fatasaumur og myndlist. Olafur Hreinn Sigurjónsson, skóla- meistari segir að mæting í þessa tíma hafi verið nokkuð misjöfn, sums staðar góð en annars staðar léleg. Olafur segir að af þessum hópum sé það vélvirkjahópurinn sem ætti að geta lokið sínu námi á önninni þó svo að verkfallið drægist á langinn, þ.e.a.s. þeir sem þegar hefðu lokið öðmm áföngum í því námi. Öll aðstaða í skólanum stendur nemendum opin í verkfallinu, þ.á.m. bókasafn og tölvustofa. Elísabet Guðmundsdóttir, bókavörður Fram- haldsskólans og ekki í verkfalli, segir að ekki hafi margir nemenda notað sér þá aðstöðu þessa tvo fyrstu daga verkfallsins. Enginn nemandi mætti fyrir hádegi en fáeinir vom á bókasafninu eftir hádegi á þriðjudag. Þau Elísabet og Ólafur töldu að það væri ekki óeðlilegt í byijun, fólk svæfi út fyrstu dagana en síðan kæmi að því að fólki leiddist aðgerðaleysið og Áhöfn Herjólfs I kjölfar þeirrar ákvörðunar Vega- gerðar ríkisins að ganga til samninga við Samskip hf. um rekstur Herjólfs frá næstu ára- mótum, sendi útgerð Herjólfs hf. öllu starfsfólki fyrirtækisins upp- sagnarbréf í síðustu viku. Sú ákvörðun kom líklega engum á óvart þar sem vandséð er að Herjólfur hf. verði með nokkum rekstur eftir áramót, að öðm leyti en í eftirliti með fasteignum félagsins. Forráðamenn Samskipa hf. hafa tilkynnt að fyrstu viðræður þeirra muni verða við núverandi áhöfn skips- ins og þeir hafa lýst yfir þeim vilja sínum að ráða sama fólk til starfa. Á þriðjudag komu tveir fulltrúar Sam- skipa til Eyja, með Herjólfi að sjálfsögðu, bæði til að skoða skipið og eins til að kynna sér aðra hluti í Eyjum vegna væntanlegrar yfirtöku á rekstrinum. Ekkert hefur þó enn verið tilkynnt um viðræður við áhöfn en í óvissu heimildir Frétta herma að Samskip hafi hug á að fækka í áhöfninni, a.m.k. yfir vetrarmánuðina. Fréttir höfðu samband við nokkra úr áhöfn Herjólfs vegna þess óvissu- ástands sem hlýtur að ríkja um borð, þar sem allir endar em í raun lausir í ráðningarmálum skipverja. Enginn þeirra sem rætt var við vildi tjá sig um málið á þessari stundu, sögðu það of viðkvæmt til að rétt væri að ræða það í íjölmiðlum. ÞESSI selkópur hafði skriðið upp í fjöruna austan við hafnargarðinn í síðustu viku. Hann var hálfaumingjalegur að sjá og trúlega hefur hann ekki gengið heill til hreifa. Ekki vitum við um örlög kópsins en sennilega hefur hann ekki orðið langlífur. notaði sér aðstöðuna í skólanum. Ólafúr vildi koma þeim skilaboðum til nemenda að gefast ekki upp þótt eitthvað teygðist úr verkfallinu, heldur stefna að því að ljúka önninni. „Við höfum alltaf náð því að vinna upp þann tíma sem hefur tapast vegna verkfalla, aldrei misst úr önn vegna þess og við stefnum að því sama núna,“ sagði Ólafur Hreinn. Helgi Braga formaður Golf- klúbbsins í fyrrakvöld var haidinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þar var kosin ný stjórn og er Helgi Bragason formaður, Þorsteinn Sverrisson gjaldkeri en aðrir í stjórn eru Haraldur Oskarsson, Böðvar Bergþórsson, Sigurjón Pálsson, Júlíus Hallgrímsson og Ragnar Þ. Baldvinsson. Þarna er nánast um algerlega nýtt fólk að ræða í stjórn, sá eini sem átti sæti í fráfarandi stjórn er Haraldur Óskarsson. Golfklúbburinn hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarin ár og hefur stór hluti tekna farið í að greiða vexti af áhvílandi lánum sem stofnað var til þegar ráðist var í stækkun vallarins, ásamt auknum tækjakaupum sem þeirri stækkun fylgdu. Þá hefur að undanförnu verið unnið við að gera fokhelda nýbyggingu þá sem ráðist var í í haust og þótti brýn nauðsyn. Því er ljóst að nýrrar stjórnar bíður erfitt verkefni, ekki síst í því er snýr að f jármálum klúbbsins. Á aðalfundinum var framfarabikarinn afhentur þeim kylfingi sem talinn var hafa sýnt mestar framfarir á árinu. Kylfingurinn ungi, Viktor Pétur Jónsson, hlaut hann sem efnilegasti kylfingur ársins 2000 og er vel að honum kominn svo og nafnbótinni. Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Omar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísii Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Nettang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. FRETTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.